Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þá hefur hann Bjarni kvatt þetta líf og er hans sárt saknað af vinum og vandamönnum. Við minnumst hans sem góðhjartaðs og hjálpsams manns sem vildi allt fyrir alla gera. BJARNI ÞÓRHALLSSON ✝ Bjarni Þórhalls-son fæddist á Breiðabólsstað í Suðursveit 9. desem- ber 1922. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði 22. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þórhallur Bjarna- son, f. 22. ágúst 1897, d. 1967, og Steinunn Þórarins- dóttir f. 30. júlí 1895, d. 1963. Útför Bjarna var gerð frá Kálfafells- staðarkirkju 29. nóvember. Bjarni var einhleyp- ur, en hann reyndist systkinabörnum sínum og börnum þeirra líkt og besti faðir. Hugur hans dvaldi alltaf hjá hans nánustu eftir að hann flutti á Dvalarheimilið Skjól- garð fyrir 13 árum. Bjarni var ætíð glað- sinna og mjög fé- lagslyndur. Mestan hluta ævi sinnar var hann við búskap á Breiðabólsstað, en stundaði líka ýmsa vinnu sem til féll utan heimilisins. Hann stundaði sjó frá Höfn á vertíð- um, einnig vann hann á jarðýtum víða í sýslunni og ótal margt fleira. Hann var fremstur í flokki í fé- lagslífi í sinni sveit, á meðan heilsan leyfði lék hann t.d. í flestum leikritum sem sett voru upp í Suðursveit. Hann lenti í bílslysi í febrúar 1988 og náði sér aldrei eftir það, og flutti fljótlega eftir það á Skjólgarð á Höfn. Þar var hann mjög vel liðinn, enda alltaf tilbú- inn að hjálpa vinum sínum sem hann átti þar. Við kveðjum kæran bróður, mág og frænda með þökk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með hon- um. Steinn Þórhallsson, Anna Guð- mundsdóttir, börn og barnabörn. Nú hefur þú kvatt Bjarni minn og ég mun aldrei fá að faðma þig aftur eða sjá þig brosa þegar ég kem í heimsókn til þín. Síðast þegar ég sá þig fann ég að sál þín var að hluta til lögð af stað og það var í eina skiptið sem þú gast ekki staðið upp og faðm- að mig vegna þess hve veikur þú varst orðinn. Ég minnist þín sem góðhjart- aðs og hjálpsams manns sem vildi allt gera fyrir alla og vildi öllum vel. Við þessi tímamót rifjast upp margar góðar minningar liðins tíma. Og núna þegar þú hefur kvatt þetta líf þá muntu alltaf lifa í minningunum, því þér munum við aldrei gleyma eftir allt sem þú gerðir fyrir okkur vini þína og ættingja og eftir allar góðu stundirnar sem þú áttir með okkur. Þakka þér fyrir allt, þín verður sárt saknað því okkur þótti mjög vænt um þig. Guð blessi þig. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Kveðja, fyrir hönd fjölskyldu minn- ar, Valur Freyr Pálsson. KRISTÍN PÁLSDÓTTIR ✝ Kristín Pálsdótt-ir fæddist í Reykjavík 4. október 1926. Hún lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi í Fossvogi 23. nóvem- ber síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hallgríms- kirkju 1. desember. áhyggjur. Þau voru hrifin af henni og þótti vænt um hana. Hún var mjög ábyrgð- arfull og áhugasöm í öllu starfi sínu með börnunum. Enn frem- ur vann hún að fé- lagsmálum fóstru- stéttarinnar. Síðar var hún fengin í starf með yngstu börn borgar- innar á vöggustofu. Og ég efa ekki að það starf hafi líka verið í öruggum höndum þar sem hún var yfirmaður. Svo var um önnur störf sem hún vann að, en hún veitti forstöðu Vistheimili barna í a.m.k. 30 ár. Vertu kært kvödd og mínar bestu þakkir fyrir umönnun þína og ástríki við börnin mín. Elín Torfadóttir, fóstra. Ég minnist Kristín- ar Pálsdóttur með þakklæti og virðingu. Starf hennar með börnum verður seint þakkað en ég veit að allir mátu það. Hvað mér viðvíkur varð ég á tímum mikillar vinnu þess að- njótandi að hún var með mín börn á sinni deild í Tjarnarborg. Hún og samstarfsmenn hennar önnuðust þau svo vel að ég hafði aldrei Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, RAGNAR LEIFSSON, Lindarbraut 7, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju mánudaginn 8. desember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Jóhanna Felixdóttir, Bryndís Ragnarsdóttir, Sigurþór Leifsson, Felix Ragnarsson, Beata Tarasiuk, Alexander Áki, Hlynur Þór og Ragnar Smári. Ástkær móðir okkar, SIGNÝ ÓLAFSDÓTTIR, Hrafnistu Reykjavík, áður Efstasundi 3, sem lést sunnudaginn 30. nóvember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 9. desember kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Elín Ingólfsdóttir, Örn Ingólfsson, Bjarni Ingólfsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, PÁLÍNA HILDUR ÍSAKSDÓTTIR, Mýrargötu 18, Neskaupstað, sem lést þriðjudaginn 2. desember sl., verður jarðsungin frá Norðfjarðarkirkju mánudaginn 8. desember kl. 14.00. Sigurjón Valdimarsson, Unnur Jónsdóttir, Ísak Valdimarsson, Jóhanna Axelsdóttir, Hjörvar Valdimarsson, Sesselja Lúðvíksdóttir, Helgi Valdimarsson, Guðríður Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartkær sonur minn, faðir, bróðir, mágur og frændi, ÓLAFUR MÁR MATTHÍASSON kennari, Teigaseli 3, Reykjavík, er varð bráðkvaddur þriðjudaginn 25. nóvem- ber, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju föstudaginn 12. desember kl. 13.30. Elín G. Ólafsdóttir, Matthías Már Ólafsson, Valgerður Matthíasdóttir, Sigurborg Matthíasdóttir, Ómar Skúlason, Haraldur Matthíasson, Kaisa Matthíasson, Brynja Dagmar Matthíasdóttir, Ása Björk Matthíasdóttir, Jón Kristján Stefánsson, Tinna, Skúli Matthías, Snorri Arnar, Bryndís Dagmar, Ólafur Einar, Ásdís Elín, Orri Matthías, Stefán Matthías, Elías Henrik og Ólafur Dagur. Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför fósturföður, tengda- föður, afa okkar og langafa, GUNNARS ÞÓRARINS SIGURJÓNSSONAR, Leifsgötu 21, Reykjavík. Ingileif Þórey Jónsdóttir, Hilmar Sigurvin Vigfússon, Guðbjörn Jón Hilmarsson, María Hilmarsdóttir, Hafsteinn Egilsson, Vigfús Hilmarsson, Gunnar Arnar Hilmarsson, Berglind Rafnsdóttir, Þuríður Hilmarsdóttir, Arnar Þór Vilhjálmsson og langafabörn. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför frænku okkar, LOUISE ERNU THORARENSEN, Kaplaskjólsvegi 51, Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda, Henrik Thorarensen, Þór Thorarensen, Sigríður Atladóttir, Henrik Eyþór Thorarensen, Sigríður Önundardóttir og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.