Morgunblaðið - 18.10.2003, Síða 14

Morgunblaðið - 18.10.2003, Síða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ LOKAGILDI úrvalsvísitölunnar var 1.903,6 stig í gær og hefur aldrei ver- ið hærra, en hæsta lokagildi fram til þessa var 1.888,7 stig hinn 17. febr- úar árið 2000. Vísitalan hækkaði um 1,3% frá fyrra degi og hækkun það sem af er þessum mánuði er 4,8%. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 27% frá miðju ári og um 40,8% frá áramótum. Í Hálffimm fréttum greiningar- deildar Kaupþings Búnaðarbanka segir að mikla hækkun vísitölunnar að undanförnu megi skýra með góð- um horfum í íslensku efnahagslífi og í rekstrarumhverfi fyrirtækja. Aðrir þættir sem hafi leitt til hækkunar séu barátta um stjórnunarítök í nokkrum af stærstu fyrirtækjum landsins, auk þess sem fyrirtækjum hafi fækkað mikið í Kauphöllinni en peningamagn í umferð hafi aukist mikið. Í Hálffimm fréttum segir einnig að Pharmaco hafi haft mest áhrif á þróunina, en markaðsvirði þess hafi tvöfaldast frá því í ársbyrjun og virði þess sé nú um 95 milljarðar króna. Vægi þess í vísitölunni sé um 21% og það hafi því mikil áhrif á vísitöluna, en Pharmaco hækkaði um 5,6% í gær og lokagengi bréfa þess var 32,20. Þá segir að bankageirinn vegi einnig þungt í vísitölunni eða um 42%. Greiningardeild Kaupþings Bún- aðarbanka segir að ef horft væri framhjá hækkun Pharmaco og bank- anna þriggja frá áramótum hefði vísitalan hækkað um 19% á árinu og ef Bakkavör væri einnig sleppt hefði hækkunin numið 16,8%, sem sé sam- bærilegt þeim vexti sem verið hafi á heimsmörkuðum þetta árið. Greiningardeildin segir forvitni- legt við þessi áhrif Pharmaco og Bakkavarar á úrvalsvísitöluna að starfsemi fyrirtækjanna sé erlendis. Að auki segi allir bankarnir að vaxta- tækifæri þeirra liggi fyrst og fremst erlendis og ljóst sé að fjárfestar bindi miklar vonir við það. Úrvals- vísitalan endurspegli því fremur at- vinnurekstur Íslendinga en íslenskt efnahagslíf. Met í Kauphöllinni                                !     "    ## $   # %  & '  "    #  STJÓRNENDUR hjá Kaupþingi Búnaðarbanka og Landsbanka Íslands telja bankana ekki vera komna út fyrir verksvið sitt með eignarhaldi í óskyldum fyr- irtækjum til skamms tíma. Á fundi Félags viðskipta- fræðinga og hagfræðinga í gær kom fram gagnrýni á eignarhald bankanna í fyrirtækjum í óskyldum rekstri, eins og sagt var frá í frétt Morgunblaðsins í gær. Nið- urstöður framsögumanna voru á þá leið að bankarnir væru komnir út fyrir verksvið sitt með beinum af- skiptum sínum af fyrirtækjum. Þá voru svokallaðir Kínamúrar sem eiga að skilja að ólíka starfsemi banka sagðir nokkuð þunnir. Eignarhaldið eðlilegt  AÐ mati Sigurðar Einarssonar, stjórnar- formanns Kaupþings Búnaðarbanka, hafa bankarnir alls ekki farið út fyrir verksvið sitt með eignarhaldi í óskyldum fyr- irtækjum. Hann seg- ist telja að einblínt sé um of á neikvæð- ar hliðar fjárfestinga bankanna fremur en þær jákvæðu. „Það fer enginn banki inn í fyrirtæki sem eignaraðili nema til að aðstoða félög við útrás á nýja markaði eða við um- breytingar. Það er ekki neitt sérstakt áhugamál hjá bönkunum að halda uppi ákveðnum fyrirtækjum. Menn einblína allt of mikið á það hugsanlega neikvæða sem gæti verið í þessum fjárfestingum,“ segir Sigurður. Hann segir jákvæðar hliðar fjárfestinga bankanna augljósar. „Fjárfestingar bank- anna, til dæmis Kaupþings Bún- aðarbanka í fyrirtækjum eins og Össuri, Bakkavör og Baugi gerðu þessum fyr- irtækjum kleift að stunda útrás. Við áttum á tímabili yfir 30% í Bakkavör, svipað í Össuri og um 20% í Baugi. Innkoma bank- ans í þessi fyrirtæki hefur verið verulega verðmætaskapandi fyrir fyrirtækin og þjóðfélagið í heild,“ segir Sigurður. Hann kveðst ekki sjá ástæðu til að setja sérstakar reglugerðir um hvað bankar mega eiga. „Það á ekki að þurfa neinar reglur eða lagastoðir til að hafa hemil á þessu. Bankarnir eru