Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ 7. desember 1993: „Úrslitin í borgarstjórnarkosningunum á Ítalíu benda til þess, að inn- an tiltölulega skamms tíma geti pólitísk völd færst í hend- ur arftaka stjórnmálahreyf- inga, sem valdið hafa mann- kyni mestri þjáningu á þessari öld, kommúnista og fasista (nazista). Segja má, að lýðræðisflokkarnir svonefndu á Ítalíu súpi seyðið af gjör- spilltu stjórnarfari undanfar- inna ára. Ítalskir kjósendur virðast telja, að fársjúkur þjóðarlíkaminn hreinsist ekki nema með róttækum aðgerð- um. Fylgishrun gömlu flokk- anna nú, með kristilega demó- krata í broddi fylkingar, hófst í sveitarstjórnarkosningunum fyrir tveimur vikum. Kosning- arnar sl. sunnudag, sem sner- ust um borgarstjóraefni í nokkrum stærstu borgunum, þar sem úrslit réðust ekki síð- ast, staðfestu aðeins þá nið- urlægingu, sem fyrri valdhaf- ar hafa mátt þola.“ . . . . . . . . . . 7. desember 1983: „Eftir að kommúnistaflokkurinn í Pól- landi varð örmagna vegna uppreisnar alþýðunnar undir forystu Lech Walesa leitaði hann á náðir pólska hersins og 13. desember 1981 tók her- inn völdin í Póllandi. Ekki eru nema fáeinar vikur síðan Jaruzelski hershöfðingi, stjórnandi Póllands, treysti sig enn frekar í sessi með breytingum á stjórnlögum. Gagnvart alþýðu Póllands og umheiminum er látið líta svo út sem herinn hafi mildað tök- in á stjórn pólskra mála en í raun réttri hefur hið gagn- stæða gerst. Herinn er að laga stjórnkerfi Póllands að sínum þörfum, þungamiðja einræðisvaldsins hefur færst frá kommúnistaflokknum yfir í herinn.“ . . . . . . . . . . 7. desember 1973: „Sjaldan hafa kosningaúrslit í ná- grannalandi okkar vakið jafn mikla athygli hér og úrslit dönsku kosninganna sl. þriðjudag, og er það að von- um. Niðurstaða kosninganna varð á þann veg, að allt útlit er nú fyrir algjöra ringulreið í dönskum stjórnmálum, svo að nálgast ástand það sem ríkti í Frakklandi fyrir valdatöku De Gaulle. Langvarandi upp- lausn í frönskum stjórn- málum leiddi raunar til þess, að landið riðaði á barmi al- gjörs stjórnleysis og jafnvel borgarastyrjaldar. Vonandi á ekkert slíkt eftir að henda norræna þjóð.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. B ækur um blöð, blaðaútgef- endur, ritstjóra og einstaka blaðamenn eru oft mjög skemmtilegar og upplýs- andi bækur ekki sízt vegna þess, að þær eru öðrum þræði saga samtíma þess, sem um er fjallað frá svo- lítið öðrum sjónarhóli en algengast er. Töluvert er skrifað af slíkum bókum, allavega á Vest- urlöndum. Býsna margar bækur hafa verið skrifaðar um helztu forystumenn The New York Times og blaðið sjálft, nú síðast bók sem nefnist The Trust og fjallar um þá fjölskyldu, sem átt hefur blaðið lengst af og samskipti helztu meðlima fjölskyldunnar við ritstjóra blaðsins og helztu blaðamenn. Þekkt er ævisaga hinnar merku konu Kat- hrine Graham, sem hún skrifaði sjálf á efri ár- um og er í raun saga The Washington Post. Fjölmargar bækur hafa verið skrifaðar um ástralska blaðakónginn Rupert Murdoch og blaðaveldi hans, fróðleg bók hefur verið skrifuð um The Daily Telegraph og bækur miklar að vöxtum hafa verið skrifaðar um 150 ára sögu brezka tímarisins The Economist svo og um Financial Times. Annar stofnandi brezka blaðs- ins The Independent skrifaði athyglisverða bók um um aðdragandann að stofnun þess blaðs og fyrstu skref þess og svo mætti lengi telja. Nú má segja, að fyrsta bók þessarar teg- undar, sem stendur undir nafni sé komin út hér á Íslandi en það er ævisaga Valtýs Stefáns- sonar, ritstjóra Morgunblaðsins í nær fjóra áratugi, frá 1924 til dauðadags 1963, skrifuð af Jakobi F. Ásgeirssyni. Bókin er í senn ævisaga Valtýs, saga Morg- unblaðsins í marga áratugi og að hluta til sam- tímasaga þess tímabils, sem hún