Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 39
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2003 39 Sími 552 1400 fax 552 1405 Laugavegi 170, 2. hæð, 105 Reykjavík Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur löggiltur fasteignasali Heimasíða: www.fold.is - Netfang: fold@fold.is 20 íbúðir - 2ja, 3ja og 4ra herbergja Okkur hefur verið falið af opinberum aðila að útvega 20 íbúðir, 2ja, 3ja og 4ra herbergja, í Reykjavík. Staðgreiðsla í boði fyrir réttar eignir. Skoðun og kaup ganga mjög hratt fyrir sig. Áhugasamir hafi samband við sölumenn Foldar fasteignasölu í gsm-síma sölumanna: Böðvar 892 8934, Ævar 897 6060, Þorri 897 9757, Helgi 897 2451. Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali Erlendur Davíðsson, lögg. fasteignasali Hákon R. Jónsson, sölumaður Ólafur Guðmundsson sölustjóri, Netfang: kjoreign@kjoreign.is Heimasíða: www.kjoreign.is Sími 533 4040 • Fax 533 4041 Opið í dag frá kl. 12-14 TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA Ármúla 21 • Reykjavík VOGATUNGA - KÓP. Gott 240,0 fm raðhús á tveimur hæðum ásamt sérbyggðum 29,0 fm bílskúr. Glæsileg innrétting í eldhúsi og inn- byggð tæki. Góður suðurgarður og suðursvalir. Fallegt útsýni. Verð 26,0 millj. Nr. 3569 HJARÐARHAGI + BÍLSKÚR Góð íbúð á einum vinsælasta stað bæjarins. Íbúðinni fylgir bílskúr. Tengt f. Þvottavél á baði. Suður- svalir. Verð 14,5 millj. Nr. 3561 LEIRUBAKKI Rúmgóð 4ra herb. íbúð á 2. hæð í nýviðgerðu húsi. Fallegt útsýni. Vestursvalir. Stutt í skóla og flesta þjónustu. Áhv. hús- bréf 2,9 millj. Verð 12,5 millj. Nr. 3572 KRUMMAHÓLAR Snyrtileg og falleg 4ra herb. endaíbúð á 6. hæð í lyftuhúsi. Glæsilegt útsýni, suður- svalir. Stærð um 85 fm. Laus strax. Verð 11,7 millj. Nr. 3507 LAUGAVEGUR Góð 3ja herb. íbúð á 3ju hæð, skrifstofa sem var breytt í íbúð. Nýtt gler, parket á hluta, sturta, tengt f. þvottavél. Spennandi eign. Verð 13,9 millj. Stærð 92 fm. Nr. 4068 GOÐABORGIR Mjög vel staðsett íbúð í fallegu umhverfi. Búðin er mjög góð með sérinngang, sérlóðarskika til afnota og tengt f. þvottavél í íbúð. Hús og lóð snyrtileg. Stærð 67 fm. Verð 10,2 millj. jöreign ehf                STRANDGATA GÓÐ STAÐSETNING 512 fm götuhæð ásamt 215 fm á annarri hæð í þessu vel þekkta húsi í hjarta Hafnarfjarðar. Jarðhæðin er með góðri lofthæð og áberandi verslunargluggum út á Strandgötu. Nánari upplýsingar veita Sverrir, Kjartan og Óskar. 3728 Í MARS á þessu ári kom út á veg- um heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytis skýrsla stýrihóps um stefnumótun í mál- efnum aldraðra til ársins 2015. Hér er ekki lítið færst í fang, að móta stefnu á ann- an áratug fram í tím- ann í svo víðfeðmum og margslungnum málaflokki. Mér vitanlega hefur ekki farið mikið fyrir kynningu eða um- ræðum á opinberum vettvangi um skýrsluna, en ég vona þó að hún hljóti ekki þau örlög að rykfalla í skúffum ráðuneyta. Í stýrihópnum voru 5 manns, tveir fulltrúar heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hinir þrír komu frá félagsmálaráðherra, for- sætisráðherra og fjármálaráðherra. Það vekur óneitanlega nokkra furðu að í stýrihópnum sem vann að þessari skýrslu var enginn fulltrúi samtaka eldri borgara. Þrátt fyrir það kemur fram í skýrslunni að þeir séu sjálfir bestu talsmennirnir í málefnum sem að þeim snúa. Í þessum stutta pistli gefst ekki tækifæri til að fjalla um skýrsluna í heild, en í henni kemur fram fjölmargt sem er einkar fróðlegt og áhugavert, ekki síst þegar vitnað er í ályktun allsherjarþings og stefnumið Sameinuðu þjóðanna í mál- efnum aldraðra frá árinu 1999 og ennfremur ítarlega svæðaáætlun SÞ frá árinu 2002. Þar kemur m.a. eft- irfarandi fram: „Gera þarf umfjöllun um öldrunarmál að lið í allri stefnu- mótun til að þjóðfélög og efnahagslíf aðlagist breytingum á fólksfjölda og þjóðfélag allra aldurshópa verði að veruleika.