Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 1
Jólaveðrið veldur deilum Spurning um skemmtanagildi eða ábyrga veðurspá 6 Tímaritið og atvinna Tímaritið Lögreglumaður af hugsjón  Ættarleyndarmál  Brot af Agli Atvinna Launahækkun í rafiðnaði Liprir baðverðir Draumastörf  Atvinnuleysi og manneskjur 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 300 AUKIN bjartsýni ríkir meðal Bandaríkja- manna um horfur í efnahags- og atvinnumál- um. Þessi aukna bjartsýni hefur þau áhrif að aukin ánægja er með störf George W. Bush forseta sem sækist eftir endurkjöri í kosn- ingum sem fara fram eftir tæpt ár, 41% seg- ist nú ákveðið í styðja Bush í kosningunum. Ný könnun Associated Press sýnir að 44% aðspurðra telja sig nú búa við atvinnuöryggi en 37% gera það ekki. Í október var hlutfallið öfugt, þá voru þeir fleiri sem töldu sínar per- sónulegu atvinnuaðstæður heldur ótryggar. Ýmis teikn hafa verið á lofti undanfarið um að efnahagur Bandaríkjanna væri að taka við sér. Hagvöxtur hefur verið mikill, uppsveifla á mörkuðum og vísbendingar eru um að betri horfur séu í atvinnumálunum. 2,3 milljónir starfa hafa þó tapast á kjörtímabilinu. Aukin bjart- sýni í Banda- ríkjunum Washington. AP. NÓG hefur verið að gera á hár- greiðslu- og rakarastofum að undanförnu enda vill fólk vera vel til haft um hátíðirnar og í desem- bermánuði er ævinlega mikið um að vera. Ekki er seinna vænna fyrir þá sem eru enn óklipptir að fara að huga að jólaklippingunni. Þessi kona fékk greinilega góða þjónustu enda tvær hár- greiðslukonur til staðar til að tryggja árangurinn. Morgunblaðið/Árni Torfason Klippt og skorið ÍSLENDINGUR með ofnæmi fyr- ir æðvængjum, þ.e. geitungum, bý- flugum eða humlum, var stunginn af geitungi í fyrra og fékk lífs- hættulegt ofnæmislost en skjót og rétt meðferð varð honum til bjarg- ar. Miðað við tíðni ofnæmisins má búast við að nokkrir Íslendingar fái alvarleg einkenni eftir skor- dýrastungur ár hvert. Þetta kemur fram í nýrri grein sem birt er í Læknablaðinu en hún er eftir þau Erling Ólafsson skor- dýrafræðing, Unni Steinu Björns- dóttur, Davíð Gíslason og Sigur- veigu Þ. Jónsdóttur sérfræðinga í ofnæmis- og ónæmislækningum. Þar segir að fái þeir sem hafa of- næmi sértæka afnæmingu fyrir geitungum eða býflugum sé hægt að koma í veg fyrir ofnæmislost við endurstungu í yfir 95% tilfella. Þá segir að vegna örrar fjölgun- ar geitunga, býflugna og humla með hlýnandi veðurfari geti menn búist við að fleiri verði stungnir og þar með aukinni tíðni alvarlegra einkenna og jafnvel dauðsfalla. Á það er bent að bráðaofnæmi vegna geitunga og býflugna sjáist hjá um 5–10 af hverjum hundrað þúsund íbúum og deyja að minnsta kosti 50 Bandaríkjamenn á hverju ári vegna þessa. Viðbrögð við stung- um geta verið mjög mismunandi, allt frá venjulegum kláða og roða, sem flestir kannast við og yfir í of- næmislost sem er lífshættulegt og þarf að meðhöndla tafarlaust. Læknar óttast ofnæmisviðbrögð vegna fjölgunar geitunga á Íslandi Fékk lífs- hættulegt of- næmislost UNNUR Steina Björnsdóttir, sér- fræðingur í ofnæmis- og ónæm- islækningum og einn höfundur greinarinnar, segir að ástæða þess að hún birtist nú en ekki að vori sé sú að læknar óttist að fólk sem hafi verið stungið og fengið einkenni hafi ekki áttað sig á því að það þurfi að fara í meðferð og ekki bíða eftir því að það fái hugs- anlega alvarlegri einkenni síðar. Hún segir að öll viðbrögð fyrir ut- an stungustað, s.s. útbreidd út- brot, öndunarfæraeinkenni, það