Morgunblaðið - 07.12.2003, Side 10

Morgunblaðið - 07.12.2003, Side 10
10 SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ L andspítali – háskólasjúkrahús (LSH) hefur verið áberandi í fréttum að undanförnu. Rík- isendurskoðun sagði í nýlegri skýrslu um árangur stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík, sem unnin var í samvinnu við breskt ráðgjafarfyrirtæki, að þau markmið er sett voru við sameininguna hefðu ekki náðst fram. Það hlýtur að vera for- stjóra LSH áhyggjuefni? „Eins og rakið er í skýrslu Ríkisendurskoð- unar voru markmið með sameiningunni ekki mjög gegnsæ. Til að mynda voru aldrei settar fram magntölur til að ná. Fagfólkið taldi ótví- rætt að faglegur ávinningur myndi nást við sameininguna og um það liggja fyrir skýrslur. Hins vegar má segja að stjórnvöld hafi lagt meiri áherslu á að ná fjárhagslegum ávinningi, það er sparnaði. Við skulum ekki gleyma að á árunum 1996–1998 voru stöðug átök um rekst- ur spítalanna. Borgarstjóri á þeim tíma sagði að rekstur Sjúkrahúss Reykjavíkur væri ekki á ábyrgð borgarinnar. Ríkið ætti að standa straum af kostnaði við rekstur spítalans og gæti hreinlega tekið yfir reksturinn ef áfram yrði haldið að þrengja að honum. Eftir á að hyggja hefði kannski verið betra að setjast nið- ur og skilgreina markmiðin betur.“ Magnús segir að markmiðin hafi þó í meg- inatriðum verið þekkt. Menn hafi ekki skil- greint hversu hratt skyldi stefnt að því að ná þeim og hvert umfang þeirra ætti að vera. Unnið að sameiningu í þrjú ár „Eiginleg sameining spítalanna hófst ekki fyrr en í byrjun ársins 2000 með ákvörðun þar um og skipun stjórnar. Framkvæmdastjórar nýja spítalans voru fyrst ráðnir og aðrir stjórn- endur ekki fyrr en í október sama ár. Það hef- ur verið unnið mjög ötullega að sameiningunni í tæp þrjú ár. Það getur vel verið að margir, þar á meðal ég, hafi haft efasemdir þegar ákveðið var að stefna að sameiningu sjúkra- húsanna með samkomulagi 17. desember 1999. Nú er hins vegar í mínum huga ekki minnsti vafi á því að ákvörðunin var hárrétt. Faglega hefur þetta styrkt spítalann gífurlega og að- gerðir á borð við nýrnaflutninga og stofn- frumumeðferð eru orðnar að veruleika. Það hafði verið reynt áður að koma slíkum málum í gegn en allt farið í loft upp vegna ágreinings á milli sjúkrahúsanna. Það hefur sömuleiðis verið fjárhagslegur ávinningur af sameiningunni. Ársverkum á spítalanum hefur fækkað um 250 sem sumum þætti nú líklega ekki svo slæmt. Ýmis önnur atriði hafa kallað á aukna fjármuni og það veldur vonbrigðum hjá þeim sem vildu sjá beinan sparnað við samein- inguna. Ég fullyrði hins vegar að ef báðir spít- alarnir væru enn starfandi væri fjárhagsvand- inn enn stærri en hann er nú.“ Sameining jafnstórra eininga og Landspít- alinn og Sjúkrahús Reykjavíkur voru hlýtur að teljast flókið verkefni og ljóst að árangur næst ekki á einni nóttu. Hversu langur tími telur þú að verði að líða til að hægt verði að meta árangurinn? „Ríkisendurskoðun segir að tímabilið 1999– 2002 sé ekki að fullu marktækt. Sameiningin var þá í hámarki og það var verið að flytja fólk og starfsemi á milli húsa. Það kom niður á af- köstum. Það sem af er þessu ári sjáum við hins vegar að breytingarnar skila sér greinilega mjög víða. Til dæmis hefur skurðaðgerðum fjölgað um 3% sem er töluvert. Aukningin er þar að auki í þyngri aðgerðum en ekki þeim léttari. Legutími hefur styst og göngudeild- arstarfsemin aukist. Þetta er umtalsverður árangur þó að við hefðum kannski viljað sjá enn stærra stökk.