Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. VIÐ undirritaðar viljum lýsa áhyggjum okkar af þeim aðgerðum sem gerðar hafa verið á barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri (FSA) sem þegar eru komnar til framkvæmda. Nú þegar hefur leik- skólakennara og iðjuþjálfa verið sagt upp störfum og þeirra stöður lagðar niður frá og með 1. jan 2004. Ennfremur hefur öllum sjúkraliðum deildarinnar, sem jafngildir 3,3 stöðugildum, verið gert að flytjast á aðrar deildir. Hvernig getur þetta annað en skert verulega þjónustu við börn í „fjölskylduvæna“ bænum Akureyri og nágrannasveitarfélög- um? Starf leikskólakennara deildar- innar er margþætt. Meginstarf hans er skipulagning leikstofu og umsjón með leik og afþreyingu fyrir börn og unglinga á dagdeild og legudeild. Einnig sér hann um að skipuleggja heimsóknir elstu barna í leikskólum Akureyrarbæjar og nágrannasveit- arfélögum til þess að kynna starf- semi sjúkrahússins. Þessi kynning hefur orðið til þess að börn finni síð- ur fyrir kvíða ef þau seinna meir þurfa að dvelja á sjúkrahúsi. Einu sinni í viku eru samverustundir með börnunum í samvinnu við djákna FSA. Leikskólakennarinn aðstoðar líka þroskateymi FSA við þroska- mat barna og tekur þátt í umönnun barna og unglinga með geðræn vandamál. Starfsemi iðjuþjálfa hef- ur farið ört vaxandi með þjónustu í þroskateymi barnadeildar og eftir- fylgd barna sem fá greiningu þar. Iðjuþjálfi hefur einnig tekið börn í þjálfun og mat og verið eini starf- andi iðjuþjálfinn á svæðinu sem býð- ur upp á slíka þjónustu og annar engan veginn eftirspurn. Með upp- sögn iðjuþjálfa við deildina er verið að kippa út allri þjónustu við börn sem þurfa á slíkri þjálfun að halda. Þau þurfa í staðinn að sækja þessa þjónustu til Reykjavíkur með til- heyrandi kostnaði auk þess sem bið- listinn þar er enn lengri. Með tilfærslu sjúkraliða fer ára- tuga dýrmæt reynsla. Stöðugildum við deildina hefur fækkað það mikið að erfitt verður að manna vaktir og veita lögbundin frí. Einnig mun þetta auka vaktaálag á það starfs- fólk sem eftir verður. Hver er stefn- an? Er þetta upphafið á endinum? Eiga börn landsbyggðarinnar ekki rétt á sömu þjónustu og börn á höf- uðborgarsvæðinu? Er það ekki vilji Akureyringa að hafa áfram aðgang að þessari þjónustu í heimabyggð? F.h. hjúkrunarstarfsfólks barna- deildar FSA ANNA RÓSA MAGNÚSDÓTTIR, GUÐRÚN GYÐA HAUKSDÓTTIR, NÍNA HRÖNN GUNNARSDÓTTIR. Skert þjónusta við börn á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri Frá Önnu Rósu Magnúsdóttur, Guðrúnu Gyðu Hauksdóttur og Nínu Hrönn Gunnarsdóttur ÉG hef upplifað höfnun kerfisins til framfærslu verkafólks. Maður kem- ur með öll gögn um að það vanti framfærslufé. Fær neitun frá fé- lagsþónustu og síðar félagsmálaráði og svo úrskurðarnefnd Félagsmála- ráðs samkv. 27. gr. laga. Um að ég sé með „of mikið kaup“ þrátt fyrir gögn um annað. Er ég í Eflingu og er taxti alltof lágur fyrir húsnæði og trygg- ingar á því og fyrir bíl og tryggingar á honum. Taxti um 130 þús. á mánuði brúttó, eða um 90 þús. út. Útkoman er frá kerfinu, þú mátt ekki eiga húsnæði, ekki bíl, og átt ekki að geta framfleitt þér á þessum launum. Er ekki verið að brjóta sjálfsögð mannréttindi á verkafólki? Ég hef komist að því að það er verið að brjóta mannréttinda- sáttmála Sameinuðu þjóðanna á okk- ur frá 1948. Dæmi: 25.gr.laga. „Hver maður á kröfu til lífskjara, sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og vellíðan hans sjálfs og fjölskyldu hans. Telst þar til matur, klæðnaður, húsnæði, læknishjálp og nauðsynleg félagsleg hjálp, svo og réttindi til öryggis gegn atvinnuleysi, veikindum, örorku, fyr- irvinnumissi, elli eða öðrum áföllum, sem skorti valda og hann getur ekki við gert. 2. Mæðrum og börnum ber sérstök vernd og aðstoð. Öll börn, skilgetin sem óskilgetin, skulu njóta sömu félagsverndar. Og að ofansögðu um neitun félags- málaráðuneytis líka er verið að búa til svarta vinnu og að hún fái að blómstra. Eitthvað sem verkalýðs- félög ættu að rannsaka? Ríkið sjálft að búa til svo slæmar aðstæður með þessari 27. gr laga. Nær engri átt og þarf að leiðrétta hið snarasta. Fram- fylgja frekar mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þá að reikna kostnað við húsnæði og bíl og ofan- greinda 25. gr. laga um þau sjálf- sögðu mannréttindi á 21. öldinni. Hvar er siðferðið í þessum málum, á hvaða klaka er það? Hvar er þessi fé- lagslegi þroski sem allir eru að tala um, en er ekki framkvæmdur þegar kemur að verkafólki? Á hvaða klaka er sá þroski? Með von um að viðkomandi aðilar svari nú hver fyrir sig, þá á ég við ríkisstjórn, stjórnarandstöðu, verka- lýðsfélög og mannréttindasamtök. JÓN TRAUSTI HALLDÓRSSON, Bústaðabletti 10, Reykjavík. Framfylgja ber mann- réttindasáttmála SÞ Frá Jóni Trausta Halldórssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.