Morgunblaðið - 18.10.2003, Síða 16

Morgunblaðið - 18.10.2003, Síða 16
ERLENT 16 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ TRÚARSAMTÖK í Bandaríkjunum hafa farið þess á leit við forsetaemb- ættið að undirofursti í hernum verði áminntur fyrir að hafa á opinberum vettvangi lýst stríðinu gegn hryðju- verkastarfsemi í heiminum sem átök- um á milli kristilegra gilda og Satans. Yfirmaður bandaríska herráðsins kveðst ekki telja að undirofurstinn, William G. Boykin, hafi brotið neinar reglur. Boykin er nýskipaður aðstoðarund- irráðherra í varnarmálaráðuneytinu og stjórnar þar deild sem hefur það verkefni að hafa uppi á hryðjuverka- manninum Osama bin Laden, Sadd- am Hussein, fyrrverandi Íraksfor- seta, og fleiri vel þekktum mönnum. Deilurnar spruttu upp eftir að frétta- stofa NBC-sjónvarpsins og dagblaðið The Los Angeles Times greindu frá ummælum hans nú í vikunni. Samkvæmt fregnum þessara miðla sagði Boykin er hann ávarpaði trúar- samkomu í Oregonríki í júní sl., að róttækir íslamistar hötuðu Bandarík- in „vegna þess, að við erum kristin þjóð…og óvinur okkar heitir Satan“. Í janúar ávarpaði Boykin samkomu í Flórída, þar sem hann ræddi m.a. um baráttu Bandaríkjamanna við ísl- amskan stríðsherra í Sómalíu 1993, og sagði: „Ég vissi að minn Guð var stærri en hans. Ég vissi, að minn Guð var raunverulegur guð, en hans guð var einungis skurðgoð.“ Ennfremur hefur Boykin sagt, að Bandaríkjamenn muni því aðeins geta sigrast á „andlegum óvini sín- um“ ef þeir berjist við hann í nafni frelsarans. Þá mun hann og hafa látið þau orð falla, að George W. Bush væri forseti Bandaríkjanna vegna þess að Guð hefði ákveðið það. Richard B. Myers, hershöfðingi og yfirmaður bandaríska herráðsins, sagði á fréttamannafundi í varnar- málaráðuneytinu, þar sem um fátt var talað annað en ummæli Boykins, að „við fyrstu sýn [væri] ekki útlit fyrir að neinar reglur hafi verið brotnar“. Donald Rumsfeld varnarmálaráð- herra kvaðst ekki hafa kynnt sér mál- ið nógu vel til að geta tjáð sig um það. Fregnirnar af ummælum Boykins ollu mikilli hneykslan meðal múslima í Bandaríkjunum, og hvöttu borgara- réttindasamtökin Council on Americ- an-Islamic Relations Bush forseta til að víkja Boykin úr embætti. „Allir eiga rétt á að hafa sínar eigin trúarskoðanir, hversu óupplýstar sem þær eru eða þröngar, en það er óviðunandi að þessar skoðanir hafi áhrif á mikilvægar ákvarðanir sem taka þarf í stríðinu gegn hryðjuverka- starfseminni í heiminum,“ sagði fram- kvæmdastjóri samtakanna, Nihad Awad. Á fréttamannafundinum í varnar- málaráðuneytinu vildi Rumsfeld hvorki átelja Boykin né segja til um hvort hann hefði yfirleitt kynnt sér ummæli hans. Sagði Rumsfeld að starfsmenn hersins, venjulegir borg- arar, þingmenn og ráðherrar létu oft sínar eigin skoðanir í ljósi. Slíkt væri eðlilegt í Bandaríkjunum. „Við erum frjáls þjóð. Og einmitt það er svo stórkostlegt við þetta land. Ég held að það sé rangt af fólki að æða um og halda að það sé hægt að hafa stjórn á þessu,“ sagði varnar- málaráðherrann. AP Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna (t.v.), og Richard Myers hershöfðingi ræða við fréttamenn í varnarmálaráðuneytinu. Trúarleg ummæli kveiktu deilur Bandarískur hershöfðingi lýsti stríðinu gegn hryðju- verkum sem átökum á milli kristilegra gilda og Satans Washington. The Los Angeles Times, The Washington Post. ’ Ég vissi að minnGuð var stærri en hans. ‘ Í SKOPJE, höfuðborg Makedóníu, eru allir sammála um, að móðir Teresa hafi verið kaþólsk. Um allt annað er deilt, ekki síst um upp- runa hennar, hvort kalla eigi hana Albana, Makedóníumann eða jafn- vel Vlacha, sem er enn eitt þjóð- arbrotið á Balkanskaga. Á morgun, sunnudag, mun Páll páfi II lýsa því yfir við athöfn á Péturstorginu, að