Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ A ð loknum síðasta hluthafafundi A.P. Møller- Mærsk-sam- steypunnar hóp- uðust hluthaf- arnir í kringum Møller til að fá eiginhandaráritun hans á ársskýrsl- una og til að láta taka mynd af sér með honum. Það var engu líkara en poppstjarna eða Hollywood-leikari væri á ferð, en Mærsk McKinney Møller er níræður, fremur íhaldssamur viðskiptajöfur sem leggur mikið upp úr fjölskyldu- gildum, er lítið fyrir að flíka tilfinn- ingum sínum og einkahögum, og er stundum gagnrýndur fyrir gamal- dags stjórnunarhætti. Valdamesti maður Danmerkur? Í skoðanakönnun sem gerð var í tilefni af níræðisafmæli Møllers sl. sumar sögðust 65% aðspurðra telja að hann væri valdamesti maður Dan- merkur. Hópur fræðimanna sem ár- lega tekur saman lista yfir 200 valda- mestu menn landsins setti hann í annað sætið, næst á eftir forsætisráð- herranum Anders Fogh Rasmussen. Það er þó óumdeilt að Møller er ríkastur allra núlifandi Dana, og þar kemst enginn með tærnar þar sem hann hefur hælana. Hann er stærsti hluthafinn í A.P. Møller-Mærsk-sam- steypunni sem rekur eitt stærsta skipafyrirtæki í heimi, ábatasama ol- íuvinnslu í Norðursjó, og á helmings- hlut í næststærstu verslunarkeðju í Danmörku, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Í fyrra velti samsteypan meira en 1.800 milljörðum íslenskra króna og skilaði 140 milljarða króna hagn- aði. Fyrir tíu árum fól Møller öðrum daglega stjórn samsteypunnar, en var áfram stjórnarformaður. Frá og með 15. desember á þessu ári hyggst hann einnig láta af því embætti. Lítill vafi er þó á því að hann mun áfram eiga síðasta orðið um stjórn sam- steypunnar meðan líf og heilsa leyfir, og Møller er sagður stálhraustur þrátt fyrir háan aldur. Högnuðust á skipaflutningum og olíu Auðsöfnun Møller-fjölskyldunnar hófst með stofnun skipafélagsins Svendborg árið 1904. Stofnendurnir voru faðir og afi Mærsk McKinney Møllers. Hinn fyrrnefndi, Arnold Peter Møller, jók umsvifin hratt næstu árin og áratugina. Árið 1935 áttu fyrirtæki hans 35 skip, þar á meðal fimm olíuflutningaskip. Þegar A.P. Møller lést árið 1965 og elsti sonur hans, Mærsk McKinney Møll- er, tók við hafði skipaflotinn meira en fjórfaldast að tölu og meira en þrettánfaldast í tonnum talið. Snemma á sjöunda áratugnum fékk fyrirtæki A.P. Møllers einka- leyfi til olíuleitar í danskri landhelgi eftir að nokkur alþjóðleg olíufyrir- tæki höfðu reynt fyrir sér árangurs- laust. Í samstarfi við Shell og Gulf tókst A.P. Møller-samsteypunni loks að finna olíulindir, og í byrjun átt- unda áratugarins hófst olíuvinnslan. Hún hefur orðið fyrirtækinu drjúg, og skilaði í fyrra um 60% hagnaðar- ins. Barðist gegn erlendri ásælni A.P. Møller var þjóðfrægur maður í Danmörku fyrir margra hluta sakir. Hann var mikill þjóðernissinni og var óspar á fé og fyrirhöfn þegar bægja þurfti erlendum mönnum og fyrir- tækjum frá áhrifum í landinu. Fjár- festing hans í olíuiðnaði var meðal annars til þess gerð að koma í veg fyrir að þýskt fyrirtæki gæti hafið ol- íuleit í suðurhluta Danmerkur, ná- lægt landamærunum. Hlutverk A.P. Møllers í síðari heimsstyrjöldinni hefur verið um- deilt. Þjóðverjar vildu eftir megni virkja starfsemi fyrirtækja hans í sína þágu. Ljóst er samúð Møllers var með bandamönnum, enda hafði hann sterk tengsl við bæði Bandarík- in og Bretland. Einnig er vitað að hann studdi andspyrnuhreyfinguna fjárhagslega og reyndi með ýmsum hætti að koma í veg fyrir að Þjóð- verjar hefðu fullt gagn af framleiðslu fyrirtækja sinna. Fyrir fjórum árum birti danska dagblaðið Berlingske Tidende greinaflokk um vopnasölu danska fyrirtækisins Dansk Industri Syndi- kat (DIS) til Þjóðverja á styrjaldar- árunum þar sem fram kom að DIS hefði lagt sig fram um að þóknast þeim og bandamönnum þeirra og bæði gengið lengra en danskra rík- isstjórnin leyfði og kaupendurnir gerðu beinlínis kröfu um. A.P. Møller var stærsti hluthafi DIS, og í greinunum var hann gagn- rýndur fyrir að halda þessum hlut og fyrir að beita áhrifum sínum til að koma í veg fyrir skemmdarverk á verksmiðjum fyrirtækisins. Brodd- urinn fór að vísu nokkuð úr gagnrýn- inni þegar síðar kom í ljós að danska ríkið hafði einnig á laun selt Þjóðverj- um vopn. Mærsk McKinney Møller reiddist skrifum blaðsins og brást við með að selja 14% hlut sinn í Berlingske Offic- in, sem gefur út Berlingske Tidende. Møller hefur áður beitt fjárhagsleg- um styrk sínum til þess að sýna van- þóknun sína á fjölmiðlaskrifum, og hefur verið gagnrýndur fyrir að taka illa gagnrýni. Hann hefur þó yfirleitt notað auðinn til jákvæðari hluta en að refsa andstæðingum, því Møller er í krónum talið gjafmildasti maður Danmerkur, og þótt víðar væri leitað. Gjafmildir feðgar Hann er langur listinn yfir stofn- anir, félög, samtök og einstaklinga sem hafa notið góðs af gjafmildi Mærsk McKinney Møllers og föður hans, A.P. Møllers. Styrkir Møllers eldri endurspegluðu áhuga hans á að verja Danmörku fyrir ásælni útlend- inga, einkum með því að styrkja dönsk áhrif á Suður-Jótlandi við landamærin að Þýskalandi, en hann reyndi einnig að stuðla að norrænni samvinnu. Árið 1936 stofnaði Møller sérstak- an sjóð til styrktar Íslendingum í há- skólanámi í Kaupmannahöfn. Ove Hornby sagnfræðingur, sem skrifað hefur ævisögu A.P. Møllers, og er jafnframt núverandi forstöðumaður sjóðsins, segir að Møller hafi eins og fleiri Danir verið ósáttur við það að Íslendingar skyldu slíta konungs- sambandinu árið 1944 þegar Dan- mörk var hernumin, og hugleiddi að leggja sjóðinn niður. Møller fyrirgaf þó Íslendingum fljótt og eftir lok stríðsins tvöfaldaði hann í stað þess sjóðinn. Þegar A.P. Møller lést árið 1965 höfðu Íslendingar verið sjálfstæðir í meira en tuttugu ár. Arftakinn Mærsk McKinney Møller hafði aldrei til Íslands komið. Engu að síður héldu styrkveitingarnar áfram. Ís- lensk stjórnvöld sýndu þakklæti sitt árið 1970 með því að sæma hann ridd- arakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Ove Hornby, formaður sjóðsins, varð sama heiðurs aðnjótandi árið 1999. Undanfarin ár hafa 15–20 Íslend- ingar fengið styrk úr sjóðnum árlega, samtals að upphæð mörg hundruð þúsund krónur. Þessar styrkveiting- ar blikna þó við hliðina á gjöf Mærsk McKinney Møllers til Norður- bryggju í Kaupmannahöfn. „Guð, konungur og föðurland“ Stærstu gjafirnar sem Mærsk McKinney Møller lætur af hendi rakna koma úr sjóði sem kenndur er við foreldra hans, „Skibsreder A.P. Møller og hustru Chastine McKinney Møllers Fond til almene Formaal“. Sjóðurinn hefur yfir að ráða vel á annað hundrað milljörðum íslenskra króna. Styrkirnir úr sjóðnum eru margir, og lítil áhersla er lögð á að kynna þá opinberlega, stundum er það jafnvel sett sem skilyrði að trúnaður ríki um gefandann. Margs konar málefni hljóta styrk, en í nýlegri umfjöllun Berlingske Tidende um gjafmildi Møllers segir að henni megi lýsa með þremur lykilorðum: „Guð, konungur og föðurland“. Mærsk McKinney Møller er eins og faðir hans þjóðern- issinni og aðhyllist fornar dyggðir. Fyrirtæki hans ber merki þessara hugmynda. Þar eru skýr skil milli yf- irmanna og undirmanna, og allir helstu stjórnendur í fyrirtækinu eru Danir. Dýr og umdeild gjöf Gjafir Møllers hafa á stundum ver- ið umdeildar. Það gildir meðal annars um stærstu gjöf hans til þessa, sem er nýtt óperuhús í Kaupmannahöfn. Áætlað er