Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2003 41 SAGT ER, að á kvöldijóladags árið 1858 hafiung kona verið að bíðaeftir föður sínum í eld-húsinu á bænum Øvre Sukkestad í Østre Toten í Nor- egi, þar sem hún bjó. Faðirinn hafði skroppið niður í þorpið að taka á móti gestum, sem ætluðu að vera hjá þeim yfir hátíðina og voru að koma að landi með dampskipinu „Skibladner“. Í einverunni og helgri kyrrð- inni þarna tók hún sér fjaðurstaf í hönd, af einhverri mikilli þörf fyrir að koma hugsunum sínum á blað, og tók að rita, setti jóla- guðspjallið í búning einfaldra orða, eins og hún sem barn hafði numið það og varðveitt. Útkom- an varð „Jeg er så glad hver julekveld“. Hin unga kona var Inger Marie Lycke Wexelsen (1832– 1911), rithöfundur. Ljóðið var í fyrsta sinn prentað í bók hennar „Ketil, en Julegave for Smaa“ árið 1859. Frá þeirri stundu varð nafn hennar ódauðlegt þar í landi. Á árunum 1993–1995 var ég aðstoðarprestur í Lurøy- prestakalli í Noregi og kynntist þá umræddum sálmi. Og þar eð mér varð fljótlega ljóst að hér væri dýrgripur mikill, og að engin þýðing hans væri til á ís- lensku, settist ég niður 15. des- ember 1993 og byrjaði að glíma við að snúa honum eða umyrkja, reyna eftir fremsta megni að ná a.m.k. einhverju af anda hans; því verki lauk ég á aðfangadag. Lag Peders Knudsens (1819– 1863), tónlistarkennara og org- anista, sem átt hefur drjúgan þátt í vinsældum sálmsins, er frá 1859, en var ekki flutt op- inberlega fyrr en á jólum 1862. En íslenska gerðin er annars svona: Öll jörðin gleðst á jólunum, hann Jesús fæddist þá, og bar með sér í brosinu Guðs boðskap himnum frá. Þá stjarna lýsti stór og hrein; það streymdi geislamergð, og englakór með unaðsraust var einnig þar á ferð. Því barnið litla’ í Betlehem var bjartur konungsson, sem kom í þennan kalda heim með kærleik, trú og von. Hann fæddist samt í fjárhúss kró, við fátækt ljósaskin, og lagður var í lágan stall, sem lítilmagnans kyn. Og hirðar komu’ í hreysið það, sem hástóll Guðs þó var. Svo komu líka kóngar þrír með konungsgersemar. Þeir lutu djúpt að lífsins sól, með lotningu á brá, og hlýjan fyllti hjörtun tóm í húmi nætur þá. Og síðan breiddist sagan út, um sérhvert land og ból, um vininn, sem í veröld er og veitir öllu skjól. Já, hæstur Drottinn, herra minn, sem hýsti fjárhús lágt, hann örmum vefur undurheitt það allt, sem á hér bágt. Öll jörðin gleðst á jólunum hann Jesús kemur þá, og ber með sér í brosinu Guðs boðskap himnum frá. Hinn 21. ágúst síðastliðinn var afhjúpuð brjóstmynd af Marie Wexelsen í bænum Lena í Opp- land í Noregi. Ástæðan er fyrst og síðast innilegar þakkir vegna umrædds ljóðs, sem ekki er hægt annað en dást að og elska, og sem ár eftir ár gefur af sér eitthvað, sem erfitt er að út- skýra fyllilega: Eitthvað hlýtt, einlægt, gott og bjart fyrir sál- ina og hjartað. Já, eitthvað nota- legt. Jólasálmur barnanna Í síðasta pistli var hér fjallað um einn af þekktustu aðventusálmum Norðmanna, um kertin fjögur. Í dag ritar Sigurður Ægisson um einhvern vinsælasta jólasálm þessara frænda okkar, kannski vegna þess að hann er ortur á máli barnanna, einlægu og tæru. sigurdur.aegisson@kirkjan.is Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Ólafur Snorri Ottósson 435 0098 694 7372 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Björn Svanur Þórisson 452 4019/864 4820/690 7361 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík María Jane Duff 475 6662 Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 662 1373 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 846 8123 Grenivík Hörður Hermannsson 463 3222 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 895 0222 Hellissandur/Rif Lára Hallveig Lárusdóttir 436 6889/436 1291/848 1022 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Bylgja Finnsdóttir 453 7418 893 5478 Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 894 5591 Hveragerði Erna Þórðardóttir 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ranveig Á. Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8378 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Jakop Antonsson 486 8983 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Oddur Bjarni Bjarnason 486 8900 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð v/Mýv. Margrét Hróarsdóttir 464 4464 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888 862 2888 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Hanna Lísa Vilhelmsdóttir 472 1102 690 2415 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 456 4936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Varmahlíð Ragnar Helgason 453 8134 867 9649 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 698 7521 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 848 6475 Þingeyri Arnþór Ingi Hlynsson 456 8285 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni José hægindastóll Kr. 55.350 Fáanlegt skammel Kr. 13.770 Opið: Laug. 11 - 18 Sun. 13 - 18 MATAR- og skemmtihátíðin „Food and Fun Festival“ verður haldin á Íslandi í þriðja sinn dagana 18.–22. febrúar næstkomandi. Hátíðin er haldin í samstarfi við Reykjavík- urborg og er á sama tíma og vetr- arhátíð sem borgin stendur fyrir. „Food and Fun 2004“ hátíðin er liður í markaðsstarfi Icelandair, í samstarfi við íslenskan landbúnað og Iceland Naturally, sem er sam- eiginlegur kynningarvettvangur ís- lenskra stjórnvalda og fyrirtækja í Bandaríkjunum. Fyrirtækin innan þess samstarfs, þ.e. Iceland Sea- food, Coldwater, Icefood, Iceland Spring og Flugstöð Leifs Eiríks- sonar taka einnig þátt. Með hátíð- inni er stefnt að því að kynna gæði íslenskra matvæla og veitinga- mennsku á nýstárlegan hátt, segir í fréttatilkynningu. Á hátíðinni verður haldin alþjóð- leg keppni matreiðslumeistara í Smáralind. Matreiðslumeistarar frá Bandaríkjunum og Evrópu munu verða í eldhúsum nokkurra af veitingahúsa höfuðborgarinnar og elda með íslenskum starfs- bræðrum sælkeramáltíðir þá daga sem hátíðin stendur yfir. Opnunarhátíð „Food and Fun“ verður haldin í Hótel- og mat- vælaskólanum í Kópavogi. Þá verð- ur gala-kvöldverður á Nordica-hót- elinu laugardagskvöldið 21. febr- úar. Matarhátíð haldin hér- lendis í febrúar HUGVEKJA FASTEIGNIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.