“ Alþjóðleg könnun á líðan lækna Á undanförnum mánuðum hafa verið birtar kannanir er gerðar hafa verið meðal starfs- manna Landspítala þar sem fram kemur margvísleg óánægja. Í byrjun árs sýndi könn- un á vegum Landlæknisembættisins að stór hluti starfsmanna spítalans taldi að ekki hefði verið rétt staðið að sameiningunni. Þá sögðu 65% lækna í nýlegri könnun Vinnueftirlitsins að þau væru óánægð með stjórn spítalans. Þessar niðurstöður hljóta að vera yfirstjórn LSH töluvert áhyggjuefni? „Mér sýnist sammerkt með könnunum sem gerðar hafa verið að starfsfólki finnist það ekki hafa verið nægjanlega mikið með í ákvörð- unum sem teknar hafa verið. Upplýsingar um aðgerðir og ákvarðanir hafi verið ófullnægj- andi. Þetta verður tekið til gaumgæfilegrar at- hugunar og skoðað hvernig megi bæta úr. Að hinu leytinu leiða kannanirnar allar í ljós að 75–80% starfsmanna eru ágætlega ánægð í sínu starfi. Þá verður snúnara að draga heild- arályktanir af niðurstöðunum. Engu að síður eru þetta kannanir sem við tökum háalvarlega og það verður viðfangsefni á komandi ári að taka á þessum málum. Ég fagna því að þær hafi verið gerðar og tel mikilvægt að fá þessar upplýsingar fram. Það má nefna í þessu sam- bandi að náðst hefur samkomulag á milli spít- alans, Læknafélagsins og Landlæknisembætt- isins um að standa að sameiginlegri alþjóðakönnun á líðan lækna. Hún mun ná til allra lækna á Íslandi, hvort sem er á spítölum eða utan og einnig munu spítalinn í Þránd- heimi, Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi og Pandova-sjúkrahúsið á Ítalíu taka þátt í henni. Þessi könnun ætti að laða fram viðhorfin hér innanlands og jafnframt fást samanburður við önnur lönd. Einnig má nefna könnun sem framkvæmd var á vegum heilbrigðisráðuneytisins á gæðum heilbrigðiskerfisins út frá sjónarhóli sjúklinga. Við fengum sérstaklega upplýsingar er varða Landspítala og þar kemur í ljós að sjúklingar telja stöðu þeirra mála sem spurt var um harla góða. Í raun má segja að spítalinn fái þarna fyrstu einkunn. Hins vegar tökum við þau at- riði til skoðunar sem sjúklingar telja að megi betur fara. Í því sambandi má nefna að með- ferð og umönnun sé eftir eigin óskum en ekki vinnuvenjum og að auðveldara verði að tala við lækna í einrúmi. Þetta verður allt skoðað sem og þær óskir starfsmanna að vera enn betur upplýstir um gang mála innan spítalans.“ Eitt af því sem Ríkisendurskoðun nefnir í skýrslu sinni er að hlutfall þeirra er starfa við rekstur og umsýslu er hærra á LSH en í sam- anburðarhópi breskra sjúkrahúsa sem miðað er við. Er yfirbygging spítalans kannski of um- fangsmikil? „Það má velta fyrir sér hvort hér séu of margir sem starfa að stjórnun, umsýslu eða of margir læknar. Að einhverju marki liggur þessi munur í mismunandi skilgreiningum á starfshópum. Bretarnir hafa þannig úthýst þáttum sem ekki er úthýst hér, til dæmis ræst- ingu og mötuneyti. Við þurfum að rýna betur í þessar upplýsingar til að komast að því hvort við séum að bera saman rétta hluti. Við eigum hins vegar ávallt að spyrja okkur að því hvort yfirbyggingin sé of stór. Það á við fram- kvæmdastjórn, sviðaskipulag og aðra þætti. Stjórnarnefnd spítalans ákvað á sínum tíma að skoða þetta árið 2005. Allir yfirmenn hér eru ráðnir tímabundið, framkvæmdastjórar til fimm ára og þeirra ráðningartími rennur út í lok næsta árs. Núverandi sviðsstjórar eru valdir til 1. október 2004. Þetta þýðir að á næsta ári verður að meta árangur af starfi þessara stjórnenda.“ Ársverkum fækkar en launakostnaður eykst Kostnaður við rekstur hins sameinaða spít- ala hefur ekki minnkað heldur aukist um rúm- an þriðjung frá sameiningu samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar. Helsta skýringin á því er sögð að laun í heilbrigðiskerfinu hafa hækkað verulega umfram almenna launavísitölu. Hvernig telur þú að þetta haldi áfram að þróast? „Ástæðan fyrir þessari miklu aukningu rekstrarkostnaðar er að laun, ekki síst lækna og hjúkrunarfræðinga, hafa hækkað mjög mikið. Rifjum upp deilu við hjúkrunarfræðinga árið 1997. Þá var samið um grundvallarbreyt- ingu á launakerfinu, svokallað framgangskerfi. Það hefur gjörbreytt aðstæðum og ég held að hjúkrunarfræðingar hafi notið þess nokkuð. Hvað lækna varðar þá var síðast samið árið 2002. Niðurstaða