Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ V IÐ viljum víst flest trúa því að þrælahald heyri sögunni til á 21. öldinni. Sú ósk- hyggja á því mið- ur ekki við rök að styðjast eins og fram kemur í nýútkominni reynslu- sögu súdönsku baráttukonunnar Mende Nazer Ambáttin. Mende lýsir í sögunni reynslu sinni af því að vera þræll á heimilum tveggja arabískra systra í höfuðborg Súdan, Khartúm, og London undir lok síðustu aldar. Ambáttin er nýkomin út á íslensku á vegum JPV-útgáfunnar. Hamingjurík æska Mende lætur sér hvergi bregða þegar falast var eftir símaviðtali við hana um miðja vikuna. „Ég er í strætó og hoppa út á næstu stöð til að tala við þig í farsímanum,“ segir hún og kitlandi hláturinn berst alla leið til Íslands. Eftir fáeinar mínútur er hún búin að koma sér fyrir í hljóðlátu horni og farin að rifja upp hamingjuríka æsku sína í Núbafjöllum í Mið-Súdan. „Ég átti ákaflega ánægjulega æsku,“ segir hún og heldur frásögn- inni áfram í stuttum hnitmiðuðum setningum. „Foreldrar mínir eign- uðust fimm börn. Ég var yngst og eft- irlæti pabba. Við bjuggum þrjú sam- an í kofa. Eldri systkini mín bjuggu í öðrum kofum. Þau fengu ekki öll tækifæri til að ganga í skóla. Ég byrj- aði í skóla tíu eða tólf ára gömul. Við Núbafólk vitum ekki nákvæmlega hvað við erum gömul því við vitum ekki upp á dag hvenær við erum fædd. Mér sóttist námið vel frá upp- hafi. Kennarinn sendi pabba þessi skilaboð með vitnisburði mínum eftir fyrsta skólaárið: „Þú átt afar gáfaða dóttur. Þú verður að láta hana halda áfram í skólanum og hvetja hana við námið.“ Pabbi og mamma voru mjög stolt yfir því hvað ég var dugleg í skólanum.“ Örlagarík nótt „Eina nóttina þegar ég hef verið svona tólf ára vöknuðum við upp með andfælum við að brunalykt lagði yfir þorpið,“ heldur Mende áfram alvar- legri í bragði. „Pabbi var fljótur að átta sig á því að lyktin stafaði ekki af venjulegum skógareldi. Arabar höfðu gert árás á þorpið. Hann greip í hönd- ina á mér og hrópaði til hinna í fjöl- skyldunni að fylgja okkur eftir út úr þorpinu. Við flýðum eins hratt og fæt- ur toguðu í átt til fjalla. Hróp og köll bárust úr þorpinu. Arabarnir nauðg- uðu, drápu og báru eld að kofunum. Við höfðum ekki hlaupið lengi þeg- ar nautahjörð kom æðandi á móti okkur pabba. Ég missti takið á pabba í öllum látunum. Eins og hendi væri veifað hvarf hann mér sjónum,“ segir Mende og er spurð að því hvort hún hafi séð pabba sinn eftir þessa ör- lagaríku nótt. „Nei, ég hef því miður aðeins talað við hann í síma,“ svarar hún og heldur frásögninni áfram. „Ég féll til jarðar og kallaði af öllu afli til pabba eftir hjálp. Allt í einu var gripið fyrir munninn á mér skítugri hendi. Einn arabanna hafði náð taki á mér og dró mig með sér inn í skóginn þar sem fyrir var hópur stelpna og stráka á mínum aldri.