Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 36
SKOÐUN 36 SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í MORGUNBLAÐINU 10. nóv- ember skrifar fræðslufulltrúi Sam- takana 78 grein um baráttu sam- kynhneigðra við fordóma í þeirra garð. Eins og oft áður er ítrekaður sá árangur sem náðst hefur í bar- áttunni og hvatt til aukinnar almennrar umræðu. Þar vil ég taka undir með greinarhöfundi. Það þarf að hvetja til aukinnar almennrar um- ræðu. En hún þarf að snúast um annað og meira en kröfuna um að viðurkenna samkynhneigð án alls fyrirvara. Ástæða þess að ég kveð mér hljóðs hér er sú að sem foreldri, kristinn þegn og fagmaður á sviði uppeldis-og menntamála blöskrar mér hin einhliða umræða um málið og lítt gagnrýnin afstaða samkyn- hneigðra til eigin málflutnings og aðferða í baráttu sinni. Það skal þó tekið fram að hér er ég ein- ungis að vísa til þess hóps sam- kynhneigðra sem kallar á athygli á á opinberum vettvangi, hins sjálf- kjörna málsvara mun stærri hóps sem e t.v. kærir sig ekki nema í meðallagi um þá athygli og yfirlýs- ingagleði sem einkennir gjarnan baráttuandann. Meðal samkynhneigðra eru fjöl- margir sómakærir einstaklingar sem neita að bera kynhneigð sína á torg þótt þeir fari ekki í felur með hana heldur, neita að heyja jafnréttisbaráttu með látum og sýndarmennsku, neita að kenna sig við hömluleysi, lágmenningu og afkáralega kynímynd, neita að krefja almenning um einhliða af- stöðu en krefjast umburðarlyndis, friðhelgi og fordómaleysis á við annað fólk. Fordóma er aldrei hægt að líða. Og ef til vill væri það hollt fyrir umræddan greinarhöfund að skoða örlítið hvort í hans eigin orðum leynist fordómar gangvart þeim sem ekki samþykkja að samkyn- hneigð sé sjálfsögð og eðlileg. Sú skoðun kann í einhverjum tilfellum að vera lítt ígrunduð og byggð á fordómum en í mörgum tilfellum á hún sér stoð í rótfastri lífsskoðun og hlýðni við heilaga ritningu. Það sjónarmið hefur löngum farið fyrir brjóstið á mörgum og óhætt að segja að þeir sem halda kristnum gildum sínum fram í málefni eins og þessu verði hvað harðast úti þegar kemur að fordómum. Rétt- indabarátta er lítils virði og ótrú- verðug ef henni fylgir ekki virðing fyrir andstæðum sjónarmiðum. Ég er ein þeirra sem ekki geta fallist á að samkynhneigð sé sjálf- sögð og eðlileg. Um leið fullyrði ég að sú skoðun felur ekki sjálfkrafa í sér mannfyrirlitningu, en ráða má af orðum greinarhöfundar að al- mennt sé svo. Ég krefst þess að sjónarmið mín séu virt á við önnur og neita því að vera kennd við for- dóma þótt ég fljóti ekki eins og dauður fiskur með straumnum. Ég neita að láta selja mér skoðun nokkurs þrýstihóps án þess að henni fylgi raunveruleg haldbær rök og stríði ekki gegn kristnum gildum sem reyndar þjóðin í yfir 90% tilfella gefur sig út fyrir að lifa samkvæmt. Þá mótmæli ég harðlega þeim misskilningi sem margir virðast hafa þ.e. að jafn- aðarmerki sé milli þess að vera á móti samkynhneigð og samkyn- hneigðum. Hver kristinn maður veit að honum ber að umbera og þykja vænt um náunga sinn hver og hvað sem hann annars er. En honum ber ekki skylda til þess að samþykkja þar með allt sem náungi hans gerir eða stendur fyr- ir. Á þessu er reginmunur sem sjaldnast er nefndur í umræðunni. Í greininni segir að „…við séum ekki alfarið laus við fordóma og efasemdir fólks um tilverurétt samkynhneigðra“. Hingað til hef ég ekki orðið vör við það að nokk- ur efist um „tilverurétt“ samkyn- hneigðra eða yfirleitt annarra inn- an samfélagsins. Þvert á móti sýnist mér að tilvera samkyn- hneigðra sé tiltölulega fyrirferð- armikil í fjölmiðlum og taumur þeirra dreginn þar frekar en hitt. Reyndar dylst engum hugsandi manni, ef marka má ásýnd fjöl- miðlanna, að samkynhneigð er orðin siðlaus markaðsvara í tísku- heiminum og popptónlistarheim- inum svo nærtæk dæmi séu tekin, auk þess sem kynferðislegir sam- kynhneigðir tilburðir eru orðnir viðurkenndur partur af skemmt- anastíl ungs fólks. Greinarhöfundur gefur hneyksl- aður til kynna að „sumir“ vilji álíta að umræðan um samkynhneigð hafi skaðleg áhrif á börn og ung- linga. Ég leyfi mér að varpa þeirri hugmynd fram að hin einlita um- ræða um að samkynhneigð sé eðli- leg, og fálæti almennings þar um, hafi skilað sér í skertri tilfinningu margra unglinga fyrir kynímynd sinni og birtist í kynhegðun sem hefur oft afar óskýr mörk. Það fullyrði ég að geti verið skaðlegt. Umræddur greinarhöfundur vill að fjallað sé