Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ M ér finnst vera kom- inn svo mikill fá- fengileiki í sam- tímann. Ég verð var við svo ríka tilhneigingu til að hampa því sem ekkert er, en horfa fram hjá hinu, sem er raunveruleg verðmæti; raunverulegur kjarni. Nú keppist hver við annan um að höggva á ræturnar, því sá lífsstíll, sem er í tízku, er rótleysi. Ekkert er nógu gott eins og það er. Ekki einasta að snörur séu lagðar fyrir okkur með falskri fegurð og innihaldslausu hjómi, heldur er börnum líka teflt fram til þess að tæla og trylla. Við eigum öll að vera ung, rík og falleg. Stundum finnst mér eins og menn séu heill- um horfnir í einhvern glansheim, þar sem þeir eru stöðugt að finna upp hjólið og allt snýst um þá sjálfa. Sjáið mig, segja þeir og við hinir störum opinmynntir á. Ég get ekki litið fram hjá því, að ég tók þátt í þessum dansi kring- um glanskálfinn. En ekki lengur. Ég hef hent danskortinu mínu og horfi til annarra átta. Það var svo, að þegar ég fór út í búð, lét ég augun oft hvarfla um forsíður tímarita meðan ég beið eftir að komast að við kassann. Það sem vakti athygli mína var, hversu oft sömu andlitunum brá fyrir, eins og aðeins brot af þjóðinni lifði í þessum glansheimi. Ég fylgdist með þessum for- síðum og gat jafnan tíundað eitt og annað, þegar heim kom. Og á mannamótum var ég langt í það að vera viðræðuhæfur! Það sem á vantaði bætti ég mér upp á biðstofunum, þar sem ég fletti tímaritum og skyggndist inn í glansheiminn á bak við forsíð- urnar. Þar sá hvergi á; allt slétt og fellt og fallegt. Þeir sviptivindar, sem blása um mannlífið, fóru ekki um þessi blöð. Það var logn á þeirra síðum; hár- greiðslurnar högguðust ekki. Einn góðan veðurdag var ég bú- inn að fá nóg. Ég fékk það á tilfinn- inguna, að glansheimurinn væri genginn of langt. Þetta gaspur hans um ekki neitt gekk gjör- samlega fram af mér. Nú lít ég ekki við forsíðunum, þótt ég þurfi að bíða við búðarkass- ann. Og þurfi ég á biðstofu, tek ég með mér bók til þess að drepa tím- ann. Ég er hættur að líta upp, þeg- ar glansheimurinn kallar; Sjáðu mig! MIG! Mér er alveg sama þótt ég teljist ekki viðræðuhæfur um fáfengileikann og menn segi mig þess vegna hættan að fylgjast með. Ég fylgist þeim mun betur með því sem mér finnst skipta máli. Ég veit, að heimurinn kemst af án þeirra sem gala hæst. Í minni blaðamennsku vantar ekkert upp á það, að ég hafi kynnzt fólki, sem telur sig bezt, fallegast og frumlegast. Þetta fólk mætir með sinn sjálfshólsstaur og vill fá að hrópa ágæti sitt út yfir heims- byggðina. Hér er ég! Sjáðu mig! Þú hefur aldrei séð eða heyrt ann- að eins! Skelfing hvað þetta framferði fer í taugarnar á mér. Nú er ég í aðstöðu til þess að leiða það hjá mér. Ekkert af þessu fólki er mér minnisstæðir einstaklingar. Ég man bara fyrirganginn. Vonandi að hann verði ekki efst á baugi blaðsins míns. Nóg er nú samt! Og aðrir nógir til að glotta með glans! En ég hef líka kynnzt mörgum, sem koma til dyranna eins og þeir eru klæddir og heyja sína lífsbar- áttu án þess að hrópa um hana á torgum. Og þegar eitthvað bjátar á, taka þeir hlutunum til þess að sigrast á þeim. Þessir menn hafa stækkað af eigin verkum, án þess að fá ofbirtu í augun yfir sjálfum sér. Þetta eru minnisstæðir ein- staklingar. Meðal annars man ég stutt svar manns, sem hafði orðið skipreika, en komst í björgunarbát og hafðist þar við í vosbúð og vondu veðri í röska klukkustund. Kunnugir töldu hann hafa verið hætt kominn, þegar