Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2003 45 Á meðan okkar veröld spinnur voðfelld vinarbönd og vitund manna knýr þá hörpustrengi. Við þurfum ekki að óttast um andans draumalönd né æðra líf með varanlegra gengi. (Áróra Guðmundsdóttir.) Elsku pabbi og tengdapabbi, far þú í guðsfriði. Anna Jóhanna og Ólafur. Þann 19. október sl. lést faðir minn á heimili sínu. Það er svo erf- itt að sætta sig við að við eigum ekki eftir að sitja aftur saman og tala um hin ýmsu mál og að trúa því að hann sé farinn. Fimmtudagskvöldið 16. okt. átt- um við saman gott kvöld og hvað hann stríddi mér á því hversu óþol- inmóð ég var og hló mikið að mér. Ástæðan fyrir því var sú að mér fannst tíminn svo lengi að líða þar sem ég var að fara út á flugvöll að sækja litlu söngkonuna hana Karen Birtu dóttur mína en pabbi kallaði hana alltaf söngkonuna sína því að honum fannst svo gaman að hlusta á hana syngja fyrir sig. Á yngri ár- um spilaði pabbi á harmonikku og nikkan, eins og hann kallaði hana, var hans líf og yndi enda var hann mjög mikill músíkant og hafði gam- an að sitja og hlusta á góða tónlist og aðallega á góðan harmonikku- leik. Sátum við oft heima hjá hon- um og hlustuðum á lögin hans og hvað maður sá hvað honum leið vel þegar hann hlustaði á harmonikk- una. Það er mér svo dýrmæt minning að hafa séð pabba og Karen Birtu þetta kvöld sem hún kom heim og hvað þau föðmuðust innilega þegar þau sáu hvort annað. Mér er minnisstætt á afmæli hans pabba þegar hann fór að syngja en þá stoppaði sú stutta hann og skammaði hann því að hann söng vitlausan texta og hvað hann hafði gaman af því og hló mikið. Jólin 1996 voru mín bestu jól með pabba eftir að við misstum mömmu en hún dó 1990, og var það mikið áfall fyrir okkur öll, sérstak- lega fyrir pabba minn. En við pabbi fórum út til Kanaríeyja þau jól ásamt Dúnu vinkonu pabba og var þetta mín besta ferð erlendis og er mér svo dýrmæt minning um þig elsku pabbi minn. Ég gæti talið upp endalaust hversu góður maður og faðir þú varst og vinur um leið, en elsku pabbi, núna ertu komin til hennar mömmu og ert hamingjusamur á ný og líður vel og veit ég að það hafa verið miklir fagnaðarfundir þegar leiðir ykkar lágu saman á ný því að ég vissi að þú saknaðir henn- ar svo mikið. Þó ár og fjarlægð skilji okkur að og enginn geti komið í þinn stað mun samt minning þín lifa á meðan lifi ég. Og ég þakka vil þá dýru gjöf að lífið leit til mín og leiddi mig til þín. Með þessum fáu orðum vil ég kveðja föður minn sem fór svo skyndilega frá okkur og þakka honum fyrir allt sem hann gerði fyrir mig og dóttur mína. Elsku pabbi og afi, farðu í friði og megi guðs friður vaka yfir ykk- ur mömmu og ömmu. Þín dóttir og barnabarn, Hrafnhildur og Karen Birta. Elsku besti afi. Þegar ég sit og skrifa þetta bréf til þín kemur upp mikill söknuður, þar sem ég veit að í þetta skipti munt þú ekki svara. Síðasta bréfið sem þú sendir mér til Bandaríkj- anna var svo stuttu áður en þú kvaddir, svo skemmtilega skrifað og ég man að ég brosti allan hring- inn á meðan ég las það. Ég var svo spennt þegar það kom með póst- inum að ég hafði ekki fyrir því að setjast niður, heldur reif það upp á staðnum og hló. Ég á þér mikið að þakka og er þakklát fyrir að hafa fengið að hafa þig í lífi mínu þennan tíma, þó að hann hafi verið of stuttur. Þú studdir alltaf mikið við bakið á mér í mínu námi og hvattir mig áfram, ég er svo ánægð að þú hafir náð því að samgleðjast mér í vor og mynd- ina af okkur á þessum degi mun ég alltaf eiga. Ein af mínum sterkustu minn- ingum um okkur var þegar að ég var að hefja mitt nám í framhalds- skóla um 1997 og þurfti að gera rit- gerð um æsku fyrr á öldinni. Hélt ég að þetta væri nú ekki sérstak- lega spennandi verkefni, nema að þá datt mér í hug að taka viðtal við þig og þú varst svo hjálpsamur og spenntur yfir því. Á þessu kvöldi kynntist ég þér betur og virðing mín fyrir þér óx með degi hverjum. Sameiginleg áhugamál áttum við mörg, bæði vorum við Framarar og gátum rætt íþróttir fram og til baka, þú sagðir alltaf að íþrótta- genin mín kæmu frá þér. Einnig fannst þér mikið gaman þegar ég var að læra ný tungumál, en eins og allir sem þekktu þig vita þá varstu sjálflærður á hin ýmsu mál. Við áttum það til þegar þú komst í heimsókn að tala saman á því tungumáli sem ég var að fara í próf í