Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag eru væntanleg Magno og Brúarfoss. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag er Arklow Dusk væntanlegt. Mannamót Bólstaðarhlíð 43. Fé- lagsmiðstöðin verður opin til kl. 18 fimmtu- daginn 6. nóv. Dagskrá hefst kl. 14 með smá balli. Kaffi. Anna Þrúð- ur Þorkelsdóttir kemur og segir sögur frá ferðalögum sínum um Afríku. Spjallað saman og haft notalegt. Frítt inn. Félagsmiðstöðin verður opin til kl. 18 alla fimmtudaga í nóv- ember. Breytileg dag- skrá. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Árshátíð Fé- lags eldri borgara í Reykjavík föstudaginn 7. nóv. í Ásgarði, Glæsibæ. Húsið opnað kl. 18, borðhald hefst kl. 19. Ólafur Ólafsson, form. FEB í Reykja- vík, setur hátíðina. Veislustjóri er Friðjón Hallgrímsson. Skemmtiatriði: Söng- félag FEB syngur. Há- tíðarræðu flytur Bene- dikt Davíðsson. Þorvaldur Jónsson spilar á harmonikku. Steindór Andersen kveður rímur. Andrea Gylfadóttir syngur. Þríréttaður matseðill. Hljómsveit Hjördísar Geirs leikur fyrir dansi til kl. 1. Verð 3.900 kr. Miðapantanir á skrif- stofu FEB, sími 588 2111. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Opið hús fimmtud. 6. nóv. kl. 14. Skátarnir sjá um skemmtiatriði. Dans- leikur föst. 7. nóv. kl. 20.30. Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Leik- húsferð að sjá Græna landið í Keflavík 14. nóv. Miðasala á mogun, mánudag, í Hraunseli kl. 13–16. Félagsstarfið, Löngu hlíð. Basarinn er föstu- daginn 7. nóv. og laug- ard. 8. nóv. Tökum á móti munum á bas- arinn frá mán. 3. nóv til fim. 6. nóv. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Sími 575- 7720. Á morgun, kl. 9- 16.30 vinnustofur opn- ar, m.a. almenn handa- vinna. Kl. 9.30 sund- og leikfimiæfingar í Breið- holtslaug. Danskennsla fellur niður. Gjábakki, Fannborg 8. Mánudaginn 3. nóv. kl. 15 flytur Auður Jó- hannsdóttir stuttan fyrirlestur um bein- þynningu og verður með verkefni sem teng- ist fyrirlestrinum. Auð- ur er á fjórða ári í hjúkrunarfræði og er þetta hluti af hennar lokaverkefni. Allir vel- komnir. Enginn að- gangseyrir. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Félagsvist sem vera átti á Álfta- nesi 6. nóv. verður í Garðabergi 6. nóv. kl. 19.30. Rútur frá Álfta- nesi, Hleinum og Holtsbúð samkvæmt venju. Allir velkomnir. fræðsla verður í Garða- bergi 3. nóv. kl. 14. Hjúkrunarfræðingur frá heilsugæslunni mælir blóðþrýsting hjá þeim sem það vilja og situr fyrir svörum hvað varðar heilsuna. Allir velkomnir, skemmti- legt og gagnlegt spjall. Kristniboðsfélag karla. Fundur í Kristniboðssalnum mánudag 3. nóv. kl. 20. Skúli Svavarsson hefur biblíulestur. Allir karl- menn velkomnir. Heimaeyjarkonur. Munið fundinn í Ársal Hótels Sögu kl. 20.30 mánudaginn 3. nóv. Gestir fundarins verða konur frá Kirsuberja- trénu sem kynna starf- semi sína. Stjórnin. Kvenfélag Laug- arnessóknar heldur fund í safnaðarheim- ilinu á morgun, mánu- dag 3. nóv., kl. 20. Kvenfélag Árbæj- arsóknar. Kæru fé- lagskonur, fundi 3. nóv. frestað. Nánar auglýst síðar. Kvenfélag Garða- bæjar. Félagsfundur verður haldinn á Garðaholti þriðjudag- inn 4. nóv. og hefst kl. 20.30. Fyrirlesari verð- ur Ingrid Kuhlman. Stjórnin. Kvenfélag Háteigs- sóknar. Fundur verður þriðjudaginn 4. nóv. kl. 20 í Setrinu. Skart- gripakynning, spiluð félagsvist. Kaffi. NA (Ónefndir fíklar) Neyðar- og upplýs- ingasími 661 2915. Opnir fundir kl. 21 á þriðjudögum í Héðins- húsinu og á fimmtu- dögum í KFUM&K, Austurstræti. Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stang- arhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið 10 og 110 ganga að Kattholti. Blóðbankabílinn. Ferðir blóðbankabíls- ins: sjá www.blodbank- inn.is Minningarkort Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna. Minningarkort eru af- greidd í síma 588-7555 og 588-7559 á skrif- stofutíma. Gíró- og kreditkortaþjónusta. Í dag er sunnudagur 2. nóvem- ber, 306. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Og Jesús svaraði þeim: Ekki þurfa heilbrigðir læknis við, heldur þeir sem sjúkir eru. (Lúk. 5, 31.)     Í pistli Bjarna MásMagnússonar á vefrit- inu Deiglunni er ekki efast um mikilvægi sýslu- manna í íslensku stjórn- kerfi. Þeir gegni veiga- miklu hlutverki sem fulltrúar ríkisvaldsins í héraði, og sjálfsagt sé sá maður ekki til sem aldrei hafi átt amskipti við sýslumannsembætti á sinni lífstíð. „Fyrir fyrsta júlí 1992 var hlutverk sýslumanna enn stærra en það er í dag. Þá fóru þeir með dómsvald í héraði, Reykjavík var eina und- antekningin í þeim mál- um,“ segir Bjarni. Síðan segir hann: „Í dag eru samgöngur aðr- ar og betri en fyrir nokkrum áratugum síð- an, rafræn stjórnsýsla hefur rutt sér til rúms og fólk flýr af landsbyggð- inni á mölina. Því spyr undirritaður: „Hvers vegna eru sýslumanns- embættin svona mörg?“ Er ekki hægt að fækka þeim? Ef undirritaður man rétt þá eru níu sýslumannsembætti í Noregi en eins og menn vita þá er Noregur stærra og fjölmennara ríki.“     Hann vísar til reynslusinnar þegar hann var í starfsþjálfun hjá sýslumanninum á Ak- ureyri. Þar starfi um þrjátíu starfsmenn og fjórir fulltrúar sem séu sérhæfðir og sjái um vissa málaflokka. Því hafi viss sérfræðiþekking skapast hjá embættinu. Frá Akureyri sé einnig útibú á Dalvík þar sem íbúar eru tæplega 1.400. Þangað komi fulltrúi sýslumannsins einu sinni í viku, eftir hádegi á mið- vikudögum, til að sjá um málefni Dalvíkinga. „Í næsta „stóra byggð- arlagi, Ólafsfirði, er sýslumaður!!! Íbúar Ólafsfjarðar eru í kring- um 900, landfræðilegt umdæmi embættisins er hlægilegt og það eru ekki nema u.þ.b. 20 km til Dal- víkur frá Ólafsfirði. Hvaða rök búa að baki þessari skipan? Undirrit- uðum detta engin góð rök í hug fyrir því hvers vegna Sýslumaðurinn á Akureyri tekur ekki yfir Ólafsfjörð eins og hug- myndir voru uppi um.