Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 28
LISTIR 28 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ egar farið skal í saumana á ís- lenzkum myndlistarvett- vangi, er rétt að huga að þróunarferlinu úti í heimi þótt um nokkrar endurtekn- ingar verði að ræða í ljósi fyrri skrifa. Hvað seinni hluta síðustu aldar snertir, voru það heim- spekingar Frankfurtarskólans, þeir Adorno, Benjamin, Horkheimer og Marcuse, sem áttu stóran en þó að nokkru óbeinan hlut í þróun sem leiddi til stúdentauppreisnarinnar 1968. Ennfremur mikilla og afdrifaríkra hvarfa í hugsunarhætti og skólamálum, sem enn sér stað. Hræringarnar komu þó frekar í kjölfar menningarbyltingarinnar í Kína, rauða kvers Maó (ísl. þýðing 1966), og áttu þátt í stofnun rauðu herdeildarinnar í Þýskalandi og svip- aðra hópa í Vestur Evrópu, þá ungir og rót- tækir gengu hart í að rífa niður eldri gildi með umdeilanlegum meðölum. Meinlegt að valdabarátta í austr- inu varð til þess að ómenntaður múgur var virkjaður til að valta yfir elstu menj- ar menningar í Kína, á sama hátt og gerðist í Rússlandi á fyrstu árum Ráðstjórnarríkj- anna. Snúast svo einnig gegn mennta- mönnum, vera loks fyrirmynd upplýstra ung- menna í Vestur Evrópu. Ómetanleg menningarverðmæti í Austur Evrópu látin grotna niður eftir seinni heimsstyrjöldina, myrkraverkin sem fyrri daginn réttlætt með rangtúlkun á kenningum heimspekinga. Í Kína kostaði ferlið tugmiljónir blásak- lausra menntamanna lífið og gífurlega eyði- leggingu menja úr fortíð, þótt ýmsu hafi ver- ið bjargað og sér helst stað á risastóru þjóðminja- og þjóðháttasafni í Taiwan. Í vestrinu var í þeim mæli valtað yfir hefð- bundið skólakerfi að það var mörg ár að rétta við, afleiðinganna gætir enn og líkast til sýni- legastar í listaskólum. Skólakerfið átti erfitt uppdráttar í mörg ár og fjöldi manna streymdi úr æðri menntastofnunum með prófgráður sem þeir höfðu engan veginn unn- ið til. Seinna settust nokkrir helstu for- sprakkar stúdentauppreisnarinnar aftur á skólabekk eftir að hafa uppgötvað fáfræði sína og vanhæfni í starfi, en það munu hafa verið undantekningar. Næst skeði að fáfróðir prófgráðumenn reyndust með undirróðri og ýtni býsna naskir við að koma sér í áhrifa- stöður, einkum í menntakerfinu. Þetta hef ég áður rakið í vettvangsskrifum mínum og skal minnst tíundað hér, en árétta má sérstaklega að viðkomandi biðluðu til ungu kynslóð- arinnar með slagorðum um frelsi ásamt því að kaupa sér vinsældir með því að slá af menntakröfum og gera minni kröfur til mæt- inga og aga, einkum ef viðkomandi voru á kórréttri línu. Hér á ferð lærimeistarar og bendiprik kynslóðarinnar sem víða er hvað mest áberandi og hagnýtt hefur sér keim- líkar aðferðir. Birtingarmyndin þjóðfélags- legt raunsæi, dýrkun ódýrra meðala og klúð- urslegra vinnubragða með hvunndaginn á oddinum, og um leið burtkústun háleitra hug- sjóna og draumsýna. Þróað handverk ald- anna skyldi út úr myndinni en í stað þess koma hugmyndafræði, og víða tröllriðu fyr- irlestrar og fundarhöld ásamt þjóðfélagslegri orðræðu menntakerfinu á áttunda áratugn- um, hefur svo aftur færst í aukana. Hér yf- irsést mönnum að hugtakið list, mótað á tím- um endurfæðingarinnar grundvallast á æðra stigi handverks, eins konar uppgötvanaferli í ríki skynjunarinnar og hinnar þroskuðu eðl- ishvatar. Óvíst að nema lítill hluti þeirra semsetjast á skólabekk í dag geri sérfulla grein fyrir þessu orsakaferli,fylgjendurnir skiljanlega ekki kært sig um að upplýsa eftirkomendurna, einkum í ljósi hinna skelfilegu afleiðinga sem blasir við sérhverjum sem með opnum huga fer í saum- ana á þróuninni. Inni í myndinni að þeir upp- götvi, að nú á sér stað endurtekning margs þess sem var efst á baugi