bestir í að stýra þessu. Ef þeir fara of geyst í fjárfestingar kemur það verst niður á þeim sjálfum,“ segir Sigurður. Einblínt um of á neikvæðar hliðar Sigurður Einarsson  „ÉG held að þær breytingar sem eru að eiga sér stað séu í takt við nýja tíma í bankastarfsemi og þá löggjöf sem er í gildi,“ segir Sigurjón Þ. Árnason banka- stjóri Landsbanka Ís- lands. „Það gilda ákveðnar reglur um það hvað bankar mega eiga og hvað ekki. Eftir því sem ég best veit hafa bank- ar verið að halda sig innan þeirra marka. Margir átta sig ekki á því að íslenskir bankar eru ekki bara að reka útibú heldur líka fjárfesting- arstarfsemi en í henni felst meðal annars að koma á umbreytingum á fyrirtækjum. Bankarnir eiga hluti í fyrirtækjum skamm- an tíma og taka með því þátt í umbreyting- arferli. Þetta er alþekkt út í heimi.“ Sigurjón segist undrast þá miklu athygli sem kaup Landsbankans á hlutum í Eim- skipafélaginu hafa fengið, enda eigi bank- inn einungis um 15% hlut í félaginu. „Það hefur margoft komið fyrir að íslenskur banki hafi um skamma stund eignast 15% í einhverju fyrirtæki án þess að því hafi ver- ið veitt sérstök athygli,“ segir Sigurjón. Hann telur ekki ástæðu til að skilja frekar á milli viðskiptabankastarfsemi og fjárfest- ingarstarfsemi íslenskra banka. „Þar sem ég þekki til halda Kínamúrarnir ágætlega. Menn eiga alveg að geta treyst því að þeir séu í lagi.“ Sigurjón segir frekari aðskilnað milli þessara tveggja þátta í starfsemi bankanna ekki mundu verða í takt við þró- un erlendis og bendir á að í Bandaríkjunum hafi verið fallið frá slíkum aðskilnaði. Í takt við nýja tíma Sigurjón Þ. Árnason VERÐBÓLGA, mæld með samræmdri vísitölu neyslu- verðs í EES-ríkjunum, var að meðaltali 1,9% á tímabilinu frá september í fyrra til jafnlengd- ar í ár. Á evrusvæðinu var verð- bólgan 2,1%, á Íslandi 1,2%, en minnst var hún í Þýskalandi, 1,1%. Verðbólgan á þessu tíma- bili var mest á Írlandi, 3,8%. Hækkun vísitölunnar frá ágúst til september í ár var 0,3% á EES-svæðinu í heild, en á Íslandi var hækkunin 0,7%. 1,9% verðbólga á EES-svæðinu ÍSLENSK erfðagreining og Roche Diagnostics greindu í gær frá upp- götvun í samstarfi fyrirtækjanna um þróun erfðafræðilegra greining- arprófa fyrir algenga sjúkdóma. Vísindamenn Íslenskrar erfða- greiningar hafa fundið ákveðnar gerðir erfðavísis sem tvöfalda áhættu einstaklinga á að fá hjarta- áfall, samkvæmt frétt frá fyrirtæk- inu. ÍE og Roche Diagnostics hyggj- ast nota þessa uppgötvun til að þróa DNA-greiningarpróf til að greina þá einstaklinga, sem eru í aukinni hættu á að fá hjartaáfall, og gera þannig kleift að beita réttum for- varnarúrræðum í tíma. Íslensk erfðagreining hlýtur áfanga- greiðslu frá Roche fyrir þessa upp- götvun. Kortlagning erfðavísisins byggð- ist á skimun á öllu erfðamengi 2000 sjúklinga og heilbrigðra ættingja þeirra. „Eftir nákvæma kortlagn- ingu greindu vísindamenn ÍE basa- röð erfðavísisins og beittu svokall- aðri fylgnigreiningu á yfir 1000 breytilega, einstaka basa innan hans (e. SNP). Þær rannsóknir leiddu í ljós tvær setraðir (e. haplotypes), eða tvær gerðir af erfðavísinum sem báðar eru skilgreindar út frá breyti- leika í aðeins sex bösum. Báðar þess- ar gerðir eru algengar og tengjast umtalsvert aukinni hættu á hjarta- áfalli á Íslandi, jafn mikilli og jafn- vel meiri en aðrir þekktir áhættu- þættir svo sem reykingar, hár blóðþrýstingur, hátt kólesterólgildi og sykursýki,“ segir í frétt ÍE. ÍE og Roche skilgreina erfðafræðilegan áhættuþátt hjartaáfalls HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hafnaði í gær beiðni fuglabúsins Móa um heimild til að leita á nýjan leik nauðasamninga vegna skulda félags- ins. Í niðurstöðu úrskurðar Héraðs- dóms segir að samkvæmt lögum skuli héraðsdómari synja um heimild til að leita nauðasamnings ef nauðasamn- ingur hafi áður verið staðfestur fyrir skuldarann innan þriggja ára fyrir frestdag