“     Bjarni segir þetta gottdæmi um pen- ingasóun í opinberri stjórnsýslu. Einnig megi spyrja hvers vegna sýslu- maður sé á Bolungarvík sem sé örfáa kílómetra frá Ísafirði. Svo mætti lengi telja. „Ekki má gleyma sérfræðiþekking- unni í þessu samhengi. Getur einhver sér- fræðiþekking skapast hjá svona litlum embættum? Það hlýtur að liggja í augum uppi að borgarinn fær að meginstefnu til betri þjónustu hjá stærri og öflugum sýslumanns- embættum. Að þessu sögðu ætlar undirritaður að skora á Björn Bjarna- son að fækka sýslumönn- um um a.m.k helming,“ segir á Deiglunni.com. STAKSTEINAR Vill fækka sýslumönn- um um helming Víkverji skrifar... UNDANFARNAR vikur hafamargar auglýsingar verið birt- ar á öldum ljósvakans um ágæti dagskrár þeirrar sem boðið er upp á á Breiðbandinu – sem er í eigu Símans. Þar má finna margar ágætar erlendar sjónvarpsstöðvar. Sjónvarpsstöðin Skjár 2, sem er áskriftarsjónvarp, er einnig send út á Breiðbandinu og eflaust er þar margt spennandi að finna. Hins vegar er Víkverji búsettur úti á landsbyggðinni og nær ekki útsend- ingum Breiðbandsins. Árið 2000 flutti Víkverji til Ís- lands á ný eftir að hafa búið erlend- is um skeið. Breiðbandið var á þeim tíma að ryðja sér til rúms og hafði Síminn áætlað að koma heimabæ Víkverja á „Breiðbandskortið“ í síð- asta lagi árið 2004. Það er ekki langt í það að árið 2004 gangi í garð en ekkert bólar á Breiðbandinu þar sem Víkverji býr. Aðeins íbúar á höfuðborgarsvæðinu og á Húsavík geta nýtt sér Breið- bandið eins og staðan er í dag. Víkverja finnst leitt að missa af þeirri dagskrá sem boðið er upp á á Breiðbandinu, sérstaklega þeirri sem send er út frá Norðurlönd- unum. Vonandi spýta Símamenn í lófana á næstu misserum og gera bragarbót á útbreiðslu Breiðbands- ins. x x x VÍKVERJI er mikill áhugamaðurum íþróttir og fylgist með flestu því sem boðið er upp á. Íþróttaþættir þeir sem boðið er upp á í ljósvakamiðlunum eru afar mis- jafnir að gæðum og fer fátt meira í taugarnar á Víkverja en innkoma íþróttafréttamanna Ríkisútvarpsins kl. 11:30 á virkum dögum. Þar er sá háttur hafður á að þátt- arstjórnandi tekur þátt í spjalli við íþróttafréttamann um það sem er efst á baugi í íþróttunum. Satt best að segja skín það í gegn að margir dagskrárgerðarmenn hafa ekki áhuga á íþróttum. Já, hmhm, já, hmhm, eru svörin sem fréttamað- urinn fær og „spjallið“ verður vand- ræðalegt. Hinn gamalreyndi Bjarni Felixson kemst þó best frá þessu, enda velur hann þá aðferð að tala beint til hlustenda – og er ekki mikið fyrir að hleypa þeim sem sitja við hlið hans í hljóðverinu að. x x x GUÐNI Bergsson hefur farið velaf stað með þátt sinn um ensku knattspyrnuna á sjónvarpsstöðinni Sýn. Heimir Karlsson, marg- reyndur refur á skjánum, er Guðna til aðstoðar og ná þeir félagar vel saman. Að auki fá þeir gest í hvern þátt. Guðni hefur að undanförnu hringt í þekkta enska leikmenn. Það hefur verið skemmtilegt að fylgjast með Guðna spjalla við þessa ágætu menn og er gott krydd í ágætum þætti. Morgunblaðið/Kristinn VEGNA skrifa Víkverja 20. október síðastliðinn vill Hundaræktarfélag Íslands koma eftirfarandi á fram- færi: Félagið var í fararbroddi í baráttu fyrir því að hunda- hald yrði leyft í Reykjavík þegar kosið var um málið fyrir um 20 árum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þessum árum og hefur hundum og hundategund- um fjölgað verulega. Félag- ið hefur í gegnum tíðina beitt sér fyrir fræðslu til hundaeigenda og hefur um árabil rekið hundaskóla þar sem meðal annars er lögð áhersla á að kynna hunda- eigendum gildandi lög og reglur um hundahald. Félagið