markvisst um sam- kynhneigð með börnum og ung- lingum til að leggja grunninn að fordómalausum og heilbrigðum viðhorfum. Það getur varla nokkur maður tekið slíkum tilmælum al- varlega á meðan samkynhneigðir standa sjálfir fyrir þeirri hömlu- lausu hegðun sem sjá má t.d. í ga- ypride-göngunni eða á meðan þeir láta átölulausa þá siðlausu birting- armynd af samkynhneigð í fjöl- miðlum sem áður er getið. Þá get ég ekki stillt mig um að nefna í þessu sambandi nýliðið atvik þar sem Morgunblaðið baðst með réttu velvirðingar á birtingu greinar þar sem farið var offari í viðhorfum til samkynhneigðra. Í þeirri grein kom m.a. fram lýsing á athæfi samkynhneigðrar konu í gaypride- göngunni í sumar sem sögð er hafa hangið á krossi fáklædd og í kynferðislegum stellingum. Ég hef beðið eftir að sjá þetta leiðrétt en ekki orðið vör við neitt í þá áttina. Það kann þó að hafa farið framhjá mér. En sé þetta rétt hlýtur mað- ur að spyrja sig hvers vegna for- svarsmenn göngunnar hafa ekki séð sóma sinn í að fara að fordæmi Morgunblaðsins með opinberri af- sökunarbeiðni. Á meðan svo er ekki, hljóta menn að leggja bless- un sína yfir athæfi sem þetta. Reyndar er mér alveg hulið hvern- ig almenningur og ekki síst for- svarsmenn kristinnar trúar geta þagað þunnu hljóði undir slíkum kringumstæðum. Hér er farið út yfir öll mörk! Það er annars kaldhæðnislegt að samkynhneigðir skuli óafvitandi Sjónarhorn á baráttu samkynhneigðra Eftir Kristínu Lilliendahl Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Álfheimar 32 - Opið hús Björn Þorri hdl. lögg. fastsali, Karl Georg hrl. lögg. fastsali. 114,3 fm snyrtileg íbúð á 3. hæð í góðu fjölbýli. Íbúðin skiptist í stórt hol, góða stofu, glæsilegt eldhús með borðkrók, flísalagt baðherbergi með tengt fyrir þvottavél og baðkari, 4 svefnherbergi og geymslu og þvottahús í kjallara. Húsið er nýlega viðgert að utan og einnig er gler nýtt. Verð 14,6 millj. 4424. Inga Fjóla, sími 587 0490, sýnir frá kl. 14-16 Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Vegna skipulagsbreytinga eigum við eftirfarandi til ráðstöfunar í þessu glæsilega húsi. 2. Hæð framhús. samtals 336 fm. Skrifstofur í toppstandi, gott lyftuhús, glæslegt útsýni yfir Laugardalinn. Húsnæðið uppfyllir allar kröfur til nútíma skrifstofureksturs. Eignin er í eigu Landsafls, sem er öflugt sérhæft fasteignarfélag. Sanngjörn og hagstæð leiga fyrir rétta aðila. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242. Suðurlandsbraut - til leigu FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4 - SÍMI 570 4500, FAX 570 4505 - OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17 Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Hjallaland Glæsilegt og nánast algjörlega endurnýjað 192 fm raðhús auk bíl- skúrs. Húsið skiptist í samliggjandi stofur, eldhús, tvö endurnýjuð bað- herbergi, gestasalerni, þvottaher- bergi og fimm svefnherbergi. Skipt hefur verið um nánast allar innrétt- ingar og gólfefni í húsinu og er góð heildarmynd yfir því öllu. Raflagnir eru nýjar. Góð bílastæði eru við inn- gang hússins. Ræktuð lóð með verönd. Laust fljótlega. Myndir og nánari lýsing á eigninni á slóðinni www.fastmark.is Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Th. Jónsson í síma 892-8688. Verð frá 16,4 m. Elías H. Ólafsson lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN BÚI Nýbygging í Grafarholti. Stærð: 198 m². Byggingarefni: Steinsteypt og pússuð að utan með flísum að hluta. Byggingarár: 2003 Sýningardagur: Sunnudag 7. des. Sýningartími frá kl. 13-15. Sighvatur Lárusson Sími 864 4615 sighvatur@remax.is Komið og skoðið vandað og vel staðsett raðhús í Grafarholti. Tilbúið undir tréverk - sjón er sögu ríkari! SÖLUSÝNING - Kirkjustétt 18-22 Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, sölustjóri atvinnuhúsnæðis. magnus@valholl.is sími 588 4477 gsm 822 8242 Vegna aukinnar eftirspurnar vantar okkur á söluskrá allar stærðir og gerðir atvinnuhúsnæðis Höfum einnig kaupendur að atvinnuhúsnæði með góðum langtímaleigusamningum á verðbilinu 30-300 milljónir og 500-1.000 milljónir. Um er að ræða trausta og örugga kaupendur. Er með mjög traustann kaupanda að atvinnuhúsnæði á verðbilinu 500-600 milljónir. Mjög öruggar greiðslur. Verður að vera langtímaleigusamningur. EIGENDUR ATVINNUHÚSNÆÐIS Við hjá Valhöll leggjum áherslu á góða þjónustu, heiðarleika og vönduð vinnubrögð. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.