Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 34
LISTIR 34 SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ RÚRÍ er fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum að þessu sinni – sýnir þar mikið fossaverk, Vötn í hættu, sem hefur vakið mikla athygli. Um síðustu helgi, næstsíð- ustu sýningarhelgina, var aðsókn að íslenska skálanum í Feneyjum svo mikil, að hleypa þurfti inn í hollum. Þegar Rúrí var á leið til Feneyja í vor hringdi gall- eristinn Dorothea van der Koelen í hana og bauð henni að sýna samhliða tvíæringn- um á samsýningu í galleríi Koelen í Feneyjum, La gall- eria Venezia. Rúrí sýndi ljósmyndir byggðar á sömu hugmyndum og lágu til grundvallar stóra verkinu á tvíæringnum. Í kjölfarið bauð Dorothea van der Koelen Rúrí að taka þátt í stórri samsýningu í stóru galleríi Koelen í Mainz í Þýskalandi. Sýningin hefur yfirskriftina Tölur – Tími – Tákn, og flest verkanna tengjast því þema. Mörg af verkunum á sýningunni í Mainz tók Dorothea van der Koelen með sér á stóru myndlist- arstefnuna í Köln sem stendur þar yfir þessa dagana, þar á meðal verkið eftir Rúrí, sem heitir 400 rúmmetrar á sekúndu. Úrval af listamönnum „Ég hitti Dorotheu fyrst í gegn- um Eddu Jónsdóttur í Galleríi i8 1997, þær voru þá að vinna saman að sýningu á verkum mínum, Rögnu Róbertsdóttur og Kristjáns Guðmundssonar. Á sýningunni nú í Mainz er mikið úrval af góðum listamönnum, Lore Bert, Eduardo Cillida, Heinz Gappmayr, Raimund Girke, Nigel Hall, Gottfried Hon- egger, Joseph Kosuth, François Morellet og fleiri stór nöfn. Suma listamennina sýnir hún á öðrum hvorum staðnum, suma á báðum. Dorothea er með mjög stóran bás á Kölnarstefnunni, um 150 fer- metra. Verkið mitt er nýtt, það fyrsta í nýrri seríu, en unnið í framhaldi af verkinu á tvíæringn- um. Þetta er mynd af fossum á filmu, tvær myndir 2,50x2,50 alls að stærð. Það er hljóð með, sem hægt er að hlusta á úr þráðlausum heyrnartólum. Dorothea lokar sýningunni í Mainz meðan á Kölnar- stefnunni stendur og mitt verk er nú komið upp hér á sýningarbásnum, fyrir miðju þegar komið er inn.“ Rúrí segir það mjög já- kvætt að fá tækifæri til að sýna í þessum félagsskap og segir sýninguna á Köln- arstefnunni hjá Dorotheu van der Koelen mjög vel heppnaða. „Hún hefur oft fengið viðurkenningu fyrir besta básinn á Kölnarstefnunni. Því er það mjög gott fyrir mig að fá þetta tækifæri, og svo verður bara að koma í ljós hverju þetta skilar. Hún er nú með hug- mynd um að efna til far- andsýningar og vill hafa mitt verk þar með. Þar verða verk eftir fjórtán listamenn frá átta löndum, en ég hef ekki haft ráðrúm til að spyrja hvert sýningin kemur til með að fara.“ Sama dag og Kölnarstefnunni lýkur, í dag, lýkur Feneyjatvíær- ingnum, en verk Rúríar þar verður í framhaldi af því flutt til Hollands, þar sem það verður sýnt í janúar í galleríinu Het Domein. „Þetta er tiltölulega ungt safn í Suður-Hol- landi, en mjög framsækið. Safn- stjórinn þar situr í sýningarnefnd- um víða um heim, meðal annars í Museum of Modern Art, MoMA, í New York, og verður sýningar- stjóri hollensku sýningarinnar á tvíæringnum í Sao Paolo.“ Ekki er ólíklegt að Feneyjaverk Rúríar fari enn víðar, því hún hef- ur þegar fengið fyrirspurnir um möguleika á að sýna það bæði á Bretlandi og í Frakklandi, eftir að sýningu á því í Hollandi lýkur. „Það er mjög gaman að fá svona undirtektir.