Morgunblaðið - 18.10.2003, Síða 62

Morgunblaðið - 18.10.2003, Síða 62
ÍÞRÓTTIR 62 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KOBE Bryant, leikmaður NBA- liðsins Los Angeles Lakers, hefur undanfarnar vikur staðið í ströngu vegna ákæru um að hafa nauðgað 19 ára gamalli konu á hótelherbergi í Colarado-fylki þann 30. júní s.l. Undanfarna daga hafa farið fram vitnaleiðslur þar sem sækjandi málsins hefur lagt fram sín gögn og verjandi leikmannsins hefur gert hið sama. Á mánudag mun skipaður dómari í málinu úrskurða hvort málið fari fyrir kviðdóm. Fjölmiðlar vestanhafs fjalla mikið um málið en Bryant á yfir höfði sér fangelsisvist verði hann fundinn sekur, en lög Colarodofylkis taka sérstaklega hart á slíku refsimálum. Í vitnaleiðslunum undanfarna tvo daga hafa verjendur Bryants bent á að hjúkrunarfræðingur hafi tekið lífssýni úr nærfötum konunnar dag- inn eftir að atburðurinn átti sér stað. Niðurstöður rannsóknar hafi leitt í ljós að þau sýni passi ekki við DNA-sýni úr Bryant. Að auki hefur verjandi Bryant bent á að konan hafi hitt samstarfs- menn sína eftir atburðinn og hún hafi ekki sýnt nein viðbrögð sem gáfu til kynna að eitthvað væri að. Hún hafi lokið við sína vakt í mót- töku hótelsins og farið síðan heim. Sækjandi málsins telur hinsvegar að næg sönnunargögn séu til í mál- inu og að leikmaðurinn eiga að svara til saka fyrir framan kvið- dóm. Hart sótt að Kobe Bryant ÚRVALSDEILDARLIÐ Tindastóls mun fá Bandaríkjamann- inn Nick Boyd til reynslu um næstu helgi í stað Carlton Brown sem hefur verið leystur undan samningi sínum við félagið. Að mati forráðamanna liðsins stóð Brown ekki undir væntingum. Boyd er 24 ára gamall, 2 metrar á hæð, og er miðherji. Þess má geta að Brown lék einn leik með Tindastól í Inter- sportdeildinni gegn Snæfell, lék allar 40 mínútur leiksins, skoraði 24 stig, tók 17 fráköst, hitti 9 af 13 skotum sínum í leiknum, þar af eitt þriggja stiga skot. Brown tók 7 vítaskot og hitti úr 5, og tapaði hann boltanum 7 sinnum í leiknum. Friðrik frá Blikum á heimaslóðir Að auki hefur Friðrik Hreinsson tilkynnt félagsskipti úr Breiðabliksliðinu og mun leika með sínu gamla liði frá Sauð- árkróki þegar hann verður löglegur eftir einn mánuð, 17. nóv- ember. Friðrik skoraði 10,4 stig með Blikum á s.l. leiktíð en hann lék í fjögur ár með Tindastól þar á undan. Á heimsíðu Breiðabliks þann 13. okt. sl.l er sagt frá því að Friðrik sé hætt- ur að æfa með liðinu en hafi hug á því að taka sér frí frá körfu- knattleiksiðkun um óákveðin tíma. Carlton Brown sagt upp hjá Tindastóli LIÐ Magdeburg er uppfullt af landsliðsmönnum en 11 leikmenn liðsins hafa leikið landsleiki. Sex leikmenn hafa spilað með þýska landslið- inu.  Stefan Kretzschmar hornamaður hefur leik- ið 200 landsleiki, Steffen Stiebler hefur spilað 18 landsleiki, Stephan Just 14, Christian Schöne 8, Bennet Wiegert 5 og Stefan Kloppe 4.  Oleg Kuleschow, leikstjórnandi liðsins, hefur spilað 106 landsleiki fyrir Rússa.  Joel Abati 88 landsleiki fyrir Frakka.  Grzgorz Tkaczyk 48 landsleiki fyrir Pól- verja.  Sigfús Sigurðsson 73 landsleiki fyrir Ísland.  