Morgunblaðið - 19.11.2003, Side 26

Morgunblaðið - 19.11.2003, Side 26
BARNAHJÁLP SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA 26 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Miðstöð Sameinuðu þjóð-anna verður opnuð ínýju húsnæði í Skafta-hlíð 24 í Reykjavík á næstunni. Þar munu þrjú félög tengd starfi Sameinuðu þjóðanna (SÞ) hafa aðsetur. Þau eru Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Landsnefnd UNICEF á Íslandi og UNIFEM á Íslandi, sem eru kvennasamtök SÞ. Á morgun, hinn 20. nóvember, er alþjóðlegur dagur barnsins. Þann dag árið 1989 samþykktu Sameinuðu þjóðirnar samning um réttindi barna – Barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna. Sáttmálinn var staðfestur sem alþjóðalög og fullgiltur af íslenskum stjórnvöldum haustið 1992. Jólakort mikilvæg tekjulind Árleg jólakortasala í þágu Barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna hefst á morgun. Félag háskólakvenna ann- ast útgáfu og sölu kortanna. Þau verða til sölu í bókaverslunum og víðar, en afgreiðsla þeirra verður í Miðstöð SÞ í Skaftahlíð 24. Einar Benediktsson, fyrrverandi sendi- herra og stjórnarformaður lands- nefndar UNICEF á Íslandi, segir að jólakortasalan hafi verið eina tekju- öflun Barnahjálparinnar hér á landi, fyrir utan opinber framlög. „UNICEF hefur notið styrks á fjárlögum, af því sem ætlað er utan- ríkisráðuneytinu, sem nemur 10 þús- und dollurum á ári,“ sagði Einar. „Þessir peningar eru sendir beint til UNICEF. Íslendingar hafa einnig stutt sérstakar fjársafnanir Barna- hjálpar SÞ þegar svo ber undir.“ Einar segir að 80% af því fé sem UNICEF fær renni beint til hjálp- arstarfa. „UNICEF er langöflug- asta hjálparstarfið fyrir börn í fá- tækum þjóðfélögum heimsins,“ segir Einar. „Eitt af hverjum fjórum börnum, sem fæðast í þennan heim, fæðist í sárfátæku þjóðfélagi. Það getur átt fyrir höndum vannæringu og vatnsskort, er í hættu að sýkjast af hættulegum sjúkdómum og búa við heilsuleysi, vöntun á menntun og harðræði vegna ofbeldis. Örygg- isleysi og kynþáttamismunun koma einnig við sögu. Það er reynt að draga úr þessum vanda með marg- háttuðum og mjög hnitmiðuðum áætlunum.“ Barnahjálp SÞ hefur starfað í nær 60 ár og nýtur beins fjárhagsstuðn- ings aðildarríkja SÞ. Hún er því ekki á fjárlögum SÞ. Einar segir að fram- lög sumra aðildarríkja SÞ til Barna- hjálparinnar séu mjög há, til dæmis sé Noregur þar skínandi dæmi um rausnarlegt framlag. Ný landsnefnd Sem fyrr segir er Einar Bene- diktsson, formaður nýstofnaðrar landsnefndar UNICEF á Íslandi. Með honum sitja í stjórn Björgólfur Guðmundsson athafnamaður, Eva María Jónsdóttir dagskrárgerð- arkona, Matthías Johannessen, skáld og fyrrverandi ritstjóri, Sig- rún Stefánsdóttir, meinatæknir í stjórn Félags háskólakvenna, Þóra Guðmundsdóttir, stofnandi Atlanta, Þórunn Sigurðardóttir, stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík, Friðrik Pálsson framkvæmdastjóri og Júlíus Vífill Ingvarsson framkvæmdastjóri. Framkvæmdastjóri UNICEF á Ís- landi er Stefán Ingi Stefánsson. Landsnefndir UNICEF starfa í flestum aðildarríkjum SÞ, en hlut- verk þeirra er að kynna starfsemi UNICEF í viðkomandi löndum. Hlutverk þeirra er ekki síst að standa vörð um og kynna sáttmál- ann um réttindi barna. Barnasátt- máli SÞ er grundvöllur allrar starf- semi UNICEF, að sögn Einars, og UNICEF er vörsluaðili þessa samn- ings í kerfi SÞ. „Hér á landi koma fé- lagsmála- og dómsmálaráðuneyti að því að útskýra framkvæmd barna- sáttmálans hérlendis þegar eftir því hefur verið óskað.