Morgunblaðið - 02.11.2003, Side 50

Morgunblaðið - 02.11.2003, Side 50
DAGBÓK 50 SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag eru væntanleg Magno og Brúarfoss. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag er Arklow Dusk væntanlegt. Mannamót Bólstaðarhlíð 43. Fé- lagsmiðstöðin verður opin til kl. 18 fimmtu- daginn 6. nóv. Dagskrá hefst kl. 14 með smá balli. Kaffi. Anna Þrúð- ur Þorkelsdóttir kemur og segir sögur frá ferðalögum sínum um Afríku. Spjallað saman og haft notalegt. Frítt inn. Félagsmiðstöðin verður opin til kl. 18 alla fimmtudaga í nóv- ember. Breytileg dag- skrá. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Árshátíð Fé- lags eldri borgara í Reykjavík föstudaginn 7. nóv. í Ásgarði, Glæsibæ. Húsið opnað kl. 18, borðhald hefst kl. 19. Ólafur Ólafsson, form. FEB í Reykja- vík, setur hátíðina. Veislustjóri er Friðjón Hallgrímsson. Skemmtiatriði: Söng- félag FEB syngur. Há- tíðarræðu flytur Bene- dikt Davíðsson. Þorvaldur Jónsson spilar á harmonikku. Steindór Andersen kveður rímur. Andrea Gylfadóttir syngur. Þríréttaður matseðill. Hljómsveit Hjördísar Geirs leikur fyrir dansi til kl. 1. Verð 3.900 kr. Miðapantanir á skrif- stofu FEB, sími 588 2111. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Opið hús fimmtud. 6. nóv. kl. 14. Skátarnir sjá um skemmtiatriði. Dans- leikur föst. 7. nóv. kl. 20.30. Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Leik- húsferð að sjá Græna landið í Keflavík 14. nóv. Miðasala á mogun, mánudag, í Hraunseli kl. 13–16. Félagsstarfið, Löngu hlíð. Basarinn er föstu- daginn 7. nóv. og laug- ard. 8. nóv. Tökum á móti munum á bas- arinn frá mán. 3. nóv til fim. 6. nóv. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Sími 575- 7720. Á morgun, kl. 9- 16.30 vinnustofur opn- ar, m.a. almenn handa- vinna. Kl. 9.30 sund- og leikfimiæfingar í Breið- holtslaug. Danskennsla fellur niður. Gjábakki, Fannborg 8. Mánudaginn 3. nóv. kl. 15 flytur Auður Jó- hannsdóttir stuttan fyrirlestur um bein- þynningu og verður með verkefni sem teng- ist fyrirlestrinum. Auð- ur er á fjórða ári í hjúkrunarfræði og er þetta hluti af hennar lokaverkefni. Allir vel- komnir. Enginn að- gangseyrir. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Félagsvist sem vera átti á Álfta- nesi 6. nóv. verður í Garðabergi 6. nóv. kl. 19.30. Rútur frá Álfta- nesi, Hleinum og Holtsbúð samkvæmt venju. Allir velkomnir. fræðsla verður í Garða- bergi 3. nóv. kl. 14. Hjúkrunarfræðingur frá heilsugæslunni mælir blóðþrýsting hjá þeim sem það vilja og situr fyrir svörum hvað varðar heilsuna. Allir velkomnir, skemmti- legt og gagnlegt spjall. Kristniboðsfélag karla. Fundur í Kristniboðssalnum mánudag 3. nóv. kl. 20. Skúli Svavarsson hefur biblíulestur. Allir karl- menn velkomnir. Heimaeyjarkonur. Munið fundinn í Ársal Hótels Sögu kl. 20.30 mánudaginn 3. nóv. Gestir fundarins verða konur frá Kirsuberja- trénu sem kynna starf- semi sína. Stjórnin. Kvenfélag Laug- arnessóknar heldur fund í safnaðarheim- ilinu á morgun, mánu- dag 3. nóv., kl. 20. Kvenfélag Árbæj- arsóknar. Kæru fé- lagskonur, fundi 3. nóv. frestað. Nánar auglýst síðar. Kvenfélag Garða- bæjar. Félagsfundur verður haldinn á Garðaholti þriðjudag- inn 4. nóv. og hefst kl. 20.30. Fyrirlesari verð- ur Ingrid Kuhlman. Stjórnin. Kvenfélag Háteigs- sóknar. Fundur verður þriðjudaginn 4. nóv. kl. 20 í Setrinu. Skart- gripakynning, spiluð félagsvist. Kaffi. NA (Ónefndir fíklar) Neyðar- og upplýs- ingasími 661 2915. Opnir fundir kl. 21 á þriðjudögum í Héðins- húsinu og á fimmtu- dögum í KFUM&K, Austurstræti. Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stang- arhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið 10 og 110 ganga að Kattholti. Blóðbankabílinn. Ferðir blóðbankabíls- ins: sjá www.blodbank- inn.is Minningarkort Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna. Minningarkort eru af- greidd í síma 588-7555 og 588-7559 á skrif- stofutíma. Gíró- og kreditkortaþjónusta. Í dag er sunnudagur 2. nóvem- ber, 306. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Og Jesús svaraði þeim: Ekki þurfa heilbrigðir læknis við, heldur þeir sem sjúkir eru. (Lúk. 5, 31.)     Í pistli Bjarna MásMagnússonar á vefrit- inu Deiglunni er ekki efast um mikilvægi sýslu- manna í íslensku stjórn- kerfi. Þeir gegni veiga- miklu hlutverki sem fulltrúar ríkisvaldsins í héraði, og sjálfsagt sé sá maður ekki til sem aldrei hafi átt amskipti við sýslumannsembætti á sinni lífstíð. „Fyrir fyrsta júlí 1992 var hlutverk sýslumanna enn stærra en það er í dag. Þá fóru þeir með dómsvald í héraði, Reykjavík var eina und- antekningin í þeim mál- um,“ segir Bjarni. Síðan segir hann: „Í dag eru samgöngur aðr- ar og betri en fyrir nokkrum áratugum síð- an, rafræn stjórnsýsla hefur rutt sér til rúms og fólk flýr af landsbyggð- inni á mölina. Því spyr undirritaður: „Hvers vegna eru sýslumanns- embættin svona mörg?“ Er ekki hægt að fækka þeim? Ef undirritaður man rétt þá eru níu sýslumannsembætti í Noregi en eins og menn vita þá er Noregur stærra og fjölmennara ríki.“     Hann vísar til reynslusinnar þegar hann var í starfsþjálfun hjá sýslumanninum á Ak- ureyri. Þar starfi um þrjátíu starfsmenn og fjórir fulltrúar sem séu sérhæfðir og sjái um vissa málaflokka. Því hafi viss sérfræðiþekking skapast hjá embættinu. Frá Akureyri sé einnig útibú á Dalvík þar sem íbúar eru tæplega 1.400. Þangað komi fulltrúi sýslumannsins einu sinni í viku, eftir hádegi á mið- vikudögum, til að sjá um málefni Dalvíkinga. „Í næsta „stóra byggð- arlagi, Ólafsfirði, er sýslumaður!!! Íbúar Ólafsfjarðar eru í kring- um 900, landfræðilegt umdæmi embættisins er hlægilegt og það eru ekki nema u.þ.b. 20 km til Dal- víkur frá Ólafsfirði. Hvaða rök búa að baki þessari skipan? Undirrit- uðum detta engin góð rök í hug fyrir því hvers vegna Sýslumaðurinn á Akureyri tekur ekki yfir Ólafsfjörð eins og hug- myndir voru uppi um.