Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 48
ÍÞRÓTTIR 48 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK  ÍTALSKI knattspyrnudómarinn Pierluigi Collina mun dæma síðari leik Norðmanna gegn Spánverjum um laust sæti á EM í Ósló í kvöld.  VARNARMAÐUR enska úrvals- deildarliðsins Middlesbrough, Franck Queudrue, var sýknaður af ákæru um að hafa slegið sóknarmann Southampton, Kevin Phillips, í leik liðanna 27. september sl. en Middles- brough vann leikinn 1:0.  FRANSKI varnarmaðurinn átti að hafa slegið Phillips í höfuðið með oln- boganum en Phillips var hinsvegar mjög ósáttur við ákvörðun dómarans sem dæmdi ekki neitt. Phillips fékk rautt spjald fyrir vikið. Queudrue átti þriggja leikja bann yfir höfði sér en hann hefur nú þegar misst úr fimm leiki á þessu tímabili vegna þriggja rauðra spjalda sem hann fékk á síð- ustu leiktíð.  NORSKA knattspyrnusambandið hefur boðið Åge Hareide, þjálfara norska meistaraliðsins Rosenborg, um að taka við starfi landsliðsþjálfara í stað Nils Johans Semb. Forráða- menn Rosenborg segja ekki koma til greina að Hareide fari frá félaginu enda eigi hann tvö ár eftir af samn- ingi sínum.  GHEORGHE Hagi hefur sagt starfi sínu lausu sem þjálfari tyrk- neska knattspyrnuliðsins Bursaspor aðeins fjórum mánuðum eftir að hann var ráðinn til liðsins. Hagi er ósáttur við frammistöðu liðsins en undir hans stjórn hefur það aðeins unnið tvo af tólf leikjum. Hagi er besti knatt- spyrnumaður Rúmena fyrr og síðar en hann gerði garðinn frægan með liðum eins og Barcelona og Galatas- aray.  MUSTAPHA Hadji, Marokkóinn sem er á mála hjá Aston Villa er kom- inn til Berlínar í Þýskalandi þar sem hann er til reynslu hjá Herthu Berlín. Hadji vill gjarnan ganga í raðir liðsins og hann segist ekki trúa öðru en að forráðamenn Aston Villa vilji leyfa sér að fara þar sem hann er meðal launahæstu leikmanna félagsins. tveimur mánuðum. „Það er ekki nokkur framkoma gagnvart manninum að átta vik- um eftir að málið kom upp þá sé hann engu nær um hvort hann þurfi að súpa seyðið af gleymsku sinni eða ekki,“ segir Ferdin- and. „Málið hefur þvælst alltof lengi inn- an kerfisins hjá enska knattspyrnusamband- inu og ég fæ ekki séð að það sé sanngjarnt, hvorki gagnvart Ferdinand né félagi hans eða þá enska landsliðinu.“ SVEN-Göran Er- iksson, landsliðsþjálf- ari Englendinga, seg- ir að framkoma enska knattspyrnu- sambandsins í garð Rio Ferdinands sé fyrir neðan allar hellur, óþolandi er að Ferdinand bíði vikum saman eftir nið- urstöðum úr máli sínu, hvort hann fái áminningu, sekt, bann eða hvort málið verði fellt niður, en það snýr að því að Ferdinand mætti ekki í lyfjapróf sem hann var kallaður í fyrir Eriksson segir drátt í máli Ferdinands óþolandi Sven Göran Eriksson ÍSLANDSMEISTARAR Hauka í handknattleik mæta franska liðinu Créteil í 16-liða úrslitum í Evr- ópukeppni bikarhafa í handknatt- leik takist þeim að halda þriðja sæt- inu í B-riðli Meistaradeildarinnar. Dregið var í 16-liða úrslit Evr- ópumótanna í Vín í Austurríki í gær, en liðin sem hafna í þriðja sæti í riðlum Meistaradeildarinnar fá sjálfkrafa sæti í 16-liða úrslitum í Evrópukeppni bikarhafa. Créteil komst í 16-liða úrslitin með því að slá út austurríska liðið Bregenz, lið Dags