að óperuhúsið, sem nú er í byggingu á Dokøen, beint á móti Amalíuborg og skammt frá Norður- bryggju, kosti um 27 milljarða ís- lenskra króna í byggingu, og er þar með líklega dýrasta bygging í sögu Danmerkur. Mærsk McKinney Møll- er borgar allan kostnað. Gjöfinni fylgja þó ýmis skilyrði. Møller hefur ákveðnar hugmyndir um útlit hússins, staðsetningu og skipulag umhverfisins, og hefur beitt arkitektinn, sem hann sjálfur valdi, og borgaryfirvöld þrýstingi til að fá sínu framgengt. Hönnun óperuhúss- ins hefur verið gagnrýnd og sumum finnst ólýðræðislegt að einn auðmað- ur fái að ráða svo miklu um þróun Kaupmannahafnar. Dagblaðið Ekstra Bladet hefur einnig haldið því fram að styrktarsjóður Møllers fái svo mikinn skattaafslátt vegna gjaf- arinnar að hann hafi í raun og veru engan kostnað af henni. Gjöf Mærsk McKinney Møllers til Norðurbryggju hefur á hinn bóginn aðeins vakið jákvæð viðbrögð, enda fyldu henni engin skilyrði. Vigdís „sjarmeraði“ Møller Síðla árs 1999 gengu Vigdís Finn- bogadóttir, fyrrverandi forseti Ís- lands, og Danirnir Kaj Elkrog og Morten Meldgaard á fund Ove Hornby, forstöðumanns styrktar- sjóðs A.P. Møllers. Erindið var að kynna hugmyndir þeirra um Norður- bryggju, sameiginlegt menningar- setur Íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga í Kaupmannahöfn. Hornby segir að hann hafi metið það svo að verkefnið gæti vakið áhuga Mærsk McKinney Møllers. Nokkru síðar var Vigdísi boðið til há- degisverðar í höfuðstöðvum A.P. Møller-Mærsk-samsteypunnar við Esplanaden í Kaupmannahöfn með þeim Møller og Hornby. Vigdís og Møller voru málkunnug og kom vel saman. Hornby segir í samtali við Morgunblaðið að Vigdís hafi „sjarmerað“ Møller yfir hádeg- isverðinum og sannfært hann um gildi verkefnisins. Nokkru síðar fékk Vigdís þau skilaboð að styrktarsjóð- urinn gæti veitt 240 milljóna króna styrk til verkefnisins. Fyrir tveimur árum kom Møller loksins í heimsókn til Íslands í boði Vigdísar. Ove Hornby var einnig með í för. Lítið fór fyrir heimsókninni í ís- lenskum fjölmiðlum, enda leggur Møller lítið upp úr því að láta á sér bera. Hornby segir að dvölin á Íslandi hafi verið ánægjuleg, meðal annars var farið í heimsókn til Eimskips og Samskipa. Ekki fylgir sögunni hvernig Møller leist á íslensku skipa- félögin, en ef áhuginn væri fyrir hendi yrði honum eflaust ekki skota- skuld úr því að kaupa þau. Markaðs- virði Hf. Eimskipafélags Íslands svarar ekki til nema eins óperuhúss eða svo. Morgunblaðið/ Helgi Þorsteinsson Mærsk McKinney Møller var í hópi heiðursgesta á opnunarhátíð menningarmiðstöðvarinnar Norður- bryggju í Kaupmannahöfn í lok nóvember og ræddi þá m.a. við Anfinn Kallsberg, lögmann Færeyja. Gjafmildur en umdeildur Danski auðkýfingurinn Mærsk McKinney Møller veitir árlega mörg hundruð þúsund krónur í styrki til íslenskra námsmanna og gaf um 240 milljónir króna til Norðurbryggju, nýrrar menningar- og rannsóknarmiðstöðvar Íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga, í Kaupmannahöfn. Helgi Þor- steinsson segir frá öldungnum gjafmilda, sem í Danmörku er goðsögn í lifanda lífi. Morgunblaðið/ Helgi Þorsteinsson Síðla árs 1999 var Vigdísi Finnbogadóttur boðið í hádegisverð í höfuðstöðvum A.P. Møller-Mærsk- samsteypunnar við Esplanaden í Kaupmannahöfn til að ræða styrkveitingu til Norðurbryggju. Gerður hefur verið nýr samningur milli danska ríkisins og A.P. Møller-Mærsk um olíuvinnslu í danskri lögsögu og felur hann í sér að ríkið fær stærri hlut af hagnaðinum en hingað til. Olíuvinnslan verður þó að öllum líkindum engu að síður eftir sem áður áfram drjúg tekjulind fyrir samsteypuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.