Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 50
ÍÞRÓTTIR 50 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT Enn hallar á ógæfuhliðina hjá ÍR-ingum eftir að hafa tapað, 79:67, fyrir Snæfellingum í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í Seljaskóla í gær- kvöldi. Heimamenn sem byrjuðu betur, skoruðu fyrstu níu stigin og höfðu yfir í hálfleik, 31:30, sprungu hins vegar á limminu í lokin, hittu illa úr skotum sínum meðan vel gekk hjá Hólmurum. Eftir leiki kvöldsins sitja Snæfellingar í öðru til fjórða sæti með tíu stig en ÍR vermir enn botnsætið með tvö. Ekki fór mikið fyrir gæðunum á leiknum en baráttan var þeim mun meiri og spennan mikil á köflum. Þegar komið var í fjórða leikhluta höfðu gestirnir fjögurra stiga for- skot, 51:47, og stefndi í hörkuspenn- andi lokamínútur. Jafnræði var með liðunum þar til þrjár mínútur voru til leiksloka, þá kom stórgóður leikkafli hjá gestunum þar sem þeir skoruðu nítján stig gegn fimm ÍR-inga og lokatölur urðu 79:67. „Við höfum verið að þétta okkar leik og það hefur oftast gengið vel hjá okkur í fjórða leikhluta og við oft náð að brjóta mótherjana niður ef leik- urinn hefur verið jafn,“ sagði Bárður Eyþórsson, þjálfari Snæfells. „Ég er reglulega ánægður með sigurinn en við vorum ekki að spila nógu sann- færandi á köflum. Sigurður Þorvalds- son var að taka mörg fráköst og halda okkur uppi á tíma og Lýður [Vign- isson] átti góðar þriggja stiga körfur á réttum tíma,“ bætti Bárður við. Eggert Maríuson, þjálfari ÍR-liðs- ins, var ekki jafn brosmildur og Bárð- ur í leikslok. „Þetta fór ekki eins og við ÍR-ingar vonuðum. Reyndar spil- aðist leikurinn eins og ég átti von á, þeir eru seigir og erfiðir við að eiga og ég bjóst við jöfnum leik. Við féllum því á eigin leik undir lokin, reyndum erfið skot í stað þess að leita uppi samherja og gera hlutina á auðveldan hátt – líkt og þeir gerðu. Botnbár- áttan er því framundan hjá okkur enn um sinn og botnslagur á Ísafirði næst,“ sagði Eggert. Seigir í lokin Andri Karl skrifar KÖRFUKNATTLEIKUR KR – Haukar 88:69 DHL-höllin, úrvalsdeild karla, Intersport- deildin, þriðjudagur 18. nóvember 2003. Gangur leiksins: 0:2, 5:2, 14:6, 23:10, 27:16, 28:23, 32:23, 35:34, 42:34, 44:36, 51.38, 53:45, 56:50, 64:52, 72:54, 78:56, 83:59, 87:64, 88:69. Stig KR: Chris Woods 30, Jesper Sörensen 14, Skarphéðinn Ingason 13, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 12, Ólafur Már Ægis- son 7, Steinar Kaldal 4, Hjalti Kristinsson 3, Steinar P. Magnússon 2, Jóel I. Sæmunds- son 2, Helgi R. Guðmundsson 1. Fráköst: 33 í vörn, 16 í sókn. Stig Hauka: Michael Manciel 18, Sigurður Þ. Einarsson 11, Þórður Gunnþórsson 8, Ingvar Guðjónsson 8, Halldór Kristmanns- son 8, Marel Guðlaugsson 8, Predrag Bojo- vic 6, Vilhjálmur S. Steinarsson 2. Fráköst: 17 í vörn, 10 í sókn. Villur: KR 21 – Haukar 19. Dómarar: Sigmundur Herbertsson og Egg- ert Aðalsteinsson. Áhorfendur: Um 115. ÍR – Snæfell 67:79 Seljaskóli: Gangur leiksins: 9:0, 13:4, 15:8, 19:8, 19:21, 23:23, 25:27, 31:30, 33:34, 38:36, 42:42, 45:46, 47:51, 54:54, 58:58, 60:60, 62:66, 64:73, 67:73, 67:69. Stig ÍR: Reggie Jessie 19, Ryan Leier 15, Ásgeir Hlöðversson 8, Ólafur Sigurðsson 8, Keven Grandberg 7, Eiríkur Önundarsson 6, Ómar Sævarsson 4. Fráköst: 30 í vörn, 12 í sókn. Stig Snæfell: Dondrell Whitmore 18, Hlynur Bæringsson 16, Lýður Vignisson 14, Sigurð- ur