Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti kom í gær í fjögurra daga op- inbera heimsókn til Bretlands. Formlega er forsetinn gestur Breta- drottningar þó svo að ríkisstjórnin hafi ákveðið heimsóknina. Skiptar skoðanir eru um þá ákvörðun Tonys Blairs forsætisráðherra að bjóða Bush í heimsókn á þessum tíma en meirihluti landsmanna virðist þó styðja ákvörðunina, skv. skoðana- könnun dagblaðsins The Guardian. Fram hefur komið að kostnaður breska ríkisins vegna heimsóknar Bandaríkjaforseta nemur um fimm milljónum sterlingspunda (um 635 milljónum króna). Munu meira en 14 þúsund lögreglumenn sinna ör- yggisgæslu í tengslum við heim- sóknina, þrefalt fleiri en upphaflega var gert ráð fyrir. Fella styttu af Bush af stalli Samtök um útrýmingu kjarnorku- vopna (CND) og samtökin „Stöðv- um stríðið“ hafa fengið heimild til að halda mótmælagöngu í miðborg London á morgun, fimmtudag, og munu göngumenn ganga fylktu liði framhjá öllum helstu stjórnarbygg- ingum í höfuðborginni, sem og framhjá breska þinginu í West- minster en göngunni lýkur við Traf- algar-torg. Þar er gert ráð fyrir því að sex metra há stytta af George W. Bush verði afhjúpuð og síðan felld af stalli með táknrænum hætti. „Hugmyndin er sú að undirstrika hversu miklar blekkingar lágu að baki því er styttan af Saddam Huss- ein var felld af stalli sínum í Bagdad 9. apríl,“ sagði Liz Hutchins, tals- maður CND. „Atburðurinn var tákn um sigur Bandaríkjanna en stað- reyndin er þó sú að hernámið hefur reynst hinn mesti harmleikur.“ Fulltrúar „Stöðvum stríðið“ segj- ast nú gera ráð fyrir að um eitt hundrað þúsund manns taki þátt í mótmælunum. „Andstaðan við komu Bush hefur magnast til muna,“ sagði Lindsey German, einn skipu- leggjenda göngunnar. „Eruð í fullum rétti“ Ken Livingstone, borgarstjóri í London, veitti mótmælendum lið- sinni í gær þegar hann sagði þá óumdeilanlega hafa rétt til að lýsa skoðunum sínum, þ.e. andúð á Bush Bandaríkjaforseta. Livingstone bað þó um að allt færi friðsamlega fram. „Siðferðilega eruð þið í fullum rétti,“ sagði Livingstone. „Þið eruð að mótmæla ólöglegu stríði og her- námi [Íraks] og heimurinn allur fylgist með ykkur.“ Niðurstöður skoðanakönnunar sem The Guardian hefur gert benda þó til þess að meirihluti Breta sé sáttur við að Bush komi í heimsókn. Könnunin sýndi að 43% voru hlynnt því að Bush heimsækti Bretland á meðan 36% sögðust því mótfallin. 62% sögðust þeirrar skoðunar að Bandaríkin „almennt talað, væru já- kvætt afl í heimsmálunum“ á meðan 15% telja að Bandaríkin séu „hið illa heimsveldi“. Þá virðist stuðningur við árásina á Írak hafa aukist í Bretlandi, sem þykja góð tíðindi fyrir Blair en hann hefur átt undir högg að sækja und- anfarna mánuði vegna þeirrar ákvörðunar sinnar að fylkja liði með Bandaríkjunum í Írak. 47% segjast nú styðja þá ákvörðun að ráðast á Írak en hlutfallið var 38% í sept- ember. Dregið hefur úr andstöðunni um 12%, 41% aðspurðra sagði nú að rangt hefði verið að ráðast á Írak. Sagðist talsmaður Blairs í gær vonast til þess að allur sá fjöldi manna, sem hlynntur væri heim- sókn Bush til Bretlands, myndi láta heyrast í sér til að skapa mótvægi við háværar raddir andstæðinga Bandaríkjaforseta. „Blair trúir því að meirihluti landsmanna fagni komu Bush forseta, geri sér grein fyrir mikilvægi sambandsins við Bandaríkin og virði það við Bush hversu staðráðinn hann er í því að koma á lýðræði í Írak,“ sagði tals- maðurinn.                                                                                      !  "         #         $      %&  "       !"   '(  )           %    (  "  ** +      #    !  ,   -      "   #$$%)    . "/        ,         0 )    $ &   ' ()%     ,    ( &  ,      (   (  "   ,                  %     *   &     ,    "   0 (      , -  1  2   2    ) 3  1 ( 2      + ",!   !    ' -   . /  0    1 $  .       Meirihluti Breta sátt- ur við heimsókn Bush Andstæðingar forsetans og stríðsreksturs bú- ast við fjölmenn- um mótmælum London. AFP, AP. LEIKHÚSIN í West End í London eiga nú í erfiðleikum og margar sýninganna hafa kolfallið. Margir velta þess vegna fyrir sér hvort einkareknu leikhúsin séu á villigöt- um og hafi misst tilfinninguna fyrir því hvað fólk vilji sjá. Á sama tíma í fyrra var uppselt á allar sýningar leikritsins „The Breath of Life“ eftir David Hare með Judi Dench og Maggie Smith í aðalhlutverkum í einu leikhúsa West End. Elaine Stritch sló einnig í gegn í London og fékk Tony- verðlaunin fyrir einleik sinn. Í ár virðast hins vegar einka- reknu leikhúsin, sem eru liðlega 40, aðallega sýna leikverk sem hafa verið mjög lengi á West End (meðal annars „Músagildran“ sem hefur verið sýnd í hálfa öld) og flestar nýju sýninganna hafa fengið dræm- ar viðtökur. Sumar þykja reyndar svo slæmar að þær verðskuldi varla umsögn. Á meðal þeirra eru tvær uppfærslur á „Rottugenginu“ – Frank Sinatra, Sammy Davis, Dean Martin og félaga – auk ýmissa til- rauna til græða á „Stomp“, söng- leik sem sýndur hefur verið lengi. Sýningum á nýjum söngleik, „Money to Burn“, var hætt 11. októ- ber, tæpum tveimur sólarhringum eftir frumsýningu á „The Venue“. Gagnrýnendur rifu söngleikinn í sig og leikhúsið tapaði andvirði nær 50 milljóna króna. Skömmu áður hætti Michael Barrymore, vinsæll breskur grínisti, að koma fram í Wyndham’s Theatre og tilkynnti að hann treysti sér ekki til að halda sýningunum áfram. Þær höfðu þá aðeins staðið í nokkra daga og fengið mjög misjafna dóma. „Skært ljós, skelfilegt pen- ingaplokk,“ var fyrirsögn nýlegrar greinar í The Guardian um mis- heppnuðu sýningarnar í West End. Gagnrýnandi The Daily Tele- graph var einnig harðorður og sagði að einkareknu leikhúsin væru „stöðnuð listræn auðn“. „Ég verð að viðurkenna að þetta er alveg rétt,“ sagði Peter Wilson, framleið- andi í West End um þau ummæli. Ekki bætir úr skák að almenn- ingssamgöngurnar eru slæmar í vesturhluta London og margir veigra sér við því að fara í leikhúsin vegna glæpa og andfélagslegrar hegðunar slæpingja á götunum. Einkareknu leikhúsin hafa einnig orðið undir í samkeppni við öflug ríkisstyrkt leikhús eins og National Theatre sem frumsýnir oft leikverk sem eru sýnd seinna á West End eða Broadway í New York. Nation- al Theatre sýnir nú t.a.m. breskan söngleik um bandaríska spjall- þáttastjórnandann Jerry Springer. Breskt leikhúsfólk bendir á að oft kemur skin eftir skúr og segir að bundnar séu vonir við nokkur leik- verk sem ráðgert er að sýna á næsta ári, m.a. tvö leikrita Shake- speare, „Allt er gott sem endar vel“ og „Rómeó og Júlíu“. Ennfremur er ráðgert að sýna nokkra nýja söng- leiki, svo sem „Woman in White“ eftir Andrew Lloyd Webber. „Ég er alltaf bjartsýnn,“ sagði Cameron Mackintosh leikhúseig- andi. Hann hyggst setja upp söng- leik er byggir á myndinni „Mary Poppins“. „Fólk er að skrifa og sér okkur fyrir nýju efni. Ég tel að við séum á tímabili endurnýjunar.