Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2003 31 V ændisfrumvarpið sem lagt var fram af flestum þingkonum við upphaf yfirstandandi þings er dæmi um mál þar sem þingmenn hafa einungis sannfæringu sína til að styðjast við. Þá reynir öðru fremur á mismunandi gild- ismat, lífsreynslu og bakgrunn þingmanna að ógleymdri oft ólíkri sýn á hlutverk lög- gjafans og laga og tengsl þeirra við siðferði í samfélaginu. Í slíkum málum ræðst af- staða manna sjaldnast af eiginlegri flokks- pólitík, ályktunum flokksþinga, stjórn- arsáttmála í tilvikum ríkisstjórnarflokkanna eða loforðum og fyrirheitum sem flokkarnir gefa í aðdrag- anda kosninga. Efnislega svipuð frumvörp hafa áður verið flutt af nokkrum þingmönnum Vinstri grænna og Frjálslynda flokksins, en ekki náð fram að ganga heldur dagað uppi í þingnefnd fyrir það að vera merkt þeim flokkum flokkspólitískt. Því var það nú ætlun flutningsmanna að hreinsa frum- varpið af þeim stimpli og sýna þver- pólitískan stuðning við málið með því að allar þingkonur allra flokka á þingi stæðu að málinu saman og tryggja með því fram- gang þess. Ekki reyndist vilji til þessa hjá þeim þingkonum Sjálfstæðisflokksins sem ítrekað var talað við með góðum fyrirvara áður en þing kom saman í haust og aðrar flokkssystur þeirra bera að málið hafi ekki verið borið upp við þær og þeim boðið að vera flutningsmenn. „Reglur um framfærslu og atvinnuháttu“ Vændisfrumvarpið felur í sér að afnema lagaákvæði sem að stofni til er óbreytt a.m.k. frá 1940 og kveður nú á um að „hver sem stundi vændi sér til framfærslu“ skuli sæta fangelsi allt að 2 árum. Sú breyting var þó gerð á ákvæðinu 1992 að það var flutt úr þeim kafla hegningarlaga sem fjallar um „Brot á reglum um framfærslu og atvinnuháttu“. Jafnframt var þá ákvæð- ið, eins og önnur ákvæði kynferð- isbrotakaflans, gert ókynbundið en áður höfðu aðeins konur notið refsiverndar sam- kvæmt greinum kaflans og karlar einir gátu verið gerendur. Vændisfrumvarpinu er ekki ætlað að breyta þessu og það gerir ráð fyrir því að ákvæðið verði áfram ókynbundið. En með frumvarpinu er ekki aðeins gert ráð fyrir að afnema refsiábyrgð þess sem selur vændi heldur jafnframt að refsiábyrgðin færist yfir á kaupanda vændisins. Hvað varðar þriðja aðila, milligöngumanninn, sem ginnir eða hvetur til verknaðarins eða gerir sér hann að tekjulind, þá er í vænd- isfrumvarpinu áfram gert ráð fyrir refsi- ábyrgð hans og helmingi harðari refsingu hans en kaupandans. Það ætla ég að sé full sátt um þrátt fyrir skiptar skoðanir um frumvarpið að öðru leyti. Eins og vændisfrumvarpið var lagt fram á Alþingi þá er í stað orðsins „vændi“ mælt fyrir um refsingu við því að greiða fyrir „kynlífsþjónustu“. Þessi orðnotkun er vissulega til þess fallin að vekja þarfa um- ræðu um klámiðnaðinn, margar og fjöl- breyttar myndir hans og þjónustuframboð. Það er þó ætlun mín og annarra flutnings- manna að leggja til þá breytingu í með- förum allsherjarnefndar að nota í staðinn hugtakið „vændi“. Lögfræðilega skilgrein- ingu þess er þó ekki að finna, en fullnægj- andi á að vera að skilgreina það í grein- argerð til samræmis við orðnotkun í öðrum ákvæðum kynferðisbrotakafla hegning- arlaganna. Meginatriði hugtaksins vændi er annars vegar tilteknar kynlífsathafnir, þ.e. samræði eða önnur kynferðismök og hins vegar felur það í sér greiðslu, ekki að- eins beinar peningagreiðslur heldur líka ýmiss konar verðmæti og ígildi peninga. Með þessari breytingu fer ekkert á milli mála að sala klámblaða, útleiga á spólum, súludans, svokallað erótískt nudd eða más í síma fellur utan ákvæðisins og því ekki tek- in afstaða til slíks að sinni. Eins vænti ég þess að refsihæðin verði tekin til sér- stakrar skoðunar og þess gætt að sam- ræmi sé með þeirri refsingu sem gerð er við kaupum á vændi og öðrum brotum