Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 28
LISTIR 28 SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ N ÝLEGA skrifaði Carolyne Lavr- ington um bókina Bard of Iceland eftir Dick Ringler (TLS 5. september 2003). Hún kemst að þeirri niðurstöðu að Jónas Hall- grímsson sem bókin fjallar um hafi verið eitt af forvitnilegustu skáld- um nítjándu aldar í Evrópu og bók- in sé góður inngangur að honum. Þeir sem gerst vita telja að þýð- ingar Ringlers á ljóðum Jónasar séu mjög vandaðar. Það ætti enn á ný að minna okkur á gildi þýðinga, mikilvægi þess að ekki sé kastað höndum til þeirra. Maður hefur á tilfinningunni að ljóð Jónasar höfði fyrst og fremst til Íslendinga séu undan skil- in síðustu ljóð hans þar sem hann er mjög tilvistarlegur og myndmálið með þeim hætti að minnt getur á samtímaljóðlist. En vissulega er samhengi í ljóða- gerð Jónasar frá upphafi og rétt að skoða hana í því ljósi. Í málfarinu liggja töfrar Jónasar. Það eru stór tíðindi hafi það tekist að koma þeim til skila í þýðingu. Fréttir af íslenskum bók- menntum erlendis eru nær daglegt brauð og er af sem áður var. Bókastefnan í Gautaborg kynnir ávallt íslenska höfunda en einkum eða nær eingöngu eru þetta höf- undar sem eiga nýútkomnar bækur í sænskum þýðingum. Á síðustu stefnu voru þetta þau Ólafur Jó- hann Ólafsson, Steinunn Sigurð- ardóttir, Kristín Ómarsdóttir og Arnaldur Indriðason. Á umræðufundi um raunsæi í bókmenntum var meðal þátttak- enda Jón Yngvi Jóhannsson, einn af ritstjórum Nordisk Litteratur. Engin hætta mun því hafa verið á að íslensk skáldsagnagerð gleymd- ist. Arnaldur Indriðason vekur alltaf mikla athygli enda er hann höf- undur glæpasagna sem nú er sóst eftir. Á Bókastefnunni í Frankfurt hitti hann einnig í mark. Það eru vissulega tíðindi að ís- lenskur höfundur skuli láta að sér kveða í heimi glæpasagnanna og hljóta viðurkenningar fyrir verk sín í harðri samkeppni við aðra nor- ræna höfunda sem sumir hverjir hafa náð miklum árangri í gerð slíkra sagna. Bókastefnan í Gautaborghefur verið gagnrýndfyrir ofuráherslu á met-söluhöfunda og fjöl- miðlavæna höfunda yfirleitt. En það er ljóst að þessi áhrifaríka sam- koma er ekki metnaðarlaus. Þar er boðið upp á ótrúlega fjölbreytni. Dagskrár með rihöfundum eru margar. Sama má segja um Bóka- stefnuna í Frankfurt sem er ekki bara sýning. Eins og Anna Einarsdóttir hjá Máli og menningu benti á í viðtali hér í blaðinu er það ekki síst öflugt starf forlaga og stuðningur Bók- menntakynningarsjóðs sem kemur höfundum á framfæri á bóka- stefnum erlendis. Bókmenntakynn- ingarsjóð skal ekki vanmeta í þessu efni en hlutur hans mætti vera enn stærri og vonandi mun hann eflast. Um hagnað af útgáfusamningum við erlend forlög eru menn ekki margorðir. Flestir telja að samn- ingarnir skipti mestu máli fyrir höfundana. Í nýlegu viðtali í Morgunblaðinu víkur Snæbjörn Arngrímsson hjá Bjarti að þessu og segir um „al- vöru“ samninga: „Þó eru þetta engar stórkostleg- ar upphæðir, en þær geta skipt máli fyrir viðkomandi höfunda. Það er bara svo nauðsynlegt fyrir ís- lenska höfunda að spreyta sig á al- þjóðavettvangi og sjá viðtökur fólks annars staðar en hér við verk- um þeirra. Þetta er svo lítill heimur á Íslandi. Hinir innvígðu svoköll- uðu, þeir sem fylgjast virkilega vel með því sem gerist og gengur í bókmenntaheiminum, eru kannski um 4.000.