“ Barin vikulega „Arabísku ræningjarnir riðu með okkur fyrir framan sig á hestum til herstöðvar í nágrenni við Dilling,“ segir Mende. „Á leiðinni vorum við kynferðislega misnotuð. Ég slapp naumlega frá nauðgun af því kynfæri mín höfðu verið saumuð svo þétt sam- an eftir umskurð skömmu áður. Eftir stutta viðdvöl í Dilling var ek- ið með mig og fjórar yngri stelpur á pallbíl til höfuðborgarinnar Khartúm. Þar vorum við seldar hæstbjóðandi. Ég lenti hjá ríkum arabískum hjón- um, Rahab og Mústafa. Á heimili þeirra var mér þrælað út á hverjum degi næstu sjö til átta árin. Húsmóð- irin barði mig að jafnaði vikulega fyrstu árin. Oftast notaði hún tré- klossann sinn. Sem betur fer mild- aðist hún aðeins með árunum. Ég man eftir að fyrst eftir að ég kom á heimilið vildi hún ekki að ég gætti dætra hennar tveggja af því að ég væri skítug og bæri örugglega með mér einhverja sjúkdóma. Smám saman áttaði hún sig og fór að leyfa mér að gæta telpnanna og elda mat- inn. Ég hafði gaman að því að leika við telpurnar og auðvitað var ég bara barn fyrstu árin mín hjá hjónunum. Annars á ég fáar góðar minningar frá þessu heimili. Eins og ég sagði áð- an var líf mitt samfelldur þrældómur frá því að ég vaknaði á morgnana þangað til konan læsti mig inni í skýl- inu mínu á lóðinni á kvöldin. Ég fékk aldrei frí og fór ekki ein út af lóðinni fyrr en rétt út í búð og heim aftur allra síðustu árin.“ Úr öskunni í eldinn Þú varst svo send til London – ekki satt. „Já,“ staðfestir Mende. „Hús- móðir mín í Khartúm ákvað að senda mig til systur sinnar Hanan í London þegar ég var um 19 ára. Maðurinn hennar Al Koronky var háttsettur embættismaður í súdanska sendi- ráðinu. Ég kveið fyrir því að skilja við dætur hjónanna í Khartúm og ótt- aðist að jafnvel enn verri vist biði mín í London – eins og kom reyndar á daginn. Ég þurfti ekki aðeins að vinna meira því að húsið var stærra og börnin fleiri í London en Khartúm og því komst ég enn sjaldnar út fyrir hússins dyr. Húsmóðirin í Khartúm var farin að leyfa mér að fara einni út í búð annað slagið síðustu árin. Systir hennar í London hleypti mér aðeins með ruslið út í tunnu.“ Mende segist nánast hafa verið yf- irbuguð af óhamingju þegar hjónin í London ákváðu að fara með börnin sín í frí til Súdan og skilja hana eftir hjá vinafólki sínu í London. „Þessi hjón komu ákaflega vel fram við mig á meðan húsbændir mínir voru í burtu,“ rifjar hún upp. „Ég þurfti ekkert að vinna og mátti fara út og inn úr húsinu eins og ég vildi. Einu sinni spurði maðurinn á heimilinu mig að því við hvað ég ynni í húsinu og hvað ég fengi í laun. Á endanum ákvað ég að segja honum sannleik- ann. Að ég ynni öll húsverk á heim- ilinu, fengi ekkert kaup og aldrei frí. Ég fengi ekki einu sinni að fara út af lóðinni í kringum húsið. Hann var greinilega hræddur við húsbónda minn en útskýrði fyrir mér að í Lond- on mætti ekki fara svona með fólk. Eftir að hafa talað við hann ákvað ég að ég yrði að reyna að strjúka. Rétt áður en húsbændur mínir komu aftur frá Súdan fann ég mann frá Súdan úti á götu. Hann kom mér í samband við vin sinn. Sá hjálpaði mér að flýja skömmu eftir að hjónin komu aftur til landsins,“ segir Mende stolt í bragði. „Ég varð frjáls hinn 11. sept- ember árið 2000.