Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 26
BARNAHJÁLP SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA 26 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Miðstöð Sameinuðu þjóð-anna verður opnuð ínýju húsnæði í Skafta-hlíð 24 í Reykjavík á næstunni. Þar munu þrjú félög tengd starfi Sameinuðu þjóðanna (SÞ) hafa aðsetur. Þau eru Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Landsnefnd UNICEF á Íslandi og UNIFEM á Íslandi, sem eru kvennasamtök SÞ. Á morgun, hinn 20. nóvember, er alþjóðlegur dagur barnsins. Þann dag árið 1989 samþykktu Sameinuðu þjóðirnar samning um réttindi barna – Barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna. Sáttmálinn var staðfestur sem alþjóðalög og fullgiltur af íslenskum stjórnvöldum haustið 1992. Jólakort mikilvæg tekjulind Árleg jólakortasala í þágu Barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna hefst á morgun. Félag háskólakvenna ann- ast útgáfu og sölu kortanna. Þau verða til sölu í bókaverslunum og víðar, en afgreiðsla þeirra verður í Miðstöð SÞ í Skaftahlíð 24. Einar Benediktsson, fyrrverandi sendi- herra og stjórnarformaður lands- nefndar UNICEF á Íslandi, segir að jólakortasalan hafi verið eina tekju- öflun Barnahjálparinnar hér á landi, fyrir utan opinber framlög. „UNICEF hefur notið styrks á fjárlögum, af því sem ætlað er utan- ríkisráðuneytinu, sem nemur 10 þús- und dollurum á ári,“ sagði Einar. „Þessir peningar eru sendir beint til UNICEF. Íslendingar hafa einnig stutt sérstakar fjársafnanir Barna- hjálpar SÞ þegar svo ber undir.“ Einar segir að 80% af því fé sem UNICEF fær renni beint til hjálp- arstarfa. „UNICEF er langöflug- asta hjálparstarfið fyrir börn í fá- tækum þjóðfélögum heimsins,“ segir Einar. „Eitt af hverjum fjórum börnum, sem fæðast í þennan heim, fæðist í sárfátæku þjóðfélagi. Það getur átt fyrir höndum vannæringu og vatnsskort, er í hættu að sýkjast af hættulegum sjúkdómum og búa við heilsuleysi, vöntun á menntun og harðræði vegna ofbeldis. Örygg- isleysi og kynþáttamismunun koma einnig við sögu. Það er reynt að draga úr þessum vanda með marg- háttuðum og mjög hnitmiðuðum áætlunum.“ Barnahjálp SÞ hefur starfað í nær 60 ár og nýtur beins fjárhagsstuðn- ings aðildarríkja SÞ. Hún er því ekki á fjárlögum SÞ. Einar segir að fram- lög sumra aðildarríkja SÞ til Barna- hjálparinnar séu mjög há, til dæmis sé Noregur þar skínandi dæmi um rausnarlegt framlag. Ný landsnefnd Sem fyrr segir er Einar Bene- diktsson, formaður nýstofnaðrar landsnefndar UNICEF á Íslandi. Með honum sitja í stjórn Björgólfur Guðmundsson athafnamaður, Eva María Jónsdóttir dagskrárgerð- arkona, Matthías Johannessen, skáld og fyrrverandi ritstjóri, Sig- rún Stefánsdóttir, meinatæknir í stjórn Félags háskólakvenna, Þóra Guðmundsdóttir, stofnandi Atlanta, Þórunn Sigurðardóttir, stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík, Friðrik Pálsson framkvæmdastjóri og Júlíus Vífill Ingvarsson framkvæmdastjóri. Framkvæmdastjóri UNICEF á Ís- landi er Stefán Ingi Stefánsson. Landsnefndir UNICEF starfa í flestum aðildarríkjum SÞ, en hlut- verk þeirra er að kynna starfsemi UNICEF í viðkomandi löndum. Hlutverk þeirra er ekki síst að standa vörð um og kynna sáttmál- ann um réttindi barna. Barnasátt- máli SÞ er grundvöllur allrar starf- semi UNICEF, að sögn Einars, og UNICEF er vörsluaðili þessa samn- ings í kerfi SÞ. „Hér á landi koma fé- lagsmála- og dómsmálaráðuneyti að því að útskýra framkvæmd barna- sáttmálans hérlendis þegar eftir því hefur verið óskað.