Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 34
Ýsan er 3% af heildarafla ís- lenskra skipa og enn tals- vert algeng á borðum landsmanna, þótt þorskurinn sæki á. Matarkistan safnaði fróðleik um ýsuna og fékk nokkrar góðar uppskriftir úr mismunandi áttum. Ýsa með ýmsu móti  FISKRÉTTIR | Ýsan hefur vikið fyrir ýmsum fisktegundum en heldur enn velli, stundum þverskorin með hömsum eða smjöri, en líka í raspi eða með alls konar fínu kryddi og sósu. Næringargildi ýsu í 100 grömmum. Orka, 91 kkal Prótein, 18,9 g Fita, 1,6 g Mettaðar fitusýrur, 0,3 g Ómettaðar fitusýrur, 0,9 g Kólesteról, 46 mg Kolvetni, 0 g Vítamín A, 2 míkrógrömm E, 0,50 milligrömm B1, 0,03 milligrömm B2, 0,04 milligrömm Fólasín, 13 míkrógrömm Steinefni Kalk, 24 milligrömm Natríum, 75 milligrömm Kalíum, 419 milligrömm Járn, 0,60 milligrömm Næringar- gildi ýsu TENGLAR ............................................. www.rf.is/upplv/gogn/ysa.htm MATARKISTAN 34 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þegar ég fór fyrst að elda, rúm-lega tvítug, var ég kokkur ábát og þá var ýsan iðulega þverskorin og síðan soðin og borin fram með hömsum og kartöflum nú eða þá steikt upp úr raspi,“ segir Þór- hildur Ólafsdóttir sem á ásamt eig- inmanni sínum, Hannesi Sigurðssyni, veitingahúsið Hafið bláa við Óseyr- arbrúna í Ölfusi. „Sama var þegar ég gerðist ráðs- kona hjá vegavinnuflokki og fyrstu árin í búskap. Reyndar hefur fjöl- skyldan alltaf borðað mikinn fisk því eiginmaðurinn hefur lengstum verið skipstjóri.“ Þórhildur segir að seinni ár hafi matarvenjurnar breyst, ýsan hafi vik- ið fyrir öðrum fisktegundum, jafnvel þorski. „Við borðum núorðið ýmsar fisktegundir enda hafið í kringum okkur fullt af alls konar fiski. Hrifn- ust erum við líklega núna af rauð- sprettu.“ Ýsuna hefur Þórhildur síðan lært að elda á betri veg með árunum. „Ég elda hana skemur en ég gerði áður, hvort sem hún er soðin, bökuð eða steikt, og þannig hefur hún orðið betri með tímanum.“ En er ýsa á matseðlinum á Hafinu bláa? „Nei, það er ekkert spurt um hana enda fær fólk sér kannski frekar eitt- hvað annað en það er sjálft með á borðum dags daglega.“ En hvaða ýsuuppskrift er vinsæl- ust á heimilinu? „Það er ýsa steikt á pönnu með lauksmjöri. Það eru allir hrifnir af þeim rétti. Upphaflega byrjuðum við að elda þennan ýsurétt, systir mín og ég, og þar sem systir mín er búsett í Lúxemborg og biður ávallt um þenn- an rétt þegar hún kemur heim kalla ég réttinn steikta ýsu Lúx.“ Steikt ýsa Lúx Fyrir 4–5 800 g – 1 kg ýsuflök 250 g hveitikrydd en í hveitið er blandað paprikudufti, aromati, ný- möluðum pipar, sítrónupipar og sjáv- arréttakryddinu seafood spice. Engu salti er bætt í hveitið. smjörklípa til að steikja úr 1–2 laukar Ýsuflökin eru roðflett og snyrt og skorin í hæfilega bita. Hveiti og kryddi blandað saman. Ýsu- bitunum velt upp úr hveitiblöndunni. Smjörklípa er sett á pönnu og þegar smjörið er farið að taka brúnan lit er ýsubitunum raðað á snarpheita pönn- una og þeir snöggsteiktir þangað til þeir hafa tekið brúnan lit og eru stökkir. Sumir vilja ekki lauk með sínum fiski en við setjum niðurskorinn lauk og smjör í skál eða pott og bræð- um saman. Lauksmjörið