Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Stríðið hans Foyles 3: Morðkennsla (Foyle’s War 3: Lesson in Murder) Spennumynd Bretland 2002. Skífan. VHS (102 mín.) Bönnuð yngri en 12 ára. Leikstjóri: Jer- emy Silberston. Aðalleikarar: Michael Kitchen, Anthony Howell, Honeysuckle Weeks, Paul Brooke. FOYLE lögreglustjóri í Hastings heldur ótrauður áfram að leysa snúin glæpamál sem tengjast ótryggu ástandinu á Englandi í skugga síðari heimsstyrjaldar- innar. 3. myndin í frábærum bálki, hefst á sjálfsmorði fangelsaðs friðar- sinna sem berst gegn íhlutun Breta í stríðsrekstrinum. Skömmu síðar ferst ungur drengur á sviplegan hátt á heimili dómarans sem heim- ilaði handtökuna. Foyle setur sig inn í málið ásamt aðstoðarfólki sínu, Samönthu Stuart (Weeks) og Paul Milner (Anthony Howell). Það teyg- ir anga sína í ýmsar áttir og lengi vel eru þremenningarnir á villigöt- um. Sem fyrr eru Foyle-þættirnir ein- staklega vel unnir svo úr verður 1, flokks afþreying sem ber yfirburð- um Breta í gerð vitræns sjónvarps- efnis gott vitni. Umfjöllunarefnið er fléttað dökkum hliðum stríðsvárinn- ar, að þessu sinni hvaða áhrif sam- vinna Mussolinis og Hitlers hafði á líf ítalskra innflytjenda á stríðsár- unum. Að mörgu leyti leið þeim lítið skár en gyðingum í Þriðja ríkinu. Eins eru rakin örlög lítils drengs, eins tugþúsunda barna sem flutt voru út á landsbyggðina er stjórn- völd tóku að óttast loftárásir á Lundúnir. „Þetta eru vondir tímar og fara versnandi“, eins og ein per- sónan kemst að orði. Þættirnir eru opinskáir, fróðlegir og heiðarlegir, óvenju vel skrifaðir, gerðir og leiknir. Kitchen blómstrar í titilhlutverkinu og Weeks vinnur á auk þess sem návist hennar glæðir þættina breidd í mannlegum sam- skiptum og ákveðnum léttleika.  Sæbjörn Valdimarsson Myndbönd Vondir tímar og fara versnandi 12. ALDAR ævintýrið bretónska um ástir Tristans og Ísoldar er kvik- myndagerðarmönnum hugleikið yrkisefni. Fyrsta myndin var gerð á tímum þöglu myndanna, sú nýjasta er í vinnslu, stórmynd framleidd af bræðrunum Ridley og Tony Scott. Tristan og Ísold (Tristan et Iseut), er samvinnuverkefni grannanna Frakka og Lúxemborgara og mun vera fyrsta, evrópska teiknimyndin þar sem stuðst er við stafræna tölvu- grafík. Franski prinsinn Tristan er allt annað en sæll með þá ráðstöfun for- eldra sinna að bjóða honum óásjálegt kvonfang svo hann beislar gand sinn og heldur út í heim. Kemur til Korn Bretlands þar sem hann lendir í margslungnum ástamálum, einvíg- um og öðrum ævintýrum. Gegnir er- inda Marks konungs á Írlandi og verður ástfanginn af Ísold hinni fögru konungsdóttir sem er heit- bundin Mark. Skálkurinn Generis- hyggst ná völdum í Korn Bretlandi og bruggar endalaus óheillaráð kóngi og Tristan. Ekki bætir úr skák er þau Tristan og Ísold bergja ást- armjöð kraftmikinn og á Tristan að brennast á eldi fyrir drottinsvik. En skógarálfurinn Pjakkur og dísin Trilla reynast honum ómetanlegar hjálparhellur. Tristan og Ísold er ætluð yngri börnunum, einfaldað, skýrt og skor- inort. Minnir talsvert á gömlu, góðu Sígildu sögurnar, teiknimyndablöðin sem leiddu nokkrar kynslóðir Íslend- inga í sanninn um heimsbókmennt- irnar á einfaldan og minnisstæðan hátt. Framvindan er markviss, teikningarnar vel unnar, persónur og samtöl hittu greinilega í mark hjá krökkunum. Talsetningin er vel heppnuð enda koma margir ágætis leikarar og söngvarar við sögu með mikla reynslu á þessu sviði. Tristan og Ísold verður eflaust feikivinsæl á myndböndum og -diskum. Pjakkurinn bjargar málunum Talsetningin í Tristan og Ísold er vel heppnuð, segir í umsögn. Sæbjörn Valdimarsson KVIKMYNDIR Sambíóin Talsett teiknimynd. Leikstjóri: Thierry Schiel. Handrit: Thierry Schiel og Mike Carey. Tónlist: Jean-Marc Dule. Aðal- raddir: Þórhallur „Laddi“ Sigurðsson, Guðmundur Ólafsson, Selma Björns- dóttir. 