Morgunblaðið - 18.11.2003, Side 53

Morgunblaðið - 18.11.2003, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 2003 53 EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 4 OG 8. Empire Kvikmyndir.is SV MBL “Fyndnasta barátta kynjanna á tjaldinu um langa hríð.”  SG DV „Ein besta gamanmynd ársins- fyrir fullorðna“ ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. AKUREYRI Sýnd kl. 10. Stundin sem allir hafa beðið eftir er komin! Lokauppgjör Matrix þríleiksins er hafið! Stundin sem allir hafa beðið eftir er komin! Lokauppgjör Matrix þríleiksins er hafið! i lli i i i ! j i íl i i i ! ÁLFABAKKI Kl. 4,6, 8 og 10. B.i. 12. AKUREYRI Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 12. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8. Ísl. tal. ÁLFABAKKI kl. 4. Ísl. tal. AKUREYRI kl. 6. Ísl. tal. KRINGLAN Sýnd kl. 6. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.50. AKUREYRI Sýnd kl. 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.40. B.i.10. PIRATES OF THE CARIBBEAN Kvikmyndir.com  Kvikmyndir.com  Kvikmyndir.com Yfir 200 M US$ á 5 dögum!.  SG DV Tristan og Ísold Miðaverð 500 kr. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.30. ÁLFABAKKI Kl. 6, 8 og 10.10 KRINGLAN Kl. 6, 8 og 10.05 KEFLAVÍK Sýnd kl. 10. B.i. 16 ára. Beint á toppinn í USA KVIKMYNDIR.IS ROGER EBERT Mögnuð og yfirnáttúrleg spenna sem fær hárin til að rísa. Með hinum unga og efnilega Jamie Bell úr „Billy Elliot.“ ÁLFABAKKI Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. B.i. 16. 15.11. 2003 5 2 8 4 9 5 8 2 3 9 5 8 9 13 21 15 12.11. 2003 3 23 31 32 41 46 1 18 EINFALDUR 1. VINNINGUR Í NÆSTU VIKU! VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4741-5200-0002-4854 4507-4300-0029-4578 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. FYRIR réttum tveimur árum kom út platan Ef ég sofna ekki í nótt, samstarfsverkefni söngvarans Páls Óskars Hjálmtýssonar og hörpuleik- arans Moniku Abendroth. Plata sú fékk frábærar viðtökur, enda á ferð- inni einstaklega vel heppnaður sam- sláttur tveggja listamanna ólíkrar ættar. Fallegur hörpuleikur Moniku saman með íðilfagurri rödd Páls náði þar á köflum himneskum hæð- um í angurværum einfaldleik sínum. Páll segir að hann og Monika hafi viljað gera öðruvísi jólaplötu, þar sem reynt er að fanga hinn sanna anda jólanna, sem hefur að gera með frið og ró, frekar en stuð og læti. Á plötunni eru innlend lög sem er- lend, eftir samtímahöfunda og eldri slíka en einnig eru hér aldagamlir sálmar og þjóðlög. Í grunninn eru það Páll og Monika sem leiða lögin en einnig kemur sönghópurinn Hljómeyki við sögu og líka strengir. Þá syngur systir Páls, Sigrún Hjálmtýsdótir eða Diddú, með bróð- ur sínum í tveimur lögum. Páll Óskar fer hér í gegnum plöt- una, lag fyrir lag. Ég höfði lýt á jólanótt „Hreiðar Ingi, lagahöfundurinn okkar, hitar upp jólastemninguna sem framundan er á plötunni. Anna Kristine, útvarpskona og hagyrð- ingur, gerði textann.“ Ég vona að það verði í dag „Sumum finnst jólin erfiðasti tími ársins. Ég er ekki hissa, þar sem jól- in hafa verið skrumskæld og mark- aðssett í klessu. Fólk er löngu búið að tapa þræðinum. Jólin ganga út á það sem gerist innra með þér – ekki allt í kringum þig. Maður verður bara að trúa því að enginn geti tekið þá stemningu frá manni. Og vona að stemningin náist í dag.