Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 61
goðsögnina Darby Crash og hljóm- sveit hans The Germs. Það er búin að vera athyglisverð lesning. Hvaða lag spilarðu áður en þú ferð út á laugardagskvöldi? „Welcome To The Jungle“ hefur nú alltaf komið mér í rétt skap á laugardagskvöldum. Annars er það nokkuð breytilegt frá viku til viku. Hvaða plötu keyptirðu síðast? Ég keypti Kick Up The Fire, And Let The Flames Break Loose með Coo- per Temple Clause í síðustu viku og svo var það Bubbi þar áður. Þúsund kossa nótt, klassastykki. Hver er unaðslegasti ilmur sem þú hefur fundið? Ilmurinn úr eldhúsinu hennar mömmu … ekki spurning. Sér- staklega þegar það eru grískar lambakótilettur á grillinu. Hvert er þitt mesta prakkarastrik? Ég held að það verði einhver annar að dæma um það … þau eru nefni- lega orðin ansi mörg því ég er mikill prakkari. Hver er furðulegasti matur sem þú hefur borðað? Hann er reyndar ekkert svakalega furðulegur enda hef ég lengst af verið nokkuð matvandur gikkur. En það er að breytast og ég borðaði til dæmis kolkrabba fyrr í vikunni. Trúirðu á líf eftir dauðann? Tæplega … eitt líf er alveg nóg fyrir mig. Á FIMMTUDAGINN var tilkynnt um tilnefningar til íslensku tónlist- arverðlaunanna. Rokksveitin Mínus varð fengsæl og fékk alls fimm til- nefningar. Þriðja breiðskífa sveit- arinnar, Halldór Laxness, hefur enda verið lofuð í hástert innan- lands sem utan. Fyrir stuttu gerði Smekkleysa, útgáfufyrirtæki sveit- arinnar, svo samning við stórfyr- irtækið Sony um dreifingu á tónlist sveitarinnar. Mínus fagnaði fimm ára afmæli fyrir stuttu og hiklaust hafa hlutirnir aldrei litið betur út en nú. Frosti Logason er annar gít- arleikari sveitarinnar og segir hér Morgunblaðinu aðeins af sjálfum sér. Hvernig hefurðu það í dag? Ég hef það bara mjög gott, takk fyrir. Var reyndar að lenda hér á klak- anum í nótt og mætti kannski vera aðeins betur sofinn … en hei, svona er rokkið. Hvað ertu með í vösunum? Veski, lykla, klink af ýmsum stærð- um og gerðum, gítarneglur og mynd af bílnum að sjálfsögðu. Uppvaskið eða skræla kartöflur? Er það ekki sami hluturinn? Annars get ég líka bara gert hvort tveggja, enda hvort öðru skemmtilegra. Hefurðu tárast í bíói? Já já … margsinnis. Síðast á hinni hádramatísku mynd Tortímand- anum 3. Ég verð alveg klökkur þegar ég hugsa um þá ræmu. Ef þú værir ekki tónlistarmaður, hvað vildirðu þá vera? Ég ætlaði alltaf að verða kafari þeg- ar ég væri orðinn stór og bíð ennþá eftir því að verða það (stór þ.e.a.s.). Arkitektúr hefur líka alltaf verið mjög heillandi en síðan er ég líka mjög sáttur við starf mitt sem útvarps- maður og gæti alveg hugsað mér að stunda það fram í rauðan dauðann. Hverjir voru fyrstu tónleikarnir sem þú fórst á? Ja … það er ekki gott að segja. Fyrstu tónleikarnir sem ég man eftir held ég að séu Brjótum ísinn í Kaplakrika. Svo er mér líka alltaf mjög minnisstætt að sjá ofurtöff- arann Sigga Runólfs syngja með hljómsveit sinni á einhverri 17. júní- hátíð á Garðatorgi. Þar tóku þeir m.a. „Paradise City“ eftir Guns ’n’ Roses og ég hef ekki verið sami maðurinn síðan. Hvaða leikari fer mest í taugarnar á þér? Ég læt ekki leikara pirra mig. En ef ég væri neyddur til þess að nefna einhvern