Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2003 25 Fasteignir Akureyrarbæjar óska eftir tilboðum í uppsteypu og fullnaðarfrágang innan- og utan- húss, á tveimur fjögurra íbúða húsum, á tveimur hæðum. Húsin eiga að rísa á lóðum nr. 26 og 28 við Gránufélagsgötu á Akureyri. Helstu stærðir: Hvort hús um sig er 120 m² að grunnfleti, á tveimur hæðum, samtals 240 m² að stærð hvort hús. Hvoru húsi fylgja tvær 7 m² útigeymslur, samtals 14 m² með hvoru húsi. Lóð í kringum bæði húsin er um 1.100 m² að stærð. Bjóðendum er boðið til kynningarfundar á skrifstofu Fasteigna Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 4. hæð, fimmtudaginn 6. nóvem- ber 2003 kl. 13:15 og verða þar fulltrúar verkkaupa og hönnuður. Í framhaldi af fundinum gefst bjóðendum kostur á að skoða aðstæður á væntanlegum verkstað. Útboðsgögn verða til sölu í Þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, frá og með föstudeginum 31. október nk. Verð á útboðsgögnum er kr. 10.000. Gögn verða ekki endurgreidd. Tilboðum skal skila til Fasteigna Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 4. hæð og verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 20. nóvember 2003 kl. 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Verkkaupi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Fasteignir Akureyrarbæjar • Geislagötu 9 • 4. hæð • sími 460 1000 – 460 1128 ÚTBOÐ Gránufélagsgata - nýbyggingar kerfi með upplýsingaflæði og ráðgjöf sem íslenskir hestamenn njóta í hestamannafélögum, hesthúsa- hverfum og annars staðar þar sem þeir hittast. Það er mjög mikið til af efni skrifuðu jafnt af sérfræðingum og leikmönnum. Það þarf að safna þessu efni saman og samræma það.“ Sumarexemið til vandræða Fyrr á þessu ári sagði Björn Stein- björnsson dýralæknir, í viðtali við Morgunblaðið, nauðsynlegt að stunda rannsóknir á íslenska hest- inum, einkum á sumarexemi, áður en frekari fjármunum sé veitt í mark- aðssetningu þeirra. Hvað segir um- boðsmaður um það? „Á árum áður var íslenski hest- urinn markaðssettur þannig erlendis að hann gæti gengið úti sjálfala allan ársins hring. Það voru margir frí- stundahestamenn sem keyptu ís- lenska hesta, settu þá í haga en sinntu þeim ekki daglega eins og flestum öðrum hestakynjum er sinnt. Fyrir það lendir hesturinn í því að vera bitinn af lítilli flugu, skyldri moskítóflugu, aftur og aftur. Þetta veldur ofnæmisviðbrögðum, kláða og útbrotum, svo hesturinn klórar sér til blóðs og verður fárveikur.“ Jónas segir þetta vandamál ekki eins áberandi þar sem keyptir hafa verið dýrir úrvalshestar. Þeim hest- um er haldið við hús og fylgst með þeim daglega. Þeir eru teknir inn á kvöldin og settir út á morgnana, en flugan bítur helst í ljósaskiptunum. „Rétt fyrirbyggjandi meðhöndlun er grundvallaratriði gegn sumarex- emi. Það hjálpar okkur þó ekki með fortíðarvandann sem við glímum við. Hestar eru misjafnlega viðkvæmir fyrir þessu, en umhirðan er lykil- atriði. Það er búið að vinna mikið rannsóknarstarf á Keldum á sumar- exemi og er það enn í gangi. Vonir eru bundnar við að hægt sé að finna mótefni og svo hægt verði að bólu- setja hestana. Það yrði mjög flókið að velja rétta einstaklinga til útflutn- ings og spurning hvort við viljum taka upp þá stefnu. Um þetta eru menn alls ekki sammála. En við verð- um að horfast í augu við þetta vanda- mál. Þar sem við förum inn á nýja markaði þurfum við að undirbúa þessi mál mjög vel. Það er minna um sumarexem í Bandaríkjunum en í Evrópu, hvort sem það stafar af stað- háttum eða umhirðu hestanna.