Sigurðssonar, samanlagt, 43:38. Haukar eru í baráttu við Vardar Skopje frá Makedóníu um þriðja sætið í riðlinum. Haukar hafa tvö stig eftir sigur á Vardar á heima- velli en Vardar ekkert og kemur því leikurinn í Makdedóníu í lok mánaðarins til með að ráða úrslit- um. Innbyrðisviðureignir ráða en Haukar unnu heimaleikinn með að- eins eins marks mun, 34:33. Guðjón Valur Sigurðsson og sam- herjar hans hjá Essen mæta Zapo- rozhye frá Úkraínu eða Conversano frá Ítalíu í sömu keppni. Drott, sem sló út HK, mætir Karvina frá Tékk- landi eða Metkovic frá Króatíu. Róbert Gunnarsson og félagar hjá Århus GF mæta Astrakhan frá Rússlandi í EHF-bikarnum. Ragnar Óskarsson leikur með Dunkerque gegn Slask frá Póllandi í Áskorendabikar Evrópu. Haukar mæta Créteil haldi þeir þriðja sætinu Við ætluðum með okkar sterk-asta lið, þá stráka sem hafa verið mest í liðinu að undanförnu, en félögin settu þrýsting á leikmenn og þeir vildu síður fara í svona langt ferðalag því það er erfitt að vera fyllilega klár í slaginn á laugardegi þegar komið er til baka til Evrópu seint á fimmtu- dagskvöldi eða föstudagsmorgni. Maður skilur alveg afstöðu strák- anna. Engu að síður er þetta mjög áhugavert verkefni fyrir okkur því nú fáum við tækifæri til að skoða yngri stráka, stráka sem hafa verið í umræðunni undanfarið en ekki komist í hópinn. Einnig fá nokkrir úr 21 árs liðinu svona að þefa af landsliðinu. Ég tel þetta því mjög áhugavert dæmi fyrir okkur. Auð- vitað vitum við að við erum að spila við mjög sterka knattspyrnuþjóð og verðum því að reyna að skipuleggja okkur virkilega vel. Á sama tíma verðum við að gera okkur grein fyr- ir að það er ef til vill ekki hægt að ætlast til að þessir strákar komist í gegnum leikinn án þess að gera mistök. Þeir hafa lítið leikið saman, sumir þeirra hafa verið inn og út úr landsliðinu undanfarin ár en margir eru að koma að þessu í fyrsta sinn. Það má segja að við séum nánast með nýtt lið og því vart hægt að ætlast til þess að þeir skilji hver annan fullkomlega. Hópurinn er vel stilltur og ég held að þetta verði virkilega spenn- andi. Miðað við þær æfingar sem hafa verið lítur þetta bara vel út. Við höldum okkur meira og minna við þá leikaðferð sem við höfum verið með. Ég held það sé líka gott að gefa strákunum tækifæri á að fara yfir þær breytingar sem við höfum gert á leikkerfi liðisns og fara í gegnum það allt saman. Það tekur auðvitað tíma að komast inn í þetta alveg, en við höfum rætt við leikmenn einn og einn og í smærri hópum, enda er ég á móti því að vera með langa fundi þar sem farið er yfir leik hvers og eins. Ég man bara eftir því þegar ég var í þessu að menn voru stundum orðnir þreyttir á slíkum fundum,“ segir Ásgeir og brosir að minningunni. „Ég held að slíkir fundir skili í raun afskaplega litlum árangri.