“ Einar segir ennfremur að það sé ákaflega þýðingarmikill þáttur í starfi UNICEF að kynna ástandið í heiminum og þörfina fyrir aðstoð við börn. „Eitt af því sem blasir við sem verkefni hér á landi verður að kynna Barnasáttmálann enn frekar í skól- um landsins og með eftirfylgni sem við vonum að verði veruleg. Það er undirstöðuatriði í að gera þjóðfélag- ið sér meðvitað um að þótt við séum fámenn þá er skylda okkar jafnrík að koma til móts við neyðina í heim- inum. Þegar þetta hefur verið gert væntum við þess að skilningur og undirtektir Íslendinga við starf Barnahjálpar SÞ muni aukast,“ seg- ir Einar. Hér á landi vinna ýmis samtök og félög að neyðarhjálp og öðru hjálp- arstarfi. Einar nefnir m.a. Hjálp- arstofnun kirkjunnar, Barnaheill, SOS-barnaþorp, ABC-hjálparstarf og Rauða kross Íslands. Auk þess sinnir Þróunarsamvinnustofnun Ís- lands þróunaraðstoð. „Landsnefnd UNICEF á Íslandi ætlar sér síður en svo að ryðja öðrum af vettvangi heldur frekar að styðja við það hjálparstarf sem unnið er með því að auka skilning í þjóðfélaginu á mik- ilvægi þess. Við væntum samstarfs við aðra sem vinna á þessu sviði,“ segir Einar. „Sannleikurinn er sá að hvort sem litið er til neyðar barnanna í heiminum eða annarrar aðstoðar í þróunarlöndunum þá er Ísland langt á eftir öðrum þjóðum með sitt framlag sem hlutfall af þjóðartekjum. Það hefur komið fram að ætlun stjórnvalda sé að bæta úr því.“ Stefán Ingi Stefánsson, fram- kvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, benti á að íslenska ríkið hafi lengi lagt málefnum barna lið í umræðum á alþjóðavettvangi. Hann sagði að það væri athyglisvert að Íslendingar gætu komið beint að ýmsum hjálp- arverkefnum innan Barnahjálpar SÞ sem búið er að skilgreina og eru í gangi. „Aðstoðin nýtist mjög vel og 80% af þeim peningum sem safnast hér, líkt og annars staðar í heim- inum, er ætlað að fara beint í aðstoð- ina.“ Nefnd á vegum Sameinuðu þjóð- anna, sem staðsett er í Genf, sér um framfylgd Barnasáttmálans. Ísland hefur tvisvar gert nefndinni grein fyrir framfylgd samningsins hér á landi. Barnasáttmálinn kynntur Stefán Ingi telur að vitneskja um Barnasáttmála SÞ og þýðingu hans sé ekki nægilega góð hér á landi. Barnaheill gaf út stytta útgáfu af sáttmálanum á sínum tíma og eins hafa dómsmálaráðuneytið og um- boðsmaður barna gefið samninginn út. Þessum útgáfum hefur m.a. verið dreift í grunnskólum landsins. Einar segir stefnt að því að kynna Barna- sáttmálann enn betur fyrir lands- mönnum. „Ég sá, fljótlega eftir að ég kom að þessu, góðan bækling sem Norðmenn gáfu út. Nú er verið að þýða hann og verður hann vænt- anlega gefinn út í stóru upplagi á næsta ári.“ Barnasáttmálinn hefur bætt stöðu barna mikið víða um heim, að sögn þeirra Einars og Stefáns Inga. „Hann hefur m.a. haft þau áhrif hér á landi að hið opinbera hefur tekið saman skýrslur um stöðu barna hér á landi, kynnt þær fyrir eftirlits- nefndinni í Genf og fengið viðbrögð við þeim. Barnasáttmálinn varð til þess að sett var upp alþjóðlegt eft- irlitskerfi með stöðu barna. Það var stór áfangi. Þótt sáttmálinn hafi ekki bylt stöðu barna hér á landi, þá hef- ur hann styrkt stöðu þeirra.