“ Einar segir ennfremur að það sé ákaflega þýðingarmikill þáttur í starfi UNICEF að kynna ástandið í heiminum og þörfina fyrir aðstoð við börn. „Eitt af því sem blasir við sem verkefni hér á landi verður að kynna Barnasáttmálann enn frekar í skól- um landsins og með eftirfylgni sem við vonum að verði veruleg. Það er undirstöðuatriði í að gera þjóðfélag- ið sér meðvitað um að þótt við séum fámenn þá er skylda okkar jafnrík að koma til móts við neyðina í heim- inum. Þegar þetta hefur verið gert væntum við þess að skilningur og undirtektir Íslendinga við starf Barnahjálpar SÞ muni aukast,“ seg- ir Einar. Hér á landi vinna ýmis samtök og félög að neyðarhjálp og öðru hjálp- arstarfi. Einar nefnir m.a. Hjálp- arstofnun kirkjunnar, Barnaheill, SOS-barnaþorp, ABC-hjálparstarf og Rauða kross Íslands. Auk þess sinnir Þróunarsamvinnustofnun Ís- lands þróunaraðstoð. „Landsnefnd UNICEF á Íslandi ætlar sér síður en svo að ryðja öðrum af vettvangi heldur frekar að styðja við það hjálparstarf sem unnið er með því að auka skilning í þjóðfélaginu á mik- ilvægi þess. Við væntum samstarfs við aðra sem vinna á þessu sviði,“ segir Einar. „Sannleikurinn er sá að hvort sem litið er til neyðar barnanna í heiminum eða annarrar aðstoðar í þróunarlöndunum þá er Ísland langt á eftir öðrum þjóðum með sitt framlag sem hlutfall af þjóðartekjum. Það hefur komið fram að ætlun stjórnvalda sé að bæta úr því.“ Stefán Ingi Stefánsson, fram- kvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, benti á að íslenska ríkið hafi lengi lagt málefnum barna lið í umræðum á alþjóðavettvangi. Hann sagði að það væri athyglisvert að Íslendingar gætu komið beint að ýmsum hjálp- arverkefnum innan Barnahjálpar SÞ sem búið er að skilgreina og eru í gangi. „Aðstoðin nýtist mjög vel og 80% af þeim peningum sem safnast hér, líkt og annars staðar í heim- inum, er ætlað að fara beint í aðstoð- ina.“ Nefnd á vegum Sameinuðu þjóð- anna, sem staðsett er í Genf, sér um framfylgd Barnasáttmálans. Ísland hefur tvisvar gert nefndinni grein fyrir framfylgd samningsins hér á landi. Barnasáttmálinn kynntur Stefán Ingi telur að vitneskja um Barnasáttmála SÞ og þýðingu hans sé ekki nægilega góð hér á landi. Barnaheill gaf út stytta útgáfu af sáttmálanum á sínum tíma og eins hafa dómsmálaráðuneytið og um- boðsmaður barna gefið samninginn út. Þessum útgáfum hefur m.a. verið dreift í grunnskólum landsins. Einar segir stefnt að því að kynna Barna- sáttmálann enn betur fyrir lands- mönnum. „Ég sá, fljótlega eftir að ég kom að þessu, góðan bækling sem Norðmenn gáfu út. Nú er verið að þýða hann og verður hann vænt- anlega gefinn út í stóru upplagi á næsta ári.“ Barnasáttmálinn hefur bætt stöðu barna mikið víða um heim, að sögn þeirra Einars og Stefáns Inga. „Hann hefur m.a. haft þau áhrif hér á landi að hið opinbera hefur tekið saman skýrslur um stöðu barna hér á landi, kynnt þær fyrir eftirlits- nefndinni í Genf og fengið viðbrögð við þeim. Barnasáttmálinn varð til þess að sett var upp alþjóðlegt eft- irlitskerfi með stöðu barna. Það var stór áfangi. Þótt sáttmálinn hafi ekki bylt stöðu barna hér á landi, þá hef- ur hann styrkt stöðu þeirra.