Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MESTA og jafnframt um- deildasta einkavæðingar- ferli sögunnar fór sem frægt er af stað í kjölfar hruns Sovétríkjanna í byrjun síð- asta áratugar. Atganginum hefur gjarnan verið líkt við gullæði, þegar þess var freistað að byggja í einni svipan upp markaðskerfi á rústum kommúnísks hag- skipulags. Hvorki var til staðar nauðsynleg lagaum- gjörð né stjórnarfarslegur stöðugleiki, og þekkingu og viðskiptasiðferði var áfátt. Við þessar aðstæður sköp- uðust tækifæri til að komast yfir gríðarleg auðæfi fyrir menn sem voru á réttum stað á réttum tíma. Nokkrir þessara manna náðu jafn- framt miklum áhrifum innan rússneska stjórnkerfisins, svo miklum að ýmsir töldu þá á tímabili stjórna landinu í raun. Þessir menn hafa verið kallaðir „ólígarkarnir“ eða fjármálafurstarnir, en til þeirra töldust meðal annars Boris Berezovskí, Mikhaíl Khodorkovskí, Vladímír Gúsinskí, Vladímír Potanín og Alexander Smolenskí. Þeir uxu að áhrifum í skjóli Borisar Jeltsíns, þáverandi forseta Rússlands, en arftaki hans, Vladímír Pútín, hefur hins vegar lagt kapp á að takmarka völd þeirra. Mikil auðæfi á fárra hendur Boris Jeltsín fól umbótasinnanum Anatólí Tsjúbaís að hafa umsjón með einkavæðingarferlinu í Rúss- landi. Haustið 1992 voru gefnar út 148 milljónir ávísana á hluti í rík- isfyrirtækjum, sem landsmenn gátu leyst til sín fyrir málamyndaupp- hæð, en hver þeirra átti að heita tíu þúsund rúblur að nafnvirði. Þessi leið var farin til að afla stuðnings við einkavæðingaráformin meðal al- mennings. Á tuttugu mánuðum tókst Tsjúbaís þannig að koma um 70% efnahagslífsins í einkaeigu, en framkvæmdin var engu að síður harðlega gagnrýnd. Flestir lands- menn fengu í raun lítið sem ekkert fyrir ávísanir sínar. Stofnaðir voru um sex hundruð ávísanasjóðir og forsvarsmenn nærri hundrað þeirra stungu af með ávísanirnar án þess að greiða eigendunum fyrir. Ýmsir athafnamenn keyptu upp mikinn fjölda ávísana og komust yfir rík- isfyrirtæki á afar lágu verði, meðal annars í krafti þess að útlendingum gafst ekki kostur á að bjóða í sum fyrirtækin. Hlutir í ríkisorkurisan- um Gazprom voru til dæmis seldir fyrir samtals 228 milljónir dollara, en sú upphæð var aðeins einn þús- undasti af verðmæti fyrirtækisins samkvæmt mati erlendra fjárfest- ingabanka. Þegar upp var staðið höfðu örfáir viðskiptajöfrar eignast nærri helminginn af verðmætunum sem fólust í rússnesku ríkisfyrir- tækjunum. Einn af fyrstu „ólígörk- unum“, Boris Berezovskí, lagði þannig grunninn að viðskiptaveldi sínu þegar hann komst yfir einka- leyfi til að selja Lada-bifreiðar. Annar ólígarkanna, Vladímír Pot- anín, átti árið 1995 hugmyndina að áætlun sem tryggði nokkrum vel tengdum auðkýfingum yfirráðin yf- ir helstu iðnfyrirtækjunum sem ennþá voru í ríkiseigu. Ríkið átti þá við gríðarlegan fjárskort að etja og stjórnvöld samþykktu að veðsetja stærstu ríkisfyrirtækin, sem flest voru í olíugeiranum, í því skyni að afla fjár til að geta staðið við skuld- bindingar sínar. Hlutur ríkisins í fyrirtækjunum var færður í vörslu nokkurra banka og fjár- málafyrirtækja sem tengd- ust auðmönnunum, í skipt- um fyrir lán. Ljóst var frá upphafi að