“ Hefur umboðsmaður íslenska hestsins einhver ráð til að hraða rannsóknum á sumarexemi? „Þetta er fyrst og fremst spurning um fjármagn. Landbúnaðarráðherra hefur mikinn skilning á þessu og við höfum oft rætt þetta. Við sáum báðir sjúka hesta í Danmörku og það tók á mann. Það er skelfilegt að sjá ís- lenskan hest klæddan í kápu, hengj- andi haus og áberandi veikan. Það verður lagt kapp á að efla frekari rannsóknir. Á hinn bóginn snýst þetta einnig um að upplýsa vænt- anlega kaupendur betur um með- höndlun hrossanna, án þess að vekja hjá þeim ótta.“ Jónas nefnir til dæmis búgarð Guðmars Þórs Péturssonar og fjöl- skyldu sem hann kom á í Kentucky þar sem eru íslenskir hestar. Hest- húsið er uppi á hól rétt við tjörn, sem er kjörin fyrir flugur að klekjast í. „Húsið er opið á allar hliðar og loftar alltaf í gegnum það. Eigandinn þríf- ur taðið jafnóðum undan hestunum með sérstakri hrífu og sérstakur spænir er settur í stíurnar. Það er úðunarkerfi yfir stíunum sem úðar náttúruvænni skordýrafælu á vissum tímum dagsins. Hvert hross er skoð- að daglega og þegar sjást fyrstu um- merkin um bit, smáhrúður á kviðn- um, er hesturinn settur inn í ljósa- skiptunum, kvölds og morgna, þegar hættan er mest á flugnabiti. Fyrir bragðið hefur þetta aldrei orðið vandamál á þessum búgarði. Hest- arnir hafa aldrei veikst, þótt þeir hafi verið bitnir.“ Hestarnir selja landið Jónas var spurður hvort hann hefði tölur um umfang hesta- mennsku sem atvinnugreinar hér á landi. Hve margir hefðu atvinnu af íslenskum hestum og hver velta greinarinnar væri? „Ég hef ekki tölur um veltu eða hvað margir vinna við þetta í heild- ina. Hins vegar er vitað að aukinn ferðamannastraumur er einn stærsti tekjuliðurinn af sölu íslenskra hesta til útlanda. Það er mjög algengt að kaupendur íslenskra hesta erlendis falli fyrir öllu því sem íslenskt er. Þeir eru með hluta af Íslandi í hönd- unum og fá sér íslenska hunda, lopa- peysur, íslensk reiðtygi og allt annað íslenskt sem snýr að hestinum og þessari útiveru. Ég veit mörg dæmi þess að eigendur íslenskra hesta hafi komið hingað 10–20 sinnum.“ Jónas segir að sumir komi í eins konar pílagrímsferðir til að sjá hvar hesturinn þeirra fæddist. Aðrir komi til að kaupa sér fleiri hesta. Tekjurn- ar af hestakaupaferðunum og öllu sem þeim fylgir séu miklu meiri en söluverð hestanna eitt og sér. „Þarna liggja miklir möguleikar og þessir fulltrúar landsins, hestarnir, eru ein besta áþreifanlega landkynning sem hugsast getur.“ Langtímaverkefni Jónas leggur mikla áherslu á að hér sé um langtímaverkefni að ræða. Jónas segist telja að oft hafi vantað langtímasjónarmið og skipulagningu þegar um er að ræða sókn Íslendinga á erlenda markaði með vörur sínar og þjónustu. Hann hefur sjálfur langa reynslu af markaðsstarfi er- lendis og segir aðstæður þar allt aðr- ar en hér á landi. Í stóru löndunum þurfi að sýna mikla þolinmæði við markaðssetningu, hafa skýr lang- tímamarkmið og skilgreina vel öll þrep á leiðinni að lokatakmarkinu. Vegna smæðar og nálægðar íslenska markaðarins nægi oft að skilgreina lokatakmarkið eitt áður en lagt er í markaðsherferð. „Erlendis eru þrep- in fleiri og stærri. Þetta er nokkuð sem maður fer að skilja við að búa í útlöndum og vinna þar í markaðs- málum,“ segir Jónas. Á þeytingi milli landa Jónas hefur búið samtals í 14 ár erlendis, sem er töluverður hluti starfsævinnar. Fyrst bjó hann í Bandaríkjunum í fimm ár, flutti svo heim og starfaði hér áður en leiðin lá til Evrópu. Undanfarin níu ár hefur Jónas starfað erlendis, meðal annars