Nenand Peruncic 141 landsleik fyrir Júgó- slava en að sögn Alfreðs Gíslasonar, þjálfara Magdeburg, getur hann ekki leikið í dag vegna meiðsla í öxl. Ellefu landsliðs- menn með Magdeburg VIGGÓ Sigurðsson stýrði liði Wuppertal í vígsluleik í íþróttahöll Magde- burgarliðsins, Bördelandhalle, árið 1997, og er því ekki alveg ókunnugur andrúmsloftinu í þessari miklu gryfju sem heimavöllur Magdeburgar er. „Ég man vel eftir þessum vígsluleik. Þetta var hörkuleikur en við töp- uðum með eins marks mun. Við áttum möguleika á að jafna þegar við feng- um hraðaupphlaup en dómararnir sáu til þess að okkur tókst ekki að jafna. Þeir dæmdu fríkast og leiktíminn rann út. Ég fór með Wuppertal í nokkra leiki til Magdeburg eftir þetta en ég hef aldrei fagnað sigri,“ sagði Viggó við Morgunblaðið. Viggó þjálfaði lið Wuppertal í nokkur ár en var sagt upp störfum og í kjölfarið flutti hann heim til Íslands og tók við Haukaliðinu þar sem hann hefur unnið frábært starf. „Það er góð tilfinning að vera mættur aftur til Þýskalands,“ sagði Viggó, sem ætlar að framlengja dvöl sína í þýskalandi um nokkra daga en hann ásamt eiginkonu og börnum ætla að halda á fornar slóðir og heimsækja vini og kunningja í Wuppertal. Þegar Morgunblaðið sló á þráðinntil Viggós Sigurðssonar, þjálf- ara Hauka, voru hans menn rétt að ljúka við æfingu í Bördelandhalle, glæsilegri íþrótta- höll Magdeburgar- liðsins sem tekur um 7.000 manns en til stendur að stækka hana á næstunni þannig að hún geti rúmað 10.000 áhorfendur. „Við erum bara brattir og mark- mið hópsins er að gera betur en á móti Barcelona. Við erum hins vegar að spila við topplið sem er á rosalegri siglingu,“ sagði Viggó við Morgun- blaðið. Magdeburg hefur farið afar vel af stað í þýsku 1. deildinni, þeirri sterk- ustu í heimi, og hefur unnið sjö af átta fyrstu leikjum sínum. Frammi- staða liðsins hefur komið mörgum á óvart þar sem Ólafur nokkur Stef- ánsson hvarf á braut í sumar en Ólaf- ur hefur undanfarin ár verið stoð og stytta liðsins og þeir voru margir sem spáðu því að tíma tæki fyrir Magdeburg að fylla skarð hans. Ekki farnir að sakna Óla „Þeir eru ekki enn farnir að sakna Óla og aðrir í liðinu hafa greinilega bitið í skjaldarrendurnar. Liðið hef- ur spilað feikilega vel og það er alveg ljóst að á brattann verður að sækja fyrir okkur.“ Hver er helsti styrkur liðs Magde- burg? „Vörn þeirra og markvarsla hefur verið sterkasti hluti liðsins. 6:0 vörn- in þeirra er afar öflug og markvörð- urinn Johannes Bitter sem kom til liðsins í sumar frá Wilhelmshavener hefur farið á kostum. Magdeburg er mjög gott hraðauuphlaupslið. Þeir taka gjarnan hraða miðju og eru ekki ósvipaðir Barcelona að því leyti. Rússinn Oleg Kuleschow er leik- stjórnandi liðsins og hefur sjaldan verið betri, Joel Abati hefur tekist að leysa hlutverk Ólafs vel í skyttustöð- unni hægra megin og hornamennirn- ir Stephan Just og Stefan Kretzschmar eru stórgóðir. Þá má ekki gleyma Sigfúsi en allir vita hvað hann getur gert. Það er því ansi margt sem við þurfum að varast,“ segir Viggó. Er ekki Magdeburg veikari and- stæðingur heldur en Barcelona? „Jú, það er mitt mat. Magdeburg er alls ekki eins öflugt og Barcelona. Það eru fleiri frábærir handknatt- leiksmenn hjá Barcelona heldur en Magdeburg. Þjóðverjarnir eru hins vegar gríðarlega erfiðir heim að sækja. Heimavöllur þeirra er mikil gryfja og það eru fá lið sem sækja stig þar. Ég held að leikurinn við Barcelona hafi verið mjög lærdóms- ríkur fyrir okkur og ég vona að það nýtist okkur strax í leiknum við Magdeburg. Menn vita hvað þarf að gera til að standa í svona köllum.“ Nota bekkinn meira en síðast Spurður hvort hann hygðist breyta einhverju í leik sinna manna frá leiknum við Börsunga sagði Viggó: „Það getur vel komið til greina. Eftir á að hyggja sé ég eftir því að hafa keyrt of mikið á sama lið- inu í leiknum við Barcelona. Miðað við þennan gífurlega hraða sem ein- kenndi þann leik þá hefði ég átt að skipta örar því á meðan leikmenn Barcelona voru að spila hálfan leik var byrjunarliðið hjá mér að spila 90% af leiknum. Ég mun því örugg- lega hafa þetta í huga þegar í leikinn við Magdeburg kemur og nota bekk- inn meira.