85 mínútur. Mars Distribution. Frakkland/Lúxembúrg 2002. TRISTAN OG ÍSOLD / TRISTAN ET ISEUT  20. nóvember Hlín Agnarsdóttir, leikstjóri, kynnir sænska leikskáldið Lars Norén og verk hans Hræðileg hamingja. Leikarar: Steinunn Ólafsdóttir og Valdimar Flygenring. Hlín Agnarsdóttir Norræn leikskáld Dramatísk fimmtudagskvöld í Norræna húsinu Þekktir íslenskir leikstjórar kynna uppáhaldsleikskáldið sitt á Norðurlöndum. Kaffistofan opnuð kl. 20.00 og dagskráin hefst kl. 21.00 í salnum. Stóra svið Nýja svið og Litla svið LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Lau 22/11 kl 14 - UPPSELT Su 23/11 kl 14 - UPPSELT Su 23/11 kl 17 - UPPSELT, Lau 29/11 kl 14 - UPPSELT Lau 29/11 kl 17 - UPPSELT, Su 30/11 kl 14 - UPPSELT Lau 6/12 kl 14 - UPPSELT, Lau 6/12 kl 17 - UPPSELT Su 7/12 kl 14 - UPPSELT, Lau 13/12 kl 14 - UPPSELT Su 14/12 kl 14 - UPPSELT, Lau 27/12 kl 14, - UPPSELT Su 28/12 kl 14, - UPPSELT, Lau 3/1 kl 14, Su 4/1 kl 14 Lau 10/1 kl 14, Su 11/1 kl 14 Miðasala: 568 8000 Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00 miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00 laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00 NÝJUNG - GLEÐISTUND Í FORSALNUM Forsalurinn opnar klukkutíma fyrir kvöldsýningu Girnileg smábrauð og léttar veitingar á tilboðsverði Njótið þess að gefa ykkur góðan tíma í leikhúsinu COMMONNONSENSE e. CommonNonsense byggt á myndlist Ilmar Stefánsdóttur Fi 20/11 kl 20, Lau 22/11 kl 20 Síðustu sýningar KVETCH e. Steven Berkoff í samstarfi við á SENUNNI Su 23/11 kl 20- UPPSELT, Fö 28/11 kl 20, Lau 29/11 kl 20, Su 30/11 kl 20 Síðustu sýningar 15:15 TÓNLEIKAR - FLJÓÐLEIKUR Arna Kristín Einarsdóttir, Þuríður Jónsdóttir, Geir Rafnsson ofl. Lau 22/11 kl 15:15 www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is Meira (en) leikhús! ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Lau 22/11 kl 20, Fö 28/11 kl 20, Fö 5/12 kl 20 Í SVÖRTUM FÖTUM - ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Fi 20/11 kl 20:30 ANDARTAK - ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Margrét Eir - hljómsveit Í kvöld kl 22 - kr. 2.000 MIÐ. 19/11 - KL. 19 UPPSELT FÖS. 21/11 - KL. 19 ÖRFÁ SÆTI LAUS MIÐ. 26/11 - KL. 19 LAUS SÆTI ATH! SÝNINGUM FER FÆKKANDI ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA sun. 23. nóv. kl. 14.00 lau. 29. nóv. kl. 14.00 sun. 7. des. kl. 14.00 Miðasala í síma 866 0011 nýtt barnaleikrit eftir Felix Bergsson Leikhópurinn Á senunni Miðasala í síma 562 9700 www.idno.is Edda Björgvinsdóttir tekur á móti gestum og losar um hömlur á hádegi föstudaga kl. 11.45. Tenórinn Lau. 22. nóv. kl. 20.00. UPPSELT Lau. 29. nóv. kl. 20.00. Örfá sæti Lau. 6. des. kl. 20.00. Örfá sæti Sellófon Gríman 2003: „Besta leiksýningin“ að mati áhorfenda Mið. 19. nóv. kl. 21.00. UPPSELT Fös. 21. nóv. kl. 21.00. UPPSELT Fim. 27. nóv. kl. 21.00. UPPSELT AUKASÝNING Lau. 29. nóv. kl. 23.00. Örfá sæti Sun. 30. nóv. kl. 21.00. Örfá sæti Fim. 11. des. kl. 21.00. nokkur sæti Þri. 30. des. kl. 21.00. Jólasýning WWW.sellofon.is og sellofon@mmedia.is Opið frá kl. 18 fimmtudags- sunnudagskvöld. erling Lau 22.11. kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS Fös 28.11. kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS Lau 06.12. kl. 20 LAUS SÆTI Ósóttar pantanir seldar daglega Miðasala í síma 552 3000 Miðasala opin 15-18 virka daga Ósóttar pantanir seldar daglega loftkastalinn@simnet.is Einnig sýnt í Freyvangi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.