Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í einni af bestu bók- um sem skrifuð hefur verið á íslenskri tungu, er sagt frá gamalli konu sem lifði alltaf áfram, eins og nokkurs konar kerti sem drottinn hafði gleymt að slökkva. Þessi gamla kona trúði ekki á neinar brautir nema í hæsta lagi á drottins braut. Hana langaði alltaf heim. Hún amma mín lifði alltaf ein- hvern vegin áfram og var ég farinn að halda að hún yrði eilíf. Lífshlaup hennar snerti þrjár aldir. En nú er hún komin heim, það er komið að leiðarlokum, hendur fallnar í skaut, lífskertið er slokknað. Hún amma mín er komin í djúpan faðm hvíld- arinnar, þar sem sálin þráir að hvíl- ast frá eilífð til eilífðar, þar sem feg- ursta blómið lifir. Í mínum huga hafði aldrei fæðst á jörðu þessari eins saklaus og hrein- hjörtuð manneskja. Amma mín hugsaði aldrei misjafnt til nokkurrar manneskju en vildi öllum vel, hún var umvafin elsku og mildi. Ásjóna hennar var hlý og fögur og í henni bjó afl kærleikans. Hún var sálar- megin í lífinu. Yfir henni hvíldi jafn- an þroskuð rósemi, öryggi og friður. MÁLFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR ✝ Bjarný MálfríðurJónsdóttir fædd- ist á Fögrueyri við Fáskrúðsfjörð 29. ágúst 1896. Hún lést á Landakotsspítala við Túngötu 7. nóv- ember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hallgríms- kirkju 17. nóvem- ber. Líkt og lyngværa heiðarjurt langar mig, þig kærleik vefja áður en harðger rótin er hrifin burt og hinstu för skal upp- hefja. (Ókunnur höfundur.) Amma mín lést á öldrunardeild Landa- kots. Ég og fjölskylda mín sátum við höfðalag hennar þegar hún tók síðustu andvörpin. Það var eins og hún hefði beðið eftir okkur áður en hún skildi við. Hún vildi kveðja áður en hún lagði í hina hinstu för. Það sem ein- kenndi augu hennar þessa stund var þessi kyrra hreina dýpt. Silkimjúkir lokkar hennar lágu í bugðum um aldurhniginn meitlaðann vanga hennar. Óstyrk og sinaber höndin eins og hrjóstrugt landslag hafði leitað skjóls í bernskuferskum hönd- um barnanna minna. Líkaminn og sálin var orðið eitt. Getur í raun réttri nokkuð í veröldinni spillt nokkru sem er eins fagurt í eðli sínu? Þegar maður hugsar til baka var þessi háaldraða kona eitt sinn ung austfirsk sveitastúlka sem hljóp um á björtum hlýjum degi, þar sem sólin ljómaði yfir tignarlegum fjöllum Austurlands á eilífðarhimni. Sem barn hafði hún staðið í fjöruborðinu við Fögrueyri við Fáskrúðsfjörð, þar sem hún var fædd og uppalin, leikið sér að skeljum og kuðungum við fuglakvak og sjávarnið hafsins. Hún var af þessu fátæka fólki landsins sem aldrei brást kjarkur í ólgusjó lífsins, sem unni landinu og þjóðinni af heilum hug. Það var þetta fólk, þessi sterki þjóðernis- andi, sem gerði okkar fátæka eyland lengst vestur í hafi í jaðri heimsins að stórþjóð í velmegunar- og menn- ingarlegum skilningi. Það voru forréttindi að fá að alast upp á heimili, þar sem amma mín var alltaf til staðar. Það var tilhlökk- un fyrir ungan svein að vakna í bítið, þar sem beið manns grautur úr haframjöli með rjóma, angan af ný- bökuðu brauði og eplaskífum. Þetta voru veisluföng sem hefðu sómað sér vel á morgunverðarborði á bestu veitingahúsum veraldarinnar. Á þessum árum var vekjara- klukka á heimilinu óþörf. Að vera vakinn upp með blessunarorðum og hlýleik ömmu minnar er einhver sú fegursta minning sem aldrei líður mér úr minni. Aldrei svaf hún amma mín yfir sig. Það sem henni var trú- að fyrir, leysti hún af hendi af ein- stakri