Morgunblaðið - 11.11.2003, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 11.11.2003, Qupperneq 23
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2003 23 N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 0 8 5 1 6 Tölum saman fia› er ód‡rara en flú heldur! flegar flú hringir úr heimilissímanum. 15 mínútna símtal innanlands á kvöldin og um helgar kostar innan vi› 20 krónur 15 20/ kr.mín - á kvöldin og um helgar Þ EIR eru í meira lagi bjartsýnir, kraftmiklir og einstaklega spenn- andi í návígi. Líka þrjóskir, einbeittir og sjálfselskir, og vita fátt verra en orlofsferðir. Velkomin í hug- arheim athafnamannsins, þar sem áhætta er aukaatriði, hraði lífsspursmál og ósigur kemur ekki til greina, segir The Sunday Times. Vitnað er í þáttaröð sem BBC2 tók til sýningar nýverið, þar sem lið sálfræðinga og sérfræðinga í viðskiptum fékk hóp athafna- manna til þess að taka marg- vísleg sálfræðipróf. Þættirnir nefnast Hugarheimur auðmanns- ins og segir í grein blaðsins að niðurstöður prófanna hafi komið nokkuð á óvart. Haft er eftir Adrian Atkinson, viðskiptasálfræðingi hjá ráðgjaf- arfyrirtæki og einum sérfræðing- anna í þættinum, að athafnamenn séu ekki alveg eins og annað fólk. „Hegðun þeirra lýtur ekki sömu lögmálum og annarra. Þeir eru til í að hætta öllu til þess að stofna fyrirtæki og elta tækifær- in alveg óháð bolmagni. Þegar tækifærið hefur verið gripið snúa þeir sér að fjármögnuninni. Í of- análag eru þeir fullvissir um að allt sem gerist, gott eða slæmt, sé af þeirra eigin völdum.“ Vondur félagsskapur? Drifkrafturinn er jákvæður fyrir hagkerfið, sem þrífst á stöðugri framsækni og breyt- ingum, en ekki ýkja upplífgandi í veislum. „Það er ekki gott að lokast inni í lyftu með athafnamanni, því fæstir þeirra eru mjög góður fé- lagsskapur,“ segir Atkinson enn- fremur. „Einbeitni þeirra og sýn er engu lík en þeir virðast ekki þurfa mikið á návist annarra að halda. Það eina sem þeir tala um er viðskipti,“ bætir hann við. Atkinson segir að skipta megi kaupsýslumönnum í þrjá flokka. Í fyrsta lagi eru athafnamenn á félagslega sviðinu, svo sem Paul Harrod, sem veitir heim- ilislausum atvinnu. Drifkraftur þeirra er betra samfélag. Í öðru lagi eru þema-kaupmenn á borð við Anitu Roddick, sem stofna fyrirtæki í tiltekinni grein. Í þriðja lagi eru raðfrumkvöðlar eins og Richard Branson, sem leita stöðugt að viðskiptatækifær- um, á hvaða sviði sem er, og stofna oft hvert fyr- irtækið af öðru. Sameiginlega eru þeir hins veg- ar reknir áfram af einu þriggja; hefndarþorsta, metorðagirnd eða valdafíkn og frumorsakarinnar er að leita í upp- vextinum, að því er segir í grein- inni. Atkinson útskýrir að hefndar- þorsta-athafnamenn vilji leið- rétta ranglæti sem fjölskylda þeirra eða þeir sjálfir hafi orðið fyrir á barnsaldri. Metorða-athafnamenn vilji öðl- ast aðdáun og virðingu mikils- virtra einstaklinga. Þeir hafi lent utangarðs í æsku af einhverjum sökum og vilji umfram allt falla í kramið hjá þeim sem þeir telji í fremstu röð. Valda-athafnamenn finna sig knúna til þess að sýna öðrum að þeir geti gert það sem þeim sýnist. Þeir finna öryggi í ríki- dæmi, en eru ekki á eftir peningum pen- inganna vegna. Auð- æfi eiga að tryggja að þeir þurfi aldrei að snúa aftur til fyrra lífs. Rene Carayol, viðskiptaráð- gjafi og annar liðsmaður í hópi rannsakenda, segir eitt hið áhugaverðasta í fari athafna- manna, að þeir virðist aldrei lúta í lægra haldi. Mótlæti lexía „Ósigur er ekki inni í mynd- inni. Þeir skilgreina stöðuna bara upp á nýtt. Mótlæti er lexía sem gerir þeim kleift að bæta sig enn frekar. Ef þeim skrikar fót- ur, rétta þeir sig við á ný. Ég hef aldrei hitt jafnbjartsýnan hóp af fólki. Tækifærin eru alls staðar og glasið er aldrei hálftómt, það flóir út fyrir,“ segir hann. Carayol segir fólk í viðskipta- lífinu geta lært mikið af stórhuga athafnamönnum. „Í fyrsta lagi eru mistök engin endalok heldur nauðsynleg til þess að læra af. Í öðru lagi er hraði lykilþáttur í því að vera skrefi á und- an í samkeppni. Gæði eru ekki aðalatriðið, heldur það að verða fyrri til. Tíminn var áður óvinur en er nú sá sem verður manni að aldurtila. Í þriðja lagi; að nýta styrkleika sína,“ segir hann. En þegar öllu er á botninn hvolft eru athafnamenn fæddir með hæfileika, en ekki klæð- skerasaumaðir að mati Carayol. „Ef mann vantar þessa óbilandi orku, drifkraft og sýn nær maður aldrei að búa til kjúklingasalat úr kjúklingaskít. Sama hvað maður reynir.“  SÁLFRÆÐI | Hefndarþorsti, metorðagirnd eða valdafíkn Hugarheimur auðmannsins rannsakaður Hefnd, metorð eða völd? Richard Branson er sagður dæmi um svokallaðan raðfrumkvöðul. Áhætta er auka- atriði, hraði lífs- spursmál og ósigur kemur ekki til greina. helga@mbl.is Reuters Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 frá okt.-apríl Orator, félag laganema

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.