sem framkvæmdastjóri fjölþjóðlegs fjölmiðlafyrirtækis sem rak gervi- hnattasjónvarpsstöðvar sem náðu til Evrópu og Afríku. Fyrirtækið rann síðan inn í Sky-samsteypuna. Í tengslum við það starfaði hann einn- ig töluvert í Bandaríkjunum. „Starfið snerist annars vegar um að búa til vöruna, sem er sjónvarps- stöð í gervitungli svipuð og Sky. Hins vegar að koma þessum rásum á markað og að fá fólk til að kaupa áskrift að þeim. Við þetta kynntist ég mörgum mismunandi mörkuðum. Markaðurinn er allt öðruvísi í Skand- inavíu en t.d. í Benelux-löndunum eða þá við Miðjarðarhafið. Svo tekur allt annað við í Afríku. Bandaríkin eru síðan enn eitt markaðssvæðið og allt öðru vísi en hin. Ég kynntist vel ólíkum viðhorfum á hinum ýmsu markaðssvæðum til sömu vörunnar og er reynslunni ríkari hvað það snertir. Ég vann einnig hjá ráðgjafa- fyrirtæki sem var með allt frá bönk- um til heilsutryggingafélaga á sínum snærum. Flóran var mjög fjölbreytt þar sem ég annaðist sérfræðiráðgjöf og öðlaðist fjölbreytta reynslu.“ Fjarbúðin styrkti sambandið Jónas flutti fyrst til Hollands og bjó þar í hálft ár en flutti síðan til Bretlands. Hann var þó mest á ferða- lögum starfsins vegna. „Upphaflega ætlaði konan mín, Helga Benediktsdóttir arkitekt, að flytja með mér út. Ég átti að koma mér fyrir og svo kæmi hún. Raunin varð sú að ég var nánast aldrei heima. Vinnutíminn í svona starfi er miklu lengri en við eigum að venjast, þótt við vinnum mikið. Ef maður ætl- ar að spjara sig í samkeppninni, sem er í almennilegum störfum þarna úti, þá er þetta sólarhringsvinna. Maður á ekkert líf á kvöldin. Ég var á sí- felldum þeytingi á milli landa og fáar vikur sem ég flaug ekki að minnsta kosti tvisvar á milli landa. Stundum skrapp ég til New York fyrir einn fund. Niðurstaðan varð sú að Helga bjó áfram hér heima, en við settum okk- ur það markmið að hittast einhvers staðar um hverja helgi. Þegar maður er einn verða helgarnar svo erfiðar. London varð aðsetur mitt í þessari fjarbúð okkar, enda vel staðsett. Ým- ist kom Helga þangað eða ég kom heim. Það voru mjög fáar helgarnar sem við hittumst ekki einhvers stað- ar. Þetta var erfitt, en um leið þrosk- andi og skemmtilegt á sinn hátt. Tíminn um helgar varð svo miklu dýrmætari en ella. Hver stund dýr- mæt. Við þessar kringumstæður lær- ir maður betur en ella að rækta sam- bandið og njóta þess. Þegar hjón eða sambýlisfólk lenda í því að búa fjarri hvort öðru þá vaxa þau annaðhvort í sundur eða saman. Það er engin kyrrstaða. Við vorum svo heppin að vaxa enn betur saman.“ Jónas og Helga eiga dóttur og tvö barnabörn. Jónas segir fjölskylduna oft hafa komið til sín og svo hafi hann komið oft í heimsókn. „Ég gerði mér að reglu að hafa mikið símasamband, nánast daglega, við mína nánustu. Að mörgu leyti hugsa ég að ég hafi verið í nánari tengslum við mitt fólk en margir sem búa hér eru við sitt fólk. En tengslin úr fjarlægð verða öðru- vísi og á einhvern hátt þýðingar- meiri.“ Meiri Íslendingur í dag Jónas segist hafa fundið að tilfinn- ingar hans til Íslands styrktust mikið við að búa fjarri landinu. „Maður verður meiri Íslendingur og ég á sterkari tilfinningar, bæði til lands og þjóðar, eftir fjarveruna. Þegar maður er yngri og haldinn af æv- intýraþrá heldur maður að heim- urinn þarna úti sé meira spennandi en gamla landið. Allt stærra, meiri fjölbreytni, fleiri og meiri veitinga- hús, fleiri leikhúsferðir og sýningar. Þegar allt kemur til alls hefur maður þetta allt hér heima, en miklu að- gengilegra en úti.