Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Jólamyndatökur Hverfisgötu 50, sími 552 2690 www.svipmyndir.is ÞAÐ er kominn vetur viðKárahnjúka. Snjór hylurjörð og hitastigið fer lækk-andi með hverjum deg- inum. Á miðvikudag var þar 12 stiga frost sem beit í kinnarnar þegar við bættist vindur. Við Kárahnjúka eru nú að störfum um 850 menn á vegum verktakafyrirtækisins Impregilo. Unnið er allan sólarhringinn á vökt- um. Vinna þeir ýmist að stíflugerð- inni sjálfri, eða við borun þrennra að- ganga að aðrennslisgöngum, göngunum sem flytja vatnið frá Kárahnjúkum, yfir Fljótsdalsheiðina og í stöðvarhúsið þar sem sex véla- samstæður framleiða 690 MW af raf- magni sem síðan verður flutt með há- spennulínum til álversins í Reyðarfirði. Sá hluti framkvæmdar- innar, þ.e. háspennulínurnar, er einn af fáum þáttum verkefnisins sem enn á eftir að bjóða út auk framkvæmda við Hraunaveitu ofan Jökulsár í Fljótsdal. Framkvæmdir við stöðv- arhúsið sem er 800 metra inni í Val- þjófsstaðarfjalli, eru í umsjón Foss- kraft og vinna nú um 40 menn að framkvæmdum þar. Sundlaug enn inni í myndinni Þegar er búið að gera 83% allra verksamninga sem tengjast Kára- hnjúkaverkefninu og ganga flestar framkvæmdir samkvæmt áætlun. Verið er að leggja lokahönd á vinnubúðir Impregilo sem hlotið hafa nafnið Laugarás. Þar munu í framtíð- inni 750 manns búa en þegar hafa um 300 manns fengið þar húsnæði. Áætl- að er að vinnu við búðirnar ljúki um miðjan nóvember og þá verður líka tekið í notkun mötuneyti og félags- aðstaða fyrir starfsfólkið. Forráðamenn Impregilo sögðu á sameiginlegum blaðamannafundi Landsvirkjunar og verktakanna á svæðinu sem haldinn var í vinnubúð- um Landsvirkjunar við Kárahnjúka á fimmtudag, að til stæði að byggja upp íþróttaaðstöðu og enn væri til athug- unar að gera sundlaug. Á svæðinu búa nú átta börn á grunnnskólaaldri og nk. mánudag hefst skóli á svæðinu fyrir þau. Hjáveitugöngin við stíflustæðið eru vel á veg komin en þau eru 800 metra löng. Unnið er að gerð inntaksmann- virkja og gert er ráð fyrir að veita Jöklu í göngin í desember. Í kjölfarið getur vinna hafist í stíflustæðinu á botni Hafrahvammagljúfra. Þegar er hafin vinna við grjótfyllingu við stífl- una að vestanverðu. Grjótfyllingin kemur úr námum í lónstæðinu ofan við stífluna og er hluti hennar fluttur inn í stífluna á færiböndum sem ganga fyrir rafmagni. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem slík tækni er notuð á Íslandi. Risaborar á leiðinni Borun aðganga er einnig hafin, bú- ið er að sprengja 1100 metra inn í Valþjófsstaðarfjall í aðgöngum 1, bú- ið er að sprengja 350 metra af að- göngum 2 sem eru á Fljótsdalsheiði við Axará. Vinna við aðgöng 3 í Glúmsstaðardal er að hefjast. Von er á þremur risaborum til landsins sem geta borað allt að 30 metra á sólarhring. Fyrsti borinn kemur í desember. Þvermál bor- haussins er 7,2 metrar. Borinn virkar þannig að hann mylur niður bergið og skilar mulningnum á færiband sem fest er neðan á hann. Færiböndin flytja svo mulninginn út úr göng- unum. Heildarþyngd hverrar bor- vélar er um 600 tonn og verður því að taka hann í sundur í marga hluta áður en hægt er að flytja hann frá höfninni í Reyðarfirði að framkvæmdasvæð- inu. Hinir tveir borarnir eru væntan- legir til landsins fljótlega eftir ára- mót. Borað og grafið allan sólarhringinn Tæplega 900 manns vinna nú við Kára- hnjúkavirkjun. Á svæðinu dvelja auk þess átta börn á grunnskólaaldri. Sunna Ósk Logadóttir heimsótti vetrarríki norðan Vatnajökuls, en sá fáa vinnumenn. Skýring- in er sú að þeir starfa flestir neðanjarðar. Ljósmynd/Emil Þór Sigurðsson Vinnubúðirnar Laugarás á virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka. Fremst