Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ 2. nóvember 1993: „Fjöl- miðlar gegna mikilvægara hlutverki í þjóðlífi okkar en nokkru sinni fyrr. Raunar á það við um heimsbyggðina alla. Framfarir á sviði fjöl- miðlunar hafa verið gíf- urlegar á undanförnum árum og áratugum. Segja má, að bylting hafi orðið í útgáfu dagblaða á tveimur áratug- um. Víðtæk tölvuvinnsla og framfarir í prenttækni hafa gjörbreytt dagblaðaútgáfu. Blöðin verða sífellt aðgengi- legri fyrir hinn almenna les- anda og nýjar aðferðir eru notaðar til þess að koma upp- lýsingum til skila á einfaldan og skýran hátt Samhliða örri tækniþróun í blaðaútgáfu hefur orðið tæknibylting í starfsemi ljós- vakamiðla. Sjónvarpssend- ingar um gervihnetti gera sjónvarpsstöðvum kleift að sýna samstundis atburði jafnvel á meðan þeir eru að gerast.“ . . . . . . . . . . 2. nóvember 1983: „Morg- unblaðið á 70 ára afmæli í dag. Fyrsta tölublað þess kom út 2. nóvember 1913. Á þessum tímamótum er horft fram á við til nýrra átaka við uppbyggingu blaðsins, sem munu gera því kleift að auka þjónustu við lesendur og auglýsendur. Á sl. sumri var hafizt handa um byggingu fyrsta áfanga nýs Morgunblaðshúss í Nýja miðbænum við Kringlumýrarbraut. Í þess- um áfanga verður prent- smiðja blaðsins til húsa, svo og afgreiðsla og papp- írsgeymsla, en þær deildir blaðsins hafa verið í leigu- húsnæði í 10 ár – og þröngt um aðrar deildir. Fyrir rúmu ári var und- irritaður samningur um kaup á nýrri prentvél, sem komið verður fyrir í hinu nýja prentsmiðjuhúsi á næsta ári. Prentvél þessi getur prentað stærra blað, jafnframt því, sem möguleikar í litprentun eru fleiri.“ . . . . . . . . . . 2. nóvember 1973: „Á tíma- mótum eru tekin mið bæði af fortíð og framtíð. Í fortíðina er sóttur styrkur til þeirrar baráttu, sem bíður framtíð- arinnar. Á þessum tímamótum í sögu Morgunblaðsins er bæði horft fram og aftur. Morgunblaðið er stolt af því að hafa átt merka, hug- sjónaríka brautryðjendur, sem höfðu að leiðarljósi frelsi lands og þjóðar. Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður við samruna tveggja flokka, Íhaldsflokks- ins og Frjálslynda flokksins, og hlaut nafn sitt af því, að hann hafði efst á stefnuskrá sinni að endurheimta sjálfstæði íslenzku þjóð- arinnar, svo að hún mætti búa ein og óháð í landi sínu. Þetta hefur einnig ávallt verið stefnumið Morg- unblaðsins. Af þeim sökum hafa hugsjónir Sjálf- stæðisflokksins og Morgunblaðsins runnið í ein- um farvegi. Blaðið hefur stutt flokkinn og sjálfstæð- ismenn styðja Morg- unblaðið.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Þ etta tölublað Morgunblaðsins kemur út á 90 ára afmælis- degi blaðsins, sem fyrst kom út hinn 2. nóvember 1913. Af því tilefni fylgir afmælisblað Morgunblaðinu um þessa helgi. Þar er að finna kafla úr nýrri ævisögu Valtýs Stef- ánssonar, ritstjóra Morgunblaðsins um tæplega fjörutíu ára skeið, sem Jakob F. Ásgeirsson rit- höfundur hefur skrifað og unnið að nokkur und- anfarin ár. Þar birtast einnig brot úr samtölum Matthías- ar Johannessen, ritstjóra Morgunblaðsins í rúm- lega fjörutíu ár, við ýmsa helztu forystumenn í menningarlífi Íslendinga um miðbik og á síðari hluta 20. aldarinnar. Í afmælisblaðinu eru einnig viðtöl við