Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2003 21 er snarbrött brekka og fyrir neðan er óbrúaður lækur. Uss, ekkert mál! Lækurinn er hvorki djúpur né breið- ur svo bíllinn kemst yfir með því að nota ferðina niður brattann. Auðvit- að er botninn stórgrýttur, en hvað gerir það? Er annars nokkur sjóveik- ur? Já, það má nærri geta því að hérna er veltingurinn miklu meiri heldur en nokkurn tíma á Atlants- hafinu! Bílarnir sjö mjakast áfram. Far- þegarnir hlæja að rykkjunum og hoppinu í bílnum fyrir framan. Og þarna situr sá fyrsti fastur! Sá næsti kemst framhjá og stansar til að að- stoða. Okkar bíll tekur undir sig stökk og kemst líka yfir. Uppi á hæð- inni framundan sjáum við sex dökka hreyfingarlausa punkta. Það eru bílar sem bíða, líklega eftir því hvort ekki verði orðið þurrara daginn eft- ir!“ Fyrir norðan koma þeir félagar að Laufási. Þetta er síðasta sumarið, sem búið er í bænum, áður en honum er breytt í safn. Bruno myndaði bæ- inn innan sem utan og mældi öll bæj- arhúsin fyrir þjóðminjavörð. Þetta eru einu myndirnar, sem til eru af bænum, eins og hann var, þegar búið var í honum. Þessar myndir og mæl- ingar lánaði Örlygur starfsfólki Þjóðminjasafnsins til samanburðar við endurgerð bæjarins og er nú unn- ið að henni eftir þessum myndum. Mátti ekki seinni verða Örlygur hefur sjálfur þurft að leggja land undir fót til þess að fá texta við myndirnar, sérstaklega mannanöfn. „Þessir menn tóku myndirnar fyrst og fremst til þess að sýna heima í Þýzkalandi með fyrirlestrum sínum og þar skiptu íslenzk mannanöfn engu máli. Ég er búinn að keyra fleiri þúsund kílómetra með myndirnar til að fá nöfnin.“ – Og það hefur tekizt? „Já. Ég held að þær myndir, sem nöfnin vantar undir, séu færri en fingur annarrar handar. En ég mátti ekki seinni verða, því ég hef misst marga af þessum vinum mínum síðan.“ Og eins og alltaf vill verða leitaði Örlygur stundum langt yfir skammt að ljósmyndum. Í fyrsta bindinu er m.a. fjallað um strandsiglingar og þess þá getið, að allt fram á sjöunda áratuginn gátu strandferða- og millilandaskipin ekki lagzt að bryggju í mörgum höfnum, heldur vörpuðu akkerum utan hafn- ar og þangað voru vörur og farþegar flutt á bátum. Stundum gátu farþeg- ar klifið kaðalstiga á skipssíðunni, en stundum varð að hífa þá að eða frá borði í kassa eða körfu. Örlygur seg- ist hafa spurzt víða fyrir um, hvort menn ættu ljósmyndir af slíku, en kom alls staðar að tómum kofunum. Það var svo eitt sinn, þegar hann var að gramsa í eigin myndasafni, að hann fann akkúrat myndirnar sem vantaði í strandsiglingakaflann. „Á þeim árum, sem ég vann fyrir samvinnuhreyfinguna, fór Páll Heið- ar Jónsson um landið og kenndi mönnum vélabókhald. Ég fékk hann til þess að taka ljósmyndir fyrir mig í ferðinni. Hann tók þá meðal annars þessar myndir fyrir Austurlandi. En ég var búinn að steingleyma þeim fyrir lif- andis löngu, þegar ég þurfti á þeim að halda!“ Það gerir minnst til um mig! Það hefur víða verið leitað fanga eftir efni til að skjóta inn í frásagnir Brunos Schweizer og meðal annars eru í bókinni endurminningar Þor- bjargar konu hans, færðar í letur af Magnúsi Bjarnfreðssyni. Sérstakar frásagnir hafa líka verið samdar og eru þar á meðal bernskuminningar Gissurar Ó. Erlingssonar úr Vatns- mýrinni og minning Björns Th. Björnssonar frá Stóruborg. Daginn eftir að Bruno Schweizer kom til Íslands fyrsta sinni arkaði hann um höfuðstaðinn og ljósmynd- aði hvaðeina, sem fyrir augu bar; þ.