Þorvaldsson 13, Corey Dickerson 12, Haf- þór Ingi Gunnarsson 6. Fráköst: 31 í vörn, 10 í sókn. Villur: ÍR 22 – Snæfell 19. Dómarar: Leifur S. Garðarsson og Einar Þór Skarphéðinsson voru góðir. Áhorfendur: Um 320. Breiðablik – Njarðvík 85:97 Smárinn: Gangur leiksins: 3:0, 7:7, 7:13, 11:19, 16:21 19:25, 21:33, 25:36, 29:39, 40:42, 45:49 50:49, 55:51, 57:58, 59:63, 64:68, 66:70, 70:70, 70:76, 77:77, 77:87, 82:89, 85:90, 85:97. Stig Breiðabliks: Cedric Holmes 39, Mirko Virijevic 15, Loftur Einarsson 12, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 10, Jónas P. Ólason 7 og Jóhannes Hauksson 2. Fráköst: 12 í vörn, 20 í sókn. Stig Njarðvíkur: Brandon Woudstra 36, Páll Kristinsson 21, Friðrik Stefánsson 13, Bren- ton Birmingham 12, Egill Jónasson 6, Hall- dór R. Karlsson 4, Ólafur A. Ingvason 3 og Guðmundur Jónsson 2. Fráköst: 5 í vörn, 22 í sókn. Villur: Breiðablik 27 – Njarðvík 20. Dómarar: Helgi Bragason og Georg Gísli Andreasen. Áhorfendur: Um 190. Þór Þ. – Grindavík 76:86 Þorlákshöfn: Gangur leiksins: 6:7, 12:12, 20:17, 28:22, 30:26, 32:30, 34:38, 37:40, 44:44, 50:49, 50:59, 54:65, 63:74, 72:78, 78:82, 76:86. Stig Þórs: Ray Robins 19, Leon Brisport 17, Svavar Birgisson 16, Gunnlaugur Erlends- son 9, Billy Dreher 7, Grétar Erlendsson 4, Magnús Sigurðsson 2, Ágúst Grétarsson 2. Fráköst: 24 í vörn – 14 í sókn. Stig Grindavíkur: Darrel Lewis 20, Daniel Trammel 22, Páll Vilbergsson 17, Þorleifur Ólafsson 10, Guðmundur Bragason 10, Jó- hann Ólafsson 5, Ragnar Ragnarsson 2. Fráköst: 24 í vörn – 21 í sókn. Villur: Þór 18 – Grindavík 16. Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson og Karl Friðriksson. Áhorfendur: 180. Hamar – KFÍ 104:93 Hveragerði: Gangur leiksins: 0:4, 14:18, 19:18, 25:25, 31:33, 36:33, 43:43, 52:50, 56:57, 66:59, 71:63, 77:63, 82:67, 94:69, 96:77, 100:78, 104:83. Stig Hamars: Faheem Nelson 30, Chris Dade 29, Lárus Jónsson 16, Svavar P. Páls- son 12, Hallgrímur Brynjólfsson 9, Pétur Ingvarsson 8. Fráköst: 20 í vörn – 13 í sókn. Stig KFÍ: Adam Spanich 27, Baldur Jónas- son 18, Jeb Ivy 15, Sigurbjörn Einarsson 12, Pétur M. Sigurðsson 8, Shiran Þórisson 2, Lúðvík Bjarnason 1. Fráköst: 20 í vörn – 11 í sókn. Villur: Hamar 18 – KFÍ 19. Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson og Erling- ur Snær Erlingsson. Áhorfendur: Um 280. Keflavík – Tindastóll 101:90 Keflavík: Gangur leiksins: 10:2, 18:8, 24:16, 30:21, 33:28, 43:38, 51:51, 60:54, 71:57, 83:57, 93:68, 99:88, 101:90. Stig Keflavíkur: Derrick Allen 25, Nick Bradford 21, Gunnar Einarsson 14, Hjörtur Harðarson 10, Davíð Þór Jónsson 7, Gunnar Stefánsson 7, Jón N. Hafsteinsson 6, Arnar Freyr Jónsson 5, Sverrir Þ. Sverrisson 4, Halldór Halldórsson 4. Fráköst: 27 í vörn – 15 í sókn. Stig UMFT: Clifton Cook 30, Nick Boyd 28, Axel Kárason 16, Einar Örn Aðalsteinsson 8, Adrian Parks 4, Helgi Viggósson 1. Fráköst: 20 í vörn – 11 í sókn. Villur: Keflavík 17 – Tindastóll 25 Dómarar: Björgvin Rúnarsson og Guð- mundur Stefán Maríusson. Staðan: Grindavík 7 7 0 614:566 14 Njarðvík 7 5 2 647:595 10 Keflavík 7 5 2 695:605 10 Snæfell 7 5 2 584:531 10 KR 7 4 3 648:610 8 Haukar 7 4 3 561:582 8 Hamar 7 4 3 571:592 8 Tindastóll 7 3 4 683:654 6 Þór Þorl. 7 2 5 641:695 4 Breiðablik 7 1 6 581:641 2 KFÍ 7 1 6 651:725 2 ÍR 7 1 6 577:657 2 1. deild karla Ármann/Þróttur – Skallagrímur............70:86 NBA-deildin Philadelphia – Houston ...........................66:74 New York – Boston..................................89:86 Atlanta – Washington............................97:106 Dallas – Portland ...................................105:98 Utah – Orlando.........................................90:88 KNATTSPYRNA Vináttuleikir Suður-Kórea – Búlgaría.............................0:1 Vladimir Mantchev 20. – 38.000. Írland - Kanada............................................3:0 Damien Duff 23., Robbie Keane 60., 84. – 30.000. Egyptaland – Svíþjóð .................................1:0 Belal 11. – 20.000. HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, RE/MAX-deildin, suðurrið- ill: Digranes: HK - ÍR.................................19.15 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Selfoss: Selfoss - ÍS ....................................20 Í KVÖLD OLIVER Kahn, markvörður og fyr- irliði Bayern München og þýska landsliðsins í knattspyrnu, hefur biðlað til félaga sinna, bæði hjá Bayern og landsliðinu, að þeir taki meiri þátt í að svara fjölmiðlum fyr- ir og eftir leiki og deili þannig ábyrgðinni með sér. Kahn hefur ver- ið undir miklum þrýstingi frá fjöl- miðlum þar sem hann hefur oftar en ekki setið einn fyrir svörum hjá þeim þar sem hann hefur reynt að útskýra dapurt gengi Bæjara á leik- tíðinni og ekki síður hjá landsliðinu. Kahn segir að mikil orka fari í að svara fjölmiðlamönnum og hann geti hreinlega ekki staðið í því einn og óstuddur. „Það er alltaf við því búist að ég mæti fyrir hönd liðanna á blaðamannafundum en nú er kominn tími til þess að aðrir leik- menn taki þátt í því og beri ábyrgð eins og ég,“ segir Kahn. Kahn vill að fleiri svari fjölmiðlum ÍSLENSKA stúlknalandsliðið í handknatt- leik, skipað leikmönnum undir 19 ára, leikur í riðli með Danmörku, Úkraínu og Slóvakíu í undankeppni Evrópukeppni 19 ára landsliða. Riðillinn verður leikinn á Íslandi 9.–11. apríl 2004 og komast tvo efstu liðin í riðlinum í úr- slitakeppnina – sextán liða, sem fer fram í Tékklandi 30. júlí til 8. ágúst næsta sumar. Evrópumeistarar Íslands í keppni 20 ára landsliði karla hafa þegar unnið sér rétt til að leika í 16-liða úrslitakeppninni í Lettlandi 6.–14. ágúst 2004. Drengjalandsliðið, skipað leikmönnum undir 18 ára aldri, leikur í undankeppni í riðli með Makedóníu, Frakklandi og Grikk- landi í Makedóníu 21.–23. maí 2004. Tvö efstu liðin í riðlinum komast í lokakeppnina – sextán liða, sem fer fram í Serbíu og Svart- fjallalandi 23. júlí til 1. ágúst næsta sumar. Stúlkurnar leika á Íslandi Heimamenn komu mjög ákveðnirút í seinni hálfleikinn og voru að leika á köflum frábæran körfuknatt- leik. Liðin skiptust á um að hafa forystuna í þriðja leikhluta og höfðu skorað 70 stig hvort lið er honum lauk. En í liði Njarðvíkur eru miklir reynsluboltar og nægir þar að nefna kappa eins og Friðrik Stefánsson og Brenton Birmingham. Þeir tveir ásamt hinum frábæra körfuknattleiks- manni Brandon Woudstra fóru illa með Blikana í fjórða og síðasta leik- hluta. Þeir léku vörn heimamanna sundur og saman, voru duglegir að stela boltanum af þeim í sókninni og refsuðu þeim með vel útfærðum hraða- upphlaupum. Á tveggja mínútna kafla breyttu Njarðvíkingar stöðunni úr 77:77 í 77:87 og lögðu grunninn að 12 stiga sigri. Þeir Brenton, Friðrik og Brandon fóru mikinn í liði Njarðvíkinga, báru leik liðsins uppi og ég er ekki frá því að umkvartanir þjálfara