berum við fram með fiskinum, nýjar kartöflur og ferskt grænmetissalat. Best er að drekka með ýsunni ískalt vatn. Steikta ýsan með lauksmjöri vinsælust Morgunblaðið/Sverrir Þórhildur segist elda ýsuna miklu skemur nú en á árum áður. Ég set rétti saman í hug-anum og reyni að sjábragðið fyrir mér,“ segir Ragnheiður Eiríksdóttir hjúkr- unarfræðingur (kyn.is). „Mat- argerð er mikið áhugamál mitt og stundum nokkuð innblásin af Jamie Oliver. Ég nota oftar þorsk, en ýsa passar ágætlega í réttinn sem lýst er hér á eftir,“ segir hún. Fjölskyldan borðar fisk annað veifið, tvisvar í viku þegar best lætur, segir Ragnheiður, og oft soðinn með kartöflum. Ofnréttir eru á boðstólum inn á milli. „Mér finnst gaman að elda fisk, kjúkling eða grænmet- isrétti og geri mikið af til- raunum. Ég á bæði bækur eftir Nigellu og Jamie Oliver og mér finnst þau mjög góð. Oft er meiri karakter í matargerð Ja- mies en Nigella á hinn bóginn með skemmtilega rétti, til dæmis mikið af spennandi pastaréttum. Svo má ekki gleyma Matarást Nönnu Rögnvaldardóttur, þar er að finna nánast allt og gott að líta í hana ef maður vill prófa nýtt hráefni.“ Uppáhaldsfisktegundir Ragn- heiðar eru þorskur, villtur lax og villtur silungur, alls ekki eld- isfiskur, leggur hún áherslu á. Kryddtegundir sem hún hefur sérstakt dálæti á eru súraldin (lime), eldpaprika (chili) og engi- fer. „Ég kalla þær hina heilögu þrenningu, einnig er ég mikið fyrir hvítlauk, sítrónu og chili. Þetta hentar bæði með kjúklingi og fiski,“ segir hún. Indversk og líbönsk matargerð- arlist er í nokkru uppáhaldi og er seinni kryddþrenningin sem minnst er á úr líbönsku eldhúsi. „Hvítlaukur, sítróna og chili finnst mér rosalega gott, sem og tahini, eggaldin og kjúklinga- baunir. Sumac-krydd er líka rosa- lega gott, en það fæst stundum í Heilsuhúsinu. Kjúklingabaunirnar eru notaðar í hummus og tahini í sósur og mauk. Mutabbal er góð- ur réttur en hann er gerður úr eggaldinum sem bökuð eru í heilu lagi við 200 gráður í 30–40 mínútur. Að því búnu er kjötið maukað og hvítlauk, chile, tahini, sítrónu, ólífuolíu og salti blandað saman við.“ Ragnheiður setti saman eft- irfarandi uppskrift í einni svipan og bauð vinafólki sínu, Gústa og Hildi, í mat ásamt börnum. Ofnbökuð ýsa með kirsuberjatómötum og parmesanosti Ný ýsa kirsuberjatómatar parmesanostur hvítlaukur ólífuolía basil Maldon-salt pipar Ólífuolíu hellt í fat. Hvítlaukur saxaður og settur í botninn. Ýsu- stykkin lögð ofan á. (Best að hafa hvítlaukinn undir svo hann brenni ekki.) Kirsuberjatómatar eru skornir í helminga eða fjóra hluta og settir ofan á fiskinn. Slatti af fersku basil rifið yfir. Parmesanostur skafinn (ekki raspaður) og honum stráð yfir eftir smekk. Maldon-salti og pipar stráð yfir. Bakað við háan hita, 250°, í um það bil tíu mínútur (fer eftir þykkt stykkjanna). Til drykkjar má hafa ferskt og þurrt hvítvín, eða sódavatn. Reyni að sjá bragðið fyrir mér Morgunblaðið/Þorkell Bergur Ólafsson, Guðrún Lóa Bergsdóttir, Ragnheiður Eiríksdóttir og Hlynur Jóhannsson. Sindri Snær Bergsson var á karateæfingu. Ofnbökuð ýsa er góð með kirsu- berjatómötum og parmesan-flögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.