þeirra samninga var að rétt- indi og vinna voru keypt af þeim og fasta- kaupið hækkað á móti. Þetta er dæmi um það hvers vegna laun hafa hækkað. Spítalinn hefur fækkað ársverkum lækna og fært ýmsar greiðslur inn í fastakaup. Til að vega upp á móti þessu hefur spítalinn dregið saman yfirvinnu og lagt niður um 10% vakta. Alls hefur ársverkum á spítalanum fækkað um 250 eins og áður sagði. Það hefur verið gert með því að ráða ekki í stöður eða leggja niður störf en ekki með fjöldauppsögnum. Þetta hef- ur skilað miklu en ekki nægjanlega til að vega upp hækkanir launa. Þess ber þó að geta að LSH hefur ekki hækkað laun meira en kemur fram í heilbrigðiskerfinu í heild. Þá verður auðvitað að líta á þetta í samhengi við samning um „helgun“ lækna í starfi. Nú er svo komið að upp undir helmingur lækna er helgur spítalanum, yfirlæknar og fjöldi sér- fræðinga. Þetta tel ég gott. Ég vil þó nefna að það er ekki stefna spítalans að allir læknar séu „helgir“. Það er heppilegt að hafa sveigj- anleika í þessu efni.“ Eitt af því sem Ríkisendurskoðun telur nauðsynlegt er að skilgreina hlutverk LSH í heilbrigðiskerfinu og verkaskiptingu gagnvart öðrum stofnunum. Hversu langt er sú vinna á veg komin? „Þetta er atriði sem ég hef beðið lengi um og talið að væri það sem mestu skipti til að halda utan um rekstur spítalans. Það eru flestir sam- mála um að þetta þurfi að gera. Nú hefur verið skipuð nefnd undir forystu Jónínu Bjartmarz sem á að gera tillögur um þetta efni. Í henni eiga sæti stjórnmálamenn, stjórnendur í heil- brigðiskerfinu og fulltrúar fagstétta. Þetta er hópur sem á að hafa alla möguleika á að ráða heilbrigðisráðherra vel. Ég held að starf nefndarinnar komist ekki á fullt skrið fyrr en eftir jól. Hún hefur hist í tví- gang og er að átta sig á verkefninu. Þessi nefnd ætlar að reka sitt starf fyrir opnum tjöldum og efni frá henni verður sett jöfnum höndum á Netið. Þetta er að mínu mati rétt nálgun enda ekki einkamál nefndarinnar sem um ræðir heldur almannahagsmunir. Sam- setning nefndarinnar lýsir því að það eru LSH og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri sem stjórnvöld telja að eigi að hafa sérstöðu frá öðrum stofnunum. Þetta eru spítalarnir sem taka á móti slysum og flóknari málum og eru kennslustofnanir. Það er svo annað viðfangs- efni að finna skynsamlega lausn á því hvernig léttari verkum verður hagað gagnvart spít- alanum og einkaaðilum. Ég er mjög eindregið á því að koma verði þeim málum í betra lag miðað við núverandi ástand.“ Verkaskipting ekki samkeppni Hvað er það sem þú telur að færa megi til betri vegar hvað þetta varðar? „Þarna er um tvær leiðir að velja: Á að setja málin upp þannig að spítalinn fari í samkeppni við einkareknar stofur eða finna einhvers kon- ar skiptingu þar sem spítalinn gerir eitt og stofurnar annað? Ég tel að við eigum ekki að velja samkeppni milli einkastofa og opinberra Vandinn væri meiri án sameiningar Morgunblaðið/Jim Smart Ríkisendurskoðun segir í nýlegri skýrslu að markmið sem sett voru við sameiningu Landspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur hafi ekki náðst. Við samþykkt fjárlaga skortir vel á annan millj- arð upp á að Landspítalinn fái þær fjárveitingar sem hann telur nauðsynlegar vegna næsta árs. Steingrímur Sigurgeirsson ræddi við Magnús Pétursson, forstjóra Landspítalans, um stöðu spítalans og framtíðina. ’ Það er einsýnt að núverður að forgangsraða verkefnum innan spítalans og hagræða í starfseminni enn frekar, þó að mikið hafi verið gert. Óhjá- kvæmilegt er að sjúklingar og starfsmenn verði þessa varir. ‘ ’ Að hér sé einhvers kon-ar skoðanakúgun kannast ég einfaldlega ekki við. ‘ Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss: „Samskipti LSH og Háskóla Íslands höfðu einnig um langa tíð verið óskýr og hluti af sameiningunni var að færa þau til betri vegar.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.