Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ R usk hélt því fram, að áhrif og virðing þjóða á alþjóða- vettvangi væri ekki aðeins hægt að mæla í mannfjölda, herstyrk eða nátt- úruauðlindum. Einnig skipti máli, hverjir væru í fyrirsvari fyrir þær og hvernig þeir kæmu fram. Ein- staklingar skiptu máli. Hinn 26. nóvember sl. var þess minnst, að 100 ár voru liðin var fæðingu Thors Thors. Minningu hans hefur ekki síst verið haldið á lofti með námsstyrknum, sem ber nafn hans, en alls hafa um 600 ís- lenskir og bandarískir stúdentar hlotið þann styrk. Thor var flestum þeim, sem hon- um kynntust, eftirminnilegur. Hann var skarpgáfaður eljumaður, en jafnframt hrókur alls fagnaðar. Hann var höfðingi og glæsimenni, sem sópaði að á mannamótum, en jafnframt bæði dulur og viðkvæm- ur. Hann var einlægur föðurlands- vinur í aldamótaanda, en líka heimsmaður, sem vildi að Íslend- ingar leituðu vináttu og viðskipta við sem flestar þjóðir. Hann gat verið harður í horn að taka, en var þó oftast ljúfur í framkomu og kunnur af rausn og örlæti eins og fleiri systkini hans svo og faðir, Thor Jensen, einn mesti athafna- maður Íslandssögunnar. Thor Thors lét að sér kveða á þremur sviðum: Hann var fram- taksmaður í sjávarútvegi og út- flutningi; hann var áhrifamikill stjórnmálaforingi; hann var einn af frumkvöðlum íslenskrar utanríkis- þjónustu, brautryðjandi í samskipt- um við Bandaríkin og rómönsku Ameríku og lengi rödd Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Thor átti sér því merkan og fjöl- breytilegan feril. Þó hefði hlutverk hans í stjórnmálum Íslands trúlega verið annað og meira og útivistin þeim mun styttri, ef svo hefði ekki viljað til að hann var yngri að árum en bróðir hans, Ólafur Thors, for- maður Sjálfstæðisflokksins í tæpa þrjá áratugi. Maður á uppleið Thor Haraldur Jensen (tók sér síðar ættarnafnið Thors) var fædd- ur í húsi foreldra sinna, þar sem nú stendur Hótel Borg við Austurvöll, níundi í röðinni af börnum þeirra Thors Jensens og Margrétar Þor- bjargar eiginkonu hans. Thor skar- aði fram úr í námi í Menntaskól- anum í Reykjavík og var kjörinn formaður málfundafélagsins Fram- tíðarinnar. Hann lauk stúdentsprófi 1922 og fjórum árum síðar braut- skráðist hann frá Háskóla Íslands með hæstu einkunn, sem þá hafði nokkru sinni verið gefin á lagaprófi. Thor nam alþjóðalög, hagfræði og fleiri greinar í háskólunum í Cambridge og Sorbonne, en sneri fljótt heim og kvæntist Ágústu Ing- ólfsdóttur Gíslasonar héraðslæknis í Borgarnesi. Um Ágústu var sagt, að hún hefði verið með glæsilegustu stúlkum sinnar tíðar, en jafnframt greind kona og listræn, gædd með- fæddri kurteisi og hjartahlýju. Ungu hjónin sigldu rakleitt suður í lönd og námu spænsku, en einnig kynnti Thor sér fisksölu fyrir fjöl- skyldufyrirtækið Kveldúlf. Í Suð- urlöndum var þá aðalmarkaðurinn fyrir saltfisk, uppistöðu íslenska hagkerfisins. Eftir heimkomu gerðist Thor einn af framkvæmdastjórum Kveld- úlfs, stærsta fyrirtækis landsins. Á skólaárum hafði Thor hallast til vinstri, en var kjörinn formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæð- ismanna í Reykjavík 1931. Undir forystu Thors beitti Heimdallur sér fyrir því, að Sjálfstæðisflokkurinn sveigði stefnu sína nær miðju í anda breskrar og bandarískrar frjáls- lyndishreyfingar, sem vildi koma á víðtækum almannatryggingum í kreppunni miklu og veita almenn- ingi meiri hlutdeild í arði fyrirtækja til að stuðla að þjóðareiningu. Thor beitti sér ennfremur fyrir bráðum skilnaði Íslendinga við Danakonung og umbótum á kjördæmaskipun af því tagi, sem loks voru lögfestar 1959. Í alþingiskosningum 1933 vann Thor Thors frægan og óvæntan sig- ur í Snæfellsnes- og Hnappadals- sýslu og settist á þing. Þar aflaði hann sér virðingar með skeleggum málflutningi og vönduðum frum- vörpum og skipaði sér ósjálfrátt í fremstu fylkingu í Sjálfstæðis- flokknum. Árið 1934 gerðist Thor einn af framkvæmdastjórum Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda (SÍF), sem reyndu að bjarga sjávarútveg- inum úr þrengingum kreppunnar. Endurheimti Thor og stækkaði á þeim árum markað fyrir íslenskan saltfisk í Suður-Ameríku og kom á samstarfi saltfisksöluþjóða. Hann sat einnig í utanríkismálanefnd Al- þingis, sem var að taka að sér fram- kvæmd utanríkismála úr höndum Dana og var fulltrúi Íslands í Norð- urlandasamstarfi. Sókn í vestur Við lok fjórða áratugarins ramb- aði Ísland á barmi gjaldþrots og árásarstefna Adolfs Hitlers ógnaði hlutlausu og vopnlausu landinu. Ís- lendingar