eða kröfu hans um staðfest- ingu nauðasamnings hafi verið hafn- að á sama tímabili af öðrum sökum en þeim að ágallar hafi verið á fram- kvæmd nauðasamningsumleitana. Hæstiréttur hafi hafnað staðfestingu nauðasamnings 7. okt. sl. Í dómi rétt- arins sé farið yfir málsmeðferð og komist að þeirri niðurstöðu að frum- varp til nauðasamninga hafi verið fellt á fundi með atkvæðismönnum en ekki samþykkt eins og beiðandi hafi talið. „Meginreglan samkvæmt 2. tl. 1. mgr. 38. gr. laga nr. 21/1991 er sú að nauðasamnings verði ekki leitað að nýju fyrr en að liðnum þremur árum frá því að fyrri tilraun hófst. Und- antekning er gerð í þeim tilvikum að formgallar á málsmeðferð hafa orðið til þess að synjað er staðfestingar nauðasamnings. Hlýtur þá að verða að krefjast þess að öðrum skilyrðum hafi verið fullnægt, m.a. að frumvarp- ið hafi verið samþykkt af tilskildum meirihluta kröfuhafa. Svo var ekki í þessu tilviki. Sú ákvörðun að lækka samningskröfu Tollstjórans í Reykja- vík um tiltekna fjárhæð leiddi til þess að menn töldu að nægilegur fjöldi kröfuhafa talið eftir kröfufjárhæðum hefði samþykkt nauðasamninginn. Hæstiréttur féllst ekki á að svo hefði verið. Vissulega hefur þetta orðið til þess að beiðandi taldi ekki ástæðu til að óska nýs fundar og hækka boð sitt og var um þetta í góðri trú. Þetta er hins vegar ekki ágalli á framkvæmd í skilningi ákvæðisins. Eftir stendur að nauðasamningurinn var ekki sam- þykktur af nægilegum fjölda kröfu- hafa og var því ekki staðfestur. Þar sem ekki eru liðin þrjú ár frá frest- degi við fyrri tilraun verður að hafna beiðni um heimild til nauðasamnings- umleitana,“ segir í dómnum. Stjórnendur Móa eru nú að skoða þann möguleika að áfrýja þessari nið- urstöðu til Hæstaréttar. Beiðni Móa um nauðasamninga var aftur hafnað HITAVEITA Hvalfjarðarstrandar- hrepps skrúfaði í fyrrakvöld fyrir heitt vatn til kjúklingabúsins að Hurðarbaki í Hvalfjarðarstrandar- hreppi, en kjúklingabúið Móar er þar með um 70 þúsund kjúklinga í eldi. Gunnar Gauti Gunnarsson hér- aðsdýralæknir segir að vegna þess hve heitt er í veðri sé ekki hætta á að fuglarnir í búrinu drepist. Vel sé fylgst með heilbrigði kjúklinganna og oddvita Hvalfjarðarstrandar- hrepps hafi verið gerð grein fyrir stöðu mála. Samkvæmt lögum ber sveitar- stjórn ábyrgð á því að heilbrigði dýra sé tryggt og þau fái nægt fóður. Þetta þýðir að ef sá sem á dýrin get- ur ekki tryggt heilbrigði þeirra eða að þau fái nægt fóður ber sveitar- stjórn að gera það. Gunnar Gauti segir að þrír fuglahópar séu að Hurðarbaki og yngsti hópurinn sé mjög viðkvæmur fyrir hitasveiflum. Nú séu hitablásarar að blása heitu lofti inn í húsið og eins og staðan er í dag sé ekki hætta á að fuglarnir drepist. Ef hins vegar kólnar í veðri og vindkæling eykst sé ekki víst að hitablásararnir hafi undan. Gunnar Gauti segir hins vegar að hann hafi verið fullvissaður um að sveitar- stjórn hreppsins muni tryggja að fuglarnir drepist ekki, enda séu lögin alveg skýr. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur Kaupþing-Búnaðar- banki kynnt sér stöðu mála að Hurð- arbaki, en bankinn er með allsherjarveð í eignum Móa og yrði því fyrir tjóni ef fuglarnir dræpust. Sigmundur Hannesson, lögmaður fuglabúsins Móa, segir að sér sé óheimilt að mismuna kröfuhöfum með því að greiða skuld Móa við Hitaveitu Hvalfjarðarstrandar- hrepps. „Við getum ekki mismunað kröfuhöfum. Það er meginregla þótt það stæði svo sem ekki í okkur að greiða þetta. En menn ganga svona rösklega fram í þessu og þess vegna tökum við fast til varna því við viljum ekki mismuna mönnum og höldum okkur við það hver sem í hlut á,“ sagði Sigmundur um framgöngu hitaveitunnar. Orkuveita Reykjavíkur hefur einnig hótað að loka á rafmagn og vatn til starfsemi Móa í Mosfellsbæ. Ekki hefur enn komið til lokunar. Skrúfað var fyrir heitt vatn til Móa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.