stjórnvöld gætu ekki staðið í skilum og þeg- ar afborganir voru ekki greiddar á réttum tíma öðl- uðust fjármálafyrirtækin sem sáu um vörslu bréfanna rétt til að bjóða þau upp. Í flestum tilvikum hrepptu nefndir auðjöfrar bréfin fyr- ir gjafverð. Þannig komust fjármálafurstarnir yfir margar af verðmætustu eignum rússneska ríkisins, þar á meðal Yukos-olíufyr- irtækið. Stjórn Jeltsíns var farin að reiða sig á auðjöfrana, og það var þeim einnig sameig- inlegt hagsmunamál að hann héldi völdum. Ólígark- arnir fjármögnuðu að miklu leyti kosningabaráttu Jelts- íns árið 1996 og um það leyti náðu áhrif þeirra hámarki. Öll stærstu einkareknu fjöl- miðlafyrirtækin í Rússlandi voru á þessum tíma komin í hendur tveggja fjármála- furstanna, Borisar Berez- ovskís og Vladímírs Gús- inskís, og beittu þeir fjölmiðlum sínum óspart í þágu Jeltsíns fyrir kosningarnar. Jeltsín launaði þeim með ýmsum hætti. Hallar undan fæti En auðjöfrarnir öttu einnig kappi sín á milli og mynduðu bandalög á víxl. Fjármálakreppan árið 1998 kom illa niður á ýmsum þeirra, með- al annars Alexander Smolenskí, stofnanda SBS-Agro-bankans. Eftir því sem tök Jeltsíns á stjórnartaum- unum linuðust fór að halla undan fæti fyrir fjármálafurstunum, sem voru í senn stuðningsmenn hans og skjólstæðingar. Eftir að Vladímír Pútín tók við völdum á gamlársdag 1999 gaf hann fljótlega til kynna að hann hygðist ekki líða ítök þeirra í rússneskum stjórnmálum. Fjölmiðlar í eigu Berezovskís og Gúsinskís skirrðust ekki við að gagnrýna nýja forsetann. Pútin lét það ekki afskiptalaust. Fyrirtækin voru tekin eignarnámi í kjölfar ásakana um fjársvik og eigendurnir fóru í sjálfskipaða útlegð. Hinum fjármálafurstunum var gert ljóst að þeir yrðu látnir í friði ef þeir skiptu sér ekki framar af stjórnmálum. Pútín herðir tökin Pútín og samstarfsmenn hans eru sagðir líta svo á að þetta þegjandi samkomulag hafi brostið fyrr á þessu ári, þegar í ljós kom að Mikhaíl Khodorkovskí hefði veitt fjárstyrki til tveggja frjálslyndra stjórnarandstöðuflokka, Jabloko og Bandalags hægri aflanna. Olíufyr- irtækið Yukos, sem hann stýrir, hef- ur undanfarna mánuði sætt rann- sóknum skattayfirvalda og einn eigenda þess og yfirendurskoðandi, Platon Lebedev, var tekinn höndum í sumar og bíður nú réttarhalda vegna ákæru um þjófnað á ríkis- eignum í tengslum við einkavæð- inguna á tíunda áratugnum. Nýjasti leikurinn í valdatafli Pút- íns og fjármálafurstanna var svo handtaka Khodorkovskís sjálfs um síðustu helgi. Strax spruttu upp kenningar um að hún væri af póli- tískum rótum runnin, þótt Pútín vísaði því á bug. Fréttaskýrendur eru flestir á einu máli um að hand- takan sé til marks um það að forset- inn sé að herða tökin fyrir komandi kosningabaráttu, en kosið verður til þings í desember og forsetakosn- ingar eiga að fara fram í mars á næsta ári. Þrátt fyrir að handtaka Khodorkovskís hafi mælst illa fyrir á Vesturlöndum eru allt eins líkur á að hún afli Pútín aukins stuðnings meðal rússneskra kjósenda, því ólígarkarnir eru afar óvinsælir með- al þjóðarinnar. Samkvæmt skoðana- könnunum er 70% Rússa í nöp við þá og nær 60% telja þá hafa unnið landinu ógagn. Háværar raddir hafa verið á lofti um að