Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 19
stofna í hættu markaði okkar þar á saltfiski.“ „Já, en ég var farinn að fá kjötsúpu á föstudögum,“ sagði hans herradóm- ur og andvarpaði. „Er ekki hægt að flytja kjötsúpuna yfir á annan dag? Miðvikudagurinn væri heppilegur, en á þeim degi borð- um við ávallt kjötsúpu á Íslandi og hefir það reynst okkur vel.“ „Nei, það er ekki hægt, því á mið- vikudögum fæ ég spaghetti,“ svaraði páfinn snúðugt. „Á Íslandi borðum við oftast salt- fisk á laugardögum. Hvernig væri að láta kaþólska éta fiskinn á laugardög- um?“ maldaði ég í móinn. „Nei, laugardagurinn er ekki góð- ur. Ég verð að ráðgast um þetta við Giuseppi og kardínálana. En ég skal heita yður því að endurskoða málið, ef þér leysið úr einni spurningu fyrir mig.“ „Og hvaða spurning er það, yðar heilagheit?“ Það var eftirvænting í tón mínum. „Ég hefi heyrt, að á yðar Íslandi sé máltæki, sem heitir „að tefla við páf- ann“. Ég hefi sent fyrirspurnir til minna manna þar upp frá, en aldrei fengið nein svör. Allir virðast fara undan í flæmingi. Segið mér, hvað þetta merkir.“ Nú varð ekki samtalið lengra, því vekjarinn hringdi og ég vaknaði upp á nýjum degi. Konan mín vildi vita, hvað mig hefði dreymt svona skemmtilegt, því hún sagði, að ég hefði vaknað skellihlæjandi! Tíminn, 6. desember 1967. „Að tefla við páfann“ er máltæki, sem ég hefi heyrt frá æsku og notað sjálfur. Í Íslenzku orðtakasafni eftir Halldór Halldórsson er það sagt þýða „að ganga örna sinna“, sem er einmitt það, sem mér hafði alltaf skilist. Orð- takið er talið endursmíð úr þýzku, þar sem það er ekki lengur notað, en hefir að líkindum orðið til við siðaskiptin til óvirðingar páfanum. Satt og logið eftir Þóri S. Gröndal kemur út hjá Pjaxa ehf. Bókin er 208 bls. að lengd. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2003 19 allur borðbún- aður þoli vél- þvottinn. Ég get nefnt að nú- orðið þolir allt postulín í búð- inni að fara í uppþvottavél. Við höfum aldr- ei þurft að hafa áhyggjur af kristalnum því að hann er upprunalega svo sterkur. Aðeins þarf að gæta að því að raða ekki kristalsglösunum of þétt saman í uppþvottavélina svo að þau brotni.“ Eins og áður segir hefur úrvalið í versluninni aukist talsvert í hálfa öld. „Hjörtur keypti upphaflega að- eins kristal frá Tékkóslóvakíu. Núna kaupum við Hlín Kristinsdóttir, meðeigandi minn, inn vörur eins og stell, hnífapör og aðrar gjafavörur frá mun fleiri löndum. Við erum dug- legar að sækja sýningar og velta fyr- ir okkur nýjum vörum,“ segir Mar- grét og er spurð að því hvaða tískustrauma beri hæst á sýningum erlendis um þessar mundir. „Gler- vasar eru mjög vinsælir,“ svarar hún. „Þá notar fólk á ýmsa vegu til að skreyta heima hjá sér, t.d. með því að setja í vasana ávexti, steina eða ljósaseríur. Allt eftir því hvað fólki blæs í brjóst hverju sinni.“ Margrét er bjarsýn á tímamót- unum. „Hjörtur lagði góðan grunn að versluninni með traustu vöruúr- vali fyrir 50 árum. Við höldum áfram að bæta vöruúrvalið og koma til móts við viðskiptavinina með öðrum hætti. Kannanir segja að ungt fólk vilji versla í verslunarmiðstöðvum og tvinna saman verslun og skemmt- un. Nú erum við að aðlaga okkur því með því að flytja verslunina í Smára- lindina og lengja afgreiðslutímann. Eftir hálfa öld er því full ástæða til bjartsýni fyrir hönd Hjartar Niel- sen.