Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2003 19 Miðbær | Mæting var betri en nokkur vænti þegar eldri borgarar Reykjavíkur rifjuðu upp minningar frá gamla Reykjavíkurrúntinum svokallaða á Hótel Borg á sunnudag. Gamli Reykjavíkurr- únturinn var sú leið sem ungir Reykvík- ingar í hamingjuleit gengu, um miðja öldina sem leið, áður en bílaumferðin varð ríkjandi í bænum. Pétur Pétursson þulur stóð fyrir sam- komunni og var afar ánægður með und- irtektirnar, enda var fullt út úr húsi á Borginni og mikil stemning og kátína ríkjandi. Dansarinn Óli Maggadon Hafliði Þ. Jónsson píanóleikari hóf samkomuna með því að leika „Hvað er svo glatt“ og viðstaddir tóku undir. Því næst rifjaði Hafliði upp æskuminningar sínar, en hann hefur á löngum ferli sín- um sem tónlistarmaður kynnst mörgum hliðum mannlífsins í Reykjavík. Sagði hann frá gömlum húsum og skemmtilegu mannlífi sem nú eru aðeins skuggar minninganna. Meðal annars sagði hann frá frétt í Morgunblaðinu árið 1916 um að fundist hefði færeyskur drengur. Þessi drengur hét Ólafur Magnússon og var síðar kallaður Óli Maggadon og varð frægur í bæjarlífinu í Reykjavík. Óli Maggadon var að sögn Hafliða bæði ólögulegur og ófríður og könnuðust áheyrendur við þá lýsingu, en hann kunni afskaplega vel að dansa og döns- uðu stúlkurnar jafnan við hann á dans- leikjum. Ein sagan sem Hafliði sagði af Óla var sú að hann fékk oft gefins einkennisbún- inga frá dönskum sjóliðum, en móðir hans tók þá jafnan af honum aftur eftir að hann hafði spásserað í þeim í dágóða stund. Einu sinni var Óli staddur niðri á höfn í dönskum liðsforingjabúningi þeg- ar þýskt skip var að sigla inn í höfnina. Þá hrópaði Óli eitthvað að þeim og þeir stöðvuðu skipið undir eins. Síðan leið og beið og þegar þýski skipherrann spurði hvað um væri að vera, af hverju skipið væri ekki lagst að bryggju, sögðu skip- verjar að maður í liðsforingjabúningi hefði stöðvað það. Sagði Hafliði það til marks um hlýðni Þjóðverja við yfirvald. Drukkið fyrir hersingu anda Pétur Pétursson fór með skaupsögur á milli erinda auk þess sem Hafliði lék á píanóið gömul danslög sem snertu hjartastrengi viðstaddra. Guðrún J. Straumfjörð sagði meðal annars frá fyrsta kvöldinu á Hótel Borg, þegar Gyllti salurinn var opnaður í jan- úar 1930 en hún var þá á meðal fyrstu gesta. Sagði hún hljómsveit hafa leikið í horninu og stemninguna hafa verið engu líka. Frú Jóhanna Vigdís Schram sagði einnig frá minningum sínum frá æsku- og unglingsárunum. Sagði hún meðal annars sögur af óperusöngvaranum Pétri Árna Jónssyni sem ásamt bróður sínum Þorsteini stofnaði Fótboltafélag Reykjavíkur sem síðar varð KR. Þar að auki sagði Hafliði frá Pétri Jónasi saxó- fónleikara, sem var nokkuð vínhneigður. Kenndi Pétur handanverum um og sagði oft að drukkið væri í gegnum sig. Gall- inn væri hins vegar sá að andinn hefði með sér gesti og þyrfti hann að drekka fyrir þá alla í einu. Annað sinn þegar Pétur hitti vin sinn bauð vinur hans hon- um í glas. Sagði þá Pétur að vinurinn hlyti að vera galinn, því hann drykki aldrei í frítíma sínum. Margar fleiri skaupsögur og hjart- næmar lýsingar af Reykjavík liðinna tíma féllu af vörum viðstaddra og vöktu bæði kátínu og ljúfsárar minningar um horfinn heim. Minningar af rúntinum Morgunblaðið/Svavar Hafliði Þ. Jónsson lék gömul danslög fyrir gesti. Pétur Pétursson þulur hlýddi athugull á minningar Hafliða Þ. Jónssonar. Mosfellsbær | Það verður aldrei of vel brýnt fyrir ungum og öldnum vegfarendum hve miklu það skiptir að sjást vel í umferðinni, sérstaklega þeg- ar skammdegið skellur á. Síðasta vika var átaksvika um notkun end- urskinsmerkja hjá Slysavarnafélaginu Lands- björgu. Björgunarsveitin Kyndill í Mosfellsbæ færði þá börnunum í sex ára bekkjum Varmár- skóla og Lágafellsskóla endurskinsmerki. Ekki er annað að sjá en að krakkarnir séu ánægðir með gjöfina.    Sjáumst í umferðinni Fjármálastjóri | Á fundi bæjarráðs Garða- bæjar í gær var samþykkt að ráða Alfreð Atla- son í starf fjármálastjóra Garðabæjar. Þetta kemur fram á heimasíðu Garðabæjar. Alfreð mun veita fjármálaþjónustu bæjarins forstöðu en undir hana heyra bókhald, innheimta og al- menn fjármálastjórn. Þá var samþykkt að aug- lýsa laust nýtt starf sérfræðings á fjár- málasviði, sem kemur til með að hafa umsjón með fjárhagsáætlanagerð bæjarins, íbúa- og hagþróun, fasteignaleigu bæjarins og trygg- ingamálum. Alfreð gegndi áður starfi bæjarbókara Garða- bæjar. Hann er viðskiptafræðingur og löggiltur endurskoðandi að mennt og hefur starfað hjá Garðabæ frá janúar 2001. Grafarvogur | Minnis- varði var afhjúpaður í austanverðum Gufunes- kirkjugarði í vikunni en honum er ætlað að vera athvarf fyrir fólk sem vill minnast ástvina sem hafa horfið en eiga sér engan legstað eða látinna ástvina sem hvíla í öðru landi. Frá árinu 1945 til 2002 hafa 47 manns horfið sporlaust og eru þá ekki taldir með þeir menn sem hafa farist við störf á sjó. Listaverkið er eftir listakonuna Rúrí en hún vann samkeppni sem Kirkjugarðar Reykjavík- urprófastsdæma efndu til árið 2001. Verkið heitir Hlið og er um 13 metrar að þvermáli og þrír metrar að hæð. Í Hliðinu er raf- lýsing sem lýsir upp altari skál- ans og nánasta umhverfi. Bekkj- um verður komið fyrir við listaverkið svo fólk geti átt þar kyrrláta stund. Í tilefni af afhjúpuninni lagði Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, blómsveig á altari minnisvarðans í virðingar- skyni við hin fjölmörgu sem fóru af stað en fundu ekki leið til baka. Morgunblaðið/Jim Smart Karl Sigurbjörnsson biskup og listakonan Rúrí afhjúpa minnisvarðann. Til minningar um horfna vini Verkið Hlið er um 13 metrar að þvermáli og þrír metrar á hæð. Í Hliðinu er raflýsing sem lýsir upp altari skálans og nánasta umhverfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.