honum var bjargað. Þegar ég spurði hann um vistina í björg- unarbátnum, svaraði hann: Þetta var sextíu mínútna klukkutími! Rétt eins og hann hefði bara setið heima í stofu! Svona gorgeirslaus gæi hefði nú aldrei meikað það í glansheim- inum. Þar er sextíu mínútna klukkutími ekki til. Bara sekúndan og eilífðin; ekkert þar í milli. Ég var að deyja! Þetta var eins og heil eilífð, sagði eitt glansnúmerið, sem lenti í fimm mínútna hnjaski á lífs- leiðinni. Og allur glansheimurinn stóð á öndinni af hrifningu. En ekki hann ég! Stundum flögrar það að mér, að allt of marg- ir nenni ekki lengur að skyggnast undir yfirborð hlutanna og leita að kjarnanum. Það er svo miklu auð- veldara að láta yfirborðið blekkja sig. Drekka í sig glansheiminn og ímynda sér, að hann sé raunveru- leikinn. Falla í stafi þegar hávað- inn hellist yfir; sjáðu mig. Hér er ég. ÉG! Má ég þá frekar biðja um Ljúfa- land og lóuna. Ljúfaland byrjaði sem sumarbústaður, sem við hjón- in áttum um tíma og reyndist mér gott afdrep frá umheiminum. Hvar sem ég finn slíkt afdrep síðan, kalla ég það Ljúfaland með sjálf- um mér. Í Ljúfalandi sat ég oft og hlustaði á lóuna, sem söng á lóðinni okkar. Ég minnist þess ekki, að hafa séð lóu uppi á staur eða húsþaki. Hún hélt sig alltaf við jörðina með söng sinn. Fallegur fugl lóan, eiginlega fullkomin fegurð í útliti og lögun. Og hún syngur fugla fegurst. Skyldi Íslendingum þykja jafn- vænt um annan fugl og lóuna? Ég held ekki. Hún er fallegust, bezt og vinsælust. Ekki af því að hún hafi hæst eða hreyki sér. Nei, lóan er þetta allt af sjálfri sér. Hún þarf ekki upp á staur til þess að gala sjálfa sig út yfir heiminn. Hún syngur ekki; Sjáið mig, hér er ég! Henni dugar alveg að skoppa eftir móanum og kveða burt leiðindin. Dansinn um glans- kálfinn Hér er fjallað um fyrirganginn í glans- heiminum; sjálfsánægjuna og sjálfs- hólið, og lóuna, sem er allt annað, og elskuð af öllum einmitt vegna þess. VIÐHORF Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is Nafn skóla Fækkun stöðu- gilda kennara Fækkun nemenda Áhrif á húsnæði Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi 6 78 (15,3%) Engin áhrif Menntaskólinn á Ísafirði 2 22 (13,0%) Þegar umfram þörf Fjölbrautaskóli Norðurlands á Sauðárkróki 3 52 (14,7%) Engin áhrif Menntaskólinn á Akureyri 9 116 (19,6%) Engin áhrif Verkmenntaskólinn á Akureyri 10 130 (21,5%) Engin áhrif Framhaldsskólinn á Laugum 0 8 (8,8%) Engin áhrif Framhaldsskólinn á Húsavík 1 24 (18,6%) Engin áhrif Menntaskólinn á Egilsstöðum 4 45 (16,8%) Engin áhrif Verkmenntaskóli Austurlands 1 13 (12,2%) Þegar umfram þörf Framhaldsskólinn í A.-Skaftafellsýslu 1 7 (8,2%) Engin áhrif Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum 2 27 (14,5%) Engin áhrif Menntaskólinn á Laugarvatni 3 35 (20,3%) Dregur eitthvað úr nýbyggingarþörf Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi 7 96 (17,3%) Dregur eitthvað úr nýbyggingarþörf Landsbyggðin alls 49 (17%) 653 (17,1%) Mjög lítil áhrif Landið allt 155 (12,2%) 2053 (17,9%) Lítil ÞAÐ er sannarlega athyglisvert að skoða skýrslu menntamálaráðuneyt- isins um styttingu námstíma til stúd- entsprófs. Hér skal staðnæmst við þær upplýsingar sem fram eru bornar um húsakost, manna- flsþörf og nem- endafjölda í fram- haldsskólum að óbreyttu og ef af styttingu námsins verður. Lítum sérstaklega á lands- byggðina utan höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. Í neðstu línu töfl- unnar eru tölur um landið allt til