“ Sem dæmi um aukna áherslu á málefni barna hér á landi nefna þeir félagar stofnun embættis Umboðs- manns barna, þótt það hafi ekki ver- ið stofnað að kröfu samningsins. Stefán Ingi sagði að Barnasáttmál- inn hefði haft gríðarlega mikil áhrif til hagsbóta fyrir börn í þróun- arlöndunum. „Starf okkar mun m.a. beinast að því að auka skilning Ís- lendinga á þýðingu samningsins fyr- ir börn í öðrum löndum en okkar eig- in. Eins hvað við getum gert til að mæta þörfum þeirra barna.“ ReutersBörn frá Kosovo koma úr skólatjaldi sem Barnahjálp SÞ, UNICEF, setti upp í flóttamannabúðum í Tirana. Til hjálpar fátækum börnum alls heimsins Morgunblaðið/Sverrir Erla Elín Hansdóttir frá Félagi háskólakvenna, Einar Benediktsson og Stefán Ingi Stefánsson með jólakortin sem seld verða í þágu UNICEF. TENGLAR .............................................. Barnasáttmálinn: http://www.barna- heill.is/barnasattmali.html Óstytt útgáfa: http://www.barnaheill.is/barnasatt- mali_max.html Miðstöð Sameinuðu þjóðanna á Íslandi verður opnuð á næstunni. Einnig er að hefj- ast sala jólakorta til styrktar Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. 1946 – Að síðari heimsstyrj- öldinni lokinni ógnuðu sultur og sjúkdómar evrópskum börn- um. Barnahjálpin UNICEF var stofnuð af Sameinuðu þjóð- unum í desember 1946 til að sjá börnunum fyrir mat og heilsu- gæslu. 1953 – Allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna ákveður að Barnahjálpin verði fastur liður í starfi samtakanna. UNICEF hrindir úr vör herferð gegn himberjasótt, sjúkdómi sem af- skræmdi fjölda barna en hægt er að meðhöndla með sýklalyfj- um. 1954 – Kvikmyndastjarnan Danny Kaye útnefndur farand- sendiherra UNICEF. Meira en 100 milljónir manna sáu kvik- mynd hans Assignment Childr- en (Verkefni: Börn) um starf UNICEF í Asíu. 1959 – Yfirlýsing um réttindi barna. Allsherjarþing SÞ sam- þykkir yfirlýsingu sem kveður á um rétt barna á vernd, menntun, heilsugæslu, húsa- skjóli og næringu. 1961 – UNICEF beinir at- hyglinni að velferð alls barns- ins, en ekki einungis heilsu þess. Þar með áhersla á mennt- un barna og stuðningur við kennaramenntun og öflun kennslugagna í nýfrjálsum ríkjum. 1965 – UNICEF hlýtur frið- arverðlaun Nóbels fyrir „út- breiðslu bróðurþels meðal þjóða“. 1979 – Ár barnsins. Ein- staklingar og stofnanir um all- an heim endurnýja heit sín um að vinna að réttindum barna. 1981 – Ráðstefna um heims- heilsu samþykkir reglur um markaðssetningu mjólkurvara sem komi í stað brjóstamjólk- ur. Þetta er gert til að hvetja til brjóstagjafar og bæta með því heilsu ungbarna. 1982 – Herferð UNICEF til að bjarga milljónum barna með einföldum aðferðum: Að fylgj- ast með vexti, hindra ofþurrk með vökvaneyslu, brjóstagjöf og bólusetningu. 1989 – Barnasáttmáli Samein- uðu þjóðanna samþykktur 20. nóvember og gengur í gildi í september árið eftir. Enginn mannréttindasáttmáli hefur verið samþykktur jafnvíða og á svo skömmum tíma sem þessi. 1990 – Leiðtogafundur um börn setur tíu ára markmið um heilbrigði, menntun og nær- ingu barna. 1996 – Gerð grein fyrir alvar- legum áhrifum stríðsátaka á börn í Machel-skýrslunni. 1998 – Öryggisráð SÞ ræðir um áhrif vopnaðra átaka á börn. 2001 – Heimshreyfing barna hvetur jarðarbúa til að breyta heiminum með börnum. 2002 – Sérstakur fundur Alls- herjarþings SÞ fjallaði um það sem hafði áunnist frá leiðtoga- fundinum 1990 og endurnýjuð heit um réttindi barna. 2003 – Landsnefnd UNICEF stofnuð á Íslandi. Heimild: Heimasíða UNICEF – www.unicef.org. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna Ljósmynd/UNICEF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.