Morgunblaðið - 15.11.2003, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 15.11.2003, Qupperneq 38
DAGLEGT LÍF 38 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Lið-a-mót FRÁ Extra sterkt H á g æ ð a fra m le ið sla Nr. 1 í Ameríku -fyrir útlitið „ÞAÐ hefur reynst mér vel að vera snemma á ferðinni með bakstur og matarstúss og eiga svo notalegar stundir á aðventunni,“ segir Mar- grét Sigfúsdóttir, skólastjóri Hús- stjórnarskóla Reykjavíkur, en þar á bæ var verið að baka randalín og búa til svínasultu einn morguninn fyrir skömmu. „Það er svo margt sem má frysta eða geyma fram að jólum og randa- lín verður til dæmis miklu betri eft- ir 2–3 vikur. Það er líka upplagt að frysta bæði paté og svínasultu á jólaborðið og tertur má líka frysta og skreyta svo bara þegar þær eru teknar upp. Það var líf og fjör í eld- húsi skólans en 22 stúlkur útskrif- ast nú um jólin. Þær voru ekki í vandræðum með að lokka fram ran- dalín og svínasultu. Uppskriftirnar sem Margrét gefur lesendum að réttum á jólaborðið má allar gera með góðum fyrirvara. Kjúklinga-paté 1 kjúklingur 1 laukur 2 lárviðarlauf steinseljubúnt 125 g svínafita salt og hvítur pipar 1 tsk. rósmarin 1 tsk. merian 2 egg 1 dl rjómi 3 þunnar sneiðar ferskt flesk Bringan skorin frá beini og soðin í litlum vökva ásamt lauk, lárvið- arlaufi og steinselju í 20 mínútur en þá er hún tekin úr vökvanum og kæld. Afgangurinn af kjúklingakjötinu hreinsaður frá beini og kjötið hakk- að ásamt beikoni eða sett í mat- vinnsluvél. Kryddi, eggjum og rjóma hrært vel saman við og það er ágætt að gera það í hrærivél eða matvinnslu- vél. Kjúklingabringurnar eru skorn- ar í bita. Form smurt að innan með smjöri farsið sett í ásamt kjúklingakjöti í lögum. Pakkað inn og fryst. Sett frosið inn í bakarofn og stillt á 170 og bakað í 2 klukkutíma. Borið fram kalt eða heitt. Lifrar-paté 600 g lamba- eða svínalifur 350 g feitt kjöt t.d. lambaslag eða flesk og kjöt beikon 1–2 laukar 3 tsk. salt ½ tsk. pipar ½ tsk. basil 4 msk. hveiti 2 egg 3 dl mjólk Lifrin og feita kjötið sett í mat- vinnsluvél eða hakkað ásamt lauk. Öllu hrært saman með sleif, sett í leirmót sem klætt hefur verið að innan með beikoni. Sett í plastpoka og lokað vel fyrir og fryst. Tekið úr frosti og sett inn í kald- an ofn og hann stilltur á 175 gráður og bakað í 60–75 mín. Lifrar-paté með sveppum 375 g svínalifur 6 sneiðar ferskt flesk 375 g sveppir 3 saxaðir litlir laukar 2 hvítlauksrif ½ dl brauðrasp 2 dl rjómi  MATARKISTAN |Jólamat og jólakökur má oft útbúa með góðum fyrirvara Randalín og paté í frystinn Morgunblaðið/Ásdís Margrét er hér að kenna Birnu og Arnheiði réttu handtökin.Hildur og Elfa smyrja sultu á kökubotn. Lagkakan eða randalín eins og kakan er kölluð er þá tilbúin. Þegar hún er orðin köld er hún skorin í 4–8 bita og fryst. Brúna randalínin er smurð með smjörkremi og sultu á víxl. Sumir eru byrjaðir að stússast í bakstri og matargerð fyrir jólin, baka randalín eða búa til paté og frysta síðan. Guðbjörg R. Guð- mundsdóttir fylgdist með jólaundirbúningi í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík og fékk að taka nokkrar uppskriftir með sér. Sigurlaug og Heiðrún voru að undirbúa smjörkremið á randalín.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.