Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. EFTIR fyrirlestur Petru Östergren sat hún fyrir svörum áhugasamra en margt virtist brenna á fólki varðandi sænsku leiðina. Til að mynda var hún spurð hvort vændi hafi í raun minnkað í kjölfar lagasetn- ingarinnar þar sem kaup á vændi eru bönnuð. „Það getur verið að sumar vændiskonur hafi hætt að selja sig. En ég held að vændi minnki ekki á þenn- an hátt. Ef við virkilega vildum minnka vændi mynd- um við leita lausna og t.d. leggja meiri peninga í vændisathvörf og annað slíkt,“ svaraði Östergren. Að loknum umræðunum tók Morgunblaðið Öster- gren tali og spurði hana út í ýmis atriði sem komu fram í máli hennar. Er rétt að gera kaup á vændi ólögleg? „Ef tekið er mið af því sem vændismanneskjurnar segja þá finnst þeim það ekki rétt. Þeim finnst þeim vera refsað. Þrátt fyrir að sagt sé að refsa eigi kaup- andanum. Hann kemst alltaf undan ef hann er nógu snjall. Neikvæðu afleiðingarnar bitna á vændismann- eskjunum.“ Er hægt að alhæfa frá athugunum þínum um við- horf vændiskvenna í Svíþjóð almennt? „Ég hef talað við um það bil 20 vændiskonur sem allar eru fæddar í Svíþjóð nema ein og ég held ég geti alhæft um skoðanir vændiskvenna í Svíþjóð. Að þeim þyki lögin ekki góð. Ég hef líka fengið viðbrögð frá fólki sem hittir hundruð manna í vændi og það styður það sem ég segi.“ Nú eru tölur sem sýna að fólk í vændi er lík til að hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi s Hvað finnst þér um þær tölur? „Við vitum ekki hvort það eru fleiri vændis eskjur sem hafa verið misnotaðar en t.d. star heilbrigðisgeiranum. Og ef svo er þá held ég sé samt ekki ástæða til þess að gera vændi ól Það eru aðrar leiðir, t.d. að auka réttindi þeir eru í vændi og bjóða þeim upp á tækifæri til a á við vandamál sín.“ Hvernig getum við barist á móti mansali? „Það eru tvenns konar hugmyndir. Önnur myndin segir að við þurfum að gera sem mes legt. Hin hugmyndin segir að við þurfum að l sem flest til að við náum tökum á því. Ég veit ekki, þetta eru tvær leiðir og ég held við þurf bíða og sjá. Ég get samt ekki séð hvernig við að taka á mansali ef það er ólöglegt.“ Eru mansal og vændi tvær hliðar á sömu m „Mansal er þegar einstaklingur er seldur á landa til þess að vinna. Það getur verið til þe hann vinni á vínakri eða að hann selji kynlíf. að þetta er tvennt ólíkt. Það er til fólk sem er milli landa sem veit hvað það er að fara út í e líka til fólk sem veit það ekki.“ Er vændi frjálst val eða sprottið af neyð? „Það eru til ótal rannsóknir um hvers vegn kjósa að selja líkama sinn. Sumar eru neydda Petra Östergren situr fyrir svörum u Aðrar lausnir eru mö HÚSRANNSÓKN HJÁ BAUGI Húsrannsókn starfsmanna skatt-rannsóknarstjóra hjá Baugi ífyrradag hefur vakið athygli eins og við mátti búast í ljósi þess að um er að ræða eitt stærsta fyrirtæki landsins. Þessi húsrannsókn skattayf- irvalda kemur í kjölfar húsrannsóknar á vegum efnahagsbrotadeildar ríkis- lögreglustjóra fyrir rúmu ári hjá sama fyrirtæki. Húsrannsóknir eru orðnar býsna al- menn aðgerð eftirlitsstofnana hér á Ís- landi. Má í því sambandi m.a. minnast húsrannsókna hjá olíufélögunum öllum á sínum tíma. Þótt efnt sé til húsrannsókna er ekki þar með sagt að sönnun fyrir sekt liggi fyrir. Þvert á móti er mikilvægt að hafa í huga að efnt er til húsrannsókna af einhverju sérstöku tilefni til þess að ganga úr skugga um hvort um einhver brot sé að ræða. Húsrannsóknin ein er engin sönnun þess. Hún er liður í rann- sóknarstarfi. Ítrekaðar aðgerðir af þessu tagi sýna að eftirlitsstofnanir, sem hafa verið settar á fót, eru að takast á við verkefni sem eru miklu flóknari en áð- ur. Viðskiptalífið er orðið umfangs- meira. Viðskipti á milli landa eru mikil og margslungnari en við höfum áður kynnzt. Í öðrum löndum er haft sterkt eftirlit með fyrirtækjum og starfsemi þeirra, hvort sem er á vettvangi skattayfir- valda eða annars staðar. Þær