“     Bjarni segir þetta gottdæmi um pen- ingasóun í opinberri stjórnsýslu. Einnig megi spyrja hvers vegna sýslu- maður sé á Bolungarvík sem sé örfáa kílómetra frá Ísafirði. Svo mætti lengi telja. „Ekki má gleyma sérfræðiþekking- unni í þessu samhengi. Getur einhver sér- fræðiþekking skapast hjá svona litlum embættum? Það hlýtur að liggja í augum uppi að borgarinn fær að meginstefnu til betri þjónustu hjá stærri og öflugum sýslumanns- embættum. Að þessu sögðu ætlar undirritaður að skora á Björn Bjarna- son að fækka sýslumönn- um um a.m.k helming,“ segir á Deiglunni.com. STAKSTEINAR Vill fækka sýslumönn- um um helming Víkverji skrifar... UNDANFARNAR vikur hafamargar auglýsingar verið birt- ar á öldum ljósvakans um ágæti dagskrár þeirrar sem boðið er upp á á Breiðbandinu – sem er í eigu Símans. Þar má finna margar ágætar erlendar sjónvarpsstöðvar. Sjónvarpsstöðin Skjár 2, sem er áskriftarsjónvarp, er einnig send út á Breiðbandinu og eflaust er þar margt spennandi að finna. Hins vegar er Víkverji búsettur úti á landsbyggðinni og nær ekki útsend- ingum Breiðbandsins. Árið 2000 flutti Víkverji til Ís- lands á ný eftir að hafa búið erlend- is um skeið. Breiðbandið var á þeim tíma að ryðja sér til rúms og hafði Síminn áætlað að koma heimabæ Víkverja á „Breiðbandskortið“ í síð- asta lagi árið 2004. Það er ekki langt í það að árið 2004 gangi í garð en ekkert bólar á Breiðbandinu þar sem Víkverji býr. Aðeins íbúar á höfuðborgarsvæðinu og á Húsavík geta nýtt sér Breið- bandið eins og staðan er í dag. Víkverja finnst leitt að missa af þeirri dagskrá sem boðið er upp á á Breiðbandinu, sérstaklega þeirri sem send er út frá Norðurlönd- unum. Vonandi spýta Símamenn í lófana á næstu misserum og gera bragarbót á útbreiðslu Breiðbands- ins. x x x VÍKVERJI er mikill áhugamaðurum íþróttir og fylgist með flestu því sem boðið er upp á. Íþróttaþættir þeir sem boðið er upp á í ljósvakamiðlunum eru afar mis- jafnir að gæðum og fer fátt meira í taugarnar á Víkverja en innkoma íþróttafréttamanna Ríkisútvarpsins kl. 11:30 á virkum dögum. Þar er sá háttur hafður á að þátt- arstjórnandi tekur þátt í spjalli við íþróttafréttamann um það sem er efst á baugi í íþróttunum. Satt best að segja skín það í gegn að margir dagskrárgerðarmenn hafa ekki áhuga á íþróttum. Já, hmhm, já, hmhm, eru svörin sem fréttamað- urinn fær og „spjallið“ verður vand- ræðalegt. Hinn gamalreyndi Bjarni Felixson kemst þó best frá þessu, enda velur hann þá aðferð að tala beint til hlustenda – og er ekki mikið fyrir að hleypa þeim sem sitja við hlið hans í hljóðverinu að. x x x GUÐNI Bergsson hefur farið velaf stað með þátt sinn um ensku knattspyrnuna á sjónvarpsstöðinni Sýn. Heimir Karlsson, marg- reyndur refur á skjánum, er Guðna til aðstoðar og ná þeir félagar vel saman. Að auki fá þeir gest í hvern þátt. Guðni hefur að undanförnu hringt í þekkta enska leikmenn. Það hefur verið skemmtilegt að fylgjast með Guðna spjalla við þessa ágætu menn og er gott krydd í ágætum þætti. Morgunblaðið/Kristinn VEGNA skrifa Víkverja 20. október síðastliðinn vill Hundaræktarfélag Íslands koma eftirfarandi á fram- færi: Félagið var í fararbroddi í baráttu fyrir því að hunda- hald yrði leyft í Reykjavík þegar kosið var um málið fyrir um 20 árum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þessum árum og hefur hundum og hundategund- um fjölgað verulega. Félag- ið hefur í gegnum tíðina beitt sér fyrir fræðslu til hundaeigenda og hefur um árabil rekið hundaskóla þar sem meðal annars er lögð áhersla á að kynna hunda- eigendum gildandi lög og reglur