“ Með bæninni kemur ljósið „Ókei, þetta er mitt „Like A Pra- yer“ (með Madonnu). Þetta er vel þekkt írskt þjóðlag, sem ég og Bryn- hildur vinkona mín gerðum svona líka sætan texta við. Textann fatta þeir sem hafa einhverntíma verið bænheyrðir og þakkað fyrir það. Sakar ekki að þetta er í fyrsta sinn sem ég og Diddú systir syngjum saman í hljóðverinu. Það var nú bara gott fyrir okkur bæði, styrkti fjöl- skylduböndin.“ Himinganga „Munið þið eftir teiknimyndinni um snjókarlinn sem flaug með litla strákinn yfir borgina? Sumir Bretar upplifa engin jól án þess að horfa á hana (The Snowman, 1982. Byggð á ævintýri Raymond Briggs). Þetta er lagið úr henni. Karl Olgeir Olgeirs- son, upptökustjórinn okkar, íslensk- aði textann.“ Hin fyrstu jól „Íslenskt var það heillin. Það er eitthvað gjörsamlega töfrandi við þetta lag hjá Ingibjörgu Þorbergs. Þetta er víst fyrsta íslenska jólalagið sem gefið var út á plötu sem ekki var sálmur, heldur dægurlag. Algjör klassík.“ Come Again „Ég hef alltaf komist í jólaskap við að hlusta á madrigala. Þess vegna urðum við að hafa einn svo- leiðis með. Ég fékk vini mína – allt atvinnusöngvara úr bransanum, til að syngja raddirnar og þau sungu þetta eins og englar í nuddpotti.“ Þú litla barn „Þú mátt alveg ímynda þér að þetta sé María að syngja til Jesú- barnsins. Hvaða móðir hefur ekki upplifað það sama?“ Jólakvöld „Hreiðar Ingi er bestur í að semja lög við ljóð sem hreyfa við honum. Hreiðar nær að klófesta dramatík- ina og ævintýrablæinn í ljóðinu hjá Davíð Stefánssyni. Ég og Diddú syngjum þetta saman.“ Hin fegursta rósin er fundin „Ég man fyrst eftir þessu þar sem pabbi minn var að syngja þetta á að- ventukvöldi. Klassískur íslenskur jólasálmur frá 16. öld.“ Betlehemsstjarnan „Annar íslenskur jólasálmur, al- veg magnað lag eftir Áskel Jónsson. Þetta er oftast sungið af kórum, en við Monika vildum prófa þetta sem einsöngsnúmer. Þetta fannst mér erfiðasta lagið að syngja í stúdíóinu, en ég er mjög ánægður með útkom- una.“ A Spaceman Came Travelling „Uppáhaldslagið mitt á plötunni, engin spurning. Þetta er í raun end- ursögn á jólaguðspjallinu, nema það er búið að taka út orðið „angel“ og setja „spaceman“ í staðinn. Alveg frábær pæling. Hver veit nema vitr- ingarnir þrír hafi í raun orðið vitni að fljúgandi furðuhlutum? Ég næst- um því keyrði útaf þegar ég heyrði þetta lag fyrst á Rás 2, Lísa Páls spilaði það á aðfangadag. Svo sprakk ég úr hlátri þegar ég fattaði að lagið er eftir Chris DeBurgh, sem átti 80’s smellinn „Lady In Red“. Ást við fyrstu sýn/ Yndislegt líf (aukalög) „Ég og Monika ákváðum að bæta við þessum aukalögum af því við er- um alltaf beðin um að taka þau á tónleikum. Svo er alltaf spurt hvort þessi flutningur sé ekki til á plötu? Jú, núna. Ég söng þau bæði inná plötur fyrir rúmlega 10 árum, en það er líka allt í lagi að bera þessar upptökur saman og gá hvort manni hafi farið eitthvað fram…“ Páll Óskar og Monika gefa út jólaplötuna Ljósin heima Alvöru jólastemning Páll og Monika munu halda útgáfutónleika vegna plötunnar á þremur mismunandi stöðum. Á miðvikudaginn verða þau á Akureyri í Akureyrarkikju, á föstudaginn í Háteigskirkju, Reykjavík og á sama stað á sunnudaginn. Forsala er hafin í Skífubúð- unum. arnart@mbl.is Páll og Monika flytja hugljúf og helg jólalög á Ljósin heima. Það virðist næsta eðlilegt að Páll Óskar og Monika skuli hafa ráðist í það að gera jólaplötu. Arnar Eggert Thorodd- sen ræddi við Pál um einstök lög plötunnar. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.