eftirlits- stofnanir sem hér eru að störfum eru tiltölulega nýjar af nálinni. Hvað eftir annað vakna upp spurningar um hvort þær séu nægilega vel mannaðar, hvort þær hafi nægilega fjármuni undir höndum og hvort þær hafi þekkingu til að fást við þau sívaxandi og flóknu verkefni sem við þeim blasa. Þær umræður, sem fram hafa farið á þessu ári, benda eindregið til þess að löggjafarvaldið þurfi með lagasmíð að skýra betur verkefnaskiptingu á milli þessara stofnana eins og m.a. hefur komið fram varðandi Samkeppnis- stofnun og efnahagsbrotadeild. Mörgum þykir rannsóknir taka lang- an tíma og jafnvel svo mjög að hætta sé á að sakir fyrnist. Vafalaust gera fæstir sér grein fyrir því hversu flókin og viðamikil þessi verkefni eru. En jafn- framt fer ekki á milli mála að fyrir fyr- irtækin sjálf sem tekin eru til rann- sóknar skiptir miklu máli að rannsóknum eftirlitsstofnana verði lokið sem fyrst. Það er t.d. augljóst að það er mikilvægt fyrir Baug, sem stendur í miklum umsvifum í öðrum löndum, að rannsóknum bæði lögreglu og skattayfirvalda verði lokið sem allra fyrst. Það getur skaðað viðskiptahags- muni fyrirtækisins bæði hér heima og erlendis ef þær dragast á langinn. Þess vegna eru það sameiginlegir hagsmun- ir fyrirtækjanna sjálfra, hvort sem um er að ræða Baug, olíufélögin, trygg- ingafélögin eða þá sem að þessum rannsóknum vinna, að niðurstaða komi eins fljótt og mögulegt er. Til þess að svo megi verða þarf að tryggja bæði með löggjöf og fjárveit- ingum að starfssvið og starfsskipting eftirlitsstofnana hins opinbera sé skýr og nægilegir fjármunir fyrir hendi til þess að unnt sé að sinna þeim auknu verkefnum sem þessar stofnanir þurfa augljóslega að fást við. FJÖLGUN BANKARÁNA Sjöunda bankaránið á sjö mánuðumvar framið í Reykjavík þegar grímuklæddur maður vopnaður hníf réðst inn í útibú Búnaðarbankans á Vesturgötu í Reykjavík. Einnig hafa verið framin rán í Sparisjóði Kópavogs, útibúi Landsbankans í Grindavík, útibúi Íslandsbanka við Lóuhóla í Reykjavík og útibúi Íslandsbanka við Eiðistorg á Seltjarnarnesi. Þá hefur í þrígang, í apríl, í maí og svo aftur síð- astliðinn föstudag, verið framið banka- rán í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Í öllum tilvikum nema einu var um vopnuð rán að ræða þar sem eggvopn voru munduð af ræningjum. Fimm rán- anna teljast upplýst. Fengurinn hefur verið mismikill, frá því að vera óveru- legur upp í 1,7 milljónir í ráni í Spari- sjóði Hafnarfjarðar. Þessi alda vopnaðra bankarána er uggvænleg. Á síðasta ári var ekkert bankarán framið á Íslandi. Enginn hef- ur sem betur fer særst í tengslum við ránin en með þessu áframhaldi er hætta á að það sé einungis tímaspurs- mál hvenær fyrsta fórnarlamb vopn- aðra bankarána liggur í valnum. Við lifum í friðsamlegu samfélagi og segja má að aðstæður taki mið af því. Lögreglumenn bera ekki vopn og í útibúum banka er meira lagt upp úr góðu sambandi viðskiptavina og gjald- kera en að skerma starfsmenn frá við- skiptavinum í þágu öryggisins. Þótt ör- yggisráðstafanir hafi verið auknar til muna í íslenskum bönkum á síðustu ár- um, til dæmis með myndavélum, eru flest útibú enn tiltölulega óvarin miðað við það sem þekkist í mörgum ná- grannaríkjum okkar. Það er heldur ekki víst að auknar ör- yggisráðstafanir skili sér í færri rán- um. Hugsanlega gæti þróunin orðið sú, ef um harðsvíraða ræningja er að ræða, að þeir mæti vopnaðir skotvopnum. Viðskiptavinir bankanna eru jafnframt óvarðir. Þeim er hægt að ógna með vopnum og taka í gíslingu þótt gjald- kerar sé öruggir í búrum. Jafnvel í þeim ríkjum þar sem öryggið er mest hefur ekki tekist að koma í veg fyrir bankarán. Öryggisverðir gætu vafalítið komið í veg fyrir mörg rán, ekki síst þau sem eru illa undirbúin. Hins vegar gæti það reynst erfitt í framkvæmd og kostnað- arsamt að vera með öryggisverði í öll- um útibúum allra banka. Þá er jafn- framt hætta á að þau rán sem eftir sem áður yrðu framin