ríkiseignir sem einkavæddar voru fyrir árið 2000 verði færðar aftur í þjóðareigu. Þá hefur sú ákvörðun Pútíns að víkja skrifstofustjóra sínum, Alex- ander Voloshín, úr embætti kynt enn frekar undir orðrómi um að for- setinn hyggist herða að auðjöfrun- um og gömlu valdaklíkunni í kring- um Jeltsín. Voloshín var ráðinn til starfa af Jeltsín og tilheyrði hans innsta hring. Stöðugleiki og hagsæld í húfi Þessir atburðir hafa varpað ljósi á það hve erfitt hefur reynst að festa lýðræðislega stjórnarhætti í sessi í Rússlandi. Í forsetatíð Pút- íns hefur yfirstjórnin í Kreml orðið valdameiri en á tíma Jeltsíns og áhrif öryggislögreglunnar hafa verið aukin. Vegna aðgerðanna gegn fjármálafurstunum eru rúss- neskir auðmenn sagðir æ meira uggandi um innlendar fjárfestingar sínar og hætta er talin á fjár- magnsflótta. Vestrænir efnahags- sérfræðingar hafa varað við því að atlaga forsetans að auðjöfrunum geti grafið undan stöðugleika og hagsæld í landinu með því að valda óvissu í viðskiptalífinu. Financial Times segir í forystu- grein í vikunni að Pútín hafi gert rétt í því að brjóta upp hina hálf- gerðu baktjaldastjórn sem fjár- málafurstarnir hafi skipað í for- setatíð Jeltsíns. En Pútín eigi hins vegar ekkert með það að banna af- skipti þeirra af stjórnmálum með öllu, hvað þá að nota öryggislög- regluna til að ryðja andstæðingum sínum úr vegi. Blaðið segir að tíma- bært sé að lýsa meint efnahagsbrot frá ringulreiðartímabilinu á síðasta áratug fyrnd. Í stað þess að elta ól- ar við þau ættu rússnesk stjórnvöld að leggja áherslu á að beita skatta- lögum til að koma böndum á umsvif Khodorkovskís og annarra auð- jöfra. Það myndi draga úr kröfum um þjóðnýtingu auðæfa fjármála- furstanna og stuðla að aukinni vel- sæld og styrkara lýðræði í Rúss- landi. Heimildir BBC, Financial Times, Foreign Affairs, International Herald Tribune, The Wall Street Journal, The Washington Post. „The Oligarchs: Wealth and Power in the New Russia“ eftir David E. Hoffman. Uppgangur, barátta og fall rússnesku fjármálafurstanna Handtaka auðjöfursins Mikhaíls Khodorkovskís hefur beint kastljósinu að rússnesku fjármálafurstunum eða „ólígörkunum“ svo- nefndu. Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir rekur uppgang þeirra á síðasta áratug og átökin við Vladímír Pútín forseta. Vladímír Pútín Mikhaíl Khodorkovskí Roman Abramovits er 37 ára, fyrrverandi skjólstæðingur Berezovskís. Hann auðg- aðist á olíuviðskiptum og er enn búsettur í Moskvu, en hefur undanfarið selt hluti í rússneskum fyrirtækjum og fjárfest mikið erlendis, að sögn vegna ótryggs við- skiptaumhverfis í Rússlandi. Athygli vakti þegar hann keypti knattspyrnuliðið Chelsea í London fyrr á árinu. Vladímír Gúsinskí er 51 árs, fyrrverandi leikhússtjóri sem stofnaði banka og gerð- ist umsvifamikill í iðnaði og fasteigna- viðskiptum. Hann fjármagnaði einnig dagblöð og fyrstu óháðu sjónvarpsstöðina í Rússlandi, NTV. Fjölmiðlar hans, sem spöruðu ekki gagnrýnina á Pútín, voru teknir eignarnámi og Gúsinskí er nú í sjálfskipaðri útlegð í Grikklandi. Boris Berezovskí er 57 ára, stærðfræð- ingur að mennt og var áður í innsta hring Borisar Jeltsíns. Hann auðgaðist upp- haflega á bifreiðaviðskiptum