Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sími 552 1400 fax 552 1405 Laugavegi 170, 2. hæð, 105 Reykjavík Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur löggiltur fasteignasaliHeimasíða: www.fold.is - Netfang: fold@fold.is 20 íbúðir - 2ja, 3ja og 4ra herbergja Erum að leita fyrir opinberan aðila að 20 íbúðum, 2ja, 3ja og 4ra herbergja, í Reykjavík. Staðgreiðsla í boði fyrir réttar eignir. Skoðun og kaup ganga mjög hratt fyrir sig. Áhugasamir hafi samband við sölumenn Foldar fasteignasölu í síma 552 1400 eða í gsm síma sölumanna: Böðvar 892 8934 og Helgi 897 2451. Þ ótt víst sé hægt að finna fjölda hljóm- sveita sem starfað hafa jafn lengi eða lengur en Stuð- menn er líklega erf- iðara að finna hljómsveit sem er enn með jafn miklu fjöri. Það sann- ast einna best á því að í sumar brá hljómsvetin sér í vinnubúðir og rúll- aði þar upp lögum á tvær breiðskífur og gott betur á innan við viku. Fyrsti skammtur af þeirri vinnu er Stuð- menn á Hlíðarenda sem kom út um daginn og á henni má heyra að ekki er bara að þeir Stuðmenn og -kona hafi nóg að segja heldur skemmta þau sér vel við að segja það. Þeir Stuðmenn Tómas Tómasson og Jakob Magnússon verða fyrir svörum um plötuna nýju og söguna af tilurð hennar. Snemma kemur fram að Tómas átti þá snjöllu hug- mynd að hljómsveitin myndi fara vinnuferð á Snæfellsnes og dvelja á Hótel Búðum við lagasmíðar og upp- tökur. „Við dvöldum þar í viku og nutum hins besta í mat og drykk og viðurgerningi öllum á þessu nýja hóteli en héldum jafnframt til í Böðvarsholti þar sem við komum okkur upp tímabundnu stúdíói,“ seg- ir Jakob og Tómas bætir við: „Þar tókum við upp hvert lag sem „djammsession“ og eftir fjóra eða fimm daga í upptökum stóðum við uppi með þrjár og hálfa klukkustund af upptökum,“ segir hann og Jakob botnar setninguna: „Sextíu lög eða drög að lögum.“ Aðspurðir hvað skýri þessi gríð- arlegu afköst varpar Tómas fram þeirri tilgátu að það sé líklega vegna þess að þarna var hljómsveitin laus við allt utanaðkomandi kvabb, ekki bundin af klukkunni og í frábæru umhverfi uppi í sveit. „Við trúum líka flest í hljómsveitinni á kraftinn í jöklinum,“ bætir Jakob við og Tóm- as tekur undir það að það hafi ekki allir fundið fyrir þeim krafti: „Sumir hafa aldrei verið eins syfjaðir á æv- inni,“ segir hann og þeir skella upp- úr. Lögin komu af sjálfu sér „Lögin komu eiginlega af sjálfu sér, streymdu í gegnum okkur og þess vegna eru þau svo áreynslulaus á diskinum,“ segir Jakob af meiri al- vöru og Tómas útskýrir vinnuferlið betur: „Þetta var allt mjög opið og skemmtilegt og þannig voru söngv- ararnir með þráðlausa hljóðnema og heyrnartól og gátu farið út á hlað að klappa hundinum á meðan verið var að syngja.“ Þeir segja að það hafi ekki síst verið mjög örvandi að vita af kræs- ingunum sem biðu á hótelinu að loknum löngum vinnudegi þótt oftar en ekki hafi menn farið aftur í stúd- íóið eftir mat og vinnudagurinn iðu- lega langur fyrir vikið. Inni í stofu á Snæfellsnesi Þegar haldið var til byggða tók síðan við vinna við að klippa upptök- urnar til, tína út lög á plötuna, fín- pússa og slípa. Þeir segja að lítið hafi þó verið átt við lögin eftir að komið var í bæinn, „það stendur eft- ir þessi lifandi tilfinning sem var í lögunum, djammfílingurinn og spila- gleði,“ segir Tómas, „það stendur allur hljóðfæraleikur meira og minna, það heyrist að við erum inni í stofu á Snæfellsnesi að spila og skemmta okkur.