fjóra for- ystumenn Árvakurs hf., útgáfufélags Morgun- blaðsins, þau Harald Sveinsson, stjórnarformann félagsins, Huldu Valtýsdóttur, Leif Sveinsson og Berg G. Gíslason, en þau hafa með einum eða öðr- um hætti komið að útgáfu blaðsins í marga ára- tugi og verið traustir bakhjarlar þeirra, sem hafa unnið að útgáfu Morgunblaðsins frá degi til dags. Loks má svo kynnast í 90 ára afmælisblaði Morgunblaðsins sjónarmiðum og viðhorfum nýrrar forystusveitar Morgunblaðsins, ungs fólks og fólks á bezta aldri, sem smátt og smátt er að verða þungamiðjan í útgáfu þess. Á þessum tímamótum í sögu blaðsins er ekki úr vegi að fjalla jafnframt um þjóðmálabaráttu þess, sem hefur jafnan verið ríkur þáttur í útgáfu þess. Morgunblaðið hefur alltaf haft sterkar skoðanir á málefnum líðandi stundar og fjallað um þau með ýmsum hætti og stundum hefur blaðið tekið upp baráttu fyrir ákveðnum málefn- um, sem í einstaka tilvikum hefur staðið árum saman. Morgunblaðið hefur eins og við má búast sætt gagnrýni fyrir skoðanir sínar og ekkert við því að segja. En á seinni árum hefur þess misskilnings gætt, að Morgunblaðið hafi lýst sig hlutlaust í þjóðmálaumræðum. Sennilega má rekja þann misskilning til þess, að markvisst var unnið að því að rjúfa þau nánu tengsl, sem verið höfðu á milli Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokksins en slík tengsl einkenndu um skeið samskipti helztu dag- blaða á öðrum Norðurlöndum og stjórnmála- flokka í þeim löndum. Raunar má segja hið sama um dagblöð og stjórnmálaflokka í Bretlandi. Þótt þessi tengsl hafi verið rofin breytti það engu um grundvallarviðhorf Morgunblaðsins í þjóðmálum, sem alla tíð hafa byggzt á sömu borg- aralegu sjónarmiðum og grundvallarstefna Sjálf- stæðisflokksins. Stundum hefur því verið haldið fram, líklega vegna sterkra skoðana blaðsins á mönnum og málefnum, að Morgunblaðið líti á sig sem ígildi stjórnmálaflokks. Þetta er auðvitað fráleitt. Blað- ið lýsir einfaldlega skoðunum í ritstjórnargrein- um, eins og blöð um allan heim gera á hverjum einasta degi og ekkert óeðlilegt við það enda geta landsmenn lýst sínum eigin skoðunum á síðum blaðsins og gera. Það bryddar líka stundum á þeirri skoðun, að eitthvað sé óeðlilegt við það, að dagblað á borð við Morgunblaðið berjist jafnvel í langan tíma fyrir ákveðnum skoðunum. Hvers vegna skyldi blað ekki gera það? Alvarlegri gagnrýni er þó, þegar því er haldið fram að slík málefnabarátta móti fréttaflutning blaðsins. Það er einfaldlega rangt enda geta gagnrýnendur blaðsins ekki fundið þeim orðum stað á síðum þess. Gagnrýnendur Morgunblaðsins finna einnig að því, að blaðið vitni gjarnan í sjálft sig, þ.e. leiðara og Reykjavíkurbréf frá fyrri tíð. Það er ekki gert til þess að upphefja blaðið á einhvern hátt heldur til þess að undirstrika, að Morgunblaðið er sjálfu sér samkvæmt í skoðunum. Það er ákveðinn þráður í málefnabaráttu blaðsins yfir langan tíma. Auðvitað getur það gerzt að Morgunblaðið breyti um afstöðu til mála. En þá gerir blaðið grein fyrir því hvaða rök liggi til grundvallar þeim breytingum. En hver hafa verið helztu baráttumál Morgun- blaðsins á undanförnum áratugum? Um aðild Morgunblaðsins að þjóðmálaumræðum á fyrri hluta 20. aldarinnar má lesa í bók Jakobs