en byggði síðar upp mikið fjölmiðlaveldi, sem var tekið eignarnámi af stjórn Vladímírs Pút- íns. Berezovskí hefur haldið uppi harðri gagnrýni á Pútín og var honum nýlega veitt hæli í Bretlandi. Rússneskir auðjöfrar í útlegð adalheidur@mbl.is Boris Jeltsín MIKHAÍL Khodorkovskí, sem handtekinn var um síðustu helgi, ákærður fyrir stórfelld skatt- og fjársvik, auðgaðist líkt og hinir rússnesku fjármálafurstarnir í kjölfar einkavæðingar ríkisfyrirtækja í forsetatíð Borisar Jeltsíns. Eins og fram hefur komið er Khodorkovskí ríkasti maður Rússlands, aðeins fer- tugur að aldri. Talið er að auðæfi hans nemi rúmlega 600 milljörðum króna og á lista sem viðskiptatímaritið Forbes birti fyrr á þessu ári yfir auðugustu menn heims var hann í 26. sæti. Khodorkovskí ólst upp í Moskvu og var virkur meðlimur í ungliðahreyfingu sov- éska Kommúnistaflokksins. Hann lauk gráðu í efnaverkfræði frá Mendelev- stofnuninni í Moskvu og árið 1987, fjórum árum fyrir endalok Sovétríkjanna, stofnaði hann Menatep-bankann. Khodorkovskí auðgaðist verulega í byrjun tí- unda áratugarins þegar bankinn hagnaðist á gjaldeyrisviðskiptum og eignaðist stóra hluti í ríkisfyrirtækjum sem stjórn Borisar Jeltsíns einkavæddi og seldi fyrir lágt verð. Hann komst þannig yfir olíufyrirtækið Yukos á uppboði árið 1995, fyrir jafnvirði um 27 milljarða króna. Yukos er nú stærsta olíufyrirtækið í Rússlandi, en Khodorkovskí á sjálfur 36% hlut í því og Menatep-bankinn, sem hann á ennþá meirihluta í, fer auk þess með 60% hlut í fyrirtækinu. Khodorkovskí er sagður hafa tekið rækilega til hendinni hjá Yukos, meðal ann- ars með því að taka upp alþjóðlegar bókhaldsaðferðir fyrr en flest rússnesk fyr- irtæki og aðlaga viðskiptahættina vestrænum venjum. Þannig tókst að vekja áhuga erlendra fjárfesta á fyrirtækinu. Nýlega var samið um samruna Yukos og annars rússnesks olíufyrirtækis, Sibneft, en hið sameinaða fyrirtæki verður fjórða stærsta einkarekna olíufyrirtækið í heimi. Bandarísku olíurisarnir Exxon- Mobil og ChevronTexaco hafa falast eftir stórum hlut í fyrirtækinu, en eftir hand- töku Khodorkovskís og frystingu stjórnvalda á 44% eignarhlut í Yukos er óvíst um þau viðskipti. Opinber andstæðingur Pútíns Khodorkovskí hefur látið mikið fé af hendi rakna til góðgerðarmála. Hann hefur einnig látið að sér kveða á fleiri sviðum en í banka- og olíuviðskiptum, nú síðast í fjölmiðlageiranum. Í september sl. eignaðist hann útgáfuréttinn að dagblaðinu Moskovskíe Novostí og réð þekktan rannsóknablaðamann og gagnrýnanda Vlad- ímírs Pútíns sem ritstjóra þess. Khodorkovskí hefur ekki farið leynt með stuðning sinn við frjálslynda andstæð- inga Pútíns og hefur veitt tveimur stjórnarandstöðuflokkum, Bandalagi hægri aflanna og Jabloko, fjárstuðning í eigin nafni. Hann fullyrðir hins vegar að Yukos styðji ekki við bakið á einstökum stjórnmálaflokkum, enda hafi hluthafar og starfsmenn stórra fyrirtækja iðulega mismunandi stjórnmálaskoðanir. Reuters Vopnaður rannsóknarmaður leiðir ónafngreindan starfsmann Yukos út úr höfuð- stöðvum fyrirtækisins í Moskvu við rannsókn á meintum fjársvikum sl. sumar. Khodorkovskí og Yukos
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.