Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2003 39 Til sölu stórglæsileg 112 fm, 3ja herbergja, íbúð á 5. hæð (efstu) í nýju lyftuhúsi. Henni fylgir bílastæði í bílageymsluhúsi. Íbúðin er til afhendingar strax og er sú eina sem er óseld í húsinu. Verð 24,9 millj. Íbúðin er rúmgóð og skiptist í tvö svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, eldhús og stofu. Sérinngangur er í íbúðina af svalagangi með glerskermun. Rúmgóðar flísalagðar svalir snúa vel gagnvart sólu með stórglæsilegu útsýni. Laugarnesvegur 89 er glæsilega hannað 5 hæða fjölbýlishús með lyftu. Húsið er hannað með það fyrir augum að allt viðhald verði í lágmarki. Húsið er einangrað að utan og klætt með áli og bárustáli og gluggar eru álklæddir viðargluggar. Sérstök áhersla er lögð á góða hljóðeinangrun í húsinu. Gólfplötur annarrar hæðar og ofar eru einangraðar undir gólfílögn til aukinnar hljóðeinangrunar. Gert er ráð fyrir að hægt sé að tengja ljósleiðara inn í hverja íbúð og í öllum íbúðum er dyrasími tengdur myndavél í anddyri. Íbúðin afhendist fullbúin án gólfefna að undanskyldu þvottahúsgólfi og baðherbergi sem er flísalagt. Í íbúðinni er glæsileg mahogny innrétting, flísalagðar svalir, stórglæsilegt baðherbergi með sturtuklefa og stórri innréttingu með halógenlýsingu. Lýsing er í forstofuskáp. Gert er ráð fyrir amerískum ísskáp, sorpkvörn fylgir í eldhúsvaski, forstofuhurð er með "frönskum" gluggum og hillur eru uppsettar í geymslu. Sjónvarps- og símatenglar eru í herbergjum. Laugarnesvegur 89 - stórglæsileg ný íbúð ÍAV - Íslenskir aðalverktakar hf., Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 530 4200, fax 530 4205, www.iav.is Íbúðin er sýnd í dag og á morgun eftir samkomulagi. Allar nánari upplýsingar veitir Geir Sigurðsson, sölustjóri ÍAV, í síma 693-4249. HJALLALAND - FOSSVOGUR Glæsilegt og mikið endurnýjað pallahús ásamt frí- standandi bílskúr. Húsið er mjög vel staðsett ofan við götu og er hægt að keyra alveg upp að húsinu og leggja fyrir framan það. Nýlokið er stórfelldum breytingum á húsinu sem auka mjög nýtingu hússins og gera það mun skemmtilegra. Búið er að skipta um eldhús og samfara því hefur öllu skipulagi á miðpalli verið breytt. Allt raf- magn er nýtt, ný gólfefni, ný baðherbergi, stór hluti gler endurnýjaður, nýjar hurðir og fata- skápar og glæsileg ný gólfefni. Nánari upplýsingar gefur Jón Gretar í síma 840 4049 Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali Erlendur Davíðsson, lögg. fasteignasali Hákon R. Jónsson, sölumaður Ólafur Guðmundsson sölustjóri, Netfang: kjoreign@kjoreign.is Heimasíða: www.kjoreign.is Sími 533 4040 • Fax 533 4041 Opið í dag frá kl. 12-14 TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA Ármúla 21 • Reykjavík VESTURBERG - ÚTSÝNI Sérlega vel staðsett einbýlishús um 190,0 fm ásamt 29,0 fm sérbyggðum bílskúr. Glæsilegt útsýni yfir borgina. Hús nýl. málað að utan. Stendur neðst í lokuðum botnlanga. Laust fljótlega. Verð: 22,7 millj. 3674 BUGÐULÆKUR - LAUS Góð 2ja herbergja kjallaraíbúð. Parket og ný eldhúsinnrétting m. nýjum tækjum. Nýtt ofnakerfi og nýkir ofnar. Verð 9,2 millj. Stærð 50 fm. Nr. 3619 VEGHÚS Rúmgóð 2ja herb. íbúð um 73,0 fm á 1.hæð í litlu fjölbýli. Sér þvottahús innaf eldhúsi. Góðar innréttingar. Parket á gólfum. Hellulögð verönd út frá stofu. Laus strax. Verð 10,9 Nr. 3560 GOÐHEIMAR + BÍLSKÚR Mjög falleg og rúmgóð aðalhæð í góðu húsi. 4 sv.herb. góð geymsla og bílskúr. Suður svalir, parket á gólfum. Áhvílandi um 6,3 millj. Húsbr. Verð 17,8 Nr. 4071 HÓLAHVERFI - ÚTSÝNI Einbýlishús á tveimur hæðum ásamt innbyggðum bílskúr alls um 250,0 fm Húsið stendur á frábærum útsýnisstað. Til afhendigar strax. Verð: 28,0 Nr. 3575 HVERAGERÐI - EINBÝLI Timburhús á einni hæð auk viðbyggðs bílskúrs. Stendur á hornlóð. Húsið auk bílskúrs eru 152 fm 4 sv