fjallar um. Arfleifð Valtýs Stefánssonar lifir enn á Morgunblaðinu, bæði í blaðinu sjálfu dag hvern en einnig í vinnubrögðum, starfsháttum og samskiptum manna í milli. Hún er sá sterki grunnur, sem blaðið byggist á. Þetta byggist á tvennu. Annars vegar á því, að framsýni Valtýs í mótun Morgunblaðsins var slík að enn í dag er fylgt mörgum þeim meginlínum, sem hann lagði í ritstjóratíð sinni. Hins vegar vegna þess, að Matthías Johannessen, samstarfsmaður og síðar arftaki Valtýs í önnur rúmlega fjörutíu ár, lagði ríka áherzlu á það í ritstjóratíð sinni að rækta arfleifð Valtýs og skila henni til framtíð- arinnar og nýrra kynslóða á Morgunblaðinu. Sameiginlega eiga þessir tveir menn meiri þátt í að skapa og móta Morgunblaðið eins og það er í dag en nokkrir aðrir. Nánasti samstarfsmaður Valtýs fyrsta tæpan aldarfjórðunginn í ritstjóratíð Valtýs var Jón Kjartansson, sýslumaður og alþingismaður fyr- ir Vestur-Skaftfellinga, en þeir tveir voru sam- an ritstjórar Morgunblaðsins frá 1924–1947, þegar Jón Kjartansson lét af störfum. Það var Jón sem leiddi Valtý inn á Morgunblaðið eins og glögglega kemur fram í bók Jakobs. Til er mynd af þessum tveimur mönnum, sem tekin var á efri árum, þar sem þeir haldast í hendur með Sigfús Jónsson framkvæmdastjóra blaðs- ins á þeirri tíð að bakhjarli. Það handtak var og er táknrænt fyrir það samstarf og þá vináttu, sem jafnan hefur einkennt samskipti manna innan Morgunblaðsins. Í bók Jakobs F. Ásgeirssonar segir um þenn- an anda vináttu og samstöðu, sem enn einkenn- ir andrúmsloftið á Morgunblaðinu: „Ber er hver að baki nema sér bróður eigi“, segir gamalt máltæki. Sannleiksgildi þessa spakmælis sagðist Valtýr fyrst hafa reynt til fulls eftir að samstarf þeirra Jóns Kjartans- sonar hófst við ritstjórn Morgunblaðsins. „Þá vorum við ungir menn og lítt reyndir, a.m.k. við blaðamennsku og höfðum ekki haft tækifæri til að gera okkur grein fyrir þeim vanda er við tókumst á herðar,“ skrifaði Valtýr. Hann bætti við: „Fölskvalausari, drenglyndari vináttu hef ég aldrei mætt hjá nokkrum manni óvandabundn- um í smáu og stóru…Í 23 ár unnum við saman og söfnuðum reynslu, sem varð mér ómetanleg. En þegar samstarfsmönnum fjölgaði mun ég jafnan hafa haft í huga samvinnu okkar Jóns er reyndist mér því betri og einlægari, sem vandi og erfiðleikar urðu meiri.“ Einn samstarfsmaður þeirra, Árni Óla, lýsti samvinnu þeirra með þessum orðum: „Þess vegna er ein af hugljúfustu endur- minningum frá starfsárum mínum hjá Morg- unblaðinu, hin snurðulausa og alúðlega sambúð og samvinna þeirra ritstjóranna Jóns og Val- týs. Á henni byggðist og heill blaðsins.“ Kannski er þetta mikilvægasta arfleifðin, sem eftirmenn þeirra tveggja tóku við. Hana ræktaði Matthías Johannessen af mikilli list og sýndi nánustu samstarfsmönnum sínum meira tilfinningalegt örlæti en hægt er að ætlast til af nokkrum manni. Morgunblaðið og menningin Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, hafði orð á því fyrir skömmu, að svo væri komið, að einungis tveir fjölmiðlar fjölluðu um menningarmál með skipulegum hætti, Morg- unblaðið og Ríkisútvarpið. Ljóst er af ævisögu Jakobs F. Ásgeirssonar um Valtý Stefánsson, að Valtýr lagði grundvöllinn að þessari sterku hefð í sögu Morgunblaðsins. Eiginkona Valtýs Stefánssonar var Kristín Jónsdóttir, einn frumherjanna í íslenzkri mynd- list á fyrri hluta 20. aldarinnar. „Valtýr og Kristín ræddu alla tíð mikið saman um mynd- list, en ekki sízt þegar þau felldu hugi saman og Kristín var á Akademíunni. Á þeim árum fylgdust þau grannt með þróuninni í evrópskri myndlist, sóttu söfn og helztu sýningar í Kaup- mannahöfn og á ferðalögum sínum til Svíþjóðar og suður um lönd. Besti vinur þeirra hjóna á Hafnarárunum var Guðmundur Thorsteinsson, Muggur,og