að auga sökkvi o.s.frv. geti bent til ofnæmis og verði að athuga nánar og þá hjá ofnæmislækni. „Þetta er mjög alvarlegt vanda- mál sem er þó algjörlega læknan- legt. Við óttumst að það kunni að verða slys af því að fólk áttar sig ekki á því hvað þetta getur verið alvarlegt,“ segir Unnur. Viðbrögð utan stungustaðar óeðlileg GERA má ráð fyrir að um 900 fegrunaraðgerðir séu gerðar hér á landi á ári og skiptast þær á milli átta lýtalækna. Þá eru ekki taldar með aðgerðir sem gerðar eru vegna lýta eða veikinda, heldur einungis fegrunaraðgerðir sem gerðar eru í þeim tilgangi að breyta ásýnd líkamans. Um fegr- unaraðgerðir er fjallað í grein í Tímariti Morgunblaðsins í dag. Þessar aðgerðir eru augnloka- aðgerðir, brjóstastækkanir, fitu- sog, brjóstalyfting, andlitslyfting og nefaðgerðir, í röð eftir því hversu algengar þær eru. Auk þess eru fleiri fegrunaraðgerðir sem ekki er hægt að slá tölu á. Miðað við áætlaðan fjölda sex algengustu aðgerðanna á ári og ákveðið verðbil fyrir hverja að- gerð, má gera ráð fyrir að heildar- greiðsla af hendi sjúklinga fyrir þær nemi 120,5–183 milljónum á ári. TR tekur ekki þátt í kostnaði við fegrunaraðgerðir. Brjósta- stækkun kostar á bilinu 200–230 þúsund krónur. Fitusog 80–200 þúsund og varastækkun 80 þús- und krónur. Samtals myndu þess- ar aðgerðir kosta eina konu á bilinu 360–510 þúsund krónur. Átta lýtalæknar gera fegrunar- aðgerðir hér á landi, auk þess að sinna lýtalækningum sem eru meirihluti þeirra starfs. Þeir halda ekki samræmda skrá yfir hversu margar aðgerðir af hverju tagi eru gerðar á ári og stendur það ekki til. Að sögn Jens Kjartanssonar lýtalæknis vilja lýtalæknar fyrir- byggja að persónuupplýsingar fari víðar og haldi þeir því öllum gögnum fyrir sig. Um 900 fegrunarað- gerðir á hverju ári Engin skrá haldin yfir fjölda og tegundir aðgerða CHEN Shui-bian, for- seti Taívans, hefur ákveðið að halda þjóðar- atkvæðagreiðslu þar sem landsmenn verði beðnir um að leggja blessun sína yfir þá kröfu að Kínverjar beini eldflaugum sínum ekki lengur að Taívan. Stefnt er að því að halda at- kvæðagreiðsluna 20. mars nk. en þann dag eiga einnig að fara fram forsetakosningar. Andstæðingar Chens hafa sakað hann um að leika sér að eldinum, um kosningabragð sé að ræða sem hætta sé á að reiti stjórn- völd í Peking til reiði. Kínverjar líta svo á að Taívan sé órjúfanlegur hluti Kína og fylgj- ast grannt með öllum aðgerðum yfirvalda í Taívan sem túlka mætti sem viðleitni til að mjaka landinu í átt að fullu sjálfstæði. Greiði atkvæði um flugskeyti Kínverja Chen Shui-bian Taipei. AP, AFP. HÚSVÖRÐUR í skóla í Suður- Portúgal kveikti í fæti unglings í skól- anum, í því skyni að hjálpa unglingn- um að ná sér af meiðslum sem hann varð fyrir á skólalóðinni. Unglingurinn, sem er 14 ára, tjáði portúgölsku einkasjónvarpsstöðinni SIC að húsvörðurinn hefði hellt spritti á særðan fótinn og kveikt í með kveikjara, eftir að hann bað húsvörð- inn um aðstoð eftir að hafa dottið og meitt sig. „Hann sagði við mig: „Þetta vorum við vanir að gera í stríðinu.“ „Ég sagði honum að ég væri ekki í neinu stríði,“ sagði unglingurinn, Ant- onio Pereira, í sjónvarpsviðtalinu. Pereira var á þriðjudag lagður inn á sjúkrahús í heimabæ sínum Beja, sem er um 200 km suðaustur af Lissa- bon, með fyrsta og annars stigs bruna. Skólayfirvöld eru að rannsaka atvikið. Kveikti í fæti í lækningaskyni Lissabon. AFP. ♦ ♦ ♦ STOFNAÐ 1913 332. TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.