höfðu lengi treyst á vernd, verslun og bankalán í Breta- veldi, en Bretar sýndust á fallanda fæti og viðskiptin í kreppuböndum. Á Íslandi varð forystumönnum allra stjórnmálaflokkanna og atvinnulífs- ins mjög litið í vestur – til Banda- ríkjanna – í von um að þar fyndist óþrjótandi markaður fyrir fiskaf- urðir, fjármagn til að efla landið og mótvægi gegn Adolf Hitler. Því var nú ákveðið að taka þátt í heimssýn- ingunni í New York 1939 þrátt fyrir svimandi kostnað og nota tækifærið til að reyna koma á nýju stjórn- mála- og viðskiptasambandi við Bandaríkin. Að þessu unnu þeir einkum Jónas Jónsson frá Hriflu, formaður utanríkismálanefndar Al- þingis og Framsóknarflokksins, Thor Thors og Vilhjálmur Þór, framkvæmdastjóri KEA á Akur- eyri, í góðu samstarfi við Vilhjálm Stefánsson landkönnuð. Haustið 1939 skall stríð yfir og varð þá enn mikilvægara að auka viðskipti vestur. Flest skorti í Bret- landi og árásir Þjóðverja á sigl- ingaleiðina þangað ógnuðu afkomu þjóðarinnar eftir að Bretar her- námu Ísland í maí 1940. Útflutn- ingur vestur gat hins vegar hvergi nærri fullnægt innflutningsþörf þaðan og tollmúrar Ameríku voru mikil hindrun. Brátt virtust Þjóð- verjar líklegir til að leggja undir sig Bretlandseyjar og öryggi og utan- ríkisviðskipti Íslands voru í hættu. Öflugur sendimaður Við þessar ógnvænlegu aðstæður tók Thor Thors við ræðismanns- embætti í New York af Vilhjálmi Þór í september 1940. Tæpu ári síð- ar gerði Bandaríkjaforseti her- verndarsamning við Íslendinga til styrktar Bretum. Bandaríkjastjórn samþykkti einnig að greiða Íslend- ingum fyrir allan útflutning afurða til Bretlands í Bandaríkjadölum, sem Íslendingar gátu síðan notað til vörukaupa vestra, á meðan aðrar Evrópuþjóðir lifðu við sult og seyru. Vörukaup vestra voru hins vegar bundin ströngum leyfum og flutn- ingaskip skorti. Thor Thors, nú sendiherra í Washington, varð ásamt starfsliði sínu að fylgja eftir kaupum á öllum þeim varningi, sem Íslendingar þurftu með og útvega skipakost til flutninga. Þá þurfti Gleðistund í Washington: Thor Thors fjarlægir skjöld ,,kon- ungsríkisins Íslands“ af vegg íslenska sendiráðsins á Massachusetts Avenue í Washington 17. júní 1944 eftir stofnun lýðveldis, sem þeir Ólafur Thors beittu sér ákaft fyrir. T.v. Henrik Sv. Björnsson (sonur Sveins Björnssonar fyrsta forseta Íslands), en Henrik og Þórhallur Ásgeirsson, síðar ráðuneytisstjórar, voru ritarar Thors og mátu þá starfsreynslu mikils, eins og ýmsir af mætustu embætt- ismönnum ríkisins. Áfundi með Perón: Juan Perón, einræðisherra Argentínu, tekur á móti sendiherra Íslands í höll sinni. Thor kom á mik- ilvægum viðskiptum við Suður-Ameríkuríki við ótrúlegustu skilyrði, enda varð hann stundum að eiga við spillta einræð- isherra starfs síns vegna. Samskipti við fimm Bandaríkjaforseta: Thor Thors heilsar Lyndon B. Johnson Bandaríkja- forseta í móttöku Tunkus A. Rahmans, forsætisráðherrra Malasíu (t.h.), í Washington 1964, en þeir Tunku og Thor voru æskuvinir frá Cambridge. T.v. Lady Bird Johnson forsetafrú. Thor átti góð samskipti við fimm Bandaríkjaforseta, en engan þeirra mat hann meira en Franklin D. Roosevelt, sem beitti sér fyrir velferðarkerfi fyrir almenning og stofnun Samein- uðu þjóðanna, þó að hugsjón þeirra um mannréttindi, öryggi og hagsæld ætti erfitt upp- dráttar í samvinnu við sovéska ógnarstjórn. Áheimssviðinu:Thor stjórnar fundi sem varaforseti allsherjarþings SÞ 1963, t.v. U Thant, framkvæmdastjóri SÞ. Thor markaði Íslandi sérstöðu með stuðningi við frelsi nýlenduþjóða og hélt fram málstað friðar í kalda stríðinu. Hann bauð sig fram sem forseti allsherjarþings- ins 1960, en beið ósigur, því að bæði risaveldin höfðu áður tryggt sér stuðning við frambjóðendur, sem þau studdu. Í Ísrael er Thors enn minnst sem vinar Gyðinga, en hann taldi þá hafa rétt eins og aðrar þjóðir til að stofna ríki innan alþjóðlegra viðurkenndra landamæra. ,,Á meðan Thor Thors var sendiherra Íslands í Wash- ington, höfðu Íslendingar þar sannarlega áhrif langt umfram það, sem ætla mætti af fjölda lands- manna.“ Þannig lýsti Dean Rusk, fyrrverandi utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, langri reynslu sinni af störf- um þess manns, sem í tæp- an aldarfjórðung var fulltrúi Íslendinga í Vesturheimi og sendiherra þeirra hjá Sam- einuðu þjóðunum. Þór Whitehead fjallar um Thor Thors í tilefni af því að þess er nú minnst að öld er liðin frá fæðingu hans. Hann tengdi Ísland við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.