Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Áskriftarsími 881 4060 SPRENGJUHÓTUN um borð í tékkneskri far- þegaþotu suðvestur af Reykjanesi í gær varð til þess að lenda varð vélinni á Keflavíkurflugvelli og sett var í gang neyðaráætlun fyrir Keflavík- urflugvöll. Vélin var 660 mílur suðvestur af Reykjanesi þegar tilkynnt var um sprengjuhót- unina. Hótunin barst bandaríska sendiráðinu í Prag í tölvupósti í gær. Vélin lenti í Keflavík kl. 17.47 með 174 far- þega innanborðs og 10 manna áhöfn. Vélin var á leið frá Prag til New York. Við komuna var vél- in kyrrsett fjarri flugstöðvarbyggingunni og farþegar leiddir frá borði en þeir virtust rólegir við komuna. Lögreglumenn af Keflavíkurflugvelli og ör- yggisverðir handleituðu á öllum farþegum og þvínæst hófu sprengjusérfræðingar Landhelg- isgæslunnar sprengjuleit ásamt sérsveit ríkis- lögreglustjóra og lögreglumönnum af Keflavík- urflugvelli í vélinni sjálfri. Einn farþeginn, Silvie Rekova, segir að flug- stjórinn hefði sagst ætla að lenda í Keflavík af tæknilegum ástæðum en ekkert var minnst á sprengju fyrr en í hús var komið. „Vélin breytti um stefnu og fór inn í myrkur í stað þess að fara inn í birtuna í Bandaríkjunum,“ sagði hún. „Þá var okkur sagt að það væri eitthvað að vélinni og því þyrfti að lenda á Íslandi. Það var hálftíma fyrir lendingu sem við fengum að vita að ekki væri allt með felldu. Við vorum hrædd um að við myndum hrapa eða eitthvað álíka, en allir voru samt rólegir og lendingin gekk vel fyrir sig. Við erum fegin því að vera örugg og hafa fast land undir fótum.“ „Hrædd um að við myndum hrapa“ Morgunblaðið/Sverrir Farþegar héldu ró sinni, segir Silvie Rekova sem hér sést ásamt ferðafélaga sínum. 174 farþegar í tékkneskri þotu sem lenti í Keflavík vegna sprengjuhótunar ENN er nokkur munur á einkunnum nem- enda úr samræmdum prófum í 7. bekk grunnskólanna eftir landshlutum líkt og verið hefur hin síðari ár og koma nem- endur á höf- uðborgar- svæðinu betur út en jafnaldrar þeirra á landsbyggð- inni, en það hefur einnig verið raunin undanfarin ár. Niðurstöð- ur sam- ræmdra prófa í 4. og 7. bekk hafa nú verið sendar skólum og verða í kjölfarið sendar til nemenda og foreldra eða for- ráðamanna. Í samantekt Námsmatsstofn- unar kemur fram að munurinn á einkunn- um nemenda í 4. bekk er ekki marktækur milli landshluta. Munurinn á einkunnum nemenda í 7. bekk er hins vegar tals- verður, og hefur verið nokkuð stöðugur frá 1998. Lægstar á Suðurnesjum Í íslensku er lægsta meðaleinkunn barna í 7. bekk á Suðurnesjum, en sú hæsta í nágrannasveitarfélögum Reykja- víkur og á Norðurlandi eystra. Í stærð- fræði eru einkunnirnar lægstar á Suð- urnesjum en hæstar í Reykjavík og nágrenni. Munur á einkunnum eftir lands- hlutum :       &   *1? '0 :&  '0  #  D    D    :     :     )    #     0 * ' 1 . <,$ 8))8           E45 !   " # $  ($# #8#%$   F :&     BC4 BC* 6CB 6C@ BC* 6C? BC* BC4 6C8 BC4           BC* BC5 6C> 6CB BC4 6C? BC5 BC4 6C8 BC4 E4> E45 E4> SANDRA Gavrilovic, 13 ára stúlka frá Júgóslavíu fyrrver- andi, hefur fengið verðlaun fyrir mestu lestrarafköst í lestr- arátaki Bókasafns Bolung- arvíkur og Grunnskóla Bolung- arvíkur. Sandra Gavrilovic hefur aðeins búið á Íslandi í tvö ár en hún flutti með foreldrum og yngri systur frá heimalandi sínu síðla árs 2001. Vikuna sem lestrarátakið stóð las Sandra 15 bækur eða samtals 2054 síður og skilaði afar góðri og vandaðri endursögn úr hverri bók. Sýna þessi lestrarafköst henn- ar að hún hefur náð ótrúlega góðum tökum á íslenskunni. Efnt var til átaksins í fyrstu vikunni í nóvember með þátttöku nem- enda 1. til 8. bekkjar grunnskól- ans. Verðlaunin voru veitt á loka- dagskrá Norrænu bókasafns- vikunnar sem haldin var sl. föstudag. Vel tekið af bekkjarsystkinum Spurð um það hvað hefði hjálpað henni mest að læra ís- lenskuna sagði hún það fyrst og fremst vera hversu vel henni hefði verið tekið af bekkjarsystk- inum sínum, og bara öllum í skól- anum, hún hefði í fyrstu fengið