“ Morgunblaðið/Jim Smart ago@mbl.is • Ni›urfelld stofngjöld • Enn meiri hra›a á enn lægra ver›i • Frímánu› á TÓNLIST.IS • 3 netföng, hvert inniheldur 50 MB geymslupláss • Öflugar varnir gegn vírusum og ruslpósti • Beinan a›gang a› tugum leikjafljóna* Me› flví a› gerast áskrifandi a› flrá›lausu Interneti fær›u: N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 1 0 8 8 5 í síma 800 7000 og kauptu áskrift núna! fiRÁ‹LAUST INTERNET VI‹ FELLUM NI‹UR STOFNGJÖLD * Einnig gefst flér kostur á vi›bótarfljónustu, t.d. Leikjaáskrift og Fjölskylduvænu Interneti. fiú getur gert fla› hvar sem er Komdu vi› í verslunum Símans e›a hringdu Innifali›: • Beinir (router) me› flrá›lausum sendi • firá›laust netkort í fartölvu • Smásía * Tilbo›i› mi›ast vi› 12 mána›a áskrift a› ADSL 1500 e›a ADSL 2000 tengingu hjá Símanum Internet. Mána›aráskrift er frá 4.820 kr. og mi›ast vi› 100 MB af inniföldu gagnamagni. A›eins 2.490 kr.* Stofnkostna›ur á›ur8.490 kr. TILBO‹: SÍMINN INTERNET og TÓNLIST.IS bjó›a n‡jum áskrifendum a› ná sér í n‡ja Stu›mannadiskinn á tonlist.is. FRÉTTIR ÞEGAR Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, ætlaði að spyrja frekar um kostn- aðarliði vegna samgönguviku Reykjavíkurborgar á fundi samgöngunefndar í enda nóvember neitaði Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi R-listans og formaður nefndarinnar, að taka þær fyrirspurnir á dagskrá. Telur Kjartan að Árni Þór hafi misbeitt valdi sínu með þessu. Það sé löng og athugasemdalaus venja að slíkar fyrirspurnir séu lagðar fram án fyrirvara og þær bókaðar í fundargerð, þótt þeim sé ekki svarað á sama fundi. Vísaði Kjartan í álit skrifstofustjóra borgarstjórnar máli sínu til stuðn- ings. „En því miður á síðasta fundi samgöngu- nefndar var þessi hefð brotin og ég tel að formað- ur hafi því miður misbeitt valdi sínu,“ sagði hann. Kjartan hefur deilt á Árna Þór fyrir að fara ferða sinna í embættisbíl forseta borgarstjórnar á bíllausa daginn í samgönguvikunni. Hann hefði átt að sýna gott fordæmi enda talað fyrir því í fjöl- miðlum í sömu viku að fólk legði einkabílnum. Framferði hans hefði skapað neikvæða ímynd af deginum og á skjön við boðskap, sem hann sjálfur flutti. Dræm þátttaka Kjartan sagði á fundi borgarstjórnar á fimmtu- daginn að umferð um borgina hafi verið þennan dag 1,82% minni en á samanburðar degi. „Þetta sýnir að þessi dagur hefur haft sáralítil áhrif sem er miður,“ sagði hann og benti á að ekkert kostaði í strætó þennan dag. Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði að Gall- up könnun hefði sýnt að aðeins um 27% Reykvík- inga heyrðu um samgönguvikuna. „Af þessum 27% sem heyrðu um hana voru aðeins 18% sem tóku þátt í vikunni,“ sagði Gísli og það væri um 6,6% Reykvíkinga. Um 4% Reykvíkinga taki strætó að staðaldri og því hafi þessi vika einungis breytt hegðun 2,6% íbúa Reykjavíkur. Kjartan sagði ekki alla kostnaðarliði við þessa samgönguviku talda með í skýrslu um vikuna sem nefndarmönnum var fengin í hendur. Sagt sé að kostnaður hins opinbera hafi verið um átta millj- ónir en hann hafi verið meiri, því t.d. var ókeypis í strætisvagnana. Tekjumissir þennan dag hafi ekki verið tekinn með í reikninginn. Nær sé að áætla kostnaðinn tíu milljónir króna. Til samanburðar sagði Kjartan kostnaðinn við hátíðahöldin 17. júní 15 milljónir. Gísli Marteinn sagði að samkvæmt þessu væri hægt að segja að 2.500 manns hafi breytt hegðun sinni fyrir tíu milljónir. Árni Þór Sigurðsson tók ekki þátt í þessum um- ræðum á fundi borgarstjórnar. Lítill árangur af bíllausa deginum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.