skyldurækni. Nýburstaðir skórnir stóðu fyrir framan dyrnar mínar á hverjum morgni áður en skólaganga hófst. Hvítar leikfimibuxurnar ávallt ný- þvegnar og straujaðar af einstakri natni. Ég á erfitt með að dylja tilfinn- ingar mínar á þessari stundu, þegar ég kveð þig, elsku amma mín. Þú varst ekki of gömul til þess að ég gæti grátið, en jafnframt var gleði yfir því að þú hafir fundið náðina. Ég flyt þér hetjukviðu minningar þinnar. Einn dag kem ég yfir til þín, elsku amma mín, yfir jökulinn, inn um dyr dýrðarinnar. Þangað til lýsir stjarnan þín stök á himni skært yfir kjölfari á öldudal ævi þinnar. Ég er stoltur af að vera afkomandi þinn og hreykinn af uppruna mínum. Megir þú hvíla í friði, elsku amma mín. Mildi þína man ég alla ævi. Þinn dóttursonur, Kristinn Kolbeinsson. Löngu liðið sunnu- dagskvöld kemur í hugann. Kýrnar komn- ar úr haganum. Þegar hópurinn var kominn í fjós var einn básinn auður. Ein kýrin hafði ekki fylgt hópnum. Ekki snúið með hinum heim úr haga. Slíkt var óvenjulegt enda kýr félagsverur og þekktar fyrir að halda hópinn. Eitthvað hafði komið fyrir. Eftir stundar leit var ljóst hvað orðið hafði. Flekkótta kýrin lá meðvitundarlaus í laut nokkurri skammt frá þeim stað er hópurinn hafði verið á beit skömmu áður. Augun sljó og púlsinn á háls- slagæðinni hægur. Doðinn sem svo var kallaður og algengur kvilli á ár- um áður hafði lagt nýborna mjólk- urkúna nánast að velli. Orsökin of snögg breyting efnaskipta þegar- mjólkurframleiðsla hófst að nýju að burði loknum. Hver voru ráðin. Að ná í dýra- lækninn. Á sunnudagskvöldi og GUDMUND KNUTSEN ✝ Gudmund Knut-sen fæddist í Osló 10. september 1923. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 20. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akureyrarkirkju 31. október. enginn GSM sími. Ekki heldur beint símasamband. Aðeins hjálpsöm prestshjón á símstöðinni. Stóðu upp frá kvöldmatnum til þess að gefa samband og hálfum tíma síðar renndi gráa Volkswag- en-bjallan nær á þjóð- vegahraða niður túnið. Nánast yfir móa og mýrar. Knutsen var kominn. Ekki mátti það síðar verða þar sem síðustu andartökin voru fram- undan í grænni lautinni. Og hand- tökin voru eftir aksturlaginu. Hröð. Læknistaskan opnuð. Slanga sett á flöskustút. Hálsslagæðin fundin og innan tveggja mínútna rann kalk- upplausnin um æðakerfi kýrinnar. Eftir því sem lækkaði í flöskunni rifaði meira í augu hennar. Ef til vill var lífi hennar borgið. Doðakastið var slæmt og næstu daga kom Knutsen reglulega og vitjaði sjúklingsins í lautinni. Þar til hún reis upp á fimmta degi. Gaf henni kalkupplausn og vítamín og hún náði heilsu. Þessi saga af dýralækningum er hluti af því starfsumhverfi sem dýralæknar bjuggu við eftir miðbik síðustu aldar og raunar allt til þessa dags þótt margt hafi breyst. Á þeim tíma sem Gudmund Knutsen kom til Eyjafjarðar nýútskrifaður frá dýralæknaháskóla í Osló, en hann var ættaður frá Asker bæjarfélagi suðvestan hinnar eiginlegu Osló- borgar. Viðdvölin átti að verða stutt. Eitt til tvö ár. En varð að nær sex áratuga langri starfsævi. Starfsævi sem er Eyfirðingum og eyfirsku sveitafólki að góðu kunn. Atorka og eljusemi einkenndu jafn- an störf Gudmund Knutsens og þær voru ófáar ferðirnar sem farnar voru fyrirvaralaust. Á nóttu eða degi. Í sól eða byl. Allt eftir því hvernig þörfin bauð og skyldan kallaði. Á skírdagskvöldi einhverju sinni fékkst hann við erfiðan burð. Tveir kálfar á leið í heiminn og fjór- ir framfætur birtust