á m. Vatnsmýrina; „þýft engi í miðjum bænum“. Vegna hinna sér- stæðu mynda sem Bruno tók af Vatnsmýrinni meðan þar var enn beitarland og búskapur á örfáum smábýlum var Gissur Ó. Erlingsson, sem ólst upp á Haukalandi í Vatns- mýrinni, fenginn til að lýsa mannlífi í Vatnsmýrinni og nágrenni. Björn Th. Björnsson var sumar- drengur á Stóru-Borg í Víðidal, þeg- ar Bruno Schweizer bar þar að garði, kom fótgangandi ofan frá Borgar- virki, þar sem reiðskjóti hans hafði fælzt og skilið riddarann eftir í urð- inni. „Eftir að við höfðum tekið frá hon- um jarpa gallagripinn og komið Brúnó aftur heim á Borg í tiltölulega heilu lagi lagði hann í bili af hin stærri áform um langar hestreiðir. Þess í stað fór hann að valkóka um holtin fyrir ofan tún og tína litla sveppi og helst upp úr gömlu hrossa- taði að ég held, og með þennan feng í klút kom hann inn til Margrétar Tryggvadóttur Karlskonu og bað um pönnu og smérklípu til þess að brúna þetta fágæti. Mér er þetta sérlega minnisstætt af einu: Hjá þeim Mar- gréti og Karli Björnssyni var fullorð- in kona, sjúk og afar feit, Sigríður Bessadóttir að nafni. Hún sat allan daginn í djúpum stól, og þá daga sem vel viðraði með sólfari var hún borin út í stólnum. Nú steikjast þessar gor- kúlur á pönnunni, og Brúnó fer að skammta af þeim á litla diska, svo all- ir megi bragða. Þessa stundina var Sigga Bessa inni við, og þegar hann hvetur fólkið til að smakka gellur við í Siggu Bessa: „Látið mig smakka fyrst. Það gerir minnst til um mig!“ Ekki varð samt nein jarðarför upp úr þessari matseld.“ Einu vill Örlygur bæta við um Bruno Schweizer: „Eftir stríð dvaldi hann í fangabúðum Bandaríkja- manna í tvö ár. Ísland var lokað Þjóðverjum eftir stríðið, en margir Þjóðverjar höfðu kvænzt íslenzkum konum, en komust ekki til þeirra, af því að þeim var ekki hleypt inn í landið. Þegar Bruno var látinn laus komst hann ekki til konu sinnar og sona á Íslandi vegna þessarar ís- lenzku stjórnvaldsaðgerðar. Þor- björg hafði þá samband við Jóhannes Zoëga verkfræðing, sem hafði verið heimagangur á heimili þeirra Bruno á námsárum sínum, en var nú kom- inn heim til Íslands. Hann gekk á fund Bjarna Benediktssonar, sem þá var orðinn utanríkisráðherra, og sagði honum alla söguna. Bjarni brást þannig við, að hann upphóf þessa vitleysu með einu pennastriki og að því er ég bezt veit var Bruno Schweizer fyrsti Þjóðverjinn sem komst til Íslands þess vegna.“ Síðasti rennibekkurinn „Þegar ég var kominn af stað með bók með myndum og skrifum Bruno Schweizer mundi ég eftir því, að nokkru fyrr hafði Magnús Kristins- son komið til mín með drög að bók með ljósmyndum og skrifum Her- manns Kuhn ásamt frásöguþáttum tveggja ferðafélaga hans á Íslandi; Reinhards Prinz og Adolfs Schröter. Þegar ég hafði velt þessu fyrir mér fannst mér þessi verk geta myndað samstæða heild og hafði því samband við Magnús, sem þá var fluttur til Stuttgart, til að kanna, hvort hann hefði ennþá áhuga á samstarfi um slíka útgáfu. Hann sló til og gerðist ritstjóri þeirra tveggja binda, sem Þjóðverj- arnir eru aðalhöfundar að. Hans Kuhn varð fyrstur manna til þess að safna skipulega íslenzkum brúkshlutum. Sumarið 1927 fór hann um Hornstrandir, Jökulfirði og Strandir og safnaði gripum, síðsum- ars fór hann um Eyjafjörð og Fnjóskadal og um haustið leitaði hann fanga á suðurhluta Vestfjarða. Til þessa fékk hann styrk frá Þjóð- fræðasafninu í Hamborg, þar sem þessir munir eru, en safnið á rösk- lega 400 muni íslenzka og er það stærsta safn íslenzkra nytjamuna ut- an Íslands. Kuhn hafði ljósmyndavél meðferð- is og tók stórmerkar ljósmyndir. Það eru til dæmis aðeins tveir ljósmynd- arar, sem hafa ljósmyndað íslenzkan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.