“ Sem dæmi um aukna áherslu á málefni barna hér á landi nefna þeir félagar stofnun embættis Umboðs- manns barna, þótt það hafi ekki ver- ið stofnað að kröfu samningsins. Stefán Ingi sagði að Barnasáttmál- inn hefði haft gríðarlega mikil áhrif til hagsbóta fyrir börn í þróun- arlöndunum. „Starf okkar mun m.a. beinast að því að auka skilning Ís- lendinga á þýðingu samningsins fyr- ir börn í öðrum löndum en okkar eig- in. Eins hvað við getum gert til að mæta þörfum þeirra barna.“ ReutersBörn frá Kosovo koma úr skólatjaldi sem Barnahjálp SÞ, UNICEF, setti upp í flóttamannabúðum í Tirana. Til hjálpar fátækum börnum alls heimsins Morgunblaðið/Sverrir Erla Elín Hansdóttir frá Félagi háskólakvenna, Einar Benediktsson og Stefán Ingi Stefánsson með jólakortin sem seld verða í þágu UNICEF. TENGLAR .............................................. Barnasáttmálinn: http://www.barna- heill.is/barnasattmali.html Óstytt útgáfa: http://www.barnaheill.is/barnasatt- mali_max.html Miðstöð Sameinuðu þjóðanna á Íslandi verður opnuð á næstunni. Einnig er að hefj- ast sala jólakorta til styrktar Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. 1946 – Að síðari heimsstyrj- öldinni lokinni ógnuðu sultur og sjúkdómar evrópskum börn- um. Barnahjálpin UNICEF var stofnuð af Sameinuðu þjóð- unum í desember 1946 til að sjá börnunum fyrir mat og heilsu- gæslu. 1953 – Allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna ákveður að Barnahjálpin verði fastur liður í starfi samtakanna. UNICEF hrindir úr vör herferð gegn himberjasótt, sjúkdómi sem af- skræmdi fjölda barna en hægt er að meðhöndla með sýklalyfj- um. 1954 – Kvikmyndastjarnan Danny Kaye útnefndur farand- sendiherra UNICEF. Meira en 100 milljónir manna sáu kvik- mynd hans Assignment Childr- en (Verkefni: Börn) um starf UNICEF í Asíu. 1959 – Yfirlýsing um réttindi barna. Allsherjarþing SÞ sam- þykkir yfirlýsingu sem kveður á um rétt barna á vernd, menntun, heilsugæslu, húsa- skjóli og næringu. 1961 – UNICEF beinir at- hyglinni að velferð alls barns- ins, en ekki einungis heilsu þess. Þar með áhersla á mennt- un barna og stuðningur við kennaramenntun og öflun kennslugagna í nýfrjálsum ríkjum. 1965 – UNICEF hlýtur frið- arverðlaun Nóbels fyrir „út- breiðslu bróðurþels meðal þjóða“. 1979 – Ár barnsins. Ein- staklingar og stofnanir um all- an heim endurnýja heit sín um að vinna að réttindum barna. 1981 – Ráðstefna um heims- heilsu samþykkir reglur um markaðssetningu mjólkurvara sem komi í stað brjóstamjólk- ur. Þetta er gert til að hvetja til brjóstagjafar og bæta með því heilsu ungbarna. 1982 – Herferð UNICEF til að bjarga milljónum barna með einföldum aðferðum: Að fylgj- ast með vexti, hindra ofþurrk með vökvaneyslu, brjóstagjöf og bólusetningu. 1989 – Barnasáttmáli Samein- uðu þjóðanna samþykktur 20. nóvember og gengur í gildi í september árið eftir. Enginn mannréttindasáttmáli hefur verið samþykktur jafnvíða og á svo skömmum tíma sem þessi. 1990 – Leiðtogafundur um börn setur tíu ára markmið um heilbrigði, menntun og nær- ingu barna. 1996 – Gerð grein fyrir alvar- legum áhrifum stríðsátaka á börn í Machel-skýrslunni. 1998 – Öryggisráð SÞ ræðir um áhrif vopnaðra átaka á börn. 2001 – Heimshreyfing barna hvetur jarðarbúa til að breyta heiminum með börnum. 2002 – Sérstakur fundur Alls- herjarþings SÞ fjallaði um það sem hafði áunnist frá leiðtoga- fundinum 1990 og endurnýjuð heit um réttindi barna. 2003 – Landsnefnd UNICEF stofnuð á Íslandi. Heimild: Heimasíða UNICEF – www.unicef.org. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna Ljósmynd/UNICEF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.