einn myndi ég nefna alla í Nágrönnum. Hver er þinn helsti veikleiki? Ólæknanleg svefnsýki og smá- munasemi. Finndu fimm orð sem lýsa persónu- leika þínum vel. Ég leyfi mér allavega að halda að ég sé heiðarlegur, metnaðarfullur og kannski smáfeiminn. Síðan veit ég um marga sem myndu kalla mig smámunasaman og hrokafullan. Bítlarnir eða Stones? Fyrri hlutinn á ferli Stones og seinni hlutinn á ferli Bítlanna … það er eina svarið. Humar eða hamborgari? Ég hélt að spurningin væri hum- ar eða frægð? En í þessu til- felli verð ég að segja að einn „djúsí“ borgari að hætti Sigga sterka hafi alltaf vinninginn. Hver var síðasta bók sem þú last? Ég er núna að klóra mig í gegnum bók- ina Lexicon Devil sem fjallar um Eitt líf er nóg SOS SPURT & SVARAÐ Frosti Logason Nýtt magnað meistaraverk frá leikstjóranum Clint Eastwood.SV. Mbl KEFLAVÍK Kl.10. B.i. 10.  AE. Dv Sean PENN Tim ROBBINS Kevin BACON Laurence FISHBURNE Marcia Gay HARDEN Laura LINNEY ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 5.30, 8 og 10.30. KRINGLAN Sýnd kl. 2.45, 4.50 og 6.55. Ísl. tal. AKUREYRI Sýnd kl. 2, 4, og 6. Ísl. tal ÁLFABAKKI Kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12. ÁLFABAKKI Sýnd Kl. 8 og 10.30. B.i. 16. KRINGLAN Sýnd Kl. 9 og 11.15. B.i. 16. EPÓ Kvikmyndir.com Veistu hvað gerðist í húsi þínu, áður en þú fluttir inn ?? Magnaður spennutryllir í anda „Cape Fear“ með toppleikurunum Dennis Quaid, Sharon Stone og Juliette Lewis.  Skonrokk FM909 Jólapakkinn í ár - FRUMSÝNING Fráframleiðendum Four Weddings, Bridget Jones & Notting Hill Kemur jólapakkinn í ár Setti nýtt aðsóknamet í Bretlandi og sló út myndir eins og „Notting Hill“ og „Bridget Jones's Diary.“ EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 8 OG 10.30  Kvikmyndir.com ÁLFABAKKI Sýnd kl. 1.45, 3.50 og 5.55. Ísl. tal. Sýnd kl. 1.45, 3.50, 5.55, 8, 10.10. Enskt. tal. KEFLAVÍK Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl. tal. Sýnd kl. 8. Enskt. tal. Vinsælasta mynd ársins í USA. Vinsælasta teiknimynd frá upphafi í USA. Frá framleiðendum Toy Story og Monsters Inc.  Kvikmyndir.com „ATH!SÝND MEÐÍSLENSKU OGENSKU TALI“ „100% ÓMISSANDI“ NEWS OF THE WORLD HJ. Mbl FRÁBÆR MYND SEM KEMUR ÖLLUM Í GOTT JÓLASKAP. Roger Ebert KRINGLAN Sýnd kl. 3. Ísl. tal. Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal. ÁLFABAKKI ÁLFABAKKI Sýnd Kl. 2. B.i.10. Tilboð kr. 300 KEFLAVÍK Kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. AKUREYRI Sýnd kl. 3, 5.40, 8 og 10.30. Dennis Quaid Sharon Stone ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5, 8 og 10.40. B.i. 16. Tilboð kr. 300 Gh Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2003 61 CAFÉ AROMA Kristjana Stefáns- dóttir söngkona mun ásamt gít- arleikaranum Birni Thoroddsen og Jóni Rafnssyni bassaleikara leika nokkra vel valda djass-standarda og jólastemningin verður ekki langt undan. Síðast þegar þetta tríó lék á Café Aroma komust færri að en vildu. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 Miðaverð er 1.000 kr. NORRÆNA HÚSIÐ Finnsk teikni- myndaröð um Kössa kengúru í barnabíói Norræna hússins kl. 14. Eins og venjulega er bíóferðin gestum að kostnaðarlausu. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.