F. Ás- geirssonar um Valtý Stefánsson. Bækur um blöð eða ritstjóra blaða eins og í þessu tilviki end- urspegla oft með skemmtilegum hætti umræður þess tíma, sem þær fjalla um. Og jafnframt vill svo til að um þessar mundir er almenningi að opnast tölvuaðgangur að Morgunblaðinu frá fyrri tíð. Það á að vísu einungis við um fyrstu árgang- ana í byrjun en smátt og smátt mun þeim fjölga þannig að endar nái saman og tölvuaðgangur verði að öllu blaðinu frá upphafi til þessa dags. Þar verður um að ræða ómetanlegan fjársjóð upplýsinga, ekki sízt fyrir ungt fólk í skólum landsins, sem er að fjalla um söguna í einhverjum skilningi í námi. Sjálfstæði og öryggi lands og þjóðar Segja má, að barátta fyrir sjálfstæði og ör- yggi lands og þjóðar hafi verið grundvallar- þáttur í þjóðmálaum- fjöllun Morgunblaðs- ins bæði fyrir lýðveldisstofnun og eftir. Það var ekki einhugur um stofnun lýðveldis á Íslandi árið 1944. Til voru sterk öfl í þjóðfélaginu, sem vildu fresta þeirri ákvörðun. Afstaða Morgunblaðsins var skýr. Blaðið skipaði sér í sveit þeirra, sem vildu stofna lýðveldi á Þingvöllum 17. júní árið 1944 og barðist fyrir þeim sjónarmiðum. Í samræmi við það gerðist Morgunblaðið helzti málsvari þeirra, sem vildu tryggja öryggi lýð- veldisins á þeim víðsjárverðu tímum, sem fylgdu í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari. Blaðið varð öflugur talsmaður aðildar Íslands að Atlantshafs- bandalaginu 1949 og varnarsamningsins við Bandaríkin 1951 og jafnan síðan. Um þetta mál stóðu harkaleg átök í þjóðfélagi okkar í tæplega hálfa öld. Segja má, að þjóðfélagsátök á Íslandi frá 1949 til 1989, þegar Berlínarmúrinn féll, hafi snúizt um þetta mál. Í þeim átökum haggaðist Morgunblaðið aldrei. Veturinn 1976, þegar síðasta þorskastríðið stóð sem hæst voru uppi háværar kröfur um, að við ættum að segja varnarsamningnum upp og senda bandaríska varnarliðið heim og jafnvel að Ísland ætti að segja sig úr Atlantshafsbandalag- inu. Þann vetur var Morgunblaðið skrifað þvert á almenningsálitið í landinu og gekk svo langt, að einn af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins í þeirri ríkisstjórn, sem þá sat hringdi í ritstjóra Morg- unblaðsins og sagði, að blaðið væri að eyðileggja Sjálfstæðisflokkinn með skrifum sínum. Þessi sterka varðstaða um öryggi lýðveldisins og sjálfstæði þjóðarinnar einkenndi öll skrif Morgunblaðsins í hvert sinn, sem hætta var á ferðum. Það á við um tímabil vinstri stjórnar Hermanns Jónassonar 1956–1958 en það var yf- irlýst stefna þeirrar ríkisstjórnar að loka varn- arstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Það átti líka við um tímabil vinstri stjórnar Ólafs Jóhannessonar 1971–1974 en þá var líka stefnt að því að senda varnarliðið heim. Um þátt Morgunblaðins í bar- áttunni um varnarliðið á síðarnefnda tímabilinu má m.a. lesa í síðustu bók dr. Vals Ingimund- arsonar. Öryggismál þjóðarinnar og þorskastríðin blönduðust gjarnan saman á þessum árum. And- stæðingar aðildar Íslands að Atlantshafsbanda- laginu og dvalar varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli notuðu innrás brezka flotans í íslenzka fiskveiðilögsögu til þess að kynda undir andstöðu við Nató-aðild og varnarliðið. Það var erfitt að Rauð og