og aðstoðarþjálf- ara við dómara leiksins þeirra hafi skil- að þeim nokkru, leikmenn urðu ein- beittari og Blikarnir létu spjall þeirra félaga við dómarana fara nokkuð í taugarnar á sér. Þá var Páll Kristins- son sterkur í seinni hálfleiknum. Breiðablik hefur á að skipa ágætum körfuboltamönnum og í heildina séð eru þeir ekki með síðra lið en Njarð- víkingar. Hlutskipti liðanna í deildinni er hins vegar ólíkt. Blikarnir, með þá Loft Einarsson, Cedric Holmes og Mirko Virijevic í broddi fylkingar, héldu fyllilega í við gestina lengst af leiksins en þeir áttu ekkert svar síð- ustu 8 mínúturnar þegar gestirnir settu í gírinn. Blikarnir, og þá ekki síst þeir sem höfðu dregið vagninn fram að þessu og áður eru nefndir, ætluðu þá að skora fimm stig í hverri sókn, luku þeim allt- of snemma og skutu úr vondum fær- um. Þeir geta því nagað sig í hand- arbökin yfir að hafa ekki gert betur og leikið af meiri skynsemi síðustu mín- úturnar. Það hefði örugglega skilað þeim öðrum og betri úrslitum en 12 stiga tapi. Hamarsmenn mikið sterkari Hamarmenn tóku á móti KFÍ íIntersport-deildinni í körfu- knattleik og eftir spennandi fyrri hálfleik tóku þeir af skarið í þriðja leik- hluta og lönduðu öruggum sigri, 104:83. Í hálfleik var staðan 43:43, og gestirnir virtust þá hafa leikinn nokk- uð í höndum sér þar sem heimamenn voru komnir í villuvandræði. Annað átti hins vegar eftir að koma á daginn, heimamenn hættu allri gestrisni í síð- asta leikhluta og skoruðu þá 33 stig á móti 18 stigum gestanna. „Það sem breytti gangi leiksins okkur í hag, var aðallega það að við fórum að gefa boltann meira inn í teig og fengum talsvert af auðveldum körfum,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari KFÍ, í leikslok. „Þeim gekk illa að stöðva sóknaraðgerðir okkar. Allir leikmenn Hamars stóðu sig vel og það var sérstaklega góð barátta í liðinu í seinni hálfleik. Það var hún sem skóp þennan sigur og þá sérstak- lega varnarleikurinn.“ Chris Dade hafði haft sig lítið sókn- arlega í frammi í þremur fyrstu leik- hlutunum og hafði aðeins skorað 12 stig. Hann hrökk síðan í gang í þriðja leikhluta og setti m.a. niður fjórar þriggja stiga körfur með stuttu milli- bili og var alls með 30 stig í leiknum. „Þeir fóru í smá svæðisvörn og það opnaðist á Dade. Hann bíður bara þangað til hann fær færi og þau gáf- ust í fjórða leikhluta. En hann er líka aðalsmerkið hjá okkur í vörninni og hefur aðstoðað okkur mikið við að bæta þann þátt leiksins,“ sagði Pétur. „Það var nákvæmlega það sama sem gerðist hér í kvöld og átti sér stað í síðasta leik á móti Keflavík, við hættum í seinni hálfleik. Við erum ill- viðráðanlegir þegar við spilum þann leik sem við viljum og spilum saman sem lið,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KFÍ. Leikmenn Hamars stóðu sig heilt á litið vel í gærkvöldi og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Dade stóð vaktina í vörn og svo tók hann af skarið í sókn- inni þegar þess þurfti. Faheem Nels- son lenti snemma í villuvandræðum, en það kom þó ekki í veg fyrir að hann skoraði 30 stig og tók 13 fráköst. Lár- us Jónsson stjórnaði sókninni vel, var með 10 stoðsendingar og 16 stig. Svavar Pálsson lenti snemma í villu- vandræðum, líkt og Faheem, en reyndist traustur þegar á reyndi, setti 12 stig og tók 7 fráköst. Pétur kom inn með góða baráttu í seinni hálfleik og sýndi að hann getur enn skorað