myndu einkennast af auknu ofbeldi. Það sem mestu skiptir er að starfsfólk sé þjálfað og kunni að bregðast við ef bankarán er framið. Þar hlýtur öryggi starfsmanna og við- skiptavina að vera forgangsatriði. Jafnframt dregur það úr líkum á rán- um ef gjaldkerar hafa lítið fé handbært og því ekki mikið að hafa upp úr krafs- inu fyrir bankaræningja. Bankaránin eru hins vegar ekki ein- angað fyrirbæri heldur angi af mun stærra vandamáli, það er ofbeldisglæp- um í samfélaginu almennt. Oft má rekja þessa glæpi til eiturlyfja. Jafnvel þótt það tækist að haga málum þannig að ræningjar teldu það ekki áhættunn- ar virði að ræna banka eru því miður líkur á að þeir myndu snúa sér annað í staðinn. Til að sporna við þessum vanda verður því að skoða málið í stærra samhengi og meta í því ljósi til hvaða aðgerða er skynsamlegast að grípa. H elsti gallinn við umræðu og rannsóknir á vændi er sá að fólk sem er í vændi er aldrei spurt álits. Þetta kom fram í máli Petru Östergren mannfræðings en hún er hér á landi í boði Ungra kvenna í Sjálfstæðisflokknum til að kynna at- huganir sínar á stöðu vændiskvenna í Svíþjóð eftir að lögum var breytt þar árið 1999. Nú liggur fyrir frumvarp á Alþingi sem hefur sænsku leiðina að fyrirmynd en hún felst í því að kaup á vændi verði bönnuð með lögum. Öster- gren vill meðal annars meina að líf vændiskvenna sé orðið hættulegra eftir að lögin tóku gildi. Sjálf er Östergren frá Lapplandi en fluttist til Stokkhólms þegar hún var 17 ára. Móðir hennar var myrt af ofbeldis- fullum sambýlismanni og að sögn Öst- ergren hefur það m.a. haft þau áhrif að hún hefur skoðað mikið ofbeldi karla gegn konum. Östergren er femínisti en telur mikilvægt að greina á milli ólíkra sjónarmiða innan femínisma. Östergren er ekki sammála þeim sem líta á vændi sem ofbeldi. Hún seg- ir þær hugmyndir byggjast á því að milli karla og kvenna sé valdaójafnvægi sem komi m.a. fram sem ofbeldi karla gegn konum. Máli sínu til stuðnings bendir hún á að ofbeldi sé alveg jafn- algengt í samböndum samkynhneigðra og gagnkynhneigðra og einnig finnist konur sem beita karla ofbeldi. Östergren hefur gert athuganir á vændi um árabil og lauk nýverið við mastersritgerð í mannfræði byggða á viðtölum sínum við í kringum 20 vænd- iskonur sem allar, að undanskilinni einni, eru fæddar í Svíþjóð. Að auki hefur Östergren rætt við fólk sem dag- lega hefur samskipti við hundruð vændiskvenna og að hennar sögn tekur málamenn segja samfélag fyrir k eskjurnar segja Östergren gagnr ir Svía alltof upp að skapa siðferð önnur ríki og þa einstaklinga í þj fyrir hagsmuni h umst ekki vilja h eskjurnar af þeir þær gætu sagt e pólitísku stefnun eskjur hafa það löggjöfina. Það e ir þær að selja s unum. Samkepp þær geta ekki ha þurfa á peningun ir það að verkum meira vald og se að nota ekki smo segir Östergren arnir séu stressa vændiskonur erf þeir séu líklegir ur. Vænd mismun Östergren seg snúa að því sem ina (the whore s hún vera eitt stæ artækið í að hald vændismanneskn ber vitni. Í því fe manneskjur í væ ákveðinn hópur „Við þykjumst v það undir orð hennar um að vænd- ismanneskjur (karlar og konur sem stunda vændi) séu ósáttar við sænsku löggjöfina eins og hún er í dag. Svíar vilja vera siðferðileg fyrirmynd Östergren segir vera miklar and- stæður á milli þess sem vændiskon- urnar sem hún ræddi við höfðu að segja og þess sem stjórnmála- og fræðimenn hafa uppi um þær. „Stjórn- Petra Östergren fjallaði um sænsku leiðina á má Fólk í vændi aldre Petra Östergren, sænsk- ur mannfræðingur, hef- ur gert athuganir á hög- um fólks í vændi og gagnrýnir sænsku lögin sem fela í sér að kaup- andi sé sekur. Halla Gunnarsdóttir hlustaði á erindi Östergren á mál- fundi í afbrotafræðum og spjallaði við hana að því loknu. Morgunblaðið/Ásdís Petra Östergren í Norræna húsinu. Fjöldi fólks lagði leið sína á fyrirlestur Petru Östergren í gæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.