samhliða. Góðra ráða var nauðsyn og innan stundar var Knútsen kominn. Ann- ar kálfurinn varð að sýna þessum heimi nokkra biðlund. Þetta tókst að lokum en svo lá dýralækninum á að komast til starfa að snjóskaflar á leið að fjósdyrum reyndust farkosti hans ofviða. Um svipað leyti og tví- burakálfarnir náðu á spena voru skóflur hafnar á loft og dráttarvél sett af stað til þess að losa bílinn úr fangbrögðun útmánaðanna. Margar slíkar ferðir átti Guð- mund Knutsen á starfsferli sínum í eyfirskum byggðum. Hvorki spurt um tíma eða færð. Stundum voru skíðin tekin fram. Læknistaskan sett á bakið og brunað af stað. Þá naut hann hins norska uppeldis. Þótt ekki ætti fyrir honum að liggja að flytja til heimalandsins að nýju var Noregur honum kær. Kom það gjarnan fram í samtölum og frásög- um frá heimalandinu. Á meðan hann beið áhrifa frá kalkgjöfinni í lautinni forðum notaði hann tímann og sagði frá landi og þjóð. Og síðar þegar hann hafði spurnir af því að eitt okkar hefði dvalið um sumar í Norgi spurði hann að bragði hvort honum hefði ekki þótt hann fal- legur. Með Gudmund Knutsen er geng- inn maður sem setti svip á Eyja- fjörð og eyfirskan landbúnað um nær hálfrar aldar skeið. Maður sem margir minnast fyrir skjót viðbrögð og ósérhlífni þegar hans var vant. Fjölskyldan frá Ásláksstöðum. Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, STEINGRÍMUR BJÖRNSSON frá Ytri-Tungu á Tjörnesi, Litla Hvammi 8b, Húsavík, lést á Sjúkrahúsinu á Húsavík laugardaginn 15. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Húsavíkurkirkju mánu- daginn 24. nóvember kl. 14.00. María Valsteinsdóttir, Þórarinn Björn Steingrímsson, Birgit Schov, Kristbjörg Guðrún Steingrímsdóttir, Guðmundur Ingi Georgsson, Ólöf Anna Steingrímsdóttir, Benjamín Bjartmarsson, Birna Friðrika Steingrímsdóttir, Heri Jógvan Joensen og barnabörn. Frænka okkar, LOUISE E. THORARENSEN, Kaplaskjólsvegi 51, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi sunnudaginn 16. nóvember. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Henrik Thorarensen, Þór Thorarensen, Henrik E. Thorarensen. Maðurinn minn, FRIÐRIK PÉTURSSON, lést á líknardeild Landspítala Landakoti mánu- daginn 17. nóvember. Jónína Jónasdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, FRIÐRIK ÞÓRISSON, Hátúni 10, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánu- daginn 17. nóvember. Inga Ósk Guðmundsdóttir, Þórir Ingi Friðriksson, Margrét Guðmundsdóttir, Sigþrúður Hrönn Friðriksdóttir, Einar Már Steingrímsson, Þóra Björk Friðriksdóttir, Halldór Sveinsson, Friðrik Þór Friðriksson, Ina Poulsen og barnabörn. Yndislegi drengurinn okkar, BJARTMAR JÓNASSON, Kirkjuvegi 7, Hafnarfirði, lést á heimili okkar sunnudaginn 16. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Rósa Guðbjartsdóttir, Jónas Björn Sigurgeirsson, Sigurgeir Jónasson, Margrét Lovísa Jónasdóttir. Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, KÁRI JÓNSSON, Skólabrekku 7, Fáskrúðsfirði, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 17. nóvember síðastliðinn. Minningarathöfn verður í Fossvogskirkju fimmtudaginn 20. nóvember kl. 13.30. Jarðarförin verður frá Fáskrúðsfjarðarkirkju laugar- daginn 22. nóvember kl. 14.00. Sigríður Jónsdóttir, Ásgrímur Ragnar Kárason, Jóhanna G. Þorbjörnsdóttir, Jón Bernharð Kárason, Þórunn Linda Beck, Friðrik Svanur Kárason, Bryndís Gunnlaugsdóttir, Unnsteinn Rúnar Kárason, Jóhanna M. Agnarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.