þar hófst jafnframt náin vinátta þeirra við Jón Stefánsson…Fljótlega eftir að Valtýr tók við ritstjórn Morgunblaðsins fór hann að skrifa um myndlistarsýningar í blað sitt, en fyrstu greinarnar voru nafnlausar- …Valtý fannst umræða um myndlist á Íslandi vera á lágu plani. Öllu væri hampað og allt of mikið sýnt af verkum, sem hefðu takmarkað listrænt gildi. Hann vildi stuðla að því, að mæli- kvarðinn á gott og vont í myndlist væri hækk- aður. Hér á landi voru hvorki viðurkenndir sýn- ingarsalir né gallerí, sem skildu hafrana frá sauðunum. Af því leiddi, að óhjákvæmilegt var að draga listamenn í dilka á meðan sköpuð yrði hefð í landinu fyrir myndlistarumræðu eins og hún þekktist í stærri löndum eins og Dan- mörku.“ Fyrir þá, sem nú starfa á ritstjórn Morg- unblaðsins eru þetta fróðlegar upplýsingar, því að nákvæmlega sömu umræður fara nú fram á menningarritstjórn blaðsins og tekist á um, hvort lengra eigi að ganga í að velja og hafna. Jakob F. Ásgeirsson segir frá því í bók sinni, að Valtýr hafi einnig skrifað leikhúsgagnrýni. Viðhorf hans til hennar kemur fram í einum fyrsta leikdómnum, sem hann skrifaði en þar segir: „Fyrir nokkru komu hér fram tilmæli frá mikilsvirtum menntamanni að þeir sem dæma um íslenzka leiklist taki hið fyllsta tillit til erf- iðleikanna, sem hún hefur við að stríða og verði vægir og tilhliðrunarsamir í dómum sínum. En frá mínu sjónarmiði er tilhliðrunarsemi og gagnrýnisdofi enginn velvildarvottur. Þar sem gagnrýni sofnar dvín áhuginn og kyrrstaðan breiðir værðarvoð sína yfir allt saman. Þeir sem unna íslenzkri leiklist, vilja gengi hennar og framför, eiga að sýna áhuga sinn í verki með því að hafa vakandi auga á öllum möguleikum til umbóta.“ Mörgum áratugum síðar lá einn af leik- húsgagnrýnendum Morgunblaðsins undir harðri gagnrýni frá leikhúsfólki fyrir að skrifa of hvassa gagnrýni í blaðið. Hann svaraði því til að hann legði miðevrópskan mælikvarða á ís- lenzkt leikhús og dæmdi leiksýningar út frá því. Þetta er efnislega sama sjónarmiðið og Valtýr lýsti löngu áður. Valtýr Stefánsson lét sér ekki nægja að skrifa um myndlist og leikhús í Morgunblaðið. Hann skrifaði einnig nokkra ritdóma, þó ekki með reglubundnum hætti. Í bók Jakobs segir m.a.: „Valtýr skrifaði mjög lofsamlega um fyrstu ljóðabók Jóns úr Vör, Ég ber að dyrum. Hon- um fannst órímuð kvæði hins unga skálds „blæ- þýð og tungutöm – yrkisefni og form fara vel saman“, skrifaði hann. Sérstaklega fannst Valtý hinu unga skáldi takast vel að draga upp lifandi myndir af hversdagslífi.“ Það kom í hlut Matthíasar Johannessen að takast á við þau vandamál, sem upp komu í menningarumræðum í landinu á tímum kalda stríðsins, þegar listamenn voru dregnir í dilka eftir því hvar í flokki þeir töldust vera. Fæstum er um það kunnugt að snemma á níunda ára- tugnum hóf Matthías með persónulegum sam- tölum að vinna að sáttum milli stríðandi fylk- inga og vann skipulega að því að draga úr áhrifum kalda stríðsins á menningarumfjöllun Morgunblaðsins. Ekki voru allir á eitt sáttir um þá afstöðu Matthíasar í hópi rithöfunda. Nú er starfandi á Morgunblaðinu sérstök menningarritstjórn, sem er óvenjulega vel skip- uð fólki, sem býr yfir sérþekkingu á flestum MANNRÉTTINDI OG HUGMYNDAFRÆÐI Henry Kissingar er einn umdeild-asti núlifandi áhrifavaldurmannkynssögunnar. Hann fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1973 ásamt Le Duc Tho fyrir að semja um lok stríðs- ins í Víetnam. Þáttur Kissingers í rekstri þess stríðs og árásum Banda- ríkjamanna á Kambódíu og Laos, hefur hins vegar sætt gagnrýni sem og hlutur hans í að móta stefnu Bandaríkjanna gagnvart einræðisríkjum í Suður-Amer- íku. Í liðinni viku gerði Þjóðaröryggissafn Bandaríkjanna opinber skjöl þar sem greint er frá fundi Kissingers