“ AP Leikararnir Gabrielle Noble, Peter Blake og Rachel Lynes kynna söngleik- inn „Money to Burn“ sem kolféll og nam tapið nær 50 milljónum króna. West End á villi- götum? ’ Skært ljós, skelfi-legt peningaplokk. ‘ London. AP. PAPPÍRSTÆTARI dugar ekki lengur til að eyða gögnum, að sögn vefsíðu norska blaðsins Aftenposten. Skömmu eftir hrun Berlínarmúrsins haustið 1989 gaf Erich Mielke, yfir- maður öryggislögreglu austur- þýsku kommúnistanna, STASI, skipun um að setja allt skjala- safn stofnunarinnar í tætara. Síðan átti að brenna pokana með pappírsstrimlunum. En á síðustu stundu tókst að koma í veg fyrir að um 16.000 pokar yrðu eldinum að bráð. Ljóst er að í skjölunum eru upplýsingar um milljónir manna sem störfuðu fyrir STASI í tíð austurþýska al- þýðulýðveldisins sem þekkt var undir skammstöfuninni DDR. Fimmtán manna hópi hefur með mikilli þolinmæði tekist að raða innihaldi 250 poka saman á um það bil 500.000 A-4 arkir. Með sama hraða hefði tekið 400 ár að raða öllum striml- unum saman í heillegar mynd- ir. Verkinu lokið á 5 árum? En nú hefur verið hannað forrit sem flýtir fyrir mönnum. Strimlarnir eru þá settir í lita- skanna sem rannsakar hvern pappírsbút og leitar uppi strimla með nákvæmlega sama litblæ á pappírnum, sömu skriftina eða sams konar ein- kenni á stöfunum sé um vél- ritað efni að ræða. Strimlunum þarf þó fyrst að raða saman í gegnsæjar plastmöppur svo að hægt sé að skanna þá. En menn vona að hægt verði að ljúka verkinu á fimm árum í stað 400. Strimlar úr tætara settir saman STASI-skjölin skönnuð LEIÐTOGUM tveggja stærstu stjórnmálaflokka mótmælenda á Norður-Írlandi lenti saman í mið- borg Belfast í gær en eftir viku fara fram kosningar til heimastjórnar- þingsins í héraðinu. Gerðu þeir harða hríð hver að öðrum, með tilheyrandi handapati og hæðnisorðum. Var kominn mikill hiti í menn áður en yfir lauk en uppákoman þykir til marks um að kosningarnar verði tvísýnar. Uppákoman átti sér stað fyrir framan höfuðstöðvar Sam- bandsflokks Ulsters (UUP) í Belfast. Forystumenn Lýðræðislega sam- bandsflokksins (DUP), með klerkinn Ian Paisley í broddi fylkingar, höfðu gerst svo djarfir að koma fyrir aug- lýsingaskilti vegna kosninganna andspænis höfuðstöðvum UUP og var fjölmiðlafólki boðið að verða við- statt er það var afhjúpað í gær. Dav- id Trimble, leiðtogi UUP, kom hins vegar út úr höfuðstöðvum UUP ásamt helstu ráðgjöfum sínum og tók að deila hart á Paisley og hans menn. Spurði Trimble, sem var forsætis- ráðherra heimastjórnarinnar á með- an hún starfaði, Paisley m.a. hvers vegna hann þyrði ekki að mæta hon- um í kappræðum. Stuðningsmenn Paisleys hrópuðu hins vegar að Trimble að hann væri „búinn að vera“ í stjórnmálum. Stóð uppákoma þessi í um tíu mínútur áður en Trimble ók á brott með föruneyti sínu. Skoðanakannanir benda til að DUP og UUP fái á bilinu 20–25% at- kvæða hvor flokkur í kosningunum í næstu viku, sem þýðir að samfélag mótmælenda er klofið í tvær jafn- stórar fylkingar. Sama er uppi á ten- ingnum hjá kaþólikkum, kannanir benda til að Sinn Féin og SDLP fái hvor um sig 20–25% atkvæða. Reuters David Trimble lætur Peter Robinson, varaleiðtoga DUP, fá það óþvegið. Trimble og Paisley lenti saman úti á götu Belfast. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.