“ Jónas segir að smátt og smátt hafi honum orðið ljóst að hann myndi flytja aftur heim til Íslands. Hann segist hafa verið farinn að sjá eftir öllum tímanum sem fór í ferðalög. „Það tók mig stundum einn og hálfan tíma að komast í vinnu og annað eins að komast heim. Bara til að sitja með einhverjum mönnum og vinna eitt- hvað. Það veitti mér ekkert meiri hamingju en að vinna hér heima og vera fimm mínútur á leiðinni í vinn- una. Geta séð fjölskylduna daglega og komist út úr bænum á korteri!“ Jónas segir að þeim hjónum hafi verið gefið sitt hvort folaldið í afmæl- isgjöf, þegar þau urðu fimmtug. „Ég var með það í huga að vera kominn heim þegar hrossin væru komin á tamningaaldur. Sú áætlun hefur staðist,“ segir Jónas. Annar hestur- inn var reyndar felldur því hann tamdist ekki. Hinn er núna í fram- haldsnámi á Hólum. „Það er þó ein- hver úr fjölskyldunni sem numið hef- ur á Hólum,“ segir Jónas og brosir. Viltu vinna milljón? Jónas verður stjórnandi og spyrill sjónvarpsþáttarins Viltu vinna millj- ón? á Stöð 2, að minnsta kosti til ára- móta. En hvað kom til að hann tók starfið að sér? „Það var leitað til mín og ég beðinn um að taka að mér þennan þátt. Það tók töluverðan tíma að fá svar frá mér. Ég vildi íhuga þetta vel og var satt að segja ekki spenntur fyrir því að fara aftur í sjónvarpið. Maður fórnar einkalífinu, eins og ég man vel eftir frá því ég var í sjónvarpi í gamla daga.“ Fyrstu tveir þættirnir undir stjórn Jónasar voru teknir upp í fyrri viku. Jónas segir að það hafi runnið upp fyrir sér, þegar hann gekk inn í sviðsmyndina, að 28 ár voru liðin frá því hann stjórnaði síðast skemmti- þætti í íslensku sjónvarpi. „Það tekur svolítinn tíma að venjast sjónvarpinu að nýju. Sniðið á Viltu vinna milljón? er mjög niðurnjörvað og ég hef ekki áður unnið við þær kringumstæður. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt og sérstaklega að vinna aftur með gömlum og nýjum samstarfs- mönnum á Stöð 2.“ Jónas segir að þátttaka hans í þættinum hafi verið rædd við stjórn verkefnisins Umboðsmaður íslenska hestsins, enda vildi hann ekki taka að sér stjórn þáttarins væri stjórnin því andvíg. „Menn voru sammála um að þetta væri jákvætt fyrir ímyndina. Ég fengi betri aðgang að fjölmiðlum og tækifæri til að tala máli íslenska hestsins. Hestamenn fengju einnig betri aðgang að mér þar sem ég yrði sýnilegri.“ Jónas segist hafa orðið þess var að menn undruðust að hann tæki að sér stjórn þáttarins og spurt hvort hann væri ekki þegar í fullu starfi? „Það eru teknir upp tveir þættir á einu kvöldi. Ég kem ekki að undir- búningi og má til dæmis ekki vita spurningarnar fyrr en ég les þær af skjánum. Ég geri ekki annað en að setjast í stólinn og renna í gegnum þáttinn. Auk þess geri ég þetta í mín- um frítíma.“ Brjálaður og brillíant Við undirritun samkomulags um stofnun embættis Umboðsmanns ís- lenska hestsins var haft eftir Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra að starf umboðsmannsins yrði vanda- samt og umboðsmaðurinn þyrfti að vera hvort tveggja í senn „brjálaður og brillíant“. Uppfyllir Jónas þessar kröfur? „Ég hlýt að vera brjálaður, fyrst ég tek þetta að mér,“ segir Jónas og hlær. „En eigum við ekki að bíða með hitt og sjá hver grafskriftin verður?“ ur… gudni@mbl.is „Það er talið að nú séu um 3.000 íslenskir hestar í Bandaríkjunum, á meðan þeir skipta tugum þúsunda í Þýskalandi. Það eru 600 meðlimir í Íslandshestafélaginu í Bandaríkjunum, sem sýnir að hesturinn hefur ekki náð mikilli útbreiðslu þar.“ Morgunblaðið/Jim Smart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.