Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2003 35 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri á skíði til eins vinsælasta skíðabæjar í Austurrísku ölpunum, Zell am See. Beint leiguflug til Salzburg, þaðan sem er aðeins um klukkustundarakstur til Zell. Í boði eru góð þriggja og fjögurra stjörnu hótel í hjarta Zell, rétt við skíðalyfturnar, veitingastaði, verslanir og kvöldlífið. Í Zell er að finna frábærar aðstæður fyrir skíðamanninn. 55 lyftur eru á svæðinu þ.a. hægt er að velja um allar tegundir af brekkum, allt eftir getu hvers og eins. Úrval verslana, veitinga- og skemmtistaða er í bænum sem og í næstu bæjum. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 39.950 Salzburg, flugsæti og skattar. Verð kr. 59.950 Flug, skattar og gisting, m.v. hótel án nafns, Zell am See/Kaprun. Vikuferð með morgunverð, m.v. 2 í herbergi. · 31. jan. · 7. feb. · 14. feb. - Uppselt Beint flug til Salzburg Skíðaveisla Heimsferða Austurríki Zell am See – St. Anton - Lech ÁSLAUG Arna Stefánsdóttir opn- aði sýninguna Kynsl í Galleríi Skugga um síðustu helgi. Kynsl er fyrsta einkasýning Áslaugar á Ís- landi að námi loknu, en hún lauk B.A. gráðu frá The National Coll- ege of Art and Design í Dublin á Ír- landi á síðasta ári. Að sögn Áslaug- ar eru Kynsl nokkurs konar hugleiðing um átök efnis og anda þar sem hversdagsleikinn er í senn látlaus og margbrotinn Meðal þess sem sjá má á sýning- unni er myndbandsverk sem sýnir storm í vatnsglasi og geta gestir sett á sig heyrnartól þar sem heyra má sópransöngkonu hlaupa upp og niður tónskalann. „Í raun má segja að verkin hér fjalli um það hug- læga, möguleika þess huglæga til að fæðast í efninu og því hvernig hið mannlega getur síðan haft áhrif á efnið. Í myndbandsverkinu tónar söngkonan upp og niður tónstigann og stormurinn í vatnsglasinu kall- ast á við röddina. En vatnsglasið sjálft er í raun afar hversdagslegur hlutur sem við getum öll samsamað okkur með. Í þessu verki hér,“ seg- ir Áslaug og bendir á verk sem samanstendur af vatnsglasi á stöpli með hátölunum fyrir ofan „er ég hins vegar að vinna með og leggja áhersluna á tómarúmið og mögu- leikana sem felast í því.“ Aðspurð segist Áslaug hafa í mörgum verkanna verið innblásin af rannsóknum vísindamanna fyrr á öldinni. „Ég var að lesa mér til um veðurfræði og komst m.a. að því að til að skoða skýstrókafyr- irbærið hafi vísindamenn búið til míníútgáfur af skýstrókum á rann- sóknarstofum sínum. Ég heillaðist af þessari hugmynd og fór sjálf að gera slíkar tilraunir, þ.e. búa til storm í vatnsglasi. Þannig opnuðu vísindin mér möguleika á tækni- legri útfærslu við miðlun á kons- eptinu sem ég var að vinna með. Þeir sögðu reyndar ekkert um hvernig þeim hefði tekist að fram- kalla þessa mínískýstróka og því fólst ótrúlega mikið sull í því að prufa sig áfram,“ segir Áslaug og hlær. Að sögn Áslaugar langar hana til að virkja áhorfendur með list- sköpun sinni. „Í þeim tilgangi not- ast ég bæði við hreyfiskynjara og tímastillingar til þess að það sé allt- af eitthvað nýtt að gerast sem áhorfandinn þarf síðan að bregðast við og stöðugt að taka afstöðu til. Þannig langar mig að skapa óvænta og ferska upplifun fyrir gesti gallerísins. Kynsl, eða Pheno- mena eins og sýningin nefndist þegar ég sýndi hluta hennar úti, eru eitthvað sem kemur fyrir þig, einhvers konar upplifun. Ég er þannig fyrst og fremst að einbeita mér að einstaklingnum, hversdags- leikanum og svo listinni, þ.e. því hvernig hvernig við skynjum og lesum.“ Áslaug segir eitt það skemmti- legasta við listsköpun sé að heyra viðbrögð almennings við verk- unum. „Mér finnst gaman að heyra viðbrögð fagmanna, en sérstaklega þó viðbrögð almennings, þ.e. ef það bara þorir að koma inn í galleríið. Mér finnst nefnilega svolítil synd hve margir eru uppfullir af minni- máttarkennd gagnvart samtímalist vegna þess að oft gefur fólk sér að hún sé óaðgengileg og erfitt sé að skilja hana. En ég vil leggja áherslu á að öllum er frjálst að upplifa verkin mín á sinn eigin hátt. Fólk þarf ekki einu sinni að vita hvað ég var að hugsa þegar ég skóp verkin. Mig langar þannig fyrst og fremst til að virkja hina skapandi hugsun áhorfendans um leið og ég er að miðla ákveðnu konsepti.“ Sýning Áslaugar stendur til 21. desember nk. og er opin alla daga nema mánudaga kl. 13–17. Að- gangur er ókeypis. Vil virkja skapandi hugsun áhorfenda Morgunblaðið/Þorkell Áslaug Arna Stefánsdóttir sýnir Kynsl í Galleríi Skugga. Stjörnugarður nefnist ljóðabók eftir Þórarin Torfa- son. Stjörnugarð- ur er þriðja ljóða- bók höfundar sem einnig hefur skrif- að skáldsögu og smásögur. Útgefandi er Bókaútgáfan Ylur. Bókin fæst aðeins hjá útgefanda á netfanginu yl- ur@mi.is. Verð: 1.000 kr. Ljóð Listasafn Árnesinga, Austurmörk kl. 15 Safnið opnar jólasýningu á verkum Bjarna Kristjánssonar tréútskurðarmanns, Guðrúnar Mar- inósdóttur textílhönnuðar og verk nemenda úr 6. bekk BES, Barna- skóla Eyrarbakka og Stokkseyrar. Þá opnar Myndlistarfélag Árnesinga „Vegginn“ og sýndar verða þrjár út- færslur af jólatrjám. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is ATVINNA mbl.is Tóma rýmið eftir Peter Brook er í þýðingu Silju Bjarkar Huldudótt- ur. Hún ritar einnig inngang. Ritstjóri er Guðni Elísson. Breski leikstjór- inn Peter Brook hefur haft ótvíræð áhrif á vestrænan leikhúsheim. Allt frá því hann leikstýrði fyrstu uppfærslu sinni fyrir rúmum sextíu árum hefur hann verið óþreytandi í leitinni að sér- kennum leikhússins. Í kunnustu bók sinni, Tóma rýminu, skrifar Brook af einstakri þekkingu um reynslu sína af leikhúsinu, sýn sína á æfingaferlið og tengslin við áhorfendur. Bókin er hluti af ritröð Bókmennta- fræðistofnunar Háskóla Íslands, en rit- stjóri hennar er Guðni Elísson. Útgefandi: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands og Háskólaútgáfan. Bókin er 178 bls. Dreifing: Háskóla- útgáfan Verð 2.990 kr. Leikhús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.