“ Fjölmörg dæmi eru um að bæk- ur sem koma út í litlum upplögum erlendis nái til margra engu að síð- ur. Hinir „innvígðu“ eru mun fleiri erlendis en hér og fáeinir lesendur geta haft ótrúleg áhrif á gengi höf- unda yfirleitt. Bók sem kemur út í takmörkuðu upplagi getur kallað á stærri út- gáfu annarra verka höfundar. Þá skipta viðurkenningar miklu máli, ekki síst verðlaun af ein- hverju tagi. Í Glerlyklinum sem Arnaldur Indriðason hefur fengið tvisvar er fyrst og fremst hvatning og ávinn- ingurinn m.a. aukin sala bóka verð- launahafans. Það eru út af fyrir sig enn ein tíðindin að hér heima skuli 10.000 eintök vera sú tala sem gild- ir um fyrstu prentun bóka hans. Þær fréttir berast frá Bóka-stefnunni í Frankfurt aðþrátt fyrir dansinn kring-um metsöluhöfunda hafi fleira verið á dagskrá og vakið at- hygli. Mönnum varð tíðrætt um heim- spekinginn Theodor W. Adorno sem á sínum tíma bjó í Frankfurt en hrökklaðist í útlegð á naistatím- anum. Nýkomið er út safn með bréfaskiptum þeirra Adornos og samstarfsmanns hans, Max Hork- heimer, og fleiri rit eftir hann. Meðal verka Adornos eru bækur um bókmenntir og tónlist en hann mun hafa verið tónlistarlegur ráð- gjafi Thomasar Mann þegar sá síð- arnefndi fékkst við að skrifa Dokt- or Faustus. Kunnastur er þó Adorno fyrir orð sem hann lét falla um útrým- ingarbúðir nasista: „Hver getur ort ljóð eftir Auschwitz?“ Þessi orð hittu í mark og er oft til þeirra vitnað. Það voru þó ekki síst skáld af gyðinglegum uppruna sem létu að sér kveða í ljóðlist eftir stríð. Má nefna Nelly Sachs og ekki síst eitt helsta skáld aldarinnar sem leið, Paul Celan. Bæði fengu þau, Sachs ogCelan, að kenna á of-sóknum nasista.Það einkennir ljóð þeirra að þau eru ekki orðmörg, kannski vegna þess lífsháska sem skáldin lentu í. Ljóð Celans eru mörg hver ekki nema fáeinar línur. Það er eins og hvert orð, hvert at- kvæði sé gætt mikilvægri merk- ingu og nauðsynlegt að fara var- lega með orðin. Kunnasta ljóð Celans um gyð- ingaofsóknirnar, Helfúga, er þó meðal lengstu ljóða hans, líkt og nakið óp, særing eða söngur úr djúpum sálarinnar. Ljóðið eins og önnur ljóð hans sannar að það getur verið torvelt að yrkja en nauðsynlegt. Auschwitz kallar á ljóð. Stundum er ljóðið eina svarið við óbærilegri lífsreynslu. Það hefur Theodor W. Adorno vissulega vitað þegar hann sendi frá sér þá áminningu sem felst í orðum hans um Auschwitz. Ég man þeir segja. „Hart á móti hörðu,“ – / en heldur vil eg kenna til og lifa, orti Jónas. Íslenskar bókmenntir í útlöndum Á Bókastefnu í Gautaborg: Andrea Jóhannsdóttir, Anna Einarsdóttir og Unnur María Figved. AF LISTUM Eftir ́Jóhann Hjálmarsson johj@mbl.is Íslenska sýningarsvæðið í Gautaborg. Í SAFNI Ásgríms Jónssonar, Berg- staðastræti 74, verður opnuð í dag kl. 15 sýning á 28 myndskreyt- ingum Lenu Anderson við bók hennar og Cristinu Björk ,,Linnea i målarens trädgård“, Lilja í garði listmálarans, sem út kom árið 1985. Í bókinni segir frá lítilli stúlku sem heimsækir marga þá staði sem veittu franska málaranum Claude Monet innblástur. Bókin hefur ver- ið þýdd á íslensku. Sýningin kemur hingað frá Göteborgs konstmus- eum með stuðningi Letterstedska sjóðsins og Ikea á Íslandi. Sýningin er á vegum Listasafns Íslands og stendur til 24. nóvember. Í tengslum við sýninguna verður tekið á móti leik- og grunn- skólabörnum virka daga kl. 9–15. Á laugardögum verður starfrækt list- smiðja ætluð 4–8 ára börnum frá kl. 11–13 en opið verður til kl. 17. Sunnudagana 9., 16. og 23. nóv- ember verður sýningin einnig opin frá kl. 11–17. Dagný Heiðdal listfræðingur flytur fyrirlestur kl. 15 á miðviku- dag þar sem hún mun kynna sænsk- ar listaverkabækur ætlaðar börn- um. Lilja í garði list- málarans Myndskreyting Lenu Anderson úr bókinni Lilja í garði listmálarans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.