“ Mikil umfjöllun Ragnheiður Pálsdóttir hefur haft það verk með höndum í sumar að sitja yfir verki Rúríar í íslenska skálanum í Feneyjum, og segir hún aðsóknina á tvíæringinn hafa verið mikla. „Íslenski skálinn hefur feng- ið mikla umfjöllun, og mörgum hef- ur þótt verk Rúríar besta verkið, þannig að fyrir hana er þetta per- sónuleg velgengni. Verkið hennar er sterkt, en einfalt; myndirnar eru mjög fallegar og hljóð með þeim, og þetta er mjög grípandi. Það koma rúmlega þrjú þúsund manns á svæðið á dag, og meira núna, þegar líður að lokum sýningarinn- ar. Annars er þetta svo stórt svæði, að fólk getur hæglega eytt heilli viku í að skoða sýningarskál- ana hundrað.“ Ragnheiður segir Feneyjatvíær- inginn njóta mikillar virðingar í Evrópu, og víðar – hann sé orðinn að stofnun sem fylgst er með. „Það er alls konar fólk sem kemur alltaf annað hvert ár hingað, gagngert til að skoða sýninguna og sjá hvað er að gerast. Á Íslandi erum við svo einangruð, og ekkert inná kortinu að sækja svona sýningar. Þeir sem koma hingað að heiman eru flestir myndlistarmenn sjálfir. Almennt vekur verk Rúríar mikla ánægju og fólk spyr um allt milli himins og jarðar – til dæmis hvers vegna verkið heiti Vötn í hættu. Heima er þetta pólitískt mál í kjölfar umræð- unnar um Kárahnjúka, en fólk veit lítið um það hér. Það sem mér hef- ur þótt hvað skemmtilegast að upplifa hér er þessi mikli og fjöl- breytti fólksfjöldi sem kemur hing- að – fólk sem ferðast heimshorna á milli bara til að skoða tvíæringinn – fólk á öllum aldri og alls konar týpur. Heima er myndlistin svo af- markaður heimur og hátíðlegur, en hér er hún fyrir alla. Þegar Ítal- irnir eru búnir að skoða æpa þeir bellissimo, bellissimo! [fagurt, fag- urt!] – þeir kunna að njóta þess að gleðjast yfir fegurðinni, þótt ekki sé nema í stutta stund.“ Myndlistarmaðurinn Rúrí með mörg járn í eldinum Mjög gaman að fá svona undirtektir Rúrí við verk sitt 400 rúmmetra á sekúndu á sýning- arbás Dorotheu van der Koelen á Kölnarstefnunni. Gestur á Kölnarstefnu virðir fyrir sér 400 rúmmetra á sekúndu. Í NORRÆNA húsinu stendur yfir samsýning listamannanna sem reka Meistara Jakob gall- erí á Skólavörðustíg 5 í Reykjavík. Sýningin er haldin í tilefni af því að fimm ár eru liðin frá stofnun gallerísins – þótt vissulega eigi það sér forsögu í enn öðru galleríi, eða List- húsi 39 sem var í Hafnarfirði. Á sýningunni í Norræna húsinu sýna þrettán listamenn verk sín, þau Aðalheiður Skarphéðinsdóttir, Að- alheiður Valgeirsdóttir, Auður Vésteinsdóttir, Elísabet Haraldsdóttir, Guðný Hafsteins- dóttir, Guðný Magnúsdóttir, Kristín Sigfríður Garðarsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Sari Maarit Cedergren, Þorbjörg Þórðardóttir, Þórður Hall, Valgarður Gunnarsson og Magdalena Margrét Kjartansdóttir. Að stofni til hafa verið á bilinu ellefu til fjórtán listamenn í þeim hópi sem fyrst stóð að Listhúsi 39 og nú stendur að Meistara Jak- obi – og auk þess að reka gallerí í Hafnarfirð- inum, rak Listhús 39 þar sýningarsal, þar sem meðlimirnir sýndu, auk þess að leigja hann út. Frægar voru jólasýningar hópsins, sem þóttu galsafengnar og skemmtilegar. En hvers vegna færðu listamennirnir sig til Reykjavík- ur og stofnuðu Meistara Jakob? Garðveisla í nóvember „Við sáum að það var ekki hægt að reka gallerí af þessu tagi í svo litlu bæjarfélagi,“ segja þær Auður Vésteinsdóttir, Aðalheiður Valgeirsdóttir og Guðný Hafsteinsdóttir, sem að þessu sinni eru í forsvari fyrir hópinn. „Hluti af hópnum ákvað að flytja í höfuðborg- ina, hluti heltist úr lestinni en nýir meðlimir bættust við. Við fengum húsnæði við Skóla- vörðustíg 5 og opnuðum með mikill garðveislu í garðinum hjá Ófeigi hinn 13. nóvember fyrir fimm árum. Það var auðvitað mikil bjartsýni að standa fyrir garðveislu á þessum árstíma – en, viti menn, það var þetta líka ágæta veð- ur.