“ Tillögur stýrihópsins taka mið af framangreindum sjónarmiðum og eru flokkaðar í níu eftirfarandi svið: Jafnrétti. Forvarnir og heilsufar aldr- aðra. Þjónusta við aldraða í heima- húsum. Stofnanaþjónusta fyrir aldr- aða. Efnahagur og atvinnumál aldraðra. Húsnæðismál aldraðra. Stjórnun, skipulag og ábyrgð á mál- efnum aldraðra til framtíðar. Rann- sókir, framtíðarsýn, stefnumótun. Aðgerðaáætlun um framkvæmd til- lagna stýrihópsins. Eins og sjá má af þessari upptaln- ingu er fjallað um mörg mikilvægustu svið sem snerta málefni aldraðra en því miður stundum nokkuð yfirborðs- lega. Hér verður aðeins stiklað á nokkrum atriðum sem tengjast beint þeirri baráttu sem eldri borgarar þurfa sífellt að heyja fyrir daufum eyrum stjórnvalda. Í kaflanum um efnahags- og at- vinnumál aldraðra kemur m.a. fram að efnahagslegt sjálfstæði aldraðra sé grundvallarmannréttindi. Því sé áríðandi að almannatryggingakerfið veiti þeim, sem ekki hafa átt þess kost eða af öðrum ástæðum ekki tek- ist að tryggja sér nægileg lífeyrisrétt- indi að lágmarki, nauðsynlegan fram- færslueyri eins og ályktanir Sameinuðu þjóðanna leggja svo mikla áherslu á. Dregið verði úr tekjuteng- ingum hjá þeim sem minnstar hafa tekjur og framfærslueyrir eftir skatta verði ekki undir skilgreindri lágmarksframfærslu. Því miður er ekki í skýrslunni fjallað sérstaklega um skattamál og fjárhagslegar skyld- ur sem oft og tíðum leggjast afar þungt á aldraða og valda þeim ómældum áhyggjum á efri árum. Stýrihópurinn tekur undir tillögur nefndar um sveigjanleg starfslok þar sem lagt er til að eftirlaunaaldur verði hækkaður upp í 72 ár. Kannski er þetta framtíðin, en í þessu sam- bandi má þó geta þess að Íslendingar vinna lengri vinnudag og eiga lengri starfsævi, en gerist hjá öðrum þjóð- um sem við berum okkur saman við. Verður næst stuttlega vikið að kaflanum um stofnanaþjónustu. Þar er m.a. vitnað í heilbrigðisáætlun til ársins 2010 þar sem meðal markmiða er að bið aldraðra eftir vistun á hjúkr- unarheimili fyrir fólk sem er í mjög brýnni þörf verði ekki lengri en 90 dagar. Ekki kemur fram hvernig sú viðmiðunartala er fundinn, en þrír mánuðir hlýtur að vera býsna langur tími fyrir fólk sem er í mjög brýnni þörf fyrir hjúkrun. Fram kemur að árið 2001 skorti á höfuðborgasvæðinu 281 hjúkrunarrými til að mæta mjög brýnni þörf samkvæmt vistunarmati. Í skýrslunni er gerður samanburður á kostnaði vegna heimahjúkrunar og stofnanavistunar, sem leiðir í ljós að heimaþjónusta er hagstæðari út frá kostnaðarhliðinni. Einnig er vísað í niðurstöður erlendra rannsókna sem gefa til kynna að lífsgæði aldraðra sem eiga þess kost að geta búið heima séu meiri en þeirra sem búa á öldr- unarheimilum. Þá er greint frá at- hyglisverðri könnun sem heil- brigðisráðuneytið gerði meðal forstöðumanna hjúkrunarheimila í október 2002, en spurt var hvort talið væri að einhverjir sjúklingar á við- komandi stofnun gætu verið í þjón- ustuíbúðum með góðri heimahjúkrun og heimilishjálp. Forstöðumenn tíu hjúkrunarheimila töldu að