sam- anburðar. Heimildir eru töflur 13 og 15 í skýrslu ráðuneytisins: Sjá töflu. Af þessum tölum er í fyrsta lagi ljóst að stytting náms til stúdents- prófs hefur í för með sér vannýtingu á húsnæði flestra framhaldsskóla á landsbyggðinni sem eru þegar full- byggðir. Í öðru lagi fækkar stöðugild- um háskólamenntaðra sérfræðinga við framhaldsskólakennslu á lands- byggðinni um 17% borið saman við rúm 12% á landsvísu. Í þriðja lagi fækkar framhaldsskólanemum á landsbyggðinni um rúm 17% sam- anborið við tæp 18% á landsvísu. Um fyrsta atriðið er fátt annað að segja en að það getur naumast verið hagkvæmt að fullnýta ekki húsnæði sem þegar er til staðar. Um annað atriðið skal bent á að fækkun um 49 háskólamenntaða sér- fræðinga á landsbyggðinni er und- arlegt framlag til byggðaþróunar samtímans. Þetta fólk er sérmenntað til kennslu og vandséð er hvar krafta þess verður þörf ef til breyting- arinnar kemur. Afleiðingin verður vannýting á sérhæfðu starfsliði auk þess sem verulega mun muna um brotthvarf kennaranna og fjölskyldna þeirra. Þriðja atriðið leynir á sér. Ef gert er ráð fyrir að þriðjungur nemend- anna í landsbyggðarskólunum (að öll- um líkindum of lág tala) eigi lögheim- ili utan þeirra sveitarfélaga sem þeir stunda nám í þarf að hyggja að fjár- munatilfærslu og tekjutapi viðkom- andi sveitarfélaga. Fáar haldbærar tölur eru til um hversu mikið þetta fé er en í riti Rannsóknastofnunar Há- skólans á Akureyri, Byggðastefna til nýrrar aldar (Ak. 1998), eru leidd rök að því að hver aðkominn framhalds- skólanemandi hafi þá flutt a.m.k. 400 þúsund krónur með sér milli sveitar- félaga ár hvert. Jafnframt er sagt að talan sé vísast 15 til 25% of lág. Ef reiknað er með að þessi upphæð sé nú um 600 þúsund krónur er augljóst að nemendafækkunin á landsbyggð- inni mun þýða minna fjárstreymi til skólastaðanna tólf upp á ríflega 130 milljónir króna á ári að lágmarki. Þá er ótalið tap byggðanna vegna færri kennara, lægri heildarlaunagreiðslna frá ríkisvaldinu og minni umsvifa að öðru leyti. Þetta eru beinharðar tölur en þeim til viðbótar skal bent á að fækkun kennara og nemenda í litlum og frem- ur litlum skólum mun koma hart nið- ur á því námsframboði sem unnt verður að veita vegna þess að kennd- um tímum í einstökum námsgreinum mun fækka. Þar með verður enn erf- iðara að fá sérhæfða kennara til starfa. Róður þessara skóla mun því þyngjast að mun frá því sem nú er og þykir þó mörgum nóg um. Stytting náms til stúdentsprófs – Áhrif á landsbyggðinni Eftir Braga Guðmundsson Höfundur er brautarstjóri grunnskólabrautar við kennara- deild Háskólans á Akureyri. ÞAÐ framtak FÍB nú í haust að vekja athygli á misvel viðgerðum tjónabílum í umferð virðist hafa valdið starfs- mönnum trygginga- félaga nokkru hug- arangri og hafa ýmsir þeirra stigið fram og sagt þetta mál vera ys og þys útaf engu. Í grein í Morgunblaðinu nýlega segir for- stöðumaður tjónaskoðunarstöðvar Sjóvár-Almennra trygginga hf. að í öllum greinum og fréttaviðtölum um þetta efni hafi komið fram stóryrði, illa ígrundaðar yfirlýsingar og get- gátur um viðgerðir á tjónabifreiðum og fjölda þeirra. Hvaða stóryrði? Hjá FÍB könnumst við ekki við það að höfð hafi verið uppi stóryrði né illa ígrundaðar yfirlýsingar. Ástæðulaust er svo sem að vera elta ólar við þessar fullyrðingar forstöðu- mannsins og annarra trygginga- manna sem tekið hafa í sama streng. Málskilningur þeirra kann að vera með þeim hætti að þeim finnist það, sem sagt hefur verið, stóryrði