herb. og 2 stofur. Ekkert áhvílandi. Verð 10,9 Nr. 4022 jöreign ehf 2JA HERB. SÉRHÆÐIR EINBÝLI LANDIÐ AÐALFUNDUR Stangaveiðifélags Reykjavíkur er nýafstaðinn og þar var meiri hasar í stjórnarkjöri en í langan tíma. Þrír nýir menn taka nú sæti í stjórn og voru tveir hinna gömlu felldir í kosningu, en sá þriðji gaf ekki kost á sér. Eiríkur St. Eiríksson og Guð- mundur Stefán Maríasson hlutu örugga kosningu í laus stjórnarsæti og sú óvænta staða kom upp í taln- ingu atkvæða, að Loftur Atli Ei- ríksson og Stefán Hallur Jónsson voru jafnir í þriðja sæti. Endur- talning gaf sömu útkomu og því varð að grípa til hlutkestis og hafði Loftur Atli þar betur. Árni Eyjólfs- son hafði fyrir fundinn ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri, en það gerðu hins vegar Jóhann Steinsson og Arthur Bogason. Það er því verulega breytt stjórn SVFR sem heldur inn í nýja árið og veitir ekki af styrkri stjórn, því svipt- ingar hafa líklega aldrei verið meiri á veiðileyfamarkaði og verðbólga þar sú mesta í áraraðir. Bjarni Óm- ar Ragnarsson fékk sovéska kosn- ingu til formanns þar eð enginn gaf sig fram í mótframboð. Tilbúnar settjarnir Ýmislegt forvitnilegt kemur fram í ársskýrslu SVFR. Varðandi Elliðaárnar kemur fram að Reykja- víkurborg hafi lokið gerð þriggja safnþróa fyrir götufrárennsli frá efri byggðum borgarinnar. Nú rennur vatnið úr frárennslinu í safnþrær þar sem óhreinindi úr vatninu setjast til og verða eftir, en vatnið rennur áfram stórum hreinna út í árnar. Fleiri þrær munu vera á dagskrá og er um framfaraspor að ræða til að hreinsa upp Elliðaárnar. Þá kemur fram, að opnun Elliða- ánna næsta sumar hafi verið seink- að til 20. júní og er það í samræmi við þá staðreynd að laxinn hefur verið að ganga æ seinna í árnar hin seinni ár, sbr að ekki eru svo ýkja mörg ár síðan opnunin var færð aftur frá 10. júní til 15. júní. Fleira forvitnilegt Það er fleira forvitnilegt í skýrsl- unni, en í henni eru sundurliðaðar veiðiskýrslur af svæðum félagsins. Kemur m.a. fram hversu afgerandi fluga Frances er enn og má nefna sem dæmi að flugan sú gaf 448 laxa af 1.394 í Norðurá, en eigi að síður er það lægra hlutfall af afla heldur en síðustu ár. SVFR var með Andakílsá í Borg- arfirði í fyrsta skipti og má segja að fé- lagið hafi dottið þar í lukkupott, því áin gaf 244 laxa á tvær stangir. Það er besta veiði í ánni síðan 1976, er 262 laxar veiddust, en meðalveiði síðustu 30 ára er um 145 laxar. Svipaða sögu er að segja um Stóru-Laxá í Hreppum sem gaf alls 458 laxa. Í fyrra voru þeir 229, en um 85% aukningu er að ræða auk þess sem veiðin er 43% yfir meðalveiði áranna 1994–2003. Sl. 30 ár hafa aðeins fimm sumur skilað meiri veiði. Tungufljót virðist og hafa sprungið út á allra síðustu veiði- dögunum. Þar var afar dræm veiði og sárafá góð skot fram eftir öllu hausti, hollin flest að fá 4 til 8 fiska, eitt þó með 28 stykki og tvö með 13. En í lokin varð allt vitlaust og október gaf 128 fiska, m.a. 16, 18 og 20 punda birt- inga, fiska sem Tungufljótsmenn héldu að myndu ekki láta sjá sig þetta haustið. Loks má geta skemmtilegrar til- raunar sem árnefndarmenn í Gljúf- urá gerðu að vorlagi, en þá fóru þeir með gröfu í ána og „fjölguðu veiðistöðum“ eins og þeir sögðu, úr rúmum 30 í 50. Þeir dýpkuðu, þrengdu, ýttu upp. Einnig stór- bættu þeir merkingar. Þetta bar þann árangur að 21 lax veiddist á annaðhvort nýjum veiðistað, eða stað sem ekki hafði verið merktur. Að vísu voru veiddir laxar aðeins 88 á vertíðinni og vel má hugsa sér að tilraunin hefði gefið enn betri raun ef ráðstafanir hefðu verið gerðar fyrr um sumarið til að opna ós ár- innar, en það er önnur saga. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Sigurjón Bjarni veiddi Maríulaxinn sinn í Elliðaánum sl. sumar. Mjótt á munum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.