um hundahald. Félagið tekur undir þau orð Víkverja að hundar eigi ekki að vera lausir á göngu- stígum borgarinnar. Í röð- um hundaeigenda eru því miður svartir sauðir eins og í öðrum þjóðfélagshópum og erfitt er við þá að eiga. Víkverji telur sig eiga skil- yrðislausan rétt á að fara um íbúðarhverfi borgarinn- ar án þess að lausir hundar geri sig líklega til að skaða hann. Þessu er HRFÍ full- komlega sammála og full- yrðir að allir eigi skýlausan rétt á að ganga um götur Reykjavíkur án þess að eiga á hættu að verða fyrir árás af hálfu hunda, eða – sem raunar er líklegra – af hálfu einnar grimmustu skepnu veraldar, mann- eskjunnar sjálfrar. F.h. Hundaræktarfélags Íslands, Hanna Björk Kristins- dóttir. Mu mu – reykingar ÉG tek heilshugar undir orð Gunnars Inga Gunn- arssonar (Bréf til blaðsins 29. okt.) um afar ósmekk- legar auglýsingar gegn reykingum, sem birst hafa í fjölmiðlum undanfarið. Fleiri ósmekklegar aug- lýsingar birtast lands- mönnum þessa dagana og er nýjasta mjólkurauglýs- ingin í sjónvarpi þar fremst í flokki. Sú auglýsing skír- skotar ekki á jafn augljósan hátt til kynlífs og kláms og reykingaauglýsingin gerir, en ég held að allt sæmilega greint fólk skynji smekk- leysuna sem þar er á ferð. Mjólkursamsölunni og Tóbaksvarnaráði hefur svo sannarlega tekist að fanga athygli landsmanna. Það er kannski ljótt að segja það, en með svona „fag- mennsku“ í auglýsingum vonar maður að allir hætti að drekka mjólk og fari að reykja í staðinn. Ragnheiður. Hver selur Ott-lite? MIG vantar perur í Ott-lite lampa en lampinn var keyptur hjá Ljóslifandi sem var starfrækt á Suður- landsbraut, það fyrirtæki er hætt. Er eitthvert fyr- irtæki sem þjónustar þetta merki? Þeir sem gætu gefið upplýsingar hafi samband í síma 561 2361. Tapað/fundið Bíllykill í óskilum BÍLLYKILL á hring merktur Ísland fannst í Að- alstræti sl. þriðjudags- kvöld. Upplýsingar í síma 561 1795 á kvöldin. Ljósmælir í óskilum SEKONIC-LJÓSMÆLIR fannst í Bústaðahverfi. Upplýsingar í síma 898 8009. Gullarmband týndist GULLARMBAND, keðja, týndist nýlega. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 860 9263. Fundarlaun. Dýrahald Kettlingar fást gefins 3 TVEGGJA og hálfs mán- aðar gamlir brúnbröndóttir kettlingar fást gefins á gott heimili. Fallegir, mjög hressir og miklir snyrti- pinnar, enda kassavanir. Uppl. í síma 663 5800. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji og hundahald Morgunblaðið/Kristinn LÁRÉTT 1 hreinlæti, 8 klettur, 9 seintekinn, 10 ætt, 11 skóf í hári, 13 manns- nafn, 15 dæld í vegi, 18 bauk, 21 hlemmur, 22 ganga, 23 í uppnámi, 24 afreksverk. LÓÐRÉTT 2 staga, 3 gaffla, 4 gamla, 5 snaginn, 6 bílífi, 7 vex, 12 haf, 14 undirstaða, 15 hrósa, 16 þoli, 17 flandur, 18 skinn í skó, 19 neita, 20 hrygluhljóð. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 stakk, 4 fagur, 7 ræður, 8 önduð, 9 Týr, 11 iðra, 13 assa, 14 skinn, 15 fisk, 17 nafn, 20 enn, 22 lofar, 23 ætlar, 24 narra, 25 torga. Lóðrétt: 1 sorti, 2 arður, 3 kort, 4 fjör, 5 gadds, 6 riðla, 10 ýtinn, 12 ask, 13 ann, 15 fýlan, 16 sefur, 18 aflar, 19 norpa, 20 erta, 21 næmt. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.