og þú hjálpaðir mér oft með hin ýmsu vandamál. En elsku afi, ég veit að þú ert kominn á þann stað sem að þú vilt vera á og það er hjá henni ömmu. Einnig veit ég að Anna Lísa systir er glöð að vera með ömmu og afa hjá sér og hugg- ar það mig mikið. En nú kveð ég þig í hinsta sinn og geri ég það á þann hátt sem að þú kvaddir mig alltaf, bless engillinn minn. Þín Aldís. Jón frá Hamri. Þessar jarðir sem taldar eru voru allar orðnar eyðibýli stuttu eftir 1950 og þrír af strákun- um voru lærðir búfræðingar en eng- inn haft það sem ævistarf. Í þessari svokallaðri sviðamessu birtist hún Jóna vinkona hans Lína glaðvær og hress eins og henni er eiginlegt að vera. Það átti fyrir okkur að liggja að flytja í Árskógana en þar er heim- ili Jónu nú. Þau Jóna og Líni áttu svo mikið að gefa hvort öðru þótt sambúðin væri ekki löng. Þau ferð- uðust um landið á húsbílnum og þá kom sér vel að Líni var kunnugur landsháttum. Jóna reyndist Lína vel í hans erfiðu veikindum síðustu árin sem var honum mikils virði. Ég biðst afsökunar á því hvað hef- ur dregist að setja þessi orð á blað en hún Jóna skilur það. Við Stefanía sendum henni hlýjar samúðarkveðj- ur og gleðjumst yfir því að eiga hana áfram fyrir vin. Í guðs friði. Hann tignar þau lög sem lífið með logandi eldi reit. Hann lærði af styrkleika stálsins að standa við öll sín heit. Hann lærði verk sín að vanda og verða engum til meins. Þá væri þjóðinni borgið, ef þúsundir gerðu eins. (Davíð Stefánsson.) Hjálmar Jónsson. MINNINGARGREINUM þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningar- greina Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HALLBJÖRNS EÐVARÐS ODDSSONAR, dvalarheimilinu Grund, áður til heimilis á Lynghaga 6. Fjóla Eiríksdóttir, Helga Hallbjörnsdóttir, Dóra Hallbjörnsdóttir, Sigríður Hallbjörnsdóttir, Erla Hallbjörnsdóttir, Ásgeir Guðmundsson, Lilja Hallbjörnsdóttir, Atli Ingvarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem vottuðu samúð, vináttu og virðingu við andlát og útför elskaðrar föðursystur, MARÍU PÉTURSDÓTTUR fyrrverandi skólastjóra. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki og stjórnendum Droplaugarstaða. Fyrir hönd ástvina, Pétur Esrason. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LAUFEYJAR STEFÁNSDÓTTUR frá Munkaþverá. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á B- gangi, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, fyrir góða umönnun og hlýju. Börn, tengdabörn, ömmu- og langömmubörn. Þökkum af alhug samúðarkveðjur vegna andláts og útfarar elskulegs sambýlismanns míns og föður okkar, HAUKS GÍSLASONAR, Holti, Breiðdalsvík. Guð veri með ykkur. Guðbjörg Steinsdóttir, Unnur Petersen, Erik Petersen, Kristín Ellen Hauksdóttir, Hrafnkell Gunnarsson, Ingibjörg Hauksdóttir, Aðalheiður Hauksdóttir, Gísli Baldur Hauksson, Haukur Heiðar Hauksson, Sif Kjartansdóttir, Vilberg Marinó Jónasson, Tania Li Nellado, afabörn og langafabörn. Innilegar þakkir til allra sem vottuðu samúð og sýndu okkur hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÚNAR PÉTURSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheim- ilisins Áss í Hveragerði fyrir alla þá hlýju og virðingu sem hún naut þar. Guð blessi ykkur öll. Elísabet Sigurðardóttir, Gunnþór Gíslason, Jódís A. Sigurðardóttir, Eysteinn Ó. Jónasson, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, fósturföður, tengdaföður og afa, HARÐAR RUNÓLFSSONAR, Austurgötu 22B, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir fær hjúkrunarþjónustan Karitas, starfsfólk deilda 11E og 13G Land- spítala Hringbraut og starfsfólk Hrafnistu Hafnarfirði fyrir ómetanlega aðstoð. Hafrún Lára Bjarnadóttir, Heiða Hrönn Harðardóttir, Gunnar Örn Hreiðarsson, Þröstur Harðarson, Kristín Pétursdóttir, Kolbrún Jana Harðardóttir Aasen, Guðmundur Walter Aasen, Hildur Harðardóttir, Runólfur Harðarson, Linda Jensen, Aðalsteinn Þröstur Jónsson, Eiríkur Jensen, Hugljúf Dan og barnabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNS SIGURÐSSONAR fyrrv. skipstjóra frá Svanhóli, Vestmannaeyjum, síðast til heimilis í Furugrund 6, Selfossi. Guð blessi ykkur öll. Guðný Guðmundsdóttir, Þórdís B. Jóhannsdóttir, Helgi Hermannsson, Hrafnhildur Jóhannsdóttir, Ólafur Bachmann, Sigurður Hilmir Jóhannsson, Guðbjörg Guðjónsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.