kyn- ferðisbrotakaflans auk þess sem vert er að taka mið af refsirammanum í sænsku lög- unum. Ef marka má fjölmiðlaumræðuna um Þegar á leiðarenda er komið er fórn- arlömbunum haldið nauðugum og vegabréf tekin af þeim ef þau á annað borð eru með í för, en í mörgum tilvikum er fólki smyglað yfir landamæri eins og kjötskrokkum. Í öðrum tilvikum kemur það löglega inn í viðkomandi land sem ferðamenn er krefst hvorki sérstakra leyfa eða opinberrar skráningar. Það er annaðhvort ólöglegir innflytjendur eða utan við allt samfélagið, lög og reglur. Í öllum þessum tilvikum er það dæmt til að vistast neðanjarðar að öllu eða einhverju leyti og á yfir höfði sér refs- ingu ef upp um það kemst að viðbættum þeim ógnaraðstæðum sem þrælasalarnir halda þeim í. Ef þessu fólki í ofanálag er gert að sæta refsiábyrgð fyrir sölu á vændi er verið að grafa það lifandi. Það er afar auðvelt að halda því fram að það hafi kosið sér þetta hlutskipti af fúsum og frjálsum vilja eins og stundum er gert. Jafnvel að það hirði sjálft hagnaðinn af vændinu og sé með því að fjármagna menntun sína eða aðra fjárfestingu til framtíðar. Mansalið er iðnaður sem talinn er velta jafnvel mun meira fé en verslun með ólögleg eiturlyf. Ekki síst þess vegna ber okkur að vera á sérstöku varðbergi gegn hvers kyns áróðri sem beint er gegn aðgerðum sem geta stemmt stigu við mansali og eftirspurninni eftir vændi sem er stærsti grundvöllur þess. Sami sönnunarvandi og varðandi kynferðisofbeldi Ein af mótbárunum gegn frumvarpinu er sú hversu erfitt sé að koma fram sönnun um vændi. Það er hárrétt, en hvað vændið varðar þá gilda þar alveg sömu lögmál og um annað kynferðisofbeldi, s.s. bæði nauðgun og kynferðisbrot gegn börnum. Það fer sjaldnast fram í vitna viðurvist og oftar en ekki stendur staðhæfing á móti staðhæfingu. Þess vegna eru ekki fleiri mál kærð, þess vegna leiða svo fáar kærur til saksóknar og þess vegna leiða svo fáar ákærur til sakfellingar. Þrátt fyrir þennan veruleika eru engar hugmyndir uppi um að fella brott refsiábyrgð við öðrum kynferð- is- og ofbeldisbrotum. Í þessu ljósi ber líka að meta hugmyndir þeirra sem leggja til að sala vændis verði líka refsiverð. Hver verð- ur þá til að kæra og staðhæfa að brot hafi verið framið? Ólíklega sá sem á refsingu yfir höfði sér og harla ólíklegt að sá aðili á annan hátt leitist við að aðstoða við að upp- lýsa mál eða aðstoða ákæruvaldið við að tryggja sönnun. Það er hárrétt að það er erfitt að tryggja sönnun um vændi, en eina leiðin er sú að seljandinn fáist til að vitna um brotið að því ógleymdu að meg- ináherslan er að ná til milliliða, þrælasala sem gera sér vændi annarra og mansal að tekjulind. Markaðsforsendur þeirra breyt- ast og hagnaðarvonin minnkar óhjákvæmi- lega í réttu hlutfalli við samdrátt í eft- irspurninni sem vændisfrumvarpinu er ætlað að stuðla að. Óumdeilt er það reynsla Svía á þeim fjórum árum frá því að kaupin voru gerð refsiverð þar í landi. Það hefur stórkostlega dregið úr mansali til Svíþjóð- ar, þeim sem selja vændi hefur fækkað til mikilla muna og vænlegum kaupendum enn meira. Að nýta sér eymd og bágindi annarra Við útrýmum hvorki vændi né mansali með því einu að gera kaup á vændi refsi- verð. Ekkert frekar en löggjöf um sam- keppni í viðskiptalífinu og starfsemi sam- keppnisyfirvalda og fjármálaeftirlits tryggja að allir fari að lögum á þeim svið- um samfélagsins. Við hljótum þó að reyna að koma í veg fyrir markaðssetningu mannslíkamans. Að menn geti nýtt sé eymd og bágindi annarra til að fá hvers kyns kyn- og/eða ofbeldisþörfum sínum fullnægt eða haft eymd annarra að tekju- lind, burtséð frá skiptum skoðunum okkar um fjölmargt annað. þetta mál þá er það breyt- ingin á refsiábyrgð frá seljanda vændis og yfir á kaupanda, sem ekki hefur tekist að rökstyðja nægj- anlega vel. Þess vegna halda einhverjir