Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ LOÐMUNDARFJÖRÐUR liggurmilli Borgarfjarðar eystri ogSeyðisfjarðar. Þaðan er örstuttupp í Hérað yfir Hraundal ogNorðdal. Fjörðurinn er kominn í eyði, en sumarlangt dvelja þar menn og dýr og una sér vel. Göngur í Loðmundarfirði fara fram eftir sérstökum lögum um smalanir í eyðibyggð- um. Ekki er lagt í göngur, eins og víðast tíðkast, enda engir ábúendur til að leggja í göngurnar. Þess í stað eru ráðnir gangna- menn sem greitt er fyrir smalamennskuna. Borgarfjarðarhreppur greiðir helminginn, en Loðmundarfjörður var sameinaður hon- um þegar búseta lagðist af í firðinum, og landeigendur og ríkið sinn fjórða partinn hvort. Alls munu göngur og fjallskil í Loð- mundarfirði kosta um hálfa milljón króna á ári. Í Loðmundarfirði gengur aðallega fé úr þremur sveitarfélögum, Borgarfirði, Seyð- isfirði og ofan af Héraði – úr Eiðaþinghá og Hjaltastaðaþinghá. Fjörðurinn er smalaður í þremur hlutum, borgfirsku fé, sem gengur utan Norðdalsár sem er við kirkjustaðinn Klyppsstað norðan til í firðinum, er smalað til Borgarfjarðar um Húsavík. Fé sem held- ur sig sunnan til í firðinum kringum Sæv- arenda utan við Hofsá sem er á móti Klyppsstað er flest frá Seyðisfirði og er smalað þangað. Fé sem heldur sig innar í firðinum beggja vegna Fjarðarár sem renn- ur eftir endilöngum Bárðarstaðadalnum inn af firðinum er flest ofan úr Héraði. Safnað liði Á dögunum var smalaður innsti hluti fjarðarins og Bárðarstaðadalurinn. Farið var af stað fyrir dagrenningu ofan úr Hér- aði klukkan fimm um morguninn. Þaðan komu Magni Þórarinn Ragnarsson á Brennistöðum sem er fjallkóngur á þessu svæði, ásamt Þórarni Páli Andréssyni frá Gilsárvelli í Borgarfirði. Á Borgarfirði bætt- ust við Andrés Hjaltason í Njarðvík, Þor- steinn Kristjánsson á Jökulsá, Matthildur Þórðardóttir í Geitavík, Jón Sveinsson ásamt Ingu Moritz og Úrsúlu Hala á Grund. Farið var frá Borgarfirði um klukkan sex á tveimur jeppum og pallbíl í brúnamyrkri, fyrst yfir Húsavíkurheiði til Húsavíkur, það- an yfir Nesháls í Loðmundarfjörð niður að fyrsta bænum, Nesi, sem stendur langt út með firðinum. Það hafði aðeins snjóað á há- heiðinni og hálsinum, þar voru skaflar á veginum sem jepparnir komust þó auðveld- lega yfir enda var hláka dagana á undan og snjóinn því tekið mikið upp. Farið var að skíma af degi þegar kom niður í Húsavíkina og orðið þokkalega bjart þegar til Loðmundarfjarðar kom, sólin að koma upp og litadýrðin í utanverðum firð- inum við Nes margslungin. Ekið var sem leið lá inn að kirkjustaðnum Klyppsstað, en svæðið utan frá Nesi og inn að Klyppsstað, ásamt Húsavík, hafði verið smalað áður svo þar var ekki kind að sjá. Þegar inn að Klyppsstað kom var farið að draga upp sjónauka og horfa eftir fé. Kind- ur voru á víð og dreif um fjörðinn innan við Norðdalsá og Hofsá, báðum megin Fjarð- arár inn í Bárðarstaðadalsbotn, allt til efstu hjalla. Þegar inn að Úlfsstöðum kom var liði skipt, Þorsteinn og Úrsúla fóru upp á Norð- dal til að smala niður hann í veg fyrir smalamenn sem kæmu að innan úr Bárð- arstaðadalnum norðan við ána. Hinir smala- mennirnir fóru síðan á tveimur jeppum inn að Árnastöðum sem er eyðibýli sunnan megin í Bárðarstaðadalnum sem liggur inn af Loðmundarfirði. Þaðan var gengið inn í dalbotn að Klifi þar sem Fjarðaráin fellur fram af í fallegri fossaröð. Fara þurfti yfir margar þverár á leiðinni, mis vatnsmiklar, þeirra stærst var Hrævardalsáin en þar vöknuðu dömurnar í ferðinni nokkuð undan fossúða sem lagðist yfir þær