þriggja stiga körfur, líkt og Hallgrímur Brynjólfsson sem var með þrjár. Adam Spanich sýndi ágæt tilþrif hjá KFÍ, var með 26 stig og 7 fráköst. Jeb Ivy fór mikinn í sóknarleiknum, en oft á tíðum treystu gestirnir um of á hann og var hann of mikið í að reyna að sigra leikinn upp á eigin spýtur. Sigurbjörn Einarsson var sterkur undir körfunni og tók flest fráköst gestanna, alls þrettán talsins. Baldur Jónasson var með þriggja stiga skot- sýningu í 3. leikhluta, og setti þá fjög- ur í röð, alls skoraði hann sex þriggja stiga körfur, úr níu tilraunum í leikn- um. Segja verður KFÍ það til hróss að þeir nýttu vítaskotin sín vel, aðeins fóru tvö vítaskot af átján forgörðum. Frábær seinni hálfleikur reið baggamuninn hjá Keflavík Þetta var lélegur fyrri hálfleikurhjá okkur, við töpuðum oft bolt- um og gerðum mörg mistök. Við spil- uðum illa í sókninni á köflum svo tókum við okkur saman í andlit- inu þegar á leið og spiluðum eins og menn. Í þriðja leikhluta gerðum við út um leikinn með góðri vörn og hröð- um sóknarleik,“ sagði Guðjón Skúla- son, þjálfari Keflavíkur, eftir að hans menn sigruðu Tindastól, 101:90, í Keflavík í gærkvöldi. Keflvíkingar byrjuðu leikinn betur og komust í 10:2 eftir fjögurra mín- útna leik. Allt benti til að um ein- stefnu yrði að ræða hjá heimamönn- um en Tindastólsmenn voru ekki á þeim buxunum að gefa svo auðveld- lega eftir. Keflvíkingar lentu í vand- ræðum með Bandaríkjamanninn Clifton Cook í fyrri hálfleik, hann skoraði þá 23 stig og hélt Tindastóli inni í leiknum ásamt Nick Boyd sem skoraði 15 stig í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 51:51. Í seinni hálfleik tók Keflavíkur-lið- ið öll völd á vellinum. Það byrjaði seinni hálfleikinn á pressuvörn og hröðum sóknarleik sem Sauðkræk- ingar réðu ekkert við. Gerðu Keflvík- ingar 34 stig á móti aðeins 6 stigum gestanna í þriðja leikhluta og þar með voru úrslitin ráðin. Bestu menn Keflavíkur voru Der- rick Allen sem gerði 25 stig tók 12 fráköst, Nick Bradford og Gunnar Einarsson sem skoraði 14 stig og átti mikinn þátt í góðum kafla liðsins í þriðja leikhluta. Hjá Tindastóli voru það Clifton Co- ok og Nick Boyd sem stóðu upp úr. „Við spiluðum vel í þrjátíu mínútur og illa í tíu mínútur, á þessum tíu mín- útum í seinni hálfleik gerast hlutir sem sjaldan sjást í körfubolta, að ann- að liðið spilar mjög vel og dómararnir hjálpa því um leið, það fannst mér. Að mínu mati töpuðum við leiknum á sjö mínútna kafla í þriðja leikhluta þar sem dómararnir misstu tökin á leikn- um og við misstum stjórn á leiknum, á sama tíma spiluðu Keflavík einsog þeir sem valdið hafa,“ sagði Kristinn Friðriksson, þjálfari Tindastóls, í leikslok. Njarðvíkingar ívið betri í Smáranum NJARÐVÍKINGAR máttu hafa nokkuð fyrir sigri sínum á Breiðabliki í gærkvöldi, er liðin mættust í Intersportdeildinni í körfuknattleik í íþróttahúsinu Smára í Kópavogi. Jafnræði var með liðunum lengst af fyrri hálfleiks. Gestirnir úr Njarðvíkum voru þó öllu ákveðnari undir körfunni og voru sex stigum yfir eftir fyrsta leikhluta. Munaði þar miklu að Blikar hittu ekki sérlega vel úr skotum sínum. Það lag- aðist þó er leið á fyrri hálfleikinn og Cedric Holmes kom Blikunum yfir 50:49 í síðasta skoti fyrri hálfleiks. Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Davíð Páll Viðarsson skrifar Helgi Valberg skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.