svo væri en ellefu töldu það ekki mögulegt. Á níu heimilum af tíu var talið að 5–10% sjúklinga gætu verið í þjónustuíbúð með viðeigandi þjónustu. Á einu þess- ara hjúkrunarheimila var talið að 10– 20% íbúanna gætu búið í þjón- ustuíbúð með viðeigandi þjónustu. Þetta eru athyglisverðar upplýs- ingar, sem sannarlega væri ástæða til að rannsaka nánar. Óhætt er að taka undir með stýrihópnum sem samdi skýrsluna að af könnuninni megi draga þá ályktun að markviss og góð þjónusta við aldraða í heimahúsum geti dregið verulega úr eftirspurn eft- ir stofnanavistun. Í þessu sambandi vakna enn fleiri spurningar þegar sú staðreynd er höfð í huga að sam- anburður við nágrannaþjóðir hefur leitt í ljós að hlutfall aldraðra á stofn- unum er mun hærra hér á landi en annars staðar. Í nýlegri grein eftir Guðnýju Björk Eydal og Sigurveigu Sigurðardóttur um öldrunarþjónustu á Íslandi kemur m.a. fram að hlutfall aldraðra á stofn- unum er hæst hér á landi miðað við hin Norðurlöndin. Fyrir fólk sem er 80 ára eða eldra eru tölurnar 27,5% fyrir Ísland, en um 20% fyrir hin Norðurlöndin, nema Noreg sem er með 25,9%. Svipað kemur fram varð- andi fólk sem er 67 ára og eldra. Þar er Ísland næsthæst með 9,4% en Norgur hæstur með 11,8%. Stýrihópurinn leggur mikla áherslu á að fjölga þurfi úrræðum, veita aukna og fjölbreyttari þjónustu, skapa öldruðum félagslegar og fjár- hagslegar aðstæður sem gera þeim kleift að að búa á eigin heimili eins lengi og nokkur kostur er, að koma til móts við þarfir þeirra utan stofnana. Í samhengi við þessi sjónarmið koma fram ábendingar í kaflanum um hús- næðismál aldraðra þar sem bent er á nauðsyn á fjölbreyttum úrræðum húsnæðis, s.s. byggingu sérhannaðra íbúða, sambýla, hjúkrunaríbúða og ennfremur þarf að auðvelda öldr- uðum að búa lengur í eigin húsnæði og aðlaga það breyttum forsendum efri ára. Þannig gæti fagfólk tekið út íbúðarhúsnæði hjá öldruðum og gert tillögur um breytingar og end- urbætur og jafnframt kannað mögu- leika á notkun hjálpartækja til að auðvelda áframhaldandi búsetu á efri árum. Í kaflanum um stjórnun og ábyrgð á málefnum aldraðra til fram- tíðar er lögð áhersla á skýrari ábyrgð og endurskoðun á verkaskiptingu ráðuneyta heilbrigðismála og félags- mála, ennfremur endurskoðun ríkis og sveitarfélaga þar sem tekin verði af öll tvímæli um hlutverk og ábyrgð aðila á þjónustu við aldraða. Varað er við að skilgreina málefni aldraðra fyrst og fremst sem heilbrigðismál og hvatt til þess að félagslegum þáttum verði gert hærra undir höfði en hing- að til. Að mati stýrihópsins er dreifð ábyrgð, skörun verkefna, óljósar kröfur um frumkvæði og flókið skipu- lag málaflokksins ein meginástæða þess að heildarsýn er ófullnægjandi. Hér að framan hefur verið drepið á fáein atriði úr skýrslu stýrihóps um stefnumótun í málefnum aldraðra til 2015, en tilgangurinn er að vekja at- hygli á henni og umræður. Nauðsyn- legt er að málefni aldraðra verði tekin til alvarlegar umræðu og endurskoð- unar á fjölmörgum sviðum og þeim komið í farveg sem samræmist kröf- um nútímans, þó að ekki sé horft lengra fram í tímann. Stefnumótun í málefnum aldraðra Eftir Margréti Margeirsdóttur Höfundur er félagsráðgjafi. Frönsk undirföt Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga frá kl. 11-15. undirfataverslun Síðumúla 3                      !  ! "    !   # $% &'# #   $% '  ()  *& *+*  # && && *+ & #
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.