Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 23
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2003 23 N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 0 8 5 1 6 Tölum saman fia› er ód‡rara en flú heldur! flegar flú hringir úr heimilissímanum. 15 mínútna símtal innanlands á kvöldin og um helgar kostar innan vi› 20 krónur 15 20/ kr.mín - á kvöldin og um helgar Þ EIR eru í meira lagi bjartsýnir, kraftmiklir og einstaklega spenn- andi í návígi. Líka þrjóskir, einbeittir og sjálfselskir, og vita fátt verra en orlofsferðir. Velkomin í hug- arheim athafnamannsins, þar sem áhætta er aukaatriði, hraði lífsspursmál og ósigur kemur ekki til greina, segir The Sunday Times. Vitnað er í þáttaröð sem BBC2 tók til sýningar nýverið, þar sem lið sálfræðinga og sérfræðinga í viðskiptum fékk hóp athafna- manna til þess að taka marg- vísleg sálfræðipróf. Þættirnir nefnast Hugarheimur auðmanns- ins og segir í grein blaðsins að niðurstöður prófanna hafi komið nokkuð á óvart. Haft er eftir Adrian Atkinson, viðskiptasálfræðingi hjá ráðgjaf- arfyrirtæki og einum sérfræðing- anna í þættinum, að athafnamenn séu ekki alveg eins og annað fólk. „Hegðun þeirra lýtur ekki sömu lögmálum og annarra. Þeir eru til í að hætta öllu til þess að stofna fyrirtæki og elta tækifær- in alveg óháð bolmagni. Þegar tækifærið hefur verið gripið snúa þeir sér að fjármögnuninni. Í of- análag eru þeir fullvissir um að allt sem gerist, gott eða slæmt, sé af þeirra eigin völdum.“ Vondur félagsskapur? Drifkrafturinn er jákvæður fyrir hagkerfið, sem þrífst á stöðugri framsækni og breyt- ingum, en ekki ýkja upplífgandi í veislum. „Það er ekki gott að lokast inni í lyftu með athafnamanni, því fæstir þeirra eru mjög góður fé- lagsskapur,“ segir Atkinson enn- fremur. „Einbeitni þeirra og sýn er engu lík en þeir virðast ekki þurfa mikið á návist annarra að halda. Það eina sem þeir tala um er viðskipti,“ bætir hann við. Atkinson segir að skipta megi kaupsýslumönnum í þrjá flokka. Í fyrsta lagi eru athafnamenn á félagslega sviðinu, svo sem Paul Harrod, sem veitir heim- ilislausum atvinnu. Drifkraftur þeirra er betra samfélag. Í öðru lagi eru þema-kaupmenn á borð við Anitu Roddick, sem stofna fyrirtæki í tiltekinni grein. Í þriðja lagi eru raðfrumkvöðlar eins og Richard Branson, sem leita stöðugt að viðskiptatækifær- um, á hvaða sviði sem er, og stofna oft hvert fyr- irtækið af öðru. Sameiginlega eru þeir hins veg- ar reknir áfram af einu þriggja; hefndarþorsta, metorðagirnd eða valdafíkn og frumorsakarinnar er að leita í upp- vextinum, að því er segir í grein- inni. Atkinson útskýrir að hefndar- þorsta-athafnamenn vilji leið- rétta ranglæti sem fjölskylda þeirra eða þeir sjálfir hafi orðið fyrir á barnsaldri. Metorða-athafnamenn vilji öðl- ast aðdáun og virðingu mikils- virtra einstaklinga. Þeir hafi lent utangarðs í æsku af einhverjum sökum og vilji umfram allt falla í kramið hjá þeim sem þeir telji í fremstu röð. Valda-athafnamenn finna sig knúna til þess að sýna öðrum að þeir geti gert það sem þeim sýnist. Þeir finna öryggi í ríki- dæmi, en eru ekki á eftir peningum pen- inganna vegna. Auð- æfi eiga að tryggja að þeir þurfi aldrei að snúa aftur til fyrra lífs. Rene Carayol, viðskiptaráð- gjafi og annar liðsmaður í hópi rannsakenda, segir eitt hið áhugaverðasta í fari athafna- manna, að þeir virðist aldrei lúta í lægra haldi. Mótlæti lexía „Ósigur er ekki inni í mynd- inni. Þeir skilgreina stöðuna bara upp á nýtt. Mótlæti er lexía sem gerir þeim kleift að bæta sig enn frekar. Ef þeim skrikar fót- ur, rétta þeir sig við á ný. Ég hef aldrei hitt jafnbjartsýnan hóp af fólki. Tækifærin eru alls staðar og glasið er aldrei hálftómt, það flóir út fyrir,“ segir hann. Carayol segir fólk í viðskipta- lífinu geta lært mikið af stórhuga athafnamönnum. „Í fyrsta lagi eru mistök engin endalok heldur nauðsynleg til þess að læra af. Í öðru lagi er hraði lykilþáttur í því að vera skrefi á und- an í samkeppni. Gæði eru ekki aðalatriðið, heldur það að verða fyrri til. Tíminn var áður óvinur en er nú sá sem verður manni að aldurtila. Í þriðja lagi; að nýta styrkleika sína,“ segir hann. En þegar öllu er á botninn hvolft eru athafnamenn fæddir með hæfileika, en ekki klæð- skerasaumaðir að mati Carayol. „Ef mann vantar þessa óbilandi orku, drifkraft og sýn nær maður aldrei að búa til kjúklingasalat úr kjúklingaskít. Sama hvað maður reynir.“  SÁLFRÆÐI | Hefndarþorsti, metorðagirnd eða valdafíkn Hugarheimur auðmannsins rannsakaður Hefnd, metorð eða völd? Richard Branson er sagður dæmi um svokallaðan raðfrumkvöðul. Áhætta er auka- atriði, hraði lífs- spursmál og ósigur kemur ekki til greina. helga@mbl.is Reuters Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 frá okt.-apríl Orator, félag laganema
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.