“ Eins og nærri getur var mikill af- gangur af tónlist þegar búið var að tína saman lög á eina plötu úr sextíu laga safni. Þeir segja að það komi sér vel því fyrir dyrum stendur að taka upp kvikmynd á næsta ári og það sé þá búið að semja megnið af tónlistinni sem verður flutt í þeirri mynd. „Við skilgreindum það aðeins öðruvísi, vegna þess að í þeirri mynd erum við að leika aðra hljómsveit,“ segir Jakob, en sveitin er þegar byrjuð að undirbúna hlut sinn í myndinni, ganga frá tónlistinni og taka upp viðbætur. Kemur sér þá vel að hafa unnið svo vel í sumar. „Við höfum orðið vör við það að margir halda að það sem við erum að gefa út núna sé tónlistin úr vænt- anlegri kvikmynd, en það er öðru nær,“ segir Jakob. „Það er heilmikil vinna eftir við þá tónlist sem verður í myndinni og sá diskur kemur ekki út fyrr en að ári, enda verður mynd- in ekki frumsýnd fyrr en fyrir næstu jól, kvikmyndatökur byrja í febr- úar.“ Hlíðin að baki Hljómplatan heitir Stuðmenn á Hlíðarenda, en þeir segja að fjöl- margir aðrir titlar hafi komið til greina, þannig hafi menn velt fyrir sér heitinu Stuðmenn kaupa, sem hefði verið vel viðeigandi í ljósi kaup- og viðskiptagleði um þessar mundir, nefnd hafi verið heitin Búðahnupl og Búðaráp, Undir Jökli, Stuðmenn trúlofast og svo megi lengi telja; það vantaði ekki uppá- stungur um nafn á plötuna. „Svo kom Þórður með tillögu um að plat- an héti Á Hlíðarenda, sem túlka má á ýmsan hátt, það má gantast með það að um sé að ræða hljómsveit á niðurleið sem komin er á jafnsléttu, með hlíðina að baki, og við það að leggja af stað upp næstu brekku,“ segir Jakob og þeir skella báðir upp- úr, „en titillinn hljómaði flott að okk- ur fannst, Gunnar á Hlíðarenda og Stuðmenn á Hlíðarenda. Séra Frið- rik, Valur, KFUM og Karlakórinn Fóstbræður standa líka hjarta okk- ar nær, en Hlíðarendi sr. Friðriks var athvarf margra okkar skóla- systkina í Menntaskólanum við Hamrahlíð.“ Ekki er bara að þeir Stuðmenn hafi í nógu að snúast að vinna tónlist, nýbúnir að senda frá sér disk og á fullu í að vinna næstu plötu og upp- tökur fyrir bíómynd, heldur hafa þeir einnig sett saman nýja safn- skífu sem kemur sennilega út á næsta ári. Framundan er svo stíf spilamennska fram að jólum víða um land, en einnig stendur til að hljóm- sveitin fari út að spila en þeir Stuð- menn gerðu góða ferð til Þýskalands á síðasta ári, léku fyrir 30.000 manns í borg skammt frá Frankfurt, „og allir ódrukknir“ að sögn Tómasar. Í sömu ferð spilaði hljómsveitin síðan á útihátíð í Hamborg þar sem gestir voru um hálf milljón. „Stuðmönnum var bærilega tekið þar,“ segir Tóm- as, „enda hljómsveitin að leika mel- ódísk lög. Þjóðverjar, líkt og Íslend- ingar, hafa alltaf haldið tryggð við melódíuna.“ Ekkert fær stöðvað Stuðmenn Morgunblaðið/Golli „Lögin komu eiginlega af sjálfu sér, streymdu í gegnum okkur og þess vegna eru þau svo áreynslulaus á diskinum,“ segir Jakob Magnússon um nýja Stuðmannaplötu. Stuðmenn láta ekki deigan síga; brugðu sér í sveitina í sumar og tóku upp hátt í sextíu lög og hugmyndir. Árni Matthías- son ræddi við tvo Stuð- menn um dvölina í sveit- inni og afrakstur hennar. Nú furðar margur sig eflaust á því hvernig Stuðmenn ná ekki bara að starfa saman svo lengi heldur af slíkri atorku að annað eins sé hægt, að hljómsveitin geti tekið sig til og skellt saman á sjötta tug laga á einni viku eða svo líkt og gerist í bílskúrnum hjá unglingasveitum. Þegar þeir félagar eru inntir eftir leyndarmálinu á bak við það segj- ast þeir ekki hafa svarið á reiðum höndum, en líklega sé þetta hóp- eflið. „Það er mikil vinátta innan hópsins,“ segir Tómas. „Ef ekki væri til staðar sterk vinátta og gagnkvæm virðing í svo ríkum mæli væri þetta líklega ekki hægt.“ „Þegar búið er að sigla í gegnum skerjagarðana og erfiða tíma eins og allar hljómsveitir gera, fara saman í lægðirnar og hæðirnar, hætta í kjölfar ágreinings og byrja svo aftur og svo framvegis, þá er orðin til eining sem stendur sterk- ari, samstarf sem ekkert fær stöðvað nema maðurinn með ljá- inn. Það munar líka miklu að það eru allir beinir þátttakendur í hljómsveitinni, það finna allir til ábyrgðar,“ segir Jakob. Sterk vinátta og gagnkvæm virðing arnim@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.