tekur undir þau orð Víkverja að hundar eigi ekki að vera lausir á göngu- stígum borgarinnar. Í röð- um hundaeigenda eru því miður svartir sauðir eins og í öðrum þjóðfélagshópum og erfitt er við þá að eiga. Víkverji telur sig eiga skil- yrðislausan rétt á að fara um íbúðarhverfi borgarinn- ar án þess að lausir hundar geri sig líklega til að skaða hann. Þessu er HRFÍ full- komlega sammála og full- yrðir að allir eigi skýlausan rétt á að ganga um götur Reykjavíkur án þess að eiga á hættu að verða fyrir árás af hálfu hunda, eða – sem raunar er líklegra – af hálfu einnar grimmustu skepnu veraldar, mann- eskjunnar sjálfrar. F.h. Hundaræktarfélags Íslands, Hanna Björk Kristins- dóttir. Mu mu – reykingar ÉG tek heilshugar undir orð Gunnars Inga Gunn- arssonar (Bréf til blaðsins 29. okt.) um afar ósmekk- legar auglýsingar gegn reykingum, sem birst hafa í fjölmiðlum undanfarið. Fleiri ósmekklegar aug- lýsingar birtast lands- mönnum þessa dagana og er nýjasta mjólkurauglýs- ingin í sjónvarpi þar fremst í flokki. Sú auglýsing skír- skotar ekki á jafn augljósan hátt til kynlífs og kláms og reykingaauglýsingin gerir, en ég held að allt sæmilega greint fólk skynji smekk- leysuna sem þar er á ferð. Mjólkursamsölunni og Tóbaksvarnaráði hefur svo sannarlega tekist að fanga athygli landsmanna. Það er kannski ljótt að segja það, en með svona „fag- mennsku“ í auglýsingum vonar maður að allir hætti að drekka mjólk og fari að reykja í staðinn. Ragnheiður. Hver selur Ott-lite? MIG vantar perur í Ott-lite lampa en lampinn var keyptur hjá Ljóslifandi sem var starfrækt á Suður- landsbraut, það fyrirtæki er hætt. Er eitthvert fyr- irtæki sem þjónustar þetta merki? Þeir sem gætu gefið upplýsingar hafi samband í síma 561 2361. Tapað/fundið Bíllykill í óskilum BÍLLYKILL á hring merktur Ísland fannst í Að- alstræti sl. þriðjudags- kvöld. Upplýsingar í síma 561 1795 á kvöldin. Ljósmælir í óskilum SEKONIC-LJÓSMÆLIR fannst í Bústaðahverfi. Upplýsingar í síma 898 8009. Gullarmband týndist GULLARMBAND, keðja, týndist nýlega. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 860 9263. Fundarlaun. Dýrahald Kettlingar fást gefins 3 TVEGGJA og hálfs mán- aðar gamlir brúnbröndóttir kettlingar fást gefins á gott heimili. Fallegir, mjög hressir og miklir snyrti- pinnar, enda kassavanir. Uppl. í síma 663 5800. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji og hundahald Morgunblaðið/Kristinn LÁRÉTT 1 hreinlæti, 8 klettur, 9 seintekinn, 10 ætt, 11 skóf í hári, 13 manns- nafn, 15 dæld í vegi, 18 bauk, 21 hlemmur, 22 ganga, 23 í uppnámi, 24 afreksverk. LÓÐRÉTT 2 staga, 3 gaffla, 4 gamla, 5 snaginn, 6 bílífi, 7 vex, 12 haf, 14 undirstaða, 15 hrósa, 16 þoli, 17 flandur, 18 skinn í skó, 19 neita, 20 hrygluhljóð. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 stakk, 4 fagur, 7 ræður, 8 önduð, 9 Týr, 11 iðra, 13 assa, 14 skinn, 15 fisk, 17 nafn, 20 enn, 22 lofar, 23 ætlar, 24 narra, 25 torga. Lóðrétt: 1 sorti, 2 arður, 3 kort, 4 fjör, 5 gadds, 6 riðla, 10 ýtinn, 12 ask, 13 ann, 15 fýlan, 16 sefur, 18 aflar, 19 norpa, 20 erta, 21 næmt. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.