móðir Teresa sé ein á meðal hinna blessuðu á himni en það er undanfari þess, að hún verði tekin í dýrlingatölu. Af því tilefni eru þjóðarbrotin í Makedón- íu komin í hár saman og að þessu sinni um það hvað eigi að standa á fótstalli nýrrar styttu af henni. Styttuna af móður Teresu og frið- arverðlaunahafa Nóbels ætlar Makedóníustjórn að gefa Róma- borg í tilefni af athöfninni á sunnu- dag. „Þetta er allt ósköp leiðinlegt,“ sagði systir Petra, félagi í hjálp- arsamtökum móður Teresu, sem starfa meðal annars mikið fyrir fá- tækt fólk í Skopje. „Hún boðaði ást, einingu og frið, sem sagt allt annað en þetta rifrildi gengur út á.“ Foreldrar móður Teresu voru Albanar frá Kosovo en þeir fluttust til Makedóníu þegar landið var enn hluti af tyrkneska Ottómanaríkinu. Hún fæddist í Skopje 1910 og kall- aði sig ýmist Albana eða „Skopj- anka“, það er að segja Skopjebúa. Deilan um uppruna móður Ter- esu hófst þegar albanskt dagblað skýrði frá því, að á fótstalli stytt- unnar ætti að standa „dóttir Make- dóníu“. Menntamenn meðal alb- anska minnihlutans í landinu risu þá upp og sögðu, að með því væri verið að gera lítið úr albönskum uppruna hennar. Það flækti svo málið enn þegar því var haldið fram, að faðir móður Teresu hefði alls ekki verið Albani, heldur Vlachi, og á það bent, að sem emb- ættismaður hefði hann verið fulltrúi hverfis, sem var byggt Vlöchum. Vitleysa eða ekki vitleysa Saso Cholakovski, talsmaður Makedóníustjórnar, segir, að hún hafi aðeins viljað heiðra minningu hennar. „Hefði kannski verið í lagi að kalla hana „dóttur Skopje“? Eða kannski hálfan Vlacha, hálfan Alb- ana, hálfan Makedóníumann? Þetta er nú meiri vitleysan.“ Arben Xhaferi, einn af leiðtog- um albanska minnihlutans, er ekki á því, að hér sé um einhverja vit- leysu að ræða, heldur djúphugsaða samsærisáætlun. „Það er engin tilviljun, að reynt skuli að fela uppruna móður Ter- esu. Hér er um að ræða þrauthugs- aða áætlun um að undiroka alb- anska minnihlutann,“ sagði Zhaferi. Katarina Pina Marku, tæplega níræð frænka móður Teresu, segir, að hún hafi verið Albani og ekkert annað. Þær voru leikfélagar í æsku, hún og Agnes Gonxhe Boj- axhiu eins og móðir Teresa hét réttu nafni. Þótt íbúar Albaníu sjálfrar séu að meirihluta múslímar, þá finnst þeim svo mikið koma til móður Teresu og athafnarinnar á sunnu- dag, að þeir ætla að halda upp á það í heilt ár. Hafa þeir meira að segja bætt einum frídegi við af þessum sökum. Til stendur að gera húsið þar sem móðir móður Teresu bjó einu sinni að safni og á sunnudag munu fjallgöngumenn klífa Korab-fjall, sem er 2.781 metra hátt, og koma þar fyrir styttu af henni. Í bænum Letnica er kirkjan þar sem móðir Teresa baðst fyrir áður en hún ákvað að gerast nunna og þar fjölgar pílagrímunum ár frá ári. Almenningur í Makedóníu veit alveg um hvað rifrildið um móður Teresu snýst. Ekki um kristilegu kærleiksverkin hennar, heldur er þetta bara gamla úlfúðin milli þjóð- arbrotanna á Balkanskaga. „Hún kom mörgu góðu í verk um sína daga,“ sögðu tvær ungar kon- ur í Skopje. „Þess ættum við að minnast.“ Í hár saman út af móður Teresu Verður tekin í tölu blessaðra en í Makedóníu log- ar allt í illdeilum út af áletrun Skopje. AP. AP Monika Besra og systir Lyn undir mynd af móður Teresu í klaustri í Róm. Báðar eru þær indverskar en Besra læknaðist á óskiljanlegan hátt af krabbameini í maga 1998 eftir að hafa beðið til móður Teresu. Reuters Börn skoða styttur af móður Teresu í Tirana í Albaníu. Hún verður tekin í tölu hinna blessuðu á morgun og í Albaníu verður 2004 „Ár móður Ter- esu“. Þá verður 19. október framvegis almennur hátíðisdagur. ’ Um að ræðaþrauthugsaða áætlun um að undir- oka albanska minnihlutann. ‘

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.