þegar þær voru að stikla yfir ána á steinum nærri fossi sem þar er í fjallshlíðinni. Inni í dalbotninum var liðinu skipt, Jón, Þórarinn og Inga fóru út norðan ár og Andrés efstur, í harða brúnum, Magni Þór- arinn á Mýrarhjallann og Matthildur með ánni að sunnanverðu. Jón fór efstur sín megin í dalnum en þeir Andrés voru með bestu smalahundana, Þórarinn fór um miðj- ar hlíðar og Inga með ánni að norðanverðu. Útsmognar rollur Smalamenn voru allir í talstöðvarsam- bandi og höfðu samband sín á milli til að leiðbeina hver öðrum þvert yfir dalinn sem flýtir mjög fyrir þar sem leitótt er og hjalla- brúnir margar í hlíðunum. Ekki dugði það nú samt alltaf til, svörtu rollurnar hans Magna Þórarins, þrjár, allar tvílembdar, sluppu „eins og venjulega“. Þær voru á Hrævardalnum og sneru á smalana sem ekki uggðu að sér þrátt fyrir allar tal- stöðvar og njósn úr hlíðinni hinum megin. Þær brugðu sér eldsnöggt á milli hjalla- brúnanna og forðuðu sér inn í dal á ný. Síð- an var smalað út dalinn og skammt utan við Árnastaði var féð tekið niður og sameinað. Þá var komið fram undir kaffi. Þar kom Eyjólfur Kristjánsson bóndi á Selstöðum í Seyðisfirði á móti þeim er smöluðu út dalinn að sunnanverðu. Þorsteinn og Úrsúla sem komu ofan af Norðdalnum, höfðu þá sameinast þeim sem smöluðu út dalinn að norðanverðu. Féð sem kom sunnan megin úr dalnum, sem var um helmingur fjárins sem smalað var þennan daginn, var nú rekið yfir Fjarðarána sem var nokkuð vatnsmikil eftir haustrigningar og hláku undanfarinna daga. Síðan var safn- ið allt rekið þaðan út að Klyppsstað þangað sem Kjartan Ólason, starfsmaður Borg- arfjarðarhrepps, hafði komið um hádeg- isbilið á traktor með vagn og sett upp fær- anlega rétt sem féð var rekið í. Hann hafði einnig mokað snjóinn af veginum þegar hann kom ofan yfir. Smalamenn tóku nú til við að skynja féð til að athuga hvaðan það væri, alls voru þetta 120 kindur að miklum meirihluta ofan af Héraði og átti Magni Þórarinn þær lang- flestar. Um helmingur fjárins var nú settur á kerrur, pallbíl og vagninn aftan í traktorn- um. Það sem ekki komst með í þessari ferð var sótt daginn eftir. Um það bil sem lagt var í hann frá Loð- mundarfirði var aftur að skella á myrkur og komið var til Borgarfjarðar undir klukkan níu um kvöldið og í Brennistaði í Eiða- þinghá um tíuleytið um kvöldið eftir sautján stunda ferð. Fjárleitir í Loðmundarfirði Andrés Hjaltason, bóndi í Njarðvík, „gengur fram á gnípu og geigvæna brún“ með smalahunda sína og horfir yfir fjárhópana áður en þeir eru reknir niður í dalbotn og sameinaðir í einu safni. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Fjárhópur á brúninni ofan við Mýrarhjallann út og upp af Árnastöðum rétt áður en féð var rekið niður í dalbotn og sameinað. Sólin baðaði fjörðinn þar sem sér yfir að Norðdalsá og Klyppsstað. Í Loðmundarfirði má sjá marga fallega fossa. Matthildur og Inga við einn fossa Hrævardalsár en fossúðinn bleytti í þeim þegar þær voru að stikla yfir ána á steinum rétt við fossinn. Féð var rekið á vagn og kerrur við Klyppsstað. Í forgrunni eru Kjartan Ólason sem snýr baki í myndavélina, Þorsteinn Kristjánsson og Jón Sveinsson, fjær eru aðrir smalamenn að skynja féð. Þegar farfuglarnir tygja sig til brottfarar og sumar- gestir kveðja eyðibyggðir er orðið tímabært að sækja sauðfé sem á sumarhaga í Loðmundarfirði. Sigurður Aðalsteinsson fór í göngur í eyðifirðinum eystra. Höfundur er fréttaritari Morgunblaðsins á Norður-Héraði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.