Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ þurfa bæði að fara vel yfir fótaburð- inn og þá sérstaklega í tango og foxt- rot. Sigurvegarar voru þau Karl Bernburg og Ása Karen Jónsdóttir frá ÍR. Í s-amerískum dönsum bætt- ist þriðja parið við. Þau eru öll mjög ólíkir dansarar en sigurvegarar í þessum flokki voru Aðalsteinn Kjart- ansson og Edda Guðrún Gísladóttir frá ÍR. Í flokki Unglinga II var að venju jöfn og spennandi keppni. Í þessum hópi eru pör sem hafa keppt á móti hvert öðru árum saman. Sigurvegar- ar í báðum greinum voru þau Jónatan Arnar Örlygsson og Hólmfríður Björnsdóttir frá Gulltoppi. Þau hafa lengi verið í fremstu röð hér heima og margsinnis unnið Íslandsmeistara- titla. Það má geta þess að þau fóru ný- lega til Tékklands og kepptu þar sem fulltrúar Íslands á heimsmeistara- móti unglinga í 10 dönsum og höfnuðu þar í 20. sæti. Í flokki Ungmenna (16–18 ára) mættu tvö pör til leiks og kepptu þau einungis í s-amerískum dönsum. Þar sigruðu þau Björn Vignir Magnússon og Björg Halldórsdóttir. Þau hafa verið að bæta sig að undanförnu en samt sem áður fannst mér þau ná sér betur á strik á Októbermóti DSÍ. Sama var uppi á teningnum í flokki fullorðinna. Þar mættu tvö pör til keppni. Sigurvegarar voru þau Ísak Halldórsson Nguyen og Helga Dögg Helgadóttir frá Hvönn sem hafa oft þurft að dansa ein í sínum flokki. Það var því mjög gaman að sjá Gunnar Hrafn Gunnarsson og Sigrúnu Ýr Magnúsdóttur frá Gulltoppi mæta til leiks og veita sigurparinu keppni. Tel ég að þau hafi komið mörgum á óvart með sínum dansi. Flokkur Seniora keppti einnig ein- ungis í s-amerískum dönsum. Þar leiddu saman hesta sína þrjú pör. Sig- urvegarar voru þau Haukur Eiríks- son og Lizy Steinsdóttir frá DÍH. Þau kepptu hér á árum áður en tóku sér síðan hlé en eru nú búin að taka dans- skóna fram á nýjan leik og er gaman að sjá fjölgun í hópnum. Samhliða venjulegri keppni í sam- kvæmisdönsunum var haldin liða- keppni para 11 ára og yngri. Þar mættu til leiks þrjú lið og voru það lið frá Dansíþróttafélaginu Gulltoppi, Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar og Dansíþróttafélagi Kópavogs. Hvert lið var skipað fjórum pörum og var keppt í s-amerískum dönsum. Sigur- vegarar voru lið Dansíþróttafélags Hafnarfjarðar. Svona liðakeppni skapar alltaf góða stemmningu. Keppnin var þannig skipulögð að það voru alltaf sömu pörin sem kepptu á móti hvort öðru. Gaman og jafnframt réttlátara hefði verið að blanda hóp- unum meira og láta ekki sömu pörin dansa alltaf á móti hvort öðru. Lottópar ársins var að venju valið en að þessu sinni voru tvö pör valin. Eitt par sem dansar með grunnaðferð og annað sem dansar með frjálsri að- ferð. Eru þetta eins konar heildarsig- urvegarar. Pörin sem valin voru eru Magnús Kjartansson og Ragna Björk Bernburg fyrir dans með grunnað- ferð og Jónatan Arnar Örlygsson og Hólmfríður Björnsdóttir fyrir dans með frjálsri aðferð. Einnig fór fram keppni í línudansi og mættu til keppni þrjú lið. Sigur- vegarar voru Stígvéluðu kettirnir frá Danssmiðjunni. Umgjörð keppninnar og uppsetn- ing var mjög skemmtileg en því miður gerðist það að hún dróst á langinn og var orðin langt á eftir áætlun. Er þetta nokkuð sem skipuleggjendur þurfa að lagfæra fyrir næsta ár. Dómarar keppninnar voru sjö. Sex þeirra frá Dansráði Íslands og voru það Unnur Berglind Guðmundsdótt- ir, Jóhann Gunnar Arnarsson, Hildur Ýr Arnarsdóttir, Kara Arngrímsdótt- ir, Anna Svala Árnadóttir og Hinrik Norðfjörð Valsson. Einnig dæmdi keppnina danskennari frá Danmörku, Soffie Dalsgaard. Nánari upplýsingar um úrslit keppninnar má finna á heimasíðu Dansíþróttafélags Hafnarfjarðar, www.dih.is og heimasíðu Dans- íþróttasambands íslands, www.dans- sport.is . Alex Freyr Gunnarsson og Sara Kristín Rúnarsdóttir.Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir. Andri Fannar Pétursson og Elfa Rut Gísladóttir. DANS Íþróttahúsið við Strandgötu Hafnarfirði LOTTÓKEPPNI DANSÍÞRÓTTAFÉLAGS HAFNARFJARÐAR Laugardaginn 8. nóvember fór fram Lottókeppni DÍH. Um 300 þátt- takendur í Lottó-dansi Björn Vignir Magnússon og Björg Halldórsdóttir. Kara Arngrímsdóttir Aðalsteinn Kjartansson og Edda Guðrún Gísladóttir. LOTTÓKEPPNIN fór fram laug- ardaginn 8. nóvember í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Er þetta í tólfta sinn sem mótið er haldið og er það Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar sem stendur fyrir því undir stjórn Auðar Haraldsdóttur danskennara. Um 300 keppendur voru skráðir til leiks og voru þátttakendur frá 6 ára og uppúr. Dagskráin hófst með innmarsi þátttakenda. Það var síðan Bára Magnúsdóttir forseti Dansráðs Ís- lands sem setti mótið. Að því búnu dönsuðu allir keppendur sem á gólfinu voru dans ársins 2003, Ven Ven Ven sem Auður Haraldsdóttir samdi og var valinn af félagsmönnum Dansráðs Íslands. Síðan kom hópur frá Jassballettskóla Báru og sýndi dansinn „Hey big spender“ sem var saminn af Þórdísi Schram. Keppt var í öllum aldurs- og styrk- leikaflokkum og kepptu dömuriðlar, þar sem stúlkur dansa saman, sér. B-riðlar sem eru hópur byrjenda kepptu ekki heldur komu fram og sýndu nokkra dansa. Yngsti flokkurinn sem keppti í grunnsporum var flokkurinn Börn I (8–9 ára). Í K-riðli sem er keppnisflokkur þeirra sem lengst eru komin keppti ein- ungis eitt par í báðum grein- um. Það voru Andri Fann- ar Pétursson og Elfa Rut Gísladóttir frá DÍH. Þau voru ótta- leg krútt á gólfinu, mjög efnileg og með fínan fóta- burð. Að vísu voru þau ekki örugg með taktinn í Quickstep. Flokkurinn Börn II (10–11 ára), K-riðill kom skemmtilega á óvart. Þar var á ferðinni hópur dansara sem stóð sig mjög vel og þá sér- staklega í s-amerísku dönsun- um. Það verður gaman að fylgjast með þessum pörum í framtíðinni. Í standarddönsum fóru þar með sigur af hólmi Alex Freyr Gunnarsson og Sara Kristín Rúnarsdóttir frá DÍK. Þau eru með gott danshald og stöðu og fljóta vel yf- ir gólfið. Í s-amerískum dönsum voru það Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir DÍH sem sigruðu. Þau voru mjög kraftmikil og með góð- an rytma í líkamanum. Fjölmennasti hópurinn sem keppti með grunnaðferð er hópur Börn II A- riðill. Þetta er næsta stig fyrir neðan K-riðil og keppa þau í færri dönsum. Þarna eru margir efnilegir dans- arar á ferð sem stefna væntan- lega á að keppa í K-riðli í fram- tíðinni. Í flokki Unglinga I (12–13 ára) K-riðli var mjög jöfn og skemmtileg keppni. Að vísu fannst mér sigurvegararnir skera sig úr hópnum. Sigurvegarar í báðum grein- um voru þau Magnús Arnar Kjart- ansson og Ragna Björk Bernburg frá DÍK. Í flokki Unglinga II (14–15 ára), K- riðli kepptu einungis tvö pör í hvorri grein. Sigurvegarar í standarddöns- um voru þau Andri Kristjánsson og Elín Rós Elíasdóttir frá Gulltoppi. Þau hafa sýnt miklar framfarir að undanförnu og er þetta í fyrsta sinn sem þau keppa í K-riðli. Í s-amerísk- um dönsum voru það Pétur Kristjáns- son og Lilja Harðardóttir frá ÍR sem sigruðu. Sömuleiðis hafa þau farið vaxandi sem dansarar og má sjá tölu- verðar framfarir á þeim. Í keppni með frjálsri aðferð, þar dansa þeir sem lengst eru komnir í keppnisdansi, var keppt í öllum flokk- um. Yngsti hópurinn er hópur Ung- linga I. Þar voru tvö pör sem kepptu í standarddönsum. Bæði pörin eru mjög efnileg og dönsuðu vel en þau Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.