þeirri skoðun á lofti að eðlilegast sé að refsing sé lögð við hvorutveggja; kaupum og sölu á vændi. Það sem er at- hygli vert er að óbreytt ákvæði, um ein- göngu refsiábyrgð seljandans, virðist ekki eiga sér neina talsmenn og þannig má segja að umræðan ein hafi haft nokkur áhrif ef menn nú eru almennt sammála um að þetta fyrirstríðs- lagaákvæði sé tíma- skekkja sem full ástæða sé til að leggja af. Eins hef ég a.m.k. ekki enn heyrt op- inberlega frá neinum talsmanna þess að gera vændi löglegt, sem ég ætla að sé til merkis um almenna samstöðu og andstöðu við að líkamar manna – karla, kvenna og barna – séu skilgreindir sem söluvara og andlag í viðskipum manna á milli. Eftir stendur þá að taka afstöðu til þess hvort bæði kaupandi og seljandi vændis baki sér refsiábyrgð eða eingöngu kaupandinn eins og lagt er til með frumvarpinu. Skelfilegustu hliðar íslensks samfélags Vændi er svo sannarlega ekki samskipti tveggja jafnsettra einstaklinga. Til þess að sjá þörfina fyrir þá breytingu sem frum- varpið leggur til verðum við að horfast bæði í augu við íslenskt nútímasamfélag og breytta heimsmynd. Fíkniefnaneyslu, klámvæðinguna og mansal sem alþjóðlegt vandamál og svartasta blettinn á vestræn- um þjóðfélögum. Opinberar skýrslur og niðurstöður rannsókna, svo sem skýrslan sem dómsmálaráðherra lét vinna, „Vændi á Íslandi og félagslegt umhverfi þess“, sýna glöggt að flestir seljendur vændis af báðum kynjum eru fórnarlömb ofbeldis- afbrota annarra og/eða eiturlyfjafíknar og hafa gert tilraunir til sjálfsvígs, sem er auðvitað fyrst og fremst birtingarmynd geigvænlegrar andlegrar vanlíðunar. Þeir eru fíkniefnaneytendur sem í eymd sinni leiðast út í vændi til að fjármagna neyslu sína, einstaklingar af báðum kynjum sem hafa sætt kynferðislegri misnotkun sem börn og unglingar og sitja eftir niðurlægð, uppfull af sjálfsfyrirlitningu og með stór- skaðaða sjálfsmynd. Slíkar staðreyndir sýna að vændi tengist með skýrum og marktækum hætti dekkstu og skelfileg- ustu hliðum íslensks samfélags. Þær eru líka til þess fallnar að skaða ímynd og eyða tálsýninni um hina hamingjusömu hóru. Þær sýna ótvírætt seljendur vændis sem fórnarlömb og ég trúi ekki öðru en að það sé í bága við almenna lífssýn og gildismat að refsa þeim frekar en fórnarlömbum annarra brota eins og nauðgunar og hvers kyns kynferðislegs ofbeldis. Ég trúi því líka að það fari gegn almennri réttlæt- iskennd að þeir baki sér ekki refisábyrgð, sem nýta sér bágindi annarra, eymd og vonleysi til að kaupa sér aðgang og not af líkama þeirra sem í hlut eiga. Afneitun að ætla að mansal tengist ekki Íslandi Það er líka beittasta vopnið í baráttunni gegn mansali, nútímaþrælahaldi, skipu- lögðum viðskiptum með fólk, með líkama og líkamshluta. Fórnarlömb mansals skipta hundruðum þúsunda á ári hverju, bara innan Evrópu og það lýsir algjörri af- neitun og blindu að ætla að það teygi ekki þegar anga sína til Íslands. Með mansali eru bæði brotin algild og helgust mann- réttindi og ráðist að grundvelli lýðræðisins og forsendum nútíma réttarríkis. En því má heldur ekki gleyma að á bak við hvern einstakling, karl, kona og barn, sem seldur er til Norðurlanda eða annarra landa þar sem eftirspurnin er næg og neyddur er til vændis er saga um mannlegar hörmungar, brostin fjölskyldubönd og vonlausa fram- tíð. Stærsta upptökusvæði mannsalsins í Evrópu eru allra fátækustu Austur- Evrópuríkin, fyrrum lýðveldi Sovétríkj- anna þar sem efnahagsleg og félagsleg eymd er víða allsráðandi. Ríkjandi örvænt- ing og örbirgð er gjöfull jarðvegur hvers kyns blekkinga og misneytingar sem beitt er af þeim sem stunda og hagnast af man- sali. Gegn markaðssetn- ingu mannslíkamans Eftir Jónínu Bjartmarz Höfundur er alþingismaður. ’ Við útrýmum hvorkivændi né mansali með því einu að gera kaup á vændi refsiverð. ‘ þess, aðrar leiðast út í þetta en svo þekki ég til dæmis konu sem gerir þetta bara sem áhugamál. Það er enginn einn sannleikur um konu sem hefur verið í vændi.