“ Á sýningunni í Norræna húsinu sýna þeir ellefu listamenn sem staðið hafa að Meistara Jakobi, auk tveggja sem nú eru að bætast í hópinn, þeim Valgarði og Magdalenu. „Lista- mennirnir sem standa að galleríinu eru allir mjög virkir,“ segja þær Auður, Aðalheiður og Guðný. „Við höldum einkasýningar hér heima og tökum þátt í samsýningum erlendis, svo það má segja að við séum öll út og suður. En við sjáum sjálf um afgreiðslu og rekstur gall- erísins og skiptumst á að taka vaktir þar. Þegar einhver meðlimurinn er upptekinn vegna sýningahalds, skiptum við hans vöktum á okkur og síðan tekur hann vaktir af öðrum þegar hann kemur til baka. Þetta er mjög gott fyrirkomulag og þar sem við eigum og rekum galleríið sjálf, ráðum við stefnunni, þurfum ekki að láta markaðinn stjórna okkur – og höfum mikinn styrk hvert af öðru.“ Gluggi að vinnustofum Galleríið hefur einnig visst fræðslugildi. Þegar fólk kemur inn til okkar, getur það treyst því að verkin séu eftir góða listamenn. Við höfum tækifæri til þess að spjalla við gesti okkar, fræða þá um listamennina og um verkin, hvernig þau eru unnin og hvaða hug- mynd liggur að baki þeim. Við lánum verk heim og erum með möppur frá hverjum og einum listamanni sem við getum lánað fólki heim með sér. Þegar þær stöllurnar eru spurðar hvers konar verk séu til sölu hjá Meistara Jakobi, segja þær: „Það eru öll möguleg verk – önnur en þau sem hægt er að hengja utan á sig. Við erum með málverk, keramik, grafík, skúlpt- úra, listvefnað og lágmyndir.“ Og það má segja að sýningin í Norræna húsinu end- urspegli starfsemina við Skólavörðustíginn vegna þess að þar syngur hver listamaður með sínu nefi, svo þar gefur að líta málverk, keramik, grafík, skúlptúra, listvefnað og lág- myndir. En hvers vegna að halda samsýn- ingu? „Við höfum haldið nokkrar samsýningar áð- ur, hér heima, á Ítalíu og í Noregi. Þótt við rekum sameiginlegt gallerí, erum við öll með okkar eigin vinnustofur. Það sem gefur að líta í galleríinu, er aðeins örlítið brot af því sem hvert og eitt okkar hefur upp á að bjóða. Gall- eríið er eins konar gluggi að vinnustofunum okkar – og talandi um glugga, þá skiptumst við á að vera með útstillingargluggann. Við leggjum mikinn metnað í hann. Og þar sem við erum farin að tala um útstillingar og sam- sýningar erum við í samstarfi við Ostabúðina sem er gegnt okkur við Skólavörðustíginn. Þar er lítið veitingahús í kjallaranum og við í Meistara Jakobi erum með verk okkar til sýn- is þar. Núna fannst okkur tilvalið að halda upp á fimm ára afmælið með samsýningu og vorum svo heppin að Norræna húsið bauð okkur að halda sýningu. Það er mjög gott að sýna hér og starfsfólkið hefur reynst okkur mjög vel. Það er langt síðan haldin hefur verið íslensk sýning hér í húsinu og við opnunina hjá okkur fundum við að gestir voru ákaflega glaðir yfir að vera komnir aftur hingað á myndlistarsýn- ingu.“ Látum ekki stjórnast af markaðinum Listamannahópurinn sem stendur að Meistara Jakob gall- eríi er þessa dagana með sýningu í Norræna húsinu í tilefni af fimm ára afmæli gallerísins. Súsanna Svavarsdóttir ræddi við þrjá meðlimi hópsins um kosti þess fyrir lista- menn að standa saman að rekstri gallerís. Morgunblaðið/Kristinn Guðný Hafsteinsdóttir, Auður Vésteinsdóttir og Aðalheiður Valgeirsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.