á myndinni eru vinnubúðir Landsvirkjunar en fjær eru nýjar vinnubúðir ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo. Í fjarska má sjá Herðubreið. sunna@mbl.is Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Líkan af bor sem fluttur verður inn í Kárahnjúka um miðjan desember er sýnt í upplýsingamiðstöð Landsvirkjunar. Borinn kostar 1,2 milljarða. Ljósmynd/Emil Þór Sigurðsson Við Kárahnjúkastíflu. Efsti skorningurinn í fjallinu markar hæð stíflunnar. Hinum megin gljúfursins eru færibönd sem flytja grjótmulning í stíflustæðið. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði á föstudag fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Austurlands af kröfu sjóðsins um skaðabætur vegna kaupa fram- kvæmdastjórans á skuldabréfum af Burnham International fyrir hönd sjóðsins án þess að bera það undir stjórn hans. Lánið tapaðist þar sem Burnham International varð gjaldþrota en skaðabóta- krafa sjóðsins hljóðaði upp á 54 milljónir króna. Í niðurstöðu dómsins segir, að framkvæmdastjórinn fyrrver- andi, sem vann hjá sjóðnum frá 1987 til 2000, hafi álitið, að Burn- ham væri skráð fyrirtæki og nokkurs konar dótturfyrirtæki Burnham International í New York og því hafi hann talið hið er- lenda félag eiganda þess íslenska og kaupin vænlegan fjárfestingar- kost, sem rúmaðist innan fjárfest- ingastefnu stefnanda. Dómurinn segir, að ekki verði talið, að framkvæmdastjórinn hafi mátt vita að kaup á umræddu skuldabréfi fælu í sér brot á starfsskyldum hans vegna fyrri reynslu lífeyrissjóðsins af Hand- sali hf. Segir í dómnum, að Burn- ham International á Íslandi hafi að vísu yfirtekið rekstur Handsals en verið undir nýrri stjórn, auknu hlutafé og annarri eignaraðild. Væri á hinn bóginn litið til fjár- hæðar skuldabréfsins og til 10 ára lánstíma, endurgreiðsluskilmála skuldabréfsins og óvissrar stöðu Burnham á fjármálamarkaði á þessum tíma þótti héraðsdómi sem framkvæmdastjórinn hefði sýnt af sér gáleysi með umrædd- um kaupum. Ekki aðhald frá stjórn En að öllum málsatvikum virt- um, aðhaldsleysi og afskiptaleysi stjórnar stefnanda af störfum framkvæmdastjórans, skorti á reglum og fyrirmælum og til þess, að framkvæmdastjórinn virðist engan hag hafa haft af umrædd- um lögskiptum, þótti héraðsdómi rétt að fella niður bótaábyrgð framkvæmdastjórans. Málið dæmdi Skúli J. Pálmason héraðsdómari. Hulda Rós Rúriks- dóttir hdl. flutti málið fyrir lífeyr- issjóðinn og Andri Óttarsson hdl. fyrir stefnda. Sýknaður af 54 milljóna króna skaðabótakröfu BANDALAG fatlaðra á Norðurlönd- um (Nordisk Handikap Forbud) lýs- ir yfir miklum vonbrigðum með þá vinnu sem farið hefur fram á vegum Norðurlandaráðs til að koma í veg fyrir hindranir á flutningi fólks milli Norðurlandanna, sérstaklega með tilliti til hreyfihamlaðra íbúa. Í tilkynningu frá bandalaginu kemur fram að það sé ekki sátt við yfirlýsingar Berit Andor, ráðherra norræns samstarfs í sænsku ríkis- stjórninni, um að hindranirnar fari minnkandi og segja það ekki reynslu sinna félagsmanna. Bandalagið von- ast til þess að Íslendingar, sem hafa nú tekið við formennsku í Norður- landaráði, beiti sér gegn hindrunum á flutningi milli Norðurlandanna, sérstaklega fyrir hreyfihamlaða. Vonbrigði með vinnu Norður- landaráðs NÚ er þriðju umferð Mjólkurskák- mótsins á Hótel Selfossi lokið og eru Nikolic, Malakhov og Sokolov efstir og jafnir með tvo og hálfan vinning. Bologan kemur þar á eftir með tvo sem og Vallejo Pons. Þykir tíðindum sæta að Nick de Firmiran tapaði þriðju skákinni á mótinu. Skákmennirnir frí frá tafl- borðinu í gær. Fjórða umferð hefst svo í dag klukkan 15. Firmiran tapaði þriðju skákinni ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.