“ Hvernig eigum við að taka á vændi? „Ég vil helst ekki segja ykkur Íslendingum hvað þið eigið að gera því að ég skammast mín fyrir sænska stjórnmálamenn sem ferðast um heiminn og segja fólki hvað það á að gera. En ef ég ætti að segja eitthvað myndi ég segja ykkur að tala um hlutina. Ræða kynferði, völd, ofbeldi, vændi og svo fram- vegis.“ Hver er reynsla landa þar sem vændi er löglegt? „Það eru mismunandi skoðanir á því. Sums staðar eru of strangar reglur í kringum vændið þannig að það er erfitt fyrir venjulega vændismanneskju að halda reglurnar. T.d. þarf að kaupa sérstakt hús og annað slíkt. Svo virðist sem staðan hafi orðið verri fyrir fólk sem hafði það slæmt og betri fyrir fólk sem hafði það gott.“ Hvernig vilt þú að þessu sé háttað? „Ef minn draumur ætti að rætast þá sæti ég ekki hér og talaði um þessi málefni heldur fólkið sem er í vændi. Ég vil að við losnum við hórusmánina (the whore stigma), hlustum á þessar konur, virðum þær og tökum raddir þeirra alvarlega. Það er ekki okkar verk að dæma hvort þær eru hamingjusamar eða ekki.“ íklegra em börn. smann- rfsfólk í að það öglegt. rra sem að takast hug- st ólög- lögleiða t það fum að ætlum mynd? á milli ss að Þannig r selt en það er na konur ar til um sænsku leiðina gulegar bestu þar sem þær eru ekki jafnar okk- ur hinum.“ Östergren segir félagslega stöðu vændiskvenna vera slæma í Svíþjóð. Ef þær komi fram geti þær átt á hættu að missa börnin sín og vera í raun ýtt út úr samfélaginu. Östergren tekur þó sérstaklega fram að hún vilji síður en svo hundsa reynslu kvenna sem hafa verið misnotaðar og leiðst út í vændi af neyð. „En það er ólík reynsla sem vændiskonur hafa. Konurnar sem ég hef rætt við eru mjög mismunandi. Þar eru konur sem eru heróínfíklar og selja sig fyrir næsta skammti. En þar eru jafnframt konur sem selja sig bara stundum og ég hef meira að segja talað við konu sem lítur á þetta sem nokkurs konar áhugamál, “ segir Östergren og bætir við að sumum vændiskonum finn- ist þær hvergi hafa eins mikið vald og einmitt þegar þær selja sig en svo séu aðrar sem hafi allt aðra sögu að segja. „Þetta er alveg eins og við verðum að hlusta á konur sem hafa verið mis- notaðar af körlum en við verðum líka að hlusta á konur sam hafa verið elsk- aðar af körlum.“ Östergren vill að sektarbyrðinni verði aflétt af vændiskúnnum aftur í Svíþjóð en hún segir að margt þurfi að skoða áður en ákveðið verði að vændi skuli vera fyllilega löglegt. „Það er margt sem þarf að huga að en það eru alltaf til einstaklingar sem fara í kring- um lögin á einn eða annan hátt,“ segir Östergren. ast vilja skapa betra konur en vændismann- það vera orðið verra.“ rýnir eigin þjóð og seg- ptekna af því að reyna ilega fyrirmynd fyrir annig hafi hagsmunum óðfélaginu verið fórnað heildarinnar. „Við virð- hlusta á vændismann- rri einföldu ástæðu að eitthvað sem skaðaði na okkar. Vændismann- mun verra nú en fyrir er orðið hættulegra fyr- sig, sérstaklega á göt- nin er orðin meiri svo afnað kúnnum því þær num að halda. Það ger- m að kúnninn hefur etur oft kröfur, t.d. um okk og annað slíkt,“ og bætir við að kúnn- aðri núna og því eigi fiðara með að sjá hvort til ofbeldisverka en áð- iskonur með nandi reynslu gir þó stærsta vandann hún kallar hóru smán- tigma) en það segir ærsta valdbeiting- da félagslegri stöðu na eins lakri og raun elst að talað er um ændi eins og það sé en ekki einstaklingar. vita hvað þeim er fyrir álfundi í Norræna húsinu í gær i spurt álits hallag@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís ær en hún fjallaði m.a. um félagslegar og lagalegar hliðar vændis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.