“ Í seinni hluta bókarinnar Ambátt Frelsið getur verið ógn- vænlegt Tólf ára var Mende Nazer numin á brott frá fjöl- skyldu sinni í Mið-Súdan og seld í þrældóm til auðugra arabískra hjóna í Khartúm. Eftir tæp tíu löng ár losnaði hún loks úr ánauðinni og skrifaði sögu sína Ambáttina með aðstoð breska blaða- mannsins Damiens Lewis. Ambáttin er nýkomin út í íslenskri þýðingu. Anna G. Ólafsdóttir sló á þráð- inn til Mende í London þar sem hún er að læra að standa á eigin fótum sem frjáls manneskja. Ljósmynd/Peter von Felbert Mende og Damien Lewis vinna að ritun bókarinnar Ambáttin. Ljósmynd/Peter von Felbert Nú leggur Mende stund á enskunám í London. Í framtíðinni ætlar hún sér að verða hjúkrunarkona. Mende varð oft fyrir barsmíðum af hendi húsmóður sinnar í Khartúm. EINN daginn komu tvær vin- konur Rahab í heimsókn með eig- inmönnum og börnum. Rahab tók til teið meðan ég raðaði fínustu postulínsbollunum á silfurbakka. Hún vildi enn ekki láta mig snerta kexkökurnar, hún var enn hrædd um að ég væri óhrein, svo að hún raðaði þeim sjálf á skrautlegan disk. „Þegar teið er tilbúið átt þú að koma með bakkann inn í stof- una, jebit,“ skipaði hún. Ég bar bakkann hlaðinn te- áhöldum og öllu tilheyrandi inn í stofuna. En börnin höfðu verið að leika sér með sippuband og höfðu bundið annan endann við borðfót. Þegar ég kom inn brá einn af drengjunum bandinu fyrir mig. Ég fann hvernig ég datt, eins og í kvikmynd sem sýnd er hægt. Ég reyndi að bjarga því sem ég hélt á í stað þess að bera hendurnar fyr- ir mig. En auðvitað þeyttist dótið í allar áttir – bollar, sykurkar, kex- bakkinn og mjólkurkannan. Og sjóðandi heitt teið helltist yfir mig. Örstutt andartak lá ég þar sem ég var komin. Dauðaþögn ríkti eftir að brothljóðinu linnti. Ég skalf, ég vissi hvað í vændum var. „Hahaha!“ sagði einn af strák- unum og benti á mig. „Sjáiði! Hún er búin að brjóta allt.“ „Ekki fara nær!“ sagði Rahab við þá. „Setjið á ykkur skóna ef þið skylduð stíga á glerbrot.“ Hún sneri sér að mér: „Ertu blind, jebit?“ æpti hún. „Ertu staurblind?“ Hún þreif sippuband- ið og byrjaði að berja mig. Fyrstu höggin hittu mig í andlitið svo að ég lyfti höndunum og reyndi að bera þær fyrir höfuð mér. „Mailesh, mailesh – fyrirgefðu, fyrirgefðu,“ kveinaði ég. Rahab gerði örstutt hlé til að ná andanum. Ég heyrði eina af gest- komandi konunum hvetja hana: „Já, haltu áfram! Lemdu hana, lemdu hana!“ hrópaði hún. „Það er eina ráðið! Þá gætir hún þess að gera þetta ekki aftur, ekki satt?“ Ég reyndi að gera eins lítið úr mér og ég gat en Rahab sótti í sig veðrið og fór að berja mig á bakið en ekki bara axlirnar. Ég heyrði konurnar hvetja hana með- an hún hýddi mig, og ég heyrði líka karlmennina hlæja. „Hættu að grenja,“ æpti Rahab lafmóð. „Haltu þér saman! Ég vil ekki einu sinni heyra þig anda!“ Ég var dauðhrædd um að hún mundi í rauninni drepa mig með þessum kaðli. Loks hætti hún að slá, en þá laut einn gesturinn yfir mig brosandi. „Ertu blind í al- vöru?“ spurði hann. Úr bókinni Ambáttin eftir Mende Nezer. Hún er gefin út af JPV-útgáf- unni. Teboðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.