“ Viggó sagði að allir sínir leikmenn væru við hestaheilsu. Menn væru búnir að ná góðri hvíld eftir leikinn við Barcelona og þeir ætluðu svo sannarlega að sýna hvað í þeim býr í dag. Leikurinn hefst eins og áður segir klukkan 13 á íslenskum tíma og verður leiknum sjónvarpað beint á Sýn. Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, sem mæta Magdeburg Markmiðið að gera betur en á móti Barcelona ÍSLANDSMEISTARAR Hauka í handknattleik verða í eldlínunni í Meistaradeild Evrópu í dag en klukkan 13 á íslenskum tíma hefst leikur þeirra við þýska stórliðið Magdeburg í Bördelandhalle, heimavelli Magdeburg. Haukar biðu sem kunnugt er lægri hlut fyrir Barcelona með tíu marka mun á Ásvöllum um síðustu helgi á með- an lærisveinar Alfreðs Gíslasonar unnu góðan tveggja marka úti- sigur á Vardar Skopje í Makedóníu. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Viggó Sigurðsson Guðmundur Hilmarsson skrifar HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: Evrópukeppni bikarhafa Digranes: HK – Stephan ......................16.30 Íslandsmót karla, RE/MAX-deildin, suð- urriðill: Selfoss – ÍBV ..............................................14 1. deild kvenna, RE/MAX-deildin: Vestmannaeyjar: ÍBV – Haukar...............14 Sunnudagur: Íslandsmót karla, RE/MAX-deildin, suð- urriðill: Smárinn: Breiðablik – Stjarnan................15 Norðurriðill: Seltjarnarn.: Grótta/KR – KA ..................17 1. deild kvenna, RE/MAX-deildin: Ásgarður: Stjarnan – Valur.......................17 Fylkishöll: Fylkir/ÍR – Víkingur ..............17 Kaplakriki: FH – Fram .............................17 KA-heimilið: KA/Þór – Grótta/KR ...........17 KÖRFUKNATTLEIKUR Laugardagur: 1. deild kvenna: DHL-höllin: KR – Keflavík .......................16 1. deild karla: Egilsstaðir: Höttur – Valur .......................14 Grindavík: ÍG – Stjarnan...........................18 Akureyri: Þór A. – Selfoss ....................14.30 Sunnudagur: Úrvalsdeild karla, Intersportdeildin: Ásvellir: Haukar – Hamar....................19.15 Ísafjörður: KFÍ – Tindastóll ................19.15 Njarðvík: UMFN – KR ........................19.15 Seljaskóli: ÍR – Keflavík.......................19.15 Smárinn: Breiðablik – Þór Þ. ...............19.15 Stykkishólmur: Snæfell – UMFG........19.15 1. deild kvenna: Njarðvík: UMFN – ÍR...............................17 BORÐTENNIS Stigamót Rafkaups fer fram í TBR-húsinu kl. 11 á sunnudag. Úrslitaleikir karla og kvenna fara fram kl. 13.30. FIMLEIKAR Haustmót Fimleikasambandsins, FSÍ, verður í dag og á morgun, sunnudag, í Bjarkarhúsinu. Keppt er í áhaldafimleikum kvenna og karla bæði í frjálsum æfingum (meistaraflokki) og í Íslenska fimleikastig- anum 1.–5. þrepi (keppnisflokkum). UM HELGINA HANDKNATTLEIKUR Fram - Afturelding 33:29 Framhúsið, Íslandsmót karla, RE/MAX- deildin, norðurriðill, föstudagur 17. október 2003. Gangur leiksins: 2:0, 4:1, 5:3, 10:3, 13:5, 13:9, 16:9, 19:12, 20:13, 20:15, 24:18, 25:20, 28:21, 30:22, 32:24, 32:28, 33:29. Mörk Fram: Hafsteinn Ingason 6, Héðinn Gilsson 5, Björgvin Þór Björgvinsson 5/1, Jón Björgvin Pétursson 5/3, Guðjón Finnur Drengsson 4, Arnar Þór Sæþórsson 3, Guð- laugur Arnarsson 2, Þorri Björn Gunnars- son 2, Martin Larsen 1. Varin skot: Egidijus Petkevicius 12/2 (þar af fóru 5 aftur til mótherja), Sigurjón Þórð- arson 3 (þar af fóru 3 aftur til mótherja). Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Aftureldingar: Níels Reynisson 9/6, Hilmar Stefánsson 5, Ernir Arnarson 4, Vlad Troufan 3, Daníel Berg Grétarsson 3, Einar Ingi Hrafnsson 2, Ólafur Ingvar Guðjónsson 1, Magnús Friðrik Einarsson 1, Jens Ingvarsson 1. Varin skot: Davíð Svansson 12 (þar af fóru 2 aftur til mótherja), Stefán Hannesson 3 (þar af fór ekkert aftur til mótherja). Utan vallar: 12 mínútur. Dómarar: Hörður V. Sigmarsson og Þórir Gíslason. Áhorfendur: Um 230. Þór - Valur 27:36 Höllin á Akureyri: Gangur leiksins: 0:3, 4:4, 6:10, 10:14, 13:15, 14:15, 18:20, 23:30, 26:34, 27:36. Mörk Þórs: Árni Sigtryggsson 9, Goran Gusic 6/1, Davíð Már Sigursteinsson 4, Páll V. Gíslason 4/1, Sigurpáll Árni Aðalsteins- son 2, Cedric Akeberg 1, Bergþór Morth- ens 1. Varin skot: Jónas Stefánsson 12 (þar af 5 til mótherja). Utan vallar: 12 mín. Davíð Sigursteinsson fékk rautt spjald fyrir þrjár brottvísanir og Þorvaldur Sigurðsson rautt á bekknum fyr- ir óhemjugang. Mörk Vals: Markús Máni Mikaelsson 12/5, Baldvin Þorsteinsson 5/1, Heimir Árnason 4, Freyr Bjarnason 4, Hjalti Gylfason 3, Hjalti Pálsson 2, Sigurður Eggertsson 2, Brendan Þorvaldsson 2, Ragnar Ægisson 1, Kristján Karlsson 1. Varin skot: : Pálmar Pétursson 22/1 (þar af 4 til mótherja). Utan vallar: 10 mín. Dómarar: Gísli H. Jóhannsson og Haf- steinn Ingibergsson. Áhorfendur: Um 150. Staðan: Fram 6 4 2 0 164:154 10 Valur 6 4 1 1 159:140 9 Grótta/KR 5 3 2 0 120:110 8 KA 5 3 0 2 142:124 6 Víkingur 6 1 2 3 151:159 4 Afturelding 6 1 1 4 151:162 3 Þór 6 0 0 6 145:183 0 KÖRFUKNATTLEIKUR Deildabikarkeppni KKÍ Hópbílabikarinn, fyrsta umferð: UMFG - Reynir S................................141:53  UMFG vann samtals 248:126 og mætir ÍR í 8-liða úrslitum. Keflavík - Ármann/Þróttur ................112:60  Keflavík vann samtals 221:60 og mætir Hamar í 8-liða úrslitum. UEFA-keppnin Þessi lið mætast í 2. umferð: Dinamo Zagrab (Kró.) - Dnipro (Úkr.) Borussia Dortmund - Sochaux (Frakkl.) Manchester City - Groclin (Pól.) Barcelona - Painionios (Grikkl.) Benfica (Port.) - Molde (Nor.) Slavia Prag - Levski Spartak (Búlg.) Rosenborg - Rauða stjarnan (Serbíu) Valencia (Spáni) - M. Haifa (Ísrael) Spartak Moskva - Dinamo Búkarest Gaziantepspor (Tyrkl.) - Lens (Frakkl.) Bröndby (Danm.) - Schalke (Þýsk.) Aris (Grikkl.) - Perugia (Ítalíu) Utrecht (Holl.) - Auxerre (Frakkl.) Steaua Búkarest (Rúm.) - Liverpool Valerenga (Nor.) - Wisla Krakáv (Póll.) PAOK (Grikkl.) - Debercen (Ung.) FC Kaupmannahöfn - Real Mallorca Parma (Ítalíu) - Saltzburg (Austurr.) Basel (Sviss) - Newcastle Hadjuk Split (Bosníu) - Roma Genclerbirligi (Tyrkl.) - Sporting Lissabon Torpedo Moskva - Villarreal (Spáni) Feyenoord (Holl.) - Teplice (Tékkl.) Bordeaux (Frakkl.) - Hearts (Skotlandi)  Leikirnir fara fram 6. og 27. nóvember. Íslandsmótið í innanhúss- knattspyrnu Íslandsmótið í innanhúsknattspyrnu verð- ur haldið síðari hluta nóvembermánaðar. A-riðill: Keflavík, Fylkir, Tindastóll, ÍA. Í B-riðill: Afturelding, Valur, Léttir og KR. Í C-riðill: Fram, ÍBV, Breiðablik, Smástund D-riðill: Þróttur R., FH, Völsungur og ÍR. Leikið er 22.-23. nóvember í Austurbergi. 1. deild kvenna. A-riðill: Valur, KR, Þór/ KA, FH og Þróttur. B-riðill: ÍBV, Breiða- blik, ÍA, Stjarnan og Haukar. Í Austur- bergi og Laugardalshöll 22.-23. nóvember. Viggó tók þátt í vígsluleiknum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.