Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 13.30 Sýnd kl. 2, 4 og 6. með ísl. tali. Miðav erð kr. 50 0 BRJÁLUÐ BÍÓUPPLIFUN!  Kvikmyndir.com Skonrokk FM909 HJ MBL „Snilldarverk“ HK DV „Brjálæðisleg Kvikmynd“ 4. myndin frá Quentin Tarantino Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 12. 3D gleraugu fylgja hverjum miða l l j j i Sýnd kl. 2, 4 og 6. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. B.i. 10 ára. kl. 3.30, 6, 8.30 og 11. B.i. 16. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. YFIR 20 000 GESTIR Kl. 8. B.i. 16. Sýnd kl. 2.með ísl. tali. TOPP MYNDIN Í USA! Stærsta grínmynd ársins! FRUMSÝNING Þú deyrð úr hlátri enn og aftur! Stærsta október opnun allra tíma í USA!  ÞÞ FBL „Frábær mynd“ Miðav erð kr. 50 0 Yfir 20.000 gestir Sýnd kl. 8. B.i. 16 ára.Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 10 ára. Sýnd kl. 10.10. B.i. 16 ára. 4 myndin fráQuentin Tarantino BLÓÐBAÐIÐ ER BYRJAÐ Sýnd kl. 2, 4 og 6. Skonrokk FM909  Kvikmyndir.com HJ MBL „Snilldarverk“ HK DV „Brjálæðisleg Kvikmynd“ „Frábær mynd“  ÞÞ FBL Þú deyrð úr hlátri enn og aftur! Stærsta október opnun allra tíma í USA! FRUMSÝNING Sýnd kl. 2 og 4.. Stærsta grínmynd ársins! TOPP MYNDIN Í USA! Miðav erð kr. 50 0 3D gleraugu fylgja hverjum miða l l j j i Yfir 20.000 gestir FÁIR tónlistarmenn hafafengið eins harkalega út-reið í fjölmiðlum og írskasöngkonan Sinéad Marie- Bernadette O’Connor, aðallega fyrir það að hún hefur alltaf sagt skoðun sína umbúðalaust, sem er jafnan litið hornauga í þeim heimi sölu- og yf- irborðsmennsku sem tónlistariðn- aðurinn er, ekki síst ef sá sem það gerir er kona. Fyrir stuttu kom út plata frá Sinéad O’Connor sem hefur að geyma ýmisleg óútgefin lög úr sarpi hennar og einnig tónleikaupptökur frá tónleikum í Dyflinni fyrir ári. Platan, sem er jafnan kölluð She Who Dwells, en heitir víst fullu nafni She Who Dwells in the Secret Place of the Most High Shall Abide Under the Shadow of the Almighty, verður síð- asta plata hennar að því hún segir sjálf; hún segist hafa dregið sig í hlé frá tónlistariðnaðinum, héðan í frá ætli hún ekki að syngja fyrir peninga. Stjarnan Sinéad Sinéad O’Connor á að baki drjúgan tónlistarferil, steig fyrstu skrefin sem bakraddasöngkona sautján ára göm- ul en fékk síðan samning sem sóló- söngkona 1985, þá nítján ára. 1987, um líkt leyti og hún eignaðist sitt fyrsta barn, sendi Sinéad frá sér fyrstu breiðskífuna, The Lion and the Cobra, sem var vel tekið. Það var þó næsta skífa sem kom henni á kortið, I Do Not Want What I Haven’t Got, aðallega fyrir Prince-lagið „Nothing Compares 2 U“. I Do Not Want What I Haven’t Got seldist í rúmum 5 milljónum eintaka og var Sinéad orðin stjarna. Ekki leið þó á löngu þar til hún fór að gera upp málin við erfiða æsku sína, lýsti því í löngu máli hve erfitt samband hennar hefði verið við drykkjusjúka móður sína sem hefði beitt hana ofbeldi. Gekk svo langt í því harkalega upp- gjöri að bróðir Sinéad, sem er rithöf- undur, skrifaði grein í írskt dagblað þar sem hann hélt uppi vörnum fyrir móður sína. Allt hélt þetta Sinéad í heimsfrétt- unum og dró ekki úr deilunum í kringum hana í Bandaríkjunum er hún neitaði að spila á tónleikum ef þjóðsöngur Bandaríkjanna væri leik- inn áður en hún kæmi á svið. Þriðja skífan, Am I Not Your Girl?, kom út 1992 og seldist ekki eins vel og platan á undan, enda voru á plöt- unni lög sem Sinéad söng með stór- sveit sem var víst gamall draumur hennar. Hún var ekki hætt að hneyksla og steininn tók úr er hún reif mynd af Jóhannesi Páli páfa í beinni útsendingu á sjónvarpsþætt- inum vinsæla Saturday Night Live. Sagan segir að hún hafi sagst ætla að rífa mynd af hungruðum börnum til að undirstrika baráttuna gegn hungri í heiminum en var með mynd af páfa þegar á reyndi. Þetta hafði slæm áhrif á tónlist- arferil Sinéad sem