aðstoð túlks og það hefði gengið vel að læra tungumálið. „Ég hef líka alveg frá því ég kom hingað haft brennandi áhuga á að kynnast landinu og fólkinu og það hefur örugglega líka hjálpað mér mikið. Í dag gengur mér bara vel í skólanum, það er líka svo mikið að gera með vinunum utan við skólann, aðallega í íþróttum, mér finnst æðislega gaman í hinum ýmsu íþróttum sem mér gefst tækifæri á að taka þátt í,“ sagði Sandra. Spurð um það hvert hugur hennar stefni í framtíðinni sagði Sandra að nægur tími væri til að ákveða það. „Ég get þó eitt sagt þér að það sem ég stefni að í framtíðinni ætla ég að gera vel,“ sagði Sandra geislandi af glaðværð og jákvæðni. Mesti lestrarhesturinn kunni ekkert í íslensku fyrir tveimur árum Las 15 bækur á einni viku Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Sandra Gavrilovic ánægð með árangur sinn í lestrarátakinu. Bolungarvík. Morgunblaðið. BRIM ehf. hefur selt 663 tonna kvóta til Gullbergs ehf. á Seyð- isfirði og jafnframt því hefur Adolf Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Gullbergs, keypt húseignir Dvergasteins á Seyð- isfirði. Áformað er að koma á fót nýrri fiskvinnslu í húsakynnum Dvergasteins, en Útgerðarfélag Akureyringa hætti þar rekstri um síðustu mánaðamót. Í fréttatil- kynningu frá Brimi segir að fljót- lega verði boðað til fundar á Seyðisfirði þar sem áform um nýtt fiskvinnslufyrirtæki á staðn- um verða kynnt. Í fréttatilkynningunni kemur fram að söluverð kvóta og hús- eigna sé trúnaðarmál seljanda og kaupenda, en viðskiptin myndi hvorki söluhagnað né sölutap hjá Brimi. Mjög ánægjuleg tíðindi Tryggvi Harðarson, bæjarstjóri á Seyðisfirði, segir þessar fréttir mjög ánægjuleg tíðindi. „Hér eru heimamenn sem hafa rekið kraft- mikla útgerð að hasla sér völl í fiskvinnslu á nýjan leik og ég held að allir séu mjög ánægðir með það. Fiskvinnslan skiptir ákaflega miklu í okkar samfélagi hérna á Seyðisfirði og það var mikið áfall þegar ÚA hætti vinnslunni. En nú sér maður fram á að nýir að- ilar taki við og ég tel að menn vænti mikils af þeirra rekstri hérna,“ segir Tryggvi. Við sameiningu Skagstrend- ings, Fiskiðjunnar Dvergasteins og Útgerðarfélagsins Birtings ár- ið 1997 færðust aflaheimildir yfir til Skagstrendings, sem nú er hluti af Brimi ehf., en allar götur síðan hefur Gullver NS 12, ísfisk- togari Gullbergs ehf., veitt bróð- urpart þessara heimilda til vinnslu á Seyðisfirði. Samkvæmt samningnum mun Brim ehf. selja Gullbergi sambærilegar aflaheim- ildir og á sínum tíma færðust yfir til Skagstrendings, en þar er um að ræða 624 tonn af bolfiski og 39 tonn af rækju. Brim selur 663 tonna kvóta til Gullbergs á Seyðisfirði Ný fiskvinnsla áformuð í húsakynnum Dvergasteins TALSVERT tjón varð í bíl sem eldur kvikn- aði í þar sem hann stóð fyrir utan verslun Nóatúns við Rofabæ í gærkvöldi. Mikill eld- ur logaði í vélarhúsinu er bíll frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins (SHS) kom á vett- vang. Slökkviliði barst tilkynning um eldinn klukkan 19.30 og þurfti að ljúka vélarhlíf- inni upp með kúbeini. Gekk fljótlega að ráða niðurlögum eldsins. Kviknaði í bíl við Rofabæ FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusam- bandsins hefur lagt til breytingar á skatt- lagningu á bíla í Evrópu. Samkvæmt tillögunum eiga vörugjöld af bílum að leggjast af á næstu 5 til 10 árum og tekin verði upp eigendagjöld, eldsneytis- gjöld og umhverfisgjöld. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir hugmyndina þá að færa skatta vegna bílakaupa yfir í notkunina í formi eldsneytis- og umhverf- isskatta. „Ég sæi alveg fyrir mér til lengri tíma að farið yrði út í svipaða skattheimtu á bíla hérlendis. Í auknum mæli yrðu bílarnir skattaðir í tengslum við notkunina en ekki innkaupin. Á grundvelli EES-samningsins teldi ég að þetta myndi ganga yfir hér eins og annars staðar,“ segir Runólfur.  Vörugjöld/B2 Vörugjöld af bílum aflögð Tillögur framkvæmda- stjórnar ESB ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.