græn norðurljós yfir Bláfjöllum. ÖFLUGUR FORYSTUMAÐUR Kristján Ragnarsson lét afstörfum sem formaðurLandssambands ísl. útvegs- manna sl. föstudag. Hann hafði þá verið formaður samtakanna í 33 ár og raunar starfað enn lengur á þeirra vegum. Með brottför Krist- jáns úr formannsstól LÍÚ verða mikil tímamót í sögu samtakanna. Ekki fer á milli mála, að Kristján Ragnarsson hefur verið einn öfl- ugasti forystumaður íslenzkra út- gerðarmanna frá upphafi og jafn- framt einn sterkasti og að sumu leyti umdeildasti forystumaður í ís- lenzku atvinnulífi. Styrkur hans hefur byggzt á tvennu. Hann er mikill málafylgju- maður og óhræddur við að setja fram skoðanir sínar, sem hann ger- ir af miklum sannfæringarkrafti, jafnvel þótt að honum sé veitzt úr öllum áttum. En jafnframt býr hann yfir gíf- urlegri þekkingu á málefnum sjáv- arútvegsins sérstaklega. Raunar má fullyrða, að enginn Íslendingur í okkar samtíma hafi jafn mikla þekkingu á og jafn mikla yfirsýn yfir málefni grundvallaratvinnu- vegar þjóðarinnar. Þessi þekking og yfirsýn ásamt því að vera mikill málafylgjumaður hefur leitt til þeirrar sterku stöðu, sem Kristján Ragnarsson hefur haft í íslenzku atvinnulífi í rúma þrjá áratugi. Sjávarútvegurinn hefur skipt sköpum fyrir afkomu íslenzku þjóð- arinnar og gerir enn. Mönnum líkar misjafnlega vel þessi lykilstaða sjávarútvegsins en hún hefur ekki breytzt að verulegu marki. Það eru ekki nema u.þ.b. fjórir áratugir liðnir frá því, að markvisst var haf- izt handa um að skjóta fleiri stoð- um undir afkomu þjóðarbúsins. Það hefur tekizt misjafnlega en betur seinni árin en áður. En jafnframt hefur sjávarútveg- urinn breytt miklu hjá sér. Þar eru nú til öflugri fyrirtæki en áður og betur rekin fyrirtæki en áður. Þar hefur ný kynslóð komið til sögunn- ar, sem kann vel til verka. Og kannski segir það mikla sögu um þann endurnýjunarkraft, sem í ís- lenzkum sjávarútvegi býr, að þar skuli hafa komið fram á seinni ár- um forystumenn fyrir einstökum fyrirtækjum, sem gefa ekkert eftir þeim stórmerku frumherjum og at- hafnamönnum, sem byggðu upp sjávarútveg á Íslandi fyrir hundrað árum. Morgunblaðið og sjávarútvegur- inn hafa lengi átt samleið. Oftast hafa sjónarmið blaðsins og útgerð- arinnar farið saman. Morgunblaðið hefur lagt mikla áherzlu á að koma á framfæri við lesendur sína upp- lýsingum og fréttum um sjávarút- veginn. Því má ekki gleyma, að snemma á öldinni þóttu aflafréttir ekki fréttir. Það hefur gjörbreytzt. M.a. vegna þess gerir almenningur á Íslandi sér betur grein fyrir mik- ilvægi sjávarútvegsins fyrir þjóð- arbúskapinn en áður. Morgunblaðið hefur átt góð sam- skipti við Kristján Ragnarsson í formannstíð hans hjá LÍÚ. Að vísu lágu leiðir hans og blaðsins ekki saman í kvótamálinu. Þá féllu þung orð á báða bóga. Yfirleitt var kafli um Morgunblaðið og skoðanir þess í ræðum Kristjáns Ragnarssonar á aðalfundum LÍÚ á síðasta áratug. Og stundum var þeim ræðum svar- að af jafn mikilli hörku. En þrátt fyrir þessi átök slitnaði þráðurinn á milli blaðsins og Krist- jáns Ragnarssonar aldrei. Þegar upp er staðið eru þau gárur á yf- irborðinu. Eftir stendur virðing fyrir merkum forystumanni í ís- lenzku atvinnulífi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.