þegar hann var utanríkisráðherra í október 1976 og Cesar Augusto Guzzetti, sem þá var utanríkisráðherra Argentínu. Þetta var nokkrum mánuðum eftir að herfor- ingjastjórnin í Argentínu hóf ofsóknir gegn vintstri mönnum og öðrum stjórn- arandstæðingum í því sem kallað hefur verið „skítuga stríðið“. „Sjáðu til, grund- vallarafstaða okkar er sú að við viljum að ykkur takist ætlunarverk ykkar,“ sagði Kissinger við Guzzetti á fundinum í New York, að því er fram kemur í skjölunum. „Ég er gamaldags að því leytinu til að ég tel að maður eigi að styðja við bak vina sinna. Það sem menn ekki átta sig á í Bandaríkjunum er að þið standið í borg- arastyrjöld. Við lesum [í blöðunum] um mannréttindabrot en fáum ekki að vita samhengið. Því fyrr sem þið getið lokið ætlunarverki ykkar því betra.“ Þegar fundurinn átti sér stað var ver- ið að undirbúa samþykkt viðskipta- þvingana gagnvart Argentínu vegna frétta um mannréttindabrot í landinu. „Mannréttindavandamálið verður sí- fellt erfiðara við að eiga,“ er haft eftir Kissinger. „Sendiherra ykkar getur kynnt þér þau mál. Við viljum að stöð- ugleiki ríki. Við munum ekki að óþörfu leggja steina í götu ykkar. Ef þið getið lokið áætlunarverki ykkar áður en Bandaríkjaþing kemur saman aftur til fundar, þá væri það kostur…Ef þið gæt- uð aukið einhver lýðréttindi á nýjan leik þá myndi það hjálpa.“ Herinn í Argentínu rændi völdum í mars árið 1976 og sat til 1983 er lýðræði var komið á að nýju. Sérstakur dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að a.m.k. 10 þúsund manns hefðu verið myrt í tíð her- foringjastjórnarinnar, en mannréttinda- samtök telja nær lagi að 30 þúsund manns hafi týnt lífi. Kissinger hefur alltaf neitað því að hafa lagt blessun sína yfir mannrétt- indabrot í því skyni að hefta útbreiðslu kommúnisma í Suður-Ameríku og Suð- austur-Asíu, en orð hans við hinn arg- entínska starfsbróður sinn eru ekki óskýr. Í það minnsta bendir allt til þess að herforingjastjórnin hafi sannfærst í þeirri trú eftir því sem leið á árið 1976 að Bandaríkjastjórn hygðist ekki fetta fingur út í það hvaða meðulum væri beitt gegn stjórnarandstöðunni í Argentínu. Nú er verið að rannsaka mannshvörf og mannréttindabrot í Argentínu í tíð herforingjastjórnarinnar og er ekki loku fyrir það skotið að Kissinger verði beð- inn um að bera vitni. Spænski dómarinn Balthazar Garzon hefur haft hug á að yf- irheyra Kissinger vegna rannsóknar sinnar á mannréttindabrotum í Suður- Ameríku á áttunda áratug síðustu aldar. Sú rannsókn snýst meðal annars um að- gerð, sem einræðisstjórnir sex ríkja – Argentínu, Bólivíu, Brasilíu, Chile, Paragvæ og Úrúgvæ – lögðu á ráðin um og snerist um að ráða pólitíska andstæð- inga þeirra af dögum. Segir Garzon að Kissinger sé vitni í máli sínu á hendur Augusto Pinochet, fyrrverandi einræð- isherra í Chile. Baráttan gegn öfgum og ógnarstjórn á einum væng stjórnmálanna réttlætir ekki stuðning við ógnarstjórn á hinum vængnum. Ljóst er að mannréttindi voru fótum troðin í tíð herforingja- stjórnarinnar í Argentínu og öllu þjóð- félaginu var haldið í greipum ógnar. Það er erfitt að sjá hvernig hægt er að rétt- læta stuðning við slíka stjórnarhætti. George Bush Bandaríkjaforseti hefur orðað það svo að í baráttunni gegn hryðjuverkum standi menn annaðhvort með Bandaríkjamönnum eða á móti þeim. Það að vera samherji gegn hryðju- verkum á ekki að vera skálkaskjól til þess að brjóta mannréttindi, hvort sem um er að ræða aðgerðir Rússa í Tétsníu eða stjórnarfarið í Pakistan, ekkert frekar en það réttlætti mannréttinda- brot að vera andstæðingur kommúnista á dögum kalda stríðsins. Mannréttinda- brot eru óréttlætanleg og gildir einu í nafni hvaða hugmyndafræði þau eru framin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.