nærri getur, menn sneru óðfluga við henni baki eins og mátti sjá þegar hún var púuð niður á tónleikum í Miðgarði í New York. (Kaldhæðni örlaganna er að þetta var á tónleikum til heiðurs Bob Dylan, mótmælaskáldsinu sjálfu.) Upp úr þessu má segja að áhugi hennar á frægð og vinsældum hafi minnkað óðfluga og á endanum dró hún sig í hlé að mestu og fluttist til Ír- lands. Hún komst þó í pressuna að nýju þegar hún var vígð prestur við sértrúarsöfnuð, sem klauf sig frá kaþ- ólsku kirkjunni. Þó að hún sé nú prestur og það „kaþólskur“ prestur er víst að kirkjan skrifar ekki upp á allt sem frá henni fer. Sem dæmi má nefna að í viðtali við Guardian á síðasta ári lét hún þau orð falla að hún væri frekar rastatrúar en kaþólikki og skýrir það sem svo að hún trúi ekki að Haile Selassie hafi verið guð- leg vera heldur að guð sé alls staðar nálægur og þar á meðal í hverjum og einum. „Ég er sammála sumu sem felst í rastafaritrú og ég trúi á sumt í kaþólskunni, en hafna því sem mér finnst neikvætt í báðum trúar- brögðum … Það þarf ekki að fylgja öllum reglum og ég hef aldrei gert það, ósjálfrátt. Mér var refsað fyrir það sem barni að hafa haldið því fram að guði væri sama þó að maður færi með bænirnar á klósettinu.“ Í fréttatilkynningu sem Sinéad sendi frá sér kemur fram að hún vilji nú nota það sem hún þekki og skilji best, rödd sína, og nota hana í annað en til að afla frægðar og frama. Víst hafi röddin gefið henni kost á að njóta lífsins með fjölskyldu sinni, en svo sé nú komið að hún hafi öðlast allt það sem hún gæti óskað sér og tími til kominn að gera eitthvað nýtt. Sungið til að lækna Hún hefur lýst söngferli sínum svo að sem táningur hafi hún sungið til þess að piltar tækju eftir henni og kynnu að meta hana. Þegar hún komst á þrítugsaldurinn söng hún vegna þess að henni fannst hún hafa svo mikið að segja sem þyldi ekki bið og nú þegar hún er komin á fertugs- aldur hyggst hún snúa sér að öðru, þar á meðal að lækna fólk með rödd- inni, huga þess og líkama. Allt á þetta rætur í því að síðustu 7 ár hefur Sin- éad lært raddlækningar, þ.e. að lækna með röddinni og héðan í frá mun hún ekki syngja á tónleikum heldur á lækningasamkomum. Eftir því sem lesa má úr viðtölum við Sinéad O’Connor hefur hún stefnt að þessu marki allt frá því Universal Mother kom út 1994 og tók svo ákvörðun um að setja punkt aftan við tónlistarferilinn með tónleikaskífu. Því voru tónleikar hennar í Dyflinni 2002 hljóðritaðir, en svo segir hún að þegar hún hafi verið að taka til hafi hún áttað sig á að hve mikið væri til af upptökum með henni sem aldrei hefði komið út, prufuupptökur, lög sem urðu útundan eða átti að geyma til betri tíma, lög eftir aðra sem höfðu safnast saman yfir árin, ólíkar út- gáfur útgefinna laga, samstarfsverk- efni og svo má telja. Úr varð að hún tíndi úr safni sínu 19 óútgefin lög sem varð fyrri disk- urinn á plötunni með langa nafnið en seinni diskurinn er tónleikarnir í Dyflinni frá í fyrra. Á sínum tíma lenti Sinéad í stappi við útgáfu sína vegna fyrstu breið- skífunnar vegna þess að menn þar á bæ vildu að hún væri „írskari“, þjóð- legri. Það kom því skemmtilega á óvart þegar hún gerði plötu með írsk- um þjóðlögum á síðasta ári, Sean-Nós Nua, og fleiri lög í þeim anda eru á plötunni nýju, en einnig er það að finna lög sem hún vann með svo ólík- um listamönnum sem Adrian Sher- wood, Asian Dub Foundation, Mass- ive Attack og Roger Eno, en einnig syngur hún þekkt lög eftir aðra, til að mynda „Do Right Woman“ og „Love Hurts“ svo dæmi séu tekin. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Sinéad syngur sitt síðasta Írska söngkonan Sinéad O’Connor hefur verið umdeild alla tíð og oft staðið í ströngu. Hún hyggst nú draga sig í hlé frá tónlistinni og hefur sent frá sér tvöfalda kveðjuplötu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.