og illa ígrundaðar yfirlýsingar og verður þá svo að vera. FÍB ætlar ekki að standa í einhverskonar móðurmáls- kennslu fyrir starfsmenn trygginga- félaga. Tvískinnungur En auðvitað er nærtækt að álykta að viðbrögð manna tengist því að þeir viti upp á sig skömmina. Er ekki einmitt augljós tvískinningur fólginn í því að reka áróður fyrir bættri umferðarhegðan og notkun öryggisbúnaðar í bílum en vera á sama tíma í stórtækri sölu á skemmdum bílum á hverjum mánu- degi allan ársins hring sem margir hverjir komast í hendur aðila sem klambra bílflökum saman af van- kunnáttu og vanefnum? Þessir bíl- skúramenn selja síðan grandalausu fólki bílana eftir að hafa sminkað þá upp. Bílarnir eru þá seldir með sömu öryggisbeltunum sem kannski björguðu lífi og limum þeirra sem í bílnum voru í óhappinu, en ekki nýj- um beltum – seldir án nýrra loftpúða í stað þeirra sem sprungu í óhappinu – seldir með sköðuðu og síðan „upp- réttuðu“ burðarvirki í stað nýs o.s.frv. Hver geta örlög fólks í hálf- viðgerðum bílnum orðið ef hann lendir aftur í óhappi? FÍB hafði á sínum tíma frum- kvæði að því að settar yrðu reglur um meðferð bifreiða eftir tjón. Þess- ar reglur tóku gildi 1. júní 1999 (ekki í ágúst 2001 eins og forstöðumaður tjónaskoðunarstöðvar Sjóvár- Almennra trygginga heldur fram í grein sinni). Um margt eru þessar reglur ágætar og ef farið væri eftir þeim út í hörgul væru í sjálfu sér ekki miklar ástæður til gagnrýni. En þannig er það bara ekki, því miður. Veikari bílar Nútímabílar eru byggðir ekki ósvipað og flugvélar. Reynt er að hafa þá sem allra léttasta en jafn- framt sterka. Í burðarvirki þeirra er notað plötustál sem er mjög sterkt þrátt fyrir að vera örþunnt. Burð- arþol þess er fengið með því að for- ma það á ýmsan hátt og fella mót- aðar einingar saman með sérstakri suðutækni. Plötustálið í bílum er einnig formeðhöndlað, t.d. með zink- húðun til að verja það tæringu. Þeg- ar burðarvirki bíls hefur dældast og skemmst, verður að skipta út skemmda hlutanum fyrir nýjan og sjóða nýja hlutann, sem oftar en ekki er zinkhúðaður, með sérstakri tækni sem er bílskúraviðgerða- mönnum í flestum ef ekki öllum til- fellum ofviða. Ef skemmt burð- arvirki er einungis rétt upp með því að hita stálið í því og hamra til, miss- ir það einfaldlega megnið af burð- arþoli sínu og styrk og bíllinn er margfalt veikari eftir en áður auk þess að vera ryðsæknari. Sérhæfð fagvinna Framleiðendur nútímabíla gefa út nákvæmar forskriftir fyrir því hvernig gera á við bílana eftir um- ferðaróhöpp svipað og framleið- endur flugvéla gera. Ef flugvél skemmist er skipt út skemmdu hlut- unum og gert við vélina samkvæmt forskriftum framleiðenda. Löggiltir flugvirkjar vinna slík verk og í verk- lok er vinnan tekin út og gengið úr skugga um að vélin sé flughæf. Sam- kvæmt fyrrnefndum reglum um meðferð tjónabíla er ætlast til að hún sé ekki ósvipuð og við flugvél- ina. En það er farið á svig við regl- urnar. Bílar eru seldir Pétri og Páli og undir hælinn lagt hvort gert er við þá á faglegan hátt eða ekki. FÍB er þeirrar skoðunar að þessar mánu- dagsútsölur tryggingafélaganna á skemmdum bílum til Péturs og Páls séu tímaskekkja. Bílgreina- sambandið hefur ítrekað tekið í sama streng og lýst þeirri skoðun sinni að sala tjónabíla á uppboðum til almennings sé fyllilega óraunhæf í nútímaþjóðfélagi. Illa og vel viðgerðir tjónabílar Eftir Stefán Ásgrímsson Höfundur er ritstjóri FÍB blaðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.