“ – Hvaða væntingar hefur þú fyrir leikinn? „Við komum auðvitað hingað til leiks til að reyna að fá eitthvað út úr leiknum og þeir munu þurfa að hafa mikið fyrir því að brjóta okkur niður. Ef við náum að halda því sem við leggjum upp með tel ég okkur eiga góða möguleika á að ná úrslit- um sem eru hagstæð fyrir okkur. Það er mjög ólíklegt að við komum hingað til San Francisco og vinnum leikinn, en við gerum okkar allra besta og raunin er auðvitað sú að við getum alveg unnið. Líkurnar eru samt sem áður ekki sérlega miklar. Það er lítil samæfing í lið- inu, en menn eru tilbúnir. Völlurinn þar sem við leikum er stór og fínt gras á honum og öll um- gjörðin á vellinum er glæsileg og það verður gaman fyrir strákana að leika þarna. Við viljum reyna að spila okkar leik fram á við á vell- inum og reyna að setja einhverja pressu á þá. Við hvetjum strákana til að sækja hiklaust, setjum ekki pressu á þá varðandi einhver mis- tök í varnarleiknum enda viljum við að þeir taki einhverja áhættu. Við viljum þróa leik okkar fram á við og verðum ekki hérna í neinni nauð- vörn,“ sagði Ásgeir. Ásgeir Sigurvinsson um landsleikinn við Mexíkó í nótt „Mjög áhuga- vert verkefni“ „ÞVÍ miður urðum við að gera miklar breytingar frá okkar upp- haflegu áætlun vegna þessa leiks, en við lögum okkur að að- stæðum og verkefnið er bæði spennandi og áhugavert fyrir okkur,“ sagði Ásgeir Sig- urvinsson, landsliðsþjálfari Ís- lands í knattspyrnu, um aðdrag- andann að því að Ísland mætir Mexíkóum í vináttulandsleik í knattspyrnu í San Francisco í Bandaríkjunum í nótt en leik- urinn hefst klukkan fjögur að ís- lenskum tíma. Skúli Unnar Sveinsson skrifar frá San Francisco Morgunblaðið/Skúli Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hafa haft um nóg að hugsa fyrir leikinn gegn Mexíkó. Dagskrá: Veislustjóri verður Sigurður V. Sveinsson. Ræðumaður kvöldsins Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. Gamanmál flytur Jóhannes Kristjánsson eftirherma. Forsala aðgöngumiða í íþróttahúsinu Digranesi og hjá Rögnvaldi, s. 894 4422. Undirbúningsnefndin Herrakvöld handknattleiksdeildar HK verður haldið laugardaginn 22. nóvember nk. í Akoges-salnum, Sóltúni 3, Reykjavík Húsið opnað kl. 18.30 LANDSLIÐ Mexíkó kom sam- an á mánudag til undirbúnings fyrir vináttulandsleikinn gegn Íslendingum sem fram fer í San Francisco og hefst klukk- an fjögur í nótt að íslenskum tíma. Ricardo La Volpe, þjálf- ari Mexíkana, þurfti að gera fjórar breytingar á þeim 18 manna hópi sem hann valdi upphaflega. Þeir Salvador Carmona, Israel López, Rafael García og Luis Ernesto Pérez komu inn í hópinn fyrir þá Claudio Suárez, Braulio Luna, Héctor Altamirano og Gonzalo Pineda, sem eru meiddir. Carmona og García léku báðir með Mexíkó í loka- keppni HM í fyrra en fyrir voru í hópnum tveir sem voru með í þeirri keppni, mark- vörðurinn Oswaldo Sánchez og miðjumaðurinn Ramón Morales. Sóknarmaðurinn Braulio Luna, einn fjórmenn- inganna sem datt út úr hópn- um, lék einnig á HM. La Volpe, landsliðsþjálfari, hefur endurnýjað liðið mikið frá því hann tók við því snemma á þessu ári og hefur mest lítið notað þá sem léku á HM í Japan og Suður-Kóreu. Lið Mexíkó hefur gengið illa á þessu ári, ef undan er skilinn sigurinn í Gullbikarnum á heimavelli í sumar. Mexíkó tapaði fyrir Uruguay, 2:0, í síðasta vináttuleik sínum, sem fram fór í Chicago í Banda- ríkjunum 15. október, og þá gerðu mexíkanskir áhorf- endur hróp að sínum mönnum þegar þeir gengu af velli. Þar á undan beið liðið lægri hlut fyrir Perú á heimavelli, 1:3, og það er því komin talsverð pressa á La Volpe þjálfara. Tveir HM- leikmenn bætast við hjá Mexíkó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.