miðstýringarafl- anna á áttunda áratugnum með stjórn- málafræði, sjálfhverfu og sjálfsdýrkun í for- grunni. Einnig að allt utan hins markaða ramma skuli áhangendunum óviðkomandi, líta skuli á sem einskisvert fánýti. Hinn meinti óskeikuli vísdómur leiddi til neikvæðr- ar sýnar á öðrum gildum og stækrar útilok- unaráráttu, um leið var samasemmerki sett við niðurrif og framfarir. Afleiðingarnar létu svo ekki á sér standa; galtómir sýningarsalir framsækinna lista í lok áratugsins, kreppu og fjölda listhúsa á barmi gjaldþrots, sem svo aftur átti stóran þátt í endurkomu málverks- ins og annarra eldri gilda á níunda áratugn- um. Hvort sagan muni endurtaka sig skal engu spáð, hér að stórum hluta einungis um skjalfestar staðreyndir að ræða, hins vegar borðleggjandi að ungir sem fæðast beint inn í kaldan tölvuheiminn og yfirþyrmandi magn upplýsinga eru margir hverjir farnir að líta á nokkuð annan hátt á málin en fyrirrennarnir. Hið mikla afturhvarf til ekta og náttúrulegra hluta og mjúkra gilda á næstliðnum árum raunar alls þess sem forverarnir vildu rífa niður má vera til vitnis um þessi umskipti. Örtölvubyltingin undirrótin, einnig átti hún mestan þátt í falli Berlínarmúrsins, því ekki var lengur mögulegt að loka fyrir beint upp- lýsingastreymi að vestan og sannleikann um miðstýringaröflin og helsið fyrir austan. Forsagan, módernisminn, sem mennvoru óðast að hafna með tilkomusíðmódernismans, eða þess semmenn nefna postmódernisma, kom einna sýnilegast fram í arkitektúr. Hér á landi helst á vanmati á íslenzkri bygging- arhefð sem lá við ofsóknum á hendur húsa- meistara ríkisins Guðjóni Samúelssyni, er þótti ekki nógu hallur undir ný alþjóðleg stefnumörk. Jafnframt abstraktkynslóðinni svonefndu, sem vildi valta yfir þjóðleg gildi, herópið var að rífa þau niður og listsöfnin um leið. Úti í heimi hét það jafnvel að leggja skyldi eld að Louvre safninu í París, sem menn hentu óspart gaman að sem fánýtri og úreltri stofnun. Hið meinta grafhýsi, og tákn vestrænnar úrkynjunar hefur þó aldrei verið meira lifandi en á allra síðustu árum. Einnig skyldi setja jarðýtur á fornar menjar svo sem Forum Romanum, byggja í staðinn á auðu svæðin í anda módernismans, slagorðið var „í listum liggur engin leið til baka“. Áhrifa- gjörnum og ómótuðum fjarska auðvelt að ánetjast þeim gagnorða en grunnfærða reg- indómi. Róttækir vinstri menn eygðu í listum og íþróttum vænlega leið til að styrkja ímynd sína um yfirburði og mikilvægi málstaðarins. Fyriferðarmikil heimasmíðuð alþjóðahyggja var mótuð af hálærðum djúpvitrum spek- ingum í París, þeir útúr myndinni sem fylgdu ekki auðmjúkir gefinni línu, voru annars flokks listamenn; „passé“. Auðvitað margt frábært í hvunndeginum og módernisminn magnaður í sinni skýrustu mynd, en þegar fyrirbærin glata eðlisbundnu inntaki sínu og töfrum og verða að köldum fræðum og einsleitri miðstýrðri tuggu í hönd- um hagsmunaafla missa þau ljóma sinn og lífsneista, sósíalraunsæið í austri hér skýr- asta dæmið Svo fór að París glataði forystu sinni ásjöunda áratugnum, og slíkur varmáttur hvarfanna að mörgum fram-sæknustu og nafnkenndustu mál- urum eftirstríðsáranna var ýtt út í kuldann. Gleymdust og voru ekki endurreistir fyrr en á níunda áratugnum, en þá með braki og verk þeirra vel sýnileg og hátt í kúrs enn í dag. Forustan fluttist ekki einungis til New York, heldur gerðust þau undur í sjálfri Par- ísarborg þá leið á sjöunda og í upphafi átt- unda áratugarins, að nokkrar risastórar sam- anburðarsýningar í Pompidou menningarhúsinu litu dagsins ljós. Þær skyldu öðru fremur undirstrika yfirburði par- ísarskólans og festa í sessi, en höfðu allt önn- ur en um leið mjög gæfuleg áhrif. Þessar gagnvirku og yfirgripsmiklu sýningar opnuðu ekki einungis augu fjöldans fyrir breidd myndlistar og sjónmennta almennt, heldur urðu heimamenn óforvarendis að éta ofan í sig fyrrum heimatilbúna og meinta ófor- gengilega speki um alþjóðamál listarinnar sem hafði tröllriðið listaheiminum og víða hneppt listamenn í fjötra. Ótvírætt um að ræða eitt merkasta og mest upplýsandi fram- lag til heimslistarinnar alla síðustu öld, leiddi til gagngerðrar endurskoðunar á listþróun- inni í Evrópu og hafði gríðarleg áhrif út á við og listheiminn í heild. Seinna fylgdi svo risa- sýning á Vínarskólanum svonefnda, sem vitr- ingarnir í París höfðu fyrirlitið og forsmáð, eitthvað í líkingu við þýska myndlist þó á öðrum forsendum. Hún leiddi til algjörrar endurskoðunar á stílbrögðunum og er tímar liðu gerðist það að málverk eftir Gustav Klimt sem lengi hafði verið gáfumerki að rakka niður var eitt árið slegið á metverði, dálítið sem fáum ef nokkrum hefði látið sér detta í hug. Ævintýraleg aðsókn að fram- kvæmdinni mörgum ennþá í fersku minni, ekki síst vegna þess að í lokin neyddust menn til að hafa opið fram á hánótt sem var alls óþekkt í í heimsborginni, og mun þó hafa þurft að hleypa fólki inn í hollum fram á síð- asta klukkutímann. Hinar viðamiklu framkvæmdir voru í og með upphafið að mörgum fleiri vel skipulögð- um og upplýsandi stórsýningum, þar sem al- menningi gafst og gefst tækifæri til að virkja eigin heilahvel og hjarnastjörnur, lifa sig inn í þróunina á eigin forsendum. Ekkert lát á framvindunni sem margfaldað hefur að- streymi almennings á listasöfn, alla skilvirka og hlutlæga listviðburði. Jafnframt einnig náttúrusögu, tækni, vísinda og þjóðháttasöfn, aðsóknartölur fara upp í fjórar til sex millj- ónir á ári á þau stærstu. Þetta mjög heilbrigð þróun sem virkjar sjálfsprottna fróðleiksþörf almennings á samtíð og sögu, fátt áhugaverð- ara en innlit í þessi söfn þótt ekki sé til ann- ars en að fylgjast með viðbrögðum fólks hvernig það lifir sig inn í rás aldanna. Nú er svo komið að upplýstir hafaaftur hrokkið undan miðstýrðumframkvæmdum og síbylju í nafnialþjóðavæðingar, sagðar vera með frelsið og framvinduna á oddinum. Núlistir hafa þegar öllu er á botninn hvolft hreint ekkert með afneitun fortíðar að gera heldur stöðuga endurnýjun og endurfæðingu henn- ar, fyrri gilda um leið. Afneitun fortíðar tugga sem var í forgrunni einræðisríkja tutt- ugustu aldar, þó einungis í raddböndum for- ystumanna þeirra, án innra samhengis og rökfestu. Öllum skyldi kennt að lesa en þegn- arnir festir í fjötra fyrir það eitt að vera með óæskilegt lesefni og innflutningur þess frá öðrum löndum bannaður, óheppilegar skoð- anir fordæmdar. Ekkert hafa valdasjúkir stjórnmálamenn hræðst meir í aldanna rás en hugmyndafrelsi sem skapandi listir tákn- gera, því setja má samsemimerki við listir og lýðræði. Þessvegna er lögð svo mikil áhersla á að einangra þær, hneppa í ákveðið skoð- anamynstur með ofgnótt hugmyndafræði sem tekur á sig breytilegar myndir eftir þörfum. Auðvitað er ekkert til fyrirstöðu að ein- staklingar geti gert góða pólitíska list eins og hundheiðnir einstaklingar hafa gert rismikla trúarlega list en það er annað mál. Sköp- unarþörfina ekki mögulegt að staðla, menn hafa löngum jafnvel í árþúsundir vitað, að einungis er hægt að opna glugga og svo er það hvers og eins að þróa eðlisvísun sína á umheiminn. Hvort árangurinn nálgist hug- takið list eins og það var formað á tímum endurreisnar er svo allt annað mál... (Framhald) Í framhjáhlaupi